Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 19 Eftir Guðnýju Camillu Aradóttur camilla@mbl.is ERLEND starfsemi Kaupþings er í uppnámi eftir að tilkynnt var að Fjármálaeftirlitið tæki yfir starf- semi bankans í gær. Hjá Kaupþingi störfuðu rúmlega 3.200 manns um mitt ár, í 14 löndum. Þar af eru um 1.700 starfsmenn erlendis. Bankastjóri Kaupþings, við- skiptaráðherra og forsætisráðherra létu allir þau orð falla í gær að það sem hefði riðið baggamuninn um nauðsyn yfirtöku FME á bankanum hefði verið ástandið sem skapaðist um starfsemi bankans í Bretlandi á miðvikudag og viðbrögð breskra stjórnvalda við því. Kaupþing í Bretlandi var þá sett í greiðslustöðvun og dótturfélögum bankans í Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð hefur verið lokað. Benedikt Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Kaupþings, segir óvíst hvað verði um erlenda starfsemi bankans. Málið sé nú í höndum Skilanefndar og allar stærri ákvarðanir fari í gegnum hana. Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Kaupþings, sagði stöðuna hafa breyst mikið. Menn sætu á fundum og hann hefði ekki vitneskju um frekari lokun eða sölu á eignum Kaupþings erlendis en vitað hafi verið um á miðvikudag. Á vef Børsen mátti í gær lesa að FIH Erhvervsbank verði seldur fljótlega. Kaupþing fékk lán frá Seðlabanka Íslands út á veð í honum fyrir nokkrum dögum. Í grein Bør- sen er vitnað í orð bankastjórans, Henrik Sjøgreen. Hann segir bank- ann að vísu í eigu Kaupþings en sé rekinn sem sjálfstæð eining. Mögu- leikarnir séu góðir á að hægt verði að halda því starfi áfram. Sala á bankanum gæti verið í höfn eftir um tvo mánuði. Sjøgreen segir bankann hafa verið metinn á 10-15 milljarða danskra króna áður en fjár- málakreppan hófst fyrir alvöru. Bjarne Jensen, bankasérfræðingur, segir annars staðar á vef Børsen að eigendur bankans megi teljast heppnir ef þeir fái sem nemur eigin fé bankans fyrir hann. Eigið fé var 6,3 milljarðar danskra króna í síð- asta uppgjöri. Erlend starfsemi Kaupþings í uppnámi Morgunblaðið/Sverrir Völd Fjármálaeftirlitið tók yfir starfsemi Kaupþings og má búast við að reynt verði að selja starfsemi bankans í 13 löndum utan Íslands. Óvíst hve mikið fæst fyrir erlendar eignir Kaupþings FORSVARSMENN Baugs mátu stöðu eigna sinna í gær eftir fall Landsbankans og Kaupþings sam- kvæmt frétt sem birtist á vef Fin- ancial Times í gærkvöldi. Var meðal annars verið að kanna hvort stöður og samningar félagsins um einstakar fjárfestingar, sem hafa verið fjármagnaðar af íslensku bönk- unum, haldi eftir að þeir komust undir hendur íslenskra stjórnvalda. Samkvæmt viðmælanda FT sem þekkir til Baugs ræður félagið enn yfir hlutabréfum í þekktum vöru- merkjum eins og Woolworths, French Connection, Moss Bros og Debenhams þó enn sé of snemmt að segja til um hvað verður. Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, sagði við Telegraph í gær- kvöldi, að samskipti fyrirtækisins og fyrirtækja, sem tengist Baugi, við banka væru traust. Samningum yrði ekki breytt nema í samræmi við ákvæði lánasamninganna. Gunnar sagði að fyrirtæki í eigu Baugs, þar á meðal verslunarkeðj- urnar House of Fraser og Hamleys, gangi vel og lausafjárstaða þeirra sé góð. bjorgvin@mbl.is Segja lána- samninga enn halda Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ATBURÐIR síðustu daga og vikur hafa umbylt landslaginu í íslensku Kauphöllinni og liggur nærri að um 80% af heildarverðmæti félaga í Úrvalsvísitöl- unni séu horfin. „Markaðurinn eftir þessar breytingar verð- ur um það bil 20% af hluta- bréfamarkaðnum eins og hann var fyrir þennan at- gang,“ segir Þórður Frið- jónsson, forstjóri Kauphallar Nasdaq OMX á Ís- landi. „Þá er ég að tala um heildar- áhrif á markaðinn, en ekki bara bankana þrjá. Stofninn í því sem eftir stendur er kannski um 300 milljarða króna virði, en áður en þessi atburðarás hófst var heild- arvirði Úrvalsvísitölufyrirtækja 1.400-1.500 milljarða króna virði.