Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 18
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is BRESKA fjármálaeftirlitið krafðist þess að Landsbankinn færði auknar eignir út til Bretlands gegn því að bankanum yrði heimilt að færa Ice- save-reikninga sína til dótturfélags síns þar í landi, Heritable-bankans. Ekki náðist samkomulag milli bank- ans og eftirlitsins um hvernig ætti að standa að slíkri eignafærslu og því varð ekkert úr áformum Landsbank- ans. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að breska fjármálaeftirlitið [Financial services authority] hefði mátt „aðstoða Landsbankann betur“ við að færa Icesave-reikningana til dótturfélags í Bretlandi. „Það er stefna eftirlitsins að tjá sig ekki um viðræður sem það hefur átt við fyrirtæki sem sæta eða hafa sætt eftirliti,“ sagði Joseph Eyre, fjöl- miðlafulltrúi hjá breska fjármálaeft- irlitinu, þegar óskað var eftir við- brögðum við ummælum Halldórs. „Það var reynt að bregðast við með stjórnendum Landsbankans þannig að eignir yrðu færðar úr útibúum í dótturfélög. Það var ekki einfalt ferli og því miður var gerð krafa um töluvert miklar eignir sem yrðu færðar niður á móti [til Bret- lands],“ segir Jónas Fr. Jónsson, for- stjóri Fjármálaeftirlitsins. Vildu jafna eignir og skuldir „Það var gerð krafa að við færðum eignir út til tryggingar,“ segir Hall- dór. Aðspurður hversu mikið breska fjármáleftirlitið krafðist að yrði fært segir Halldór að viðræður þeirra við eftirlitið hefðu aðallega snúist um upphæðir og í hvaða áföngum eignir yrðu færðar. „Það var auðvitað markmiðið að ná jöfnuði milli eigna og skulda en það var ekki auðvelt þegar efnahagsreikningur Lands- bankans var að dragast saman á fyrstu sex mánuðum þessa árs og efnahagsástandið í heiminum var eins og það var. Þeir hefðu þurft að sýna meiri sveigjanleika í ljósi efna- hagsástandsins,“ segir Halldór. Breska eftirlitið vildi auknar eignir út til að tryggja Icesave Ekki náðist samkomulag milli Landsbankans og breska fjármálaeftirlitsins Í HNOTSKURN »Fyrr á þessu ári skapaðistumræða í Bretlandi vegna stærðar og umfangs Icesave- reikninganna, um hvort inn- lánstrygging væri í Bretlandi eða Íslandi. » Í mars á þessu ári varaðibreska fjármálaeftirlitið þarlenda innistæðueigendur við að huga ekki aðeins að góðum vöxtum erlendra banka heldur einnig þeirri áhættu sem fylgdi reikning- unum. »Breska fjármálaeftirlitiðfylgist með lausafjárstöðu erlendra útibúa þar í landi. »„Það er undantekning.Lausafjáreftirlit með útibúum, t.d Icesave, er hjá gistiríkinu, þ.e Bretlandi. En almenna reglan er heimarík- iseftirlit,“ segir forstjóri FME. Morgunblaðið/Árni Sæberg 18 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is SÚ HÆTTA er fyrir hendi að fleiri félög eigi eftir að lúta í lægra haldi vegna þjóðnýtingar ríkisins á við- skiptabönkunum þremur, Glitni, Kaupþingi og Landsbanka. Stærstu eigendur bankanna munu með þeim aðgerðum tapa tugum, ef ekki hundruðum milljarða króna og hafa þegar tvö félög fengið greiðslu- stöðvun. Stoðir, stærsti eigandi Glitnis, óskaði eftir greiðslustöðvun skömmu eftir að ákveðið var að ríkið eignaðist 75% í bankanum. Sú að- gerð verður reyndar að engu með þjóðnýtingu Glitnis, en staða Stoða er engu betri við þær aðstæður. Þá óskaði Samson eignarhalds- félag, stærsti eigandi Landsbank- ans, eftir greiðslustöðvun eftir þjóð- nýtingu ríkisins á þeim banka. Stærsti eigandi Kaupþings, Ex- ista, hefur ekki óskað eftir greiðslu- stöðvun og mun félagið vera að vinna úr sínum málum. Fram hefur komið að eignir félagsins í norska tryggingafélaginu Storebrand og finnska fjármálafyrirtækinu Sampo hafa verið seldar. Exista á þar fyrir utan Skipti, eignarhaldsfélag Sím- ans, VÍS tryggingafélag og stóran hlut í Bakkavör. Sparisjóðirnir eiga margir hlut í Exista í gegnum eign- arhaldsfélagið Kistu. Fari svo að Exista þurfi að láta undan munu sparisjóðirnir verða fyrir höggi. Stoðir og Samson Stoðir, stærsti eigandi Glitnis, eiga 39% hlut í Baugi Group og þá á félagið Tryggingamiðstöðina að fullu. Þessi félög gætu farið illa úr gjaldþroti Stoða. Þá eiga aðilar tengdir Stoðum Haga, sem er við- kvæmt af sömu sökum. Aðrir stórir hluthafar í Glitni eru Þáttur og Saxbygg. Félög tengd