Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 17 TÍSKA OG FÖRÐUN Stórglæsilegt sérblað um tísku og förðun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. október. Meðal efnis er: • Andlitshúðin. • Líkamshúðin. • Brúnkukrem. • Ilmvötn. • Varalitir. • Förðun og snyrtivörur. • Hárið í vetur, hvað er í tísku. • Kventíska. • Karlmannatíska. • Fylgihlutir. • Skór. • Brjósthaldarar. • Aðhaldsnærföt. • Góð stílráð. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 13. október. Eftir Höllu Gunnarsdóttur, Elvu Björk Sverrisdóttur og Guðna Einarsson STAÐA Davíðs Oddssonar seðla- bankastjóra hefur ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar og Björg- vin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra vildi á blaðamannafundi í Iðnó í gær ekkert gefa út á skoðanir sam- flokkssystkina sinna um að Davíð eigi að víkja. Geir H. Haarde for- sætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann bæri fullt traust til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Morgunblaðið leitaði til forystumanna annarra stjórnmálaflokka og spurði þá um afstöðu til forystu Seðlabanka Ís- lands. „Ég tel að þeir eigi að víkja. Seðlabankinn mun ekki njóta trú- verðugleika meðan þessir menn stjórna honum. Mistökin, í fyrsta lagi, voru afar óheppileg ummæli seðlabankastjóra í Kastljósi í vik- unni, þar sem Íslendingum var bein- línis lýst sem kennitöluflökkurum,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar. Í öðru lagi hafi Seðlabankinn haft á könnu sinni að efla gjaldeyrisforð- ann, en ekki gert. Í þriðja lagi eigi Seðlabankinn að tryggja aðgang að lánsfé, en það hafi ekki verið gert. Í fjórða lagi eigi bankinn að vinna gegn verðbólgu, en það hafi heldur ekki verið gert. Ágúst Ólafur segir Seðlabankann þurfa að svara fyrir þau mistök sem gerð hafa verið. Ríkisstjórnin ber höfuðábyrgð Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, segir að vissulega beri Seðla- bankinn ábyrgð. „En það gera fleiri og fyrst og fremst ríkisstjórn Ís- lands,“ segir Steingrímur. Seðla- bankinn starfi á grundvelli sam- starfsyfirlýsingar Seðlabanka og ríkisstjórnar og á grundvelli laga frá Alþingi. Fleiri í stjórnkerfinu en Seðlabankinn þurfi að horfast í augu við sína frammistöðu og megi t.d. nefna Fjármálaeftirlitið. Steingrímur segist horfa á málin heildstætt. „Ég tek ekki þátt í því að ætla að fara að tína einn út úr og gera hann að allsherjarsökudólgi fyrir hina. Að mínu mati liggur ábyrgðin síðustu daga og vikur fyrst og fremst hjá ríkisstjórn. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir að ef menn meti það svo að seðla- bankastjóri hafi talað óvarlega í Kastljósi Sjónvarpsins á þriðjudags- kvöldið og valdið Íslandi m.a. þeim viðbrögðum sem urðu í Bretlandi, sé það mjög alvarlegur hlutur. Dav- íð hafi verið „glannalegur þegar hann talaði um erlendu fjárfesting- arnar. Þetta fer allt til útlanda jafn- óðum sem íslenskir ráðamenn segja hér heima í þessari viðkvæmu stöðu“. Davíð sé í forsvari fyrir Seðlabankann en líta megi svo á að hann tali einnig fyrir hönd hinna bankastjóranna í Seðlabankanum. „Ég held að það sé best að spara allar nornaveiðar og átök við þessar aðstæður,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins. „Það má gagnrýna Seðlabankann fyrir ýmsa hluti í peningastefnunni. Ég hef gagnrýnt stýrivexti og geng- isskráningu en ríkisstjórnin hefur varið það allt saman í þinginu. Efna- hagsstefna þjóðarinnar er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar og pen- ingastefnan er það einnig. Þess vegna tel ég, ekki síst þegar það er innan stjórnarflokkanna, að slíkar ásakanir sem nú ganga yfir séu óheppilegar fyrir Ísland við þessar aðstæður. Ég ætla engan dóm að fella á þessu stigi um seðla- bankastjórana þrjá.