“ Segir Þórður að í þessu sam- bandi beri að líta til þess að skuldabréfamarkaður hér á landi sé mikill og öflugur. „Sjáum við ekki fram á miklar breytingar á því og teljum að áfram verði lífleg viðskipti með skuldabréf.“ Fjölgun á markaði Þórður segir að verkefnið nú verði að byggja hlutabréfamark- aðinn upp að nýju á þessum grunni. Í Kauphöllinni séu ágæt fyrirtæki, sem lúti öðrum lög- málum en fjármálageirinn. Þau séu í framleiðslu af ýmsu tagi og fái stóran hluta sinna tekna í er- lendri mynt. Nefnir hann til dæmis Marel og Össur. „Miðað við fram- vinduna undanfarið og breytingu á gengi krónunnar eru þetta fyr- irtæki sem vert er að huga vel að. Þau hafa farið verr út úr þessum hremmingum en þau eiga skilið, miðað við þá verðmætasköpun sem þar fer fram. Gengisbreyting undanfarnar vikur og mánuði ætti að öllu óbreyttu að endurspeglast í hækkunum á gengi þeirra.“ Segist Þórður gera sér vonir um að fjölgun verði á skráðum fyr- irtækjum í Kauphöllinni. „Við höf- um m.a. verið að benda sjávar- útveginum á þann möguleika að afla fjár á hlutabréfamarkaði. Þá er fjöldi fyrirtækja sem litið gæti til markaðarins þegar þetta gjörn- ingaveður er gengið yfir. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að geta sótt fé inn á hlutabréfamarkað, sérstaklega í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum við nú,“ segir Þórð- ur. Markaðurinn ekki samur eftir inngrip Þórður Friðjónsson SKILANEFND Kaupþings hefur tekið yfir rekstur bankans og þar með yfirráð yfir danska bankan- um FIH. Bókfært eigið fé FIH er 1,1 milljarður evra og má full- víst telja að er- lendir bankar muni keppast um þessa eign. „Þetta er mjög góður banki og ég er viss um að margir munu sýna hon- um áhuga,“ segir Jónas Sigurgeirs- son, forstöðumaður samskiptasviðs Kaupþings. Íslensk stjórnvöld ákváðu í byrjun vikunnar að standa við bakið á Kaupþingi m.a. með því að veita bankanum 500 milljóna evra lán úr Seðlabankanum gegn veði í bréfum í FIH. Ef FIH verður seldur fyrir bókfært virði bankans fær Seðlabankinn andvirði lánsins og af- gangur fer til skilanefndarinnar sem ráðstafar honum til kröfuhafa. thorbjorn@mbl.is Skilanefnd undirbýr sölu FIH Kaupþing Skila- nefnd stýrir FIH. Eigið fé FIH er 1,1 milljarður evra Er starfsemi FIH-bankans í Dan- mörku frábrugðin annarri er- lendri starfsemi Kaupþings? Kaupþing á bæði útibú og dótt- urfélög erlendis. FIH er dótturfélag Kaupþings rétt eins og Singer og Friedlander-bankinn í Bretlandi. Eru íslensk stjórnvöld í ábyrgðum vegna skuldbindinga dótt- urfélaga Kaupþings? Nei, um er að ræða sjálfstæðar er- lendar eignir og þær tryggingar sem fyrir hendi eru í hverju landi fyrir sig gilda um skuldbindingar bankans. Þarlend stjórnvöld hafa heimildir til þess að frysta eignir dótturfélagsins til þess að hægt sé að mæta kröfum lánardrottna og annarra. Er Edge-innlánsreikningur Kaup- þings í Bretlandi frábrugðinn Ice- save-reikningi Landsbankans? Já, því Evróputilskipun um innláns- tryggingar gildir um Icesave en ekki um Edge-reikning Kaupþings. S&S BYGGSaxbygg KaupþingLánshæfis- einkunn Eignir frystar Glitnir Þáttur M ilestone Askar Capital Egla Kjalar Sam skipEimskip og Icelandicgætu verið í hættu vegna erfiðleika Samson Glitnir þjóðnýttur 7. október Saxbygg og Byggingafélag Gylfa og Gunnars gætu verið í hættu í kjölfar þjóðnýtingar Glitnis Þáttur, Milestone, Askar Capital og Sjóvá gætu verið í hættu í kjölfar þjóðnýtingar Glitnis Lánshæfiseinkunnir lækka enn Eignir Landsbanka og Kaupþings frystar í Bretlandi 8. október Kaupþing þjóðnýtt 8. október Bakkavör, Síminn og VÍS gætu verið í hættu í kjölfar hugsanlegra erfiðleika Exista Byr og Sparisjóður Keflavíkur gætu verið í hættu í kjölfar hugsanlegra erfiðleika Exista Egla, Kjalar og Samskip gætu verið í hættu í kjölfar þjóðnýtingar Kaupþings Sjóvá Exista ByrBakkavör Sparisjóður KeflavíkurSím inn VÍS Exista gæti verið í hættu vegna þjóðnýtingar Kaupþings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.