eig- endum Þáttar eru Milestone, Askar Capital og Sjóvá og standa þau óhjá- kvæmilega veikar nú en áður. Þá er Byggingafélag Gylfa og Gunnars annar eigandi Saxbyggs, stórs hlut- hafa í Glitni, og mun það óhjákvæmi- lega verða fyrir áhrifum. Stærsti eigandi Landsbankans, Samson hefur fengið greiðslu- stöðvun, eins og áður segir. Eig- endur Samson eiga stóra hluti í Eim- skipafélaginu og Icelandic. Þá hefur komið í ljós að vegna erfiðleika Sam- son er mikil óvissa um 25 milljarða króna ábyrgð sem fallið gæti á Eim- skipafélagið vegna sölu félagsins á XL Leisure. Telja verður stöðu Straums öllu sterkari, en ljóst má vera að ákveðin óvissa ríkir um framtíð bankans, einkum þegar lánshæfiseinkunn hans hefur verið lækkuð. Fjöldi fyrirtækja í hættu Þjóðnýting ríkisins á viðskiptabönkunum gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir mörg fyrirtæki sem tengd eru eigendum bankanna með einum eða öðrum hætti ATHUGA ber að félögin sem hér eru talin upp eru misvel stæð en engin ástæða er til að ætla að þau rambi á barmi gjaldþrots. Þeir kubbar sem uppistandandi eru á myndinni hér fyrir ofan sýna að- eins tengd félög og gefa ekki til kynna fjárhagslega stöðu þeirra. Aftur á móti er staðan óneit- anlega veikari en hún var fyrir þjóðnýtingu bankanna og sum þeirra munu óhjákvæmilega lenda í einhverjum vandræðum. Þessi upptalning sýnir einnig að inngrip ríkisvaldsins í bankana gæti enn dregið dilk á eftir sér og að afleiðingarnar yrðu almennari og meiri en þær eru þegar orðnar. Félög hér á landi eru mörg tengd eignatengslum og það sem kemur einu þeirra illa getur haft áhrif á fjölda annarra fyrirtækja. Inngrip ríkis gæti dregið dilk á eftir sér ÚTLITIÐ er ekki bjart á erlendum hlutabréfamörkuðum og vilja fjár- festar ekki halda í neitt nema rík- isskuldabréf og reiðufé, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Bandaríska Dow Jones-vísitalan lækkaði sjöunda daginn í röð í gær og nam lækkunin 7,3%. Reiknast mönnum til að tap fjár- festa í gær hafi numið 872 milljörð- um Bandaríkjadala í gær og 2.500 milljörðum samtals undanfarna sjö viðskiptadaga. Ekki er búist við því að ástandið batni á hlutabréfamörkuðum fyrr en alþjóðlegir lánsfjármarkaðir vakna til lífsins á ný. Bílar og fjármálafyrirtæki Meðal þess sem olli lækkunum gærdagsins var ákvörðun matsfyrir- tækisins Standard & Poor’s að lækka lánshæfiseinkunn bílafram- leiðandans General Motors. Í kjöl- farið hrundi gengi bréfa GM um 31%. Þá lækkuðu fjármálafyrirtæki og bankar mikið í verði. Citigroup um 10% og Bank of America um 11,2%. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hélt áfram að lækka í gær. Lækkaði Brent-Norðursjávarolía um 3,63% á núvirðismarkaði og stendur nú í rúmum 80 dölum á fatið. bjarni@mbl.is Ekki linnir lækkunum Sa m so n Lánshæfis- einkunn Neyða r- lög Lands-bankinn Stoðir Ákvörðun tekin Baugur Hagar Straum ur Eim skip Icelandic Dómínó-áhrif Ákvörðun tekin um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni 29. september Stoðir hf. óska eftir greiðslustöðvun Matsfyrirtæki lækka lánshæfiseinkunnir ríkis og banka Baugur, Hagar og Tryggingamiðstöðin gætu verið í hættu í kjölfar erfiðleika Stoða Neyðarlög sett 6. október Landsbankinn þjóðnýttur 7. október Samson ehf. óskar eftir greiðslustöðvun Straumur gæti verið í hættu í kjölfar þjóðnýtingar Landsbankans TM Bankakreppan HOLLENSKA ríkisstjórnin hef- ur ákveðið að verja allt að 20 milljörðum evra í stuðning við hol- lenskar fjármála- stofnanir vegna fjármálakrepp- unnar. Fjármálaráð- herra Hollands segir að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að tryggja að hollenskir sparifjáreigendur fái meirihlutann af innistæðu sinni á Icesave-reikningum Landsbankans í Hollandi. Talið er að innistæður Hol- lendinga á Icesave-reikningum séu um 1,6 milljarðar evra. Fjármálaráð- herra Hollands, Wouter Bos, segir að þeir sem eigi fjármuni á Icesave muni á einn eða annan hátt fá sparifé sitt til baka upp að 100 þúsund evr- um. Samkvæmt frétt AP-fréttastof- unnar er talið að meirihluti fjár á Icesave í Hollandi falli undir ábyrgð íslenskra stjórnvalda en efi sé um greiðslugetu. gummi@mbl.is Icesave í Hollandi sagt tryggt Wouter Bos

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.