“ Stefnan gagnrýnd  Forsætisráðherra ber fullt traust til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra  Ummæli í Kastljósi gagnrýnd Steingrímur J. Sigfússon Guðjón Arnar Kristjánsson Ágúst Ólafur Ágústsson Guðni Ágústsson Björgvin G. Sigurðsson Geir H. Haarde Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞETTA er að ganga yfir eins og höggbylgja. Það er verið að tala við fólk. Sumir eru að fara heim, öðrum hefur verið sagt að þeir fái vinnu í nýja bankanum. Ég veit ekki um umfangið, en held að allir starfs- menn útibúanna og innlendrar starf- semi verði áfram í vinnu,“ segir Helga Jónsdóttir formaður félags starfsmanna Landsbankans um af- drif um 1.500 starfsmanna bankans eftir að skilanefnd ríkisins tók hann yfir. Helga segir að á þessari stundu sé ekki ljóst hvort þeim starfsmönnum Landsbankans sem sagt hefur verið upp störfum verði greiddur þriggja mánaða uppsagnafrestur. Hún gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega og segir hana með þessu ganga á bak loforða sinna. „Þrátt fyrir digurbarkaleg orð Björgvins G. Sigurðssonar við- skiptaráðherra um að enginn myndi tapa neinu né missa vinnuna og svo framvegis virðist raunin ætla að verða önnur,“ segir Helga. „Það er ekki búið að segja neinum upp. Heldur er búið að tala við fullt af fólki og segja því að það fái ekki vinnu í nýja bankanum. Það er hlut- verk skilanefndarinnar að segja upp fólki og ganga frá málum og þess vegna er þetta allt óljóst.“ Helga segir ljóst að margir starfs- menn muni tapa háum fjárhæðum. Það sem sé verst í þessu öllu sam- an sé óvissan með uppsagnarfrest- inn. Sumir séu enn að bíða örlaga sinna. Í sumum deildum hafi starfs- mennirnir verið glaðir með að halda vinnunni um leið og finna hafi mátt grátandi fólk á göngum. Tapa háum fjárhæðum „Það er enda búið að standa svona að þessu,“ segir Helga. „Þetta er jafnvel sama fólkið og er búið að tapa sparnaði sínum í hlutabréfum. Þetta er jafnvel fólk sem hefur tekið erlend lán í myntum. Núna virðist sem búið sé að rífa af því laun og uppsagnarfrestinn. Hvaða vit er í því? Hvers konar bananalýðveldi bú- um við í. Þetta er náttúrlega með ólíkindum.“ Helga segir starfsfólki bankans hafa borist aðstoð úr samfélaginu. „Stéttarfélagið greiðir fyrir sálfræðiþjónustu. Við höfum einnig fengið skilaboð frá prestum um að þeir hyggist bjóða fram aðstoð sína. Það er dásamlegt að fólk sé að bjóða fram slíka þjónustu. Starfsfólk Landsbankans í Lúxemborg fékk áfallahjálp í dag (í gær) en ég veit á þessari stundu ekki um starfsmenn okkar í Lundúnum.“ Hún segir hluta starfsfólksins hafa verið boðið að halda störfum gegn því að gangast við mikilli kjaraskerðingu. Yfirmennirnir í bankanum viti hins vegar ekki hvaða laun þeir muni geta boðið. Því sé ekki ljóst hver skerðingin verði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Áhyggjur Frá fundi Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra með starfsmönnum Landsbankans í vikunni. „Hvers konar banana- lýðveldi búum við í?“  Formaður félags starfsmanna Landsbankans segir stjórn- völd svíkja gefin loforð  Óvissa ríkir um uppsagnarfrest

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.