Morgunblaðið - 10.10.2008, Page 47

Morgunblaðið - 10.10.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 47 - kemur þér við Starfsfólki Kaupþings boðin áfallahjálp Flesta Dani skortir áfengisbremsuna Gamlir peningaseðlar á ný í umferð Eignir lífeyrissjóða niður um fjórðung Villi naglbítur ekki ráðalaus í kreppunni Fleiri prestar leita til Herberts Hvað ætlar þú að lesa í dag? MYNDLIST Verksmiðjan á Hjalteyri Grasrót – Björk Viggósdóttir, Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kanínus), Halldór Ragnarsson, Jeanette Castioni og Jóna Hlíf Halldórsdóttir bbbbm Opið laugardaga og sunnudaga frá 14:00-17:00. Sýningu lýkur 11. október. Aðgangur ókeypis. SÝNINGIN Grasrót hefur fest sig í sessi hjá Nýlistasafninu síðan fyrstu sýningunni var hrint af stað árið 2000 með það að markmiði að gera skil á því helsta sem yngsta kynslóð myndlistarmanna er að sýsla. Hefur þemað svo gengið gegnum misgóð ár. Við höfum fengið stofnanalega Grasrót, Gras- rót fyrir alla grasrót og Grasrót með einum útvöldum fulltrúa. Sýningarstjóri Grasrótar 2008 er Þórarinn Blöndal og er sýningin unnin í samvinnu Nýlistasafnsins og Sjónlistar. Í ár er því enn nýtt snið á Grasrótinni. Sýningin er nefnilega ekki í Nýlistasafninu. Hún er í yfirgefinni síldarverk- smiðju á Hjalteyri. Um leið og maður gengur inn í sýningarsalinn blasir við súla Jónu Hlífar Halldórsdóttur sem á stend- ur í þrívíðum hástöfum: „HÉR“. Verkið heitir „Alls staðar annars staðar“, en í viðbót við súluna eru ritaðir textar eða ljóð sem fjalla um staðsetningar og tekst henni þannig, þrátt fyrir að merkja stað með súlu, að gera staðinn marg- ræðan. Lengra inn eftir salnum hefur Björk Viggósdóttir ráðist í rýmið með því að fylla hluta þess með fjöldaframleiddum regnhlífum. Hún lýsir þær upp þannig að þær ýmist endurvarpa eða hleypa ljósi í gegn- um sig. Þessi einfaldi gjörningur umbreytir rýminu en minnir mann um leið á breytta tíma á Íslandi. Í öðru rými sýnir hún seiðandi skjáverk sem vísar út fyrir rýmið. Beinist að glugga og maður situr eins og á stafni eða bakborði skips, horfir út og ruggar sér með. Framlag Guðmundar Vignis Karlssonar vísar einnig út fyrir rýmið en byggist jafnframt á sögu þess eða tengingu við sjóinn. Í myrku herbergi stendur sjónvarp sem sýnir blóðrauðar öldur, en á vegg beinist ljóskastari á titrandi stálplötu sem endurvarpar mer- landi geislum á vegginn á móti á meðan platan drynur líkt og ólg- andi ölduhaf. Þetta er hádrama- tískt listaverk þar sem tekist er á við rýmið með skynsömum og vafn- ingalausum hætti. Verkið „Irdó“ er tilraun Halldórs Ragnarssonar til að búta niður tungumálið, en listamaðurinn tekur gælunafn sitt og ruglar því út og suður. Auk þess sem hann vinnur málverk með texta og rithönd. Léttpönkað og skoplegt og nógu gróft til að höndla hrátt rýmið og vinna með því. Að öðrum ólöstuðum er verk Jeanette Castioni, „The Law of dialectic“, með eindæmum vel heppnað. Hún merkir staði víðs- vegar í verksmiðjunni með núm- erum þar sem maður getur hlustað á eina hlið samtals manna á milli. Hver staður á þannig í samtali við alla hina. Fyrir miðri verksmiðjunni hefur Castioni svo komið fyrir hreyfi- mynd sem sýnir arkítóníska beina- grind borgar þar sem staðir eru merktir með lituðum punktum svo maður getur ímyndað sér samskon- ar samtöl þar á milli. Hvað heildarmynd varðar þá upplifði ég eins og listaverkin öll merktu sér staði inn í rýminu en að sama skapi væru listamennirnir að merkja sér stað í listinni. Þá er tungumálið áberandi hjá listamönn- unum sem abstrakt og ljóðrænt fyrirbæri og meðvitund fyrir rým- inu öllu þótt hver og einn væri með sinn stað. Sýningarstaðurinn er líka áskor- un út af fyrir sig, hrátt og stórt rými sem rekur listamenn til að hugsa upp á nýtt, eða allavega út fyrir hvíta kubbinn og inn í hrá- leika veðurbarinnar verksmiðj- unnar. Nota listamennirnir gólfið áber- andi mikið þannig að athygli manns dregst frá áreiti rýmisins og máski er það um leið táknrænt fyr- ir þessa grasrót að hún lætur mann ekki sleikja yfirborðið heldur beinir manni ofan í svörðinn. Jón B.K. Ransu Staðir ofan í sverðinum Áskorun Listamennirnir á Grasrót takast á við krefjandi rými. JAPANSKI hárgreiðslumeistarinn Shunji Matsuo lagði lín- urnar fyrir næsta ár í hártískunni á sýningu í Singapúr í vik- unni. Eins og svo margir landar hans í tískuheiminum fer Matsuo ótroðnar slóðir og hannar fyrir fólk sem er ekki hrætt við að láta á sér bera. Matsuo er leiðandi í sínu fagi og hefur séð um hárgreiðslu á fyrirsætum í sýningum Jeans Pauls Gaultiers, Oscars de la Renta, Donnu Karan og Calvins Kleins, svo einhverjir hönn- uðir séu nefndir. Það er því ekki ólíklegt að greiðslurnar sem hér sjást eigi eftir að rata upp á íslenska kolla innan tíðar. Krullur og kambar Litríkar Rómantískum áhrifum sást bregða fyrir á sýningunni með tilheyrandi krullum, hársátum og fjaðraskrauti. Reuters Pönk Litagleðin og pönkið mætast hér í tilkomumik- illi greiðslu. REUTERS Páfugl Fjaðrirnar í hárinu og litirnir í förðuninni spila saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.