Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 29 Snorra og öðrum ástvinum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Gunnar Snorrason. Við feðginin viljum með fátækleg- um orðum minnast manns sem við eigum miklar þakkir upp að inna. Agnar Gústafsson var prýddur mannkostum sem hægt er að öfund- ast yfir. Kostum sem við reyndum í vináttu okkar um langt árabil. Agnar var sérstaklega góður mað- ur, hann tók okkur sem hluta af eigin fjölskyldu. Við vorum tíðir gestir á fallegu heimili þeirra Agnars og Ingu Dóru. Gestrisni þeirra var ein- stök og þau umvöfðu okkur ávallt hlýju og umhyggju. Agnar var fjölfróður og víðlesinn. Hann hafði sérstakan áhuga á ís- lenskri tungu. Það kom ljóslega fram í fallegu málfari hans og vönduðum ritstíl. Agnar naut mikillar virðingar og trausts sem lögmaður. Hann sinnti sörfum sínum af stakri alúð og lét sér sérstaklega annt um þá sem minna máttu sín. Eitt er víst að alltaf var hægt að treysta ráðum Agnars. Á tímabili þegar við stóðum frammi fyrir grimmum örlögum varði Agnar gæfu okkar og líf með þrautseigju sinni og visku. Hann kenndi okkur hvernig fara skal með dyggðir eins og hugrekki og réttsýni. Síðustu árin gekk Agnar í gegnum erfið og alvarleg veikindi og fyrir tæpu ári missti hann son sinn Gústaf. Mótlætinu tók Agnar með æðruleysi. Hann var sönn hetja. Við söknum Agnars og minningin um þennan einstaka mann verður alltaf í hjarta okkar. Við biðjum Ingu Dóru og fjölskyldunni blessunar Guðs. Jón Gunnar, Magnea Þóra. Fallinn er frá mikill mannkosta- maður og góður vinur okkar. Við fé- lagarnir kynntumst Agnari ekki fyrr en nokkuð var liðið á starfsævi hans og urðu samskiptin nokkur og þá að- allega í tengslum við atvinnu okkar, sölu og mat fasteigna. Í öllum þeim samskiptum var Agnar strangheið- arlegur og nákvæmur. Öll okkar samskipti einkenndust af nákvæmni og virðingu fyrir verkefninu, sem fengist var við hverju sinni. Oft þurftum við að leita til hans varðandi álitaefni sem okkur fannst erfið, en eftir að Agnar var búinn að tjá sig, var úrlausnin yfirleitt ljós og skýr. Við undruðumst oft starfsþrek hans, en hann vann við flókin lögfræðileg verkefni og sinnti lögmannsstörfum óslitið fram að dánarstund. Agnar var að eðlisfari fámáll og ræddi ekki mikið um sína einkahagi, en gat verið mjög glettinn og spaug- samur á góðri stund og kunni þá að segja frá skemmtilegum atvikum, gjarnan í tengslum við hesta- mennsku og samskipti við samferða- menn sína og þá sérstaklega lög- menn. Aldrei hallaði hann orði og aldrei heyrðum við hann tala illa um nokkurn mann. Agnar var þátttak- andi í öllum félögum fasteignasala, sem stofnuð voru á hans starfsævi og var hann um árabil kosinn í sam- skiptanefnd Félags fasteignasala. Var hann ævinlega fenginn til þess að rita álitsgerðir nefndarinnar og koma þeim á framfæri. Um árabil var hann í yfirfasteignamatsnefnd. Við úrlausnir á þeim viðfangsefnum sem nefndin fékk til meðferðar, sýndi hann ævinlega mikla sann- girni, var fastur fyrir og fljótur að átta sig á aðalatriðum hvers máls. Agnar var hin síðari ár elsti starf- andi fasteignasali Íslands. Hann var hlédrægur maður og hafði sig lítið í frammi, en þeir sem höfðu samskipti við hann treystu honum og leituðu eftir hans þjónustu æ síðan. Einn þáttur í fari hans var hversu vel Agn- ar fylgdist með og tileinkaði sér nýj- ustu tækni og var vel að sér í öllu er sneri að fasteignaviðskiptum og lög- mannsstörfum. Agnar sinnti lög- mennsku og málflutningi óslitið fram á síðustu stundu. Mikill sjónarsviptir er að Agnari og verður hans lengi minnst. Viljum við votta eiginkonu hans og fjölskyldu okkar dýpstu samúð og þökkum samfylgdina. Dan Wiium og Ingileifur Einarsson. Fyrir rúmum tutt- ugu og tveimur árum kynntist ég þér Kristinn Ásgrímur. Þú varst alltaf svo hlýr og góður við alla sem þú umgekkst. Þú varst einnig alveg ótrúlega duglegur, þótt þú ættir ekki alltaf auðvelt með hreyfingar eftir að hafa hryggbrotnað í slysi ungur varstu alltaf boðinn og búinn að hjálpa börnunum þínum og ekki síst okk- ur Tona. Þú komst margar ferðir í sveitina til okkar og hjálpaðir okk- ur mikið. Takk fyrir alla hjálpina. En svo kom þessi bölvaður krabbi og herjaði á þig. En þú varst sterkur og gafst honum langt nef í langan tíma, en nú hefur hann náð yfirhöndinni. Takk fyrir góð kynni. Vonandi hefur þú það gott þar sem þú ert núna. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi) Kær kveðja frá tengdadóttur þinni Helga Sveinsdóttir. Diddi, eins við kölluðum hann ávallt, er nú fallinn frá eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. ✝ Kristinn Ás-grímur Eyfjörð Antonsson fæddist á Akureyri 18. sept- ember 1935. Hann lést á krabbameins- deild 11E á Land- spítalanum sunnu- daginn 28. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Selja- kirkju 6. október. Þær eru margar hlýjar minningarnar sem rifjast upp þegar við lítum til baka og hugsum til þeirra skemmtilegu og hlýju stunda sem við áttum á heimili þeirra Didda og Hjöddu, fyrst á Ferjubakka og síðan Stafnasel- inu. Samheldni og hlýja einkenndi hjónaband þeirra og heimilið sem þau bjuggu um fjölskyldu sína. Þetta upplifðum við, þar sem við vorum tíðir gestir á heimili þeirra hjóna þegar við vorum börn og fram til dagsins í dag. Eftir standa minningar um stóran og fallegan mann sem hélt þéttings- fast um fólkið sitt í blíðu og stríðu. Didda sá maður aldrei bugast enda stoltur fjölskyldufaðir með hjartað á réttum stað. Hann tók veikindum sínum af yfirvegun og æðruleysi eins og öðru sem að höndum bar í lífinu. Góður og hlýr maður með glettið bros sem tók öllum opnum örmum sem til hans leituðu. Diddi hafði alltaf tíma aflögu hvort sem var fyrir fullorðna eða börn og naut þess að eiga stóra fjölskyldu sem hann sinnti ásamt Hjöddu sinni af alúð og kærleika svo lengi sem hann gat. Hans verður sárt saknað og missir fjölskyldunnar er mikill. Um leið og við minnumst Didda með þessum orðum, kveðj- um við hann nú í hinsta sinn og biðjum almættið að styrkja fjöl- skylduna sem hann var svo stoltur af. Elsku Hjördís, börn, tengda- börn, barnabörn og barnabarna- börn, við dáumst að þeim styrk og kærleika sem hefur einkennt bar- áttu ykkar síðustu misseri. Við sendum okkar einlægustu samúðarkveðjur til ykkar allra, elsku fjölskylda. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Blessuð sé minning hans. Sjöfn og Sigrún Margrét. Kristinn Ásgrímur Eyfjörð Antonsson Sjöfn, mín kæra vinkona, er látin. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur, allt í einu, eins og hendi sé veifað. Við vorum búnar að hittast og fara saman í bæinn, skreppa í búðir og útrétta ýmislegt, það voru jú mán- aðamót og þá þurfti að standa í skilum. Þér fannst svo gott þegar ég tók þig með í bílinn og keyrði þig það sem þú þurftir að fara, maður fékk það alltaf margfalt þakkað. Og nú varstu svo ánægð að vera flutt aft- ur út í Þorp, af því að þar vildir þú eiga heima og hvergi annars stað- ar. Þú varst nýflutt í íbúðina og hún var strax farin að verða eins og þú vildir hafa hana, hlýja og notalega og fallega skreytta með kertaljósum og blómum og góðum ilmi um alla íbúð. Þú varst svo ✝ Sjöfn Ósk-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 25. mars 1937. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu mið- vikudaginn 3. sept- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Gler- árkirkju 12. sept- ember. mikið fyrir að hafa fallegt í kringum þig, þú varst svo mikill fagurkeri, hlý og kærleiksrík kona sem vildir öllum gott. Ég var búin að þekkja þig í tæp 40 ár og ég hefði ekki viljað missa af því, það var oft gaman þegar við komum saman í kaffi heima hjá mér eða þér, þá var oft mikið spjallað og mikið hlegið. Ég sakna þín mikið, vinkona mín. Þakka þér fyr- ir öll árin sem við áttum og minn- ingar um þig lifa í hjarta mínu. Ég sendi börnum Sjafnar, barnabörnum og öðrum aðstand- endum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég kveð þig, Sjöfn mín, með þessari ljóðlínu, sem mér finnst eiga svo vel við þig. Hún ber með sér blómaangan, hún ber með sér vorsins þrá. Það var yndisleg alþýðustúlka Austurstræti frá. (Höf. ók.) Hinsta kveðja, Kristín Þórodds. Sjöfn Óskarsdóttir ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU VALDIMARSDÓTTUR frá Ísafirði, Dofraborgum 9, Reykjavík. Sigríður Þórunn, Lára Bylgja, Guðmundur Viðar, Valdimar Lárus, Kristinn Reynir, Sigurður Brynjar, Þórdís Elva, Hjörtur Sævar, Soffía Kristbjörg, Sigurbjörg Stella, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir færum við þeim sem veitt hafa okkur stuðning, samúð og vinarhug við andlát og útför elsku sonar okkar, bróður og unnusta, SVERRIS FRANZ GUNNARSSONAR, Birtingakvísl 14, Reykjavík, sem lést mánudaginn 8. september. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnar Kristján Sigmundsson, Guðný Sverrisdóttir, Ari Þór Gunnarsson, Vala Hrönn Guðmundsdóttir. ✝ Hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA STEINUNN HJARTARDÓTTIR, áður til heimilis að Melhaga 6, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt miðvikudagsins 8. október. Hannes Þorsteinsson, Hjörtur Hannesson, Sigrún Axelsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Una Hannesdóttir, Geir Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT BJÖRGVINSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þriðjudaginn 7. október. Björgvin Richard Andersen, Hafdís Helgadóttir, Karl Andersen, Lóa K. Sveinbjörnsdóttir, Fríða Bonnie Andersen, Sjöfn Kristjánsdóttir, Thelma Margrét Andersen, Daði Örn Andersen, Viktor Orri Andersen, Kristófer Atli Andersen. ✝ Eiginmaður minn, ÞORKELL SIGURÐSSON, Barkarstöðum, Svartárdal, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi þriðju- daginn 7. október. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Birna María Sigvaldadóttir. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.