Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það er á okkar ábyrgð að vernda börnin! Það eru engar auðveldar, algildar og gull- tryggðar lausnir á þeim vandamálum sem tengjast kynferðisofbeldi á börnum. Bestu viðbrögðin í einum aðstæðum eru ekki endilega besti kosturinn í öðrum. Verndarar Barna námskeiðið mun gefa þér ógrynni upplýsinga sem munu auðvelda þér að finna þín eigin svör – hver svo sem tengsl þín við vandann eru. Ein af hverjum fimm stúlkum og einn af hverjum tíu drengjum verða fyrir kynferðisof- beldi fyrir 18 ára aldur. Markmið okkar er að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum. Við bjóðum þér að slást í lið með okkur. Davíð Þór Jónsson Ég styð verkefnið Glitnir og Velferðarsjóður barna eru stoltir bakhjarlar “Verndarar barna” Kynntu þér verkefnið Verndarar barna inn á www.blattafram.is Nei, nei, Haarde minn, þetta er ekki okkar jólasveinn, þetta er Karl Marx. VEÐUR Gylfi Magnússon, dósent við Há-skóla Íslands, var með athygl- isverðar hugleiðingar í Speglinum í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi um framtíð íslensks efnahagslífs.     Það verður hægt að reka héráfram blómlegt efnahagslíf og kannski að mörgu leyti heilbrigðara en það sem við höfðum fyrir vegna þess að íslenskt hagkerfi undanfarin ár hefur verið mjög skrýtið.“     Síðan bætti hann við: „Tiltölulegafáir auðmenn hafa átt mjög stór- an hluta af íslensku efnahagslífi, rekið stór fyrirtæki, sem hafa ráðið mjög mörgum mörkuðum, ráðið flestum fjölmiðlum, og svo fram- vegis. Og nú höfum við í raun og veru kærkomið tækifæri til að stokka þetta allt saman upp og búa til um margt miklu heilbrigðara hagkerfi þar sem fyrirtækin eru smærri, eig- endahópurinn er miklu dreifðari og hin pólitísku tengsl inn í efna- hagslífið minni og svo framvegis.     Það má nefni-lega ekki gleyma að í öllum svona sviptingum felast gríðarleg tækifæri til þess að hugsa upp á nýtt. Nú getum við hent af okkur ýmsu, sem við hefðum ekki átt að búa við en gátum ekki losnað við.“     Í gamla hagkerfinu hefði kostaðstríð að reyna að hemja efnahags- lífið með lögum og reglum.     Og gerði það vissulega í fjölmiðla-málinu.     Það er erfitt að koma tannkreminuaftur í túpuna þegar búið er að kreista það úr henni.     Nú er væntanleg ný túpa. Þaðverður að kreista hana varlega. STAKSTEINAR Gylfi Magnússon Heilbrigðara hagkerfi? SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                          12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (   !   !                    :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?   !   " !   ! !    ! !  !                           *$BC                            !      "   #$ #%   &         () *'   *! $$ B *! #$  % & $ & '  & () <2 <! <2 <! <2 #'&%  * + ,-  !-                   6 2  +  & , '    #(-   B  + '              "        .  &*    (& ,  *  /        "   ,    0#*  #*  #$, (!  *   ./ 00  &(1  (* + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR ÞÓR Sigfússon, formaður Sam- taka atvinnulífs- ins, segir mikil- vægt að vel sé hugað að fólki sem missi vinnu í bönkunum. Í gær bárust fregnir af að 500 starfsmenn Landsbankans gætu misst vinnuna. Óvissa ríkir inn- an Kaupþings og Glitnis um hve margir halda starfinu. „Við þurfum að taka utan um þetta fólk sem og aðra sem eru að missa vinnuna. Það má ekki gerast að bankastarfsmenn séu stimplaðir sem eitthvað óráðsíufólk. Þetta er mikið til ungt fólk, nýkomið úr skóla, og fór beint í bankana. Það er klárlega hluti af framtíð Íslands og þarf ekki á því að halda, í ofanálag að vera búið að missa vinnuna, að í þjóðfélaginu sé sá andi að það hafi staðið að einhverri óreiðu. Það hefur staðið sig vel í bönk- unum, enda hafa þeir staðið vel að sín- um verkefnum, og á skilið að við tök- um utan um það eins og aðra sem eiga núna um sárt að binda,“ segir Þór. Hugað verði vel að bankafólki Hefur staðið sig vel og er framtíð Íslands Þór Sigfússon SEÐLABANKI Íslands hefur unnið að því að stækka gjaldeyrisforða sinn með gerð gjaldeyr- isskiptasamninga og skuldabréfaútgáfu allt frá því í mars á þessu ári. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær segir að umræða um viðleitni Seðlabankans til að efla erlenda stöðu sína í ár hafi verið afar gagnrýnin og margt verið sagt sem ekki eigi við rök að styðjast. Í mars leitaði Seðlabankinn til erlendra seðla- banka um gerð gjaldeyrisskiptasamninga, en þar í hópi voru norrænu seðlabankarnir auk þess breska, evrópska og bandaríska. Upphaflega hafi verið tekið vel í viðleitni Íslendinga, en í apríl hafi staðan breyst. „Þeim sem sýnt höfðu velvilja í upp- hafi snerist þó hugur og meðal meginröksemda þeirra var að bankakerfið á Íslandi væri allt of stórt og að skiptasamningar myndu ekki skipta máli,“ segir í tilkynningunni. Í kjölfarið var viðræðum haldið áfram við nor- rænu bankana sem enduðu með gerð skiptasamn- ings við þá um miðjan maí. Eftir það var ákveðið að leita þegar á skuldabréfamarkaði til að afla gjaldeyris. Um það leyti sem undirbúningsvinnu lauk snerust markaðir hins vegar og verulega þyngdi. Því hafi Seðlabankinn horfið frá skulda- bréfaútgáfu. Hins vegar hafi bankinn tekið lán hjá erlendum bönkum og gefið út skammtímavíxla. Í lok september gerði Seðlabanki Bandaríkj- anna gjaldeyrisskiptasamninga við þrjá norræna banka og þann ástralska. Segir í tilkynningunni að athygli hafi vakið hér á landi að Seðlabanki Ís- lands var ekki meðal þeirra. Leitað hafi verið eftir hliðstæðum samningi, en ekki fékkst. Í byrjun október leitaði Seðlabankinn á ný til Seðlabanka Bandaríkjanna og óskaði eftir gjaldeyrisskipta- samningi. Beiðni Seðlabankans var tekin til gaum- gæfilegrar athugunar og rædd á æðstu stöðum, en vegna stærðar bankakerfisins var henni neitað. bjarni@mbl.is Lengi unnið að eflingu forðans Seðlabankinn svarar gagnrýni vegna viðleitni til eflingar gjaldeyrisforðans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.