Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Lausn síðustu Sudoki. Sudoku dagbók Í dag er föstudagur 10. október, 284. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Það hlýtur að teljast ósköp eðli-legt að sölumenn noti símann sem mest til að koma vöru sinni á framfæri, þótt hringingar á kvöld- matartíma séu hvimleiðar. Víkverji varð þó hugsi yfir tveim- ur símtölum sem hann fékk með skömmu millibili á dögunum. Í fyrra tilvikinu hringdi kona, sagðist vera að hringja frá fyr- irtæki sem býður upp á þjófavörn fyrir heimili og spurði hvort slíkt öryggiskerfi væri í húsi Víkverja. Sú er reyndar raunin og Víkverji sagði henni það og afþakkaði við- skipti við fyrirtækið hennar. En hvað ef ekkert kerfi hefði verið í húsinu? Átti Víkverji að játa fyrir einhverri konu í símann að hús hans væri óvarið þegar hann væri ekki heima? Eru það eðlileg vinnubrögð hjá öryggisfyrirtæki að beinlínis hvetja fólk til að veita slík- ar upplýsingar í síma? Víkverja finnst eitthvað verulega öfugsnúið við það. Honum finnst að konan hefði frekar átt að senda bréf og taka þar sérstaklega fram, að var- hugavert væri að veita upplýsingar af þessu tagi í síma. x x x Í síðara tilvikinu, fyrir bankahrunað sjálfsögðu, var hringt frá banka og spurt hvort Víkverji vildi íhuga að taka upp viðskipti við hann, í stað þess að halda áfram tryggð við gamla bankann sinn. „Það fer nú eftir því hvað býðst,“ sagði Víkverji. Sölumaðurinn sagði engin vandkvæði á að gera Vík- verja tilboð í öll hans banka- viðskipti. Hið eina sem vantaði væri nákvæm lýsing á bankareikningum Víkverja, eignum og skuldum. Aftur varð Víkverji hugsi. Þegar bankamaðurinn hringdi aftur síðar í vikunni fékk hann þau svör að Víkverji kynni ekki við að romsa upp úr sér upplýsingum um fjár- hagsstöðu sína og myndi leita sjálf- ur í bankann, ætlaði hann sér að leita tilboða. Síminn er góður til síns brúks. Í sumum tilvikum á hins vegar að láta hann eiga sig. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 sólbrenndur, 8 verk, 9 gista, 10 raf- eind, 11 hindra, 13 bölv- aðan, 15 mjó ísræma, 18 raup, 21 hlemmur, 22 sprunga, 23 ríkt, 24 slóttugur. Lóðrétt | 2 spil, 3 útbúa, 4 þekkja, 5 brúkum, 6 kvenmannsnafn, 7 kerra, 12 gyðja, 14 kusk, 15 mann, 16 skakkt, 17 kátínu, 18 hár, 19 romsan, 20 raun. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 skolp, 4 sópur, 7 kuldi, 8 reiði, 9 kjá, 11 nifl, 13 gata, 14 espar, 15 brum, 18 ágæt, 20 bar, 22 kotra, 23 útlát, 24 rymja, 25 tunna. Lóðrétt: 1 sýkin, 2 orlof, 3 prik, 4 skrá, 5 peisa, 6 reisa, 10 japla, 12 lem, 13 grá, 15 búkur, 16 ultum, 18 golan, 19 totta, 20 bana, 21 rúmt. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is STAÐAN kom upp á sterku alþjóðlegu móti sem lauk fyrir nokkru í Montreal í Kanada. Sigurvegari mótsins, banda- ríski stórmeistarinn Yury Shulman (2623), hafði hvítt gegn hinum franska kollega sínum Igor-Alexandre Nataf (2534). 37. Bh7+! Kf7 38. Hf1+ Ke8 39. Hxf8+ Kxf8 40. Dxd5 Rxd5 41. Be4! hvítur vinnur nú a.m.k. skipta- mun og innbyrti hann sigurinