Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 25 TVEIR hægri öfga- flokkar, Frelsis- flokkur Austurríkis og Hreyfing til fram- tíðar Austurríkis, fengu 29% atkvæði í almennu kosning- unum í Austurríki fyrir rúmri viku og er það helmingi meira fylgi en þeir fengu samanlagt í kosning- unum 2006. Báðir hafa flokkarnir sömu stefnu gagnvart innflytjendum, sérstaklega múslímum, og Evrópu- sambandinu: blöndu af ótta og andúð. Þar sem leiðtogar flokk- anna tveggja, Heinz-Christian Strache og Jörg Haider, fyrirlíta hvor annan eru litlar líkur á að samsteypustjórn hægri öfgaflokk- anna komist til valda. Engu að síð- ur er þetta föðurland Hitlers þar sem gyðingar voru eitt sinn látnir skrúbba götur Vínar með tann- burstum áður en þeir voru fluttir burt og drepnir, þannig að úrslitin eru áhyggjuefni. En hversu mikið áhyggjuefni? Minningar um stormsveitar- menn og kynþáttalög 29% er um 15 prósentustigum meira en pópúlískir hægri flokkar fá á mjög góðum árum (fyrir þá) í öðrum löndum Evrópu. Strache, leiðtogi Frelsisflokksins, vill að stjórnvöld búi til nýtt ráðuneyti til að sjá um að senda innflytjendur úr landi. Múslímar eru níddir nið- ur fyrir opnum tjöldum. Haider hrósaði eitt sinn atvinnustefnunni í þriðja ríki Hitlers. Nýju hægri mennirnir kalla óhjákvæmilega fram minningar um stormsveit- armenn og kynþáttalög. Þó væru mistök að líta á upp- gang á hægri vængnum í Aust- urríki sem endurnýjun nasisma. Hvorugur flokkurinn boðar of- beldi, þótt málflutningur þeirra geti að hluta ýtt undir það. Kjós- endur flokkanna lengst til hægri stjórnast sennilega fremur af kvíða og gremju, sem einnig er til staðar í mörgum öðrum Evr- ópulöndum, þar á meðal ríkjum sem hafa enga nasistahefð á borð við Holland og Danmörku. Í Danmörku er hægri harðlínuaflið Danski þjóðarflokk- urinn, sem er með 25 þingsæti, orðinn þriðji stærsti flokkur lands- ins. Hollenskir pópúl- istar á borð við Ritu Verdonk eða Geert Wilders, sem eru keyrð áfram af ofsóknarótta við „ísl- amiseringu“, setja mikinn þrýsting á hinar hefðbundnu pólitísku valdastéttir, sem eru blanda af frjálslyndu fólki, jafnaðarmönnum og kristilegum demókrötum. Gremja í garð valdastétta Þetta er einmitt málið. Gremja kjósenda hægri öfgaafla í Evr- ópulöndum beinist einkum að póli- tískum valdastéttum, sem hafa verið of lengi við völd í þægilegu samstarfi og virðast einkum vera til með hagsmunagæslu að mark- miði. Í Austurríki viðurkenna meira að segja frjálslyndir að endalaus runa af stjórnum jafnaðarmanna og kristilegra demókrata hefur stíflað æðar hins pólitíska kerfis og gert smærri flokkum erfitt fyr- ir að brjóta sér leið inn í skjald- borg pólitískra forréttinda. Það sama á við um Holland, þar sem enginn hreyfði andmælum við miðjuflokkum, undir forustu vel- viljaðra, en fremur forsjárhneigðra leiðtoga með hugmyndir um „fjöl- menningarhyggju“, „umburð- arlyndi“ og „Evrópu“, fyrr en ný- verið. Birtingarmynd þjóðernishyggju í lýðræðisríkjum Evrópu eftir stríð hefur alltaf verið látin viðgangast á knattspyrnuivöllum, en ekki í op- inberum vettvangi. Efasemdir um einingu Evrópu hafa reglulega verið afgreiddar sem forpokun eða jafnvel rasismi í einhverri mynd. Sá siður ríkisstjórna að rekja óvin- sæl stefnumál til skriffina Evrópu- sambandsins, sem í vaxandi mæli er litið á sem enn einn hópinn af sjálfumglöðum forréttinda vald- höfum, sem engum þurfa að standa reikningsskil, hefur enn grafið undan tengingu þjóð- artilfinningar við evrópska ein- ingu. Þetta tengist gremjunni í garð innflytjenda. Þegar börn verka- manna, sem fluttir voru inn frá löndum á borð við Tyrkland og Marokkó á sjöunda áratugnum, byrjuðu að mynda stóra músl- ímska minnihluta fór spenna vax- andi í verkamannahverfum. Frjáls- lyndar valdastéttir afgreiddu kvartanir um glæpi og framandi siði sem „rasisma“. Fólk varð bara að læra að vera umburðarlynt. Ekkert af þessu var endilega rangt. Umburðarlyndi, eining Evr- ópu, tortyggni í garð þjóðern- ishyggju og árvekni gagnvart ras- isma eru lofsverð markmið. En framsetning þessara markmiða án umræðna, að ekki sé talað um gagnrýni, leiddi til bakslags. Þeg- ar Hollendingar, Frakkar og Írar greiddu atkvæði gegn stjórnarskrá Evrópu voru þeir að sýna tor- tryggni sína í garð pólitísku valda- stéttanna í landi sínu. Og pópúlist- arnir, sem lofa að endurheimta fullveldi þjóða sinna með því að hafna „Evrópu“, berjast gegn „ísl- amiseringu“ og sparka innflytj- endum út eru að nýta sér þessa tortryggni. Málflutningur útlendingaótta og rembu er ógeðfelldur og jafnvel áhyggjuefni í landi með fortíð Austurríkis. En nýja lýðskrumið er ekki enn ólýðræðislegt eða jafnvel andlýðræðislegt. Kjör- orðið, sem oftast heyrist meðal kjósenda hægri flokkanna í Aust- urríki, er „ferskt loft“. Fólk kveðst hafa kostið Haider og Strache til að losa um ítök hinna ráðandi flokka. Gætu á endanum styrkt lýðræði Þetta er ekki ólögmætur hvati. Ef fólk hefur áhyggjur af grund- velli síns þjóðernis, fullveldi rík- isstjórna sinna og lýðfræðilegri og félagslegri samsetningu síns þjóð- félags, er best að sá ótti komi fram á hinum pólitíska vettvangi. Svo lengi sem fólk finnur áhyggj- um sínum, hversu ósmekklega sem þær kunna að hljóma fyrir frjálslyndum eyrum, farveg í at- kvæðum sínum en ekki ofbeldi mun lýðræðið ekki verða fyrir verulegum skaða. Að bjóða sig fram gegn ríkjandi pólitískum öflum er vitaskuld kjarni pópúlisma hvar sem er. Forsetaframbjóðendur í Banda- ríkjunum láta sem þeir séu í fram- boði gegn „Washington“, jafnvel þótt þeir séu synir fyrrverandi forseta. Hinn raunverulegi skaði verður þegar fólk glatar trausti, ekki bara til valdastéttarinnar, heldur kerfisins sjálfs. Þetta hefur ekki enn gerst í Evrópu, ekki einu sinni í Aust- urríki. Það er engin þörf fyrir skelfingu lostna frjálslynda, hefð- bundna flokka til að berjast gegn hægri öflunum með því að virkja sömu gremjuna. En það á að taka þessa gremju alvarlega í pólitískri umræðu. Þannig er hægt að tak- marka hættuna, sem fylgir al- mennri andúð. Í stað þess að skaða lýðræðið gæti uppgangur hægri aflanna og atlaga þeirra að spillingu hagsmunagæslunnar orð- ið til þess að styrkja það. Ótti og andúð í Evrópu Eftir Ian Buruma »Nýju hægri menn- irnir kalla óhjá- kvæmilega fram minn- ingar um stormsveitar- menn og kynþáttalög. Þó væru mistök að líta á uppgang á hægri vængnum í Austurríki sem endurnýjun nasisma.Ian Buruma Ian Buruma er prófessor í mannrétt- indamálum við Bard College. Síðasta bók hans nefnist Morð í Amsterdam: Morðið á Theo van Gogh og takmörk umburðarlyndis. ©Project Syndicate, 2008. www.project-syndicate.org Helga Sigrún Harðardóttir | 9. október Kaupþing fékk kúlu í ennið Glitnir fékk ekki 84 millj- arða lán hjá Seðlabank- anum með veði í norskum íbúðalánum. Kaupþing banki fékk hins vegar lán hjá Seðla- bankanum með veði í dönskum banka sem seðlabankastjóri taldi traust og öruggt og ef Kaupþing rúllaði eignaðist íslenska ríkið þennan líka fína danska banka. ... Nú berast fregnir af því að hið örugga veð sem seðlabankastjóri taldi sig hafa í hinum danska banka var kannski ekki eins öruggt og menn héldu. ... Meira: helgasigrun.blog.is Tryggvi L. Skjaldarson | 9. október Hafnfirðingar vaknið og það strax! Það voru 45 manns sem réðu úrslitum þegar fellt var í íbúakosningu nýtt deiliskipulag í Hafnarfirði í fyrravor. Komið var í veg fyrir uppbyggingu í Straumsvík sem tryggði Hafnarfjarðarbæ milljarð í tekjur fyrir bæjarfélagið á hverju ári. Við fleiri hundruð vel launuðum störfum með margfeldisáhrifum út í samfélagið var sagt: Nei takk. Þegar kosið var um deiliskipulagið trúði fólk á útrásina sem átti að leysa af hólmi minna spennandi atvinnurekstur eins og áliðnað. Nú er sápukúlan sprungin. ... Meira: ludvik17.blog.is Auður H. Ingólfsdóttir | 9. október Regnbogi Þrátt fyrir eðlislæga bjartsýni, þá skal við- urkennast að ég er farin að finna fyrir herpingi í maganum þegar hver dagur toppar þann sem á undan er genginn hvað varðar vondar fréttir af efnahagskerfi landins. Í dag er ég heima að vinna. Birtist þá ekki þessi risastóri, bjarti og fagri regn- bogi beint fyrir framan gluggann minn og brosir framan í mig. Verður maður ekki að taka þessu sem guðlegu tákni um að öll él stytti upp um síðir. Meira: aingolfs.blog.is Golli Morgunblaðið/Golli Krónan fallin Ekki er nóg með að fárviðri geisi á fjármálamörkuðum og krónan sé fallin, heldur feykir íslenskt hvassviðri um koll því sem fokið getur. Ólína Þorvarðardóttir | 9. október 2008 Hvað ef heimsfriður væri í húfi? Þvílík hneisa – fyrir alla hlutaðeigandi. Árni Matthiesen er auðvitað með allt niðrum sig. En það eru þeir Alist- air Darling og Gordon Brown líka. Hafi Árni Matthiesen gefið Darling raunverulegt tilefni til að skiljast það að Íslendingar myndu ekki standa við lög- bundnar skyldur sínar gagnvart við- skiptamönnum Ice-Saving netbankans í Bretlandi – þá er óþægilegt til þess að hugsa að eitt símtal skuli geta orsakað milliríkjadeilu af þessu tagi …Hvað ef heimsfriður væri í húfi – en ekki „bara“ afdrif smáþjóðar? Svo mikið er víst að Bretar eru ekki vinir okkar. Það vitum við nú. Meira: olinathorv.blog.is Sóley Tómasdóttir | 9. október 2008 Ekki rétti tíminn? Nú þegar efnahags- ástandið er jafn alvarlegt og raun ber vitni er ætl- ast til að við þegjum og látum strákana sjá um að leysa vandann. Sömu strákana og komu okkur í vandann. Með sömu hroðvirkn- isvinnubrögðunum og beitt var í útrás- arævintýrinu … . ... Reynslan sýnir að þau ríki sem notið hafa leiðsagnar kvenna í uppbygg- ingu eftir samfélagslegt hrun standa betur en önnur. Í ljósi ofangreinds krefst Femínistafélag Íslands þess að stjórn- völd og þjóðin öll opni fyrir nýja hug- myndafræði, áhættumeðvitaða stjórn- unarhætti og skipi nýtt fólk til stefnumótunar, konur jafnt sem karla. Meira: soley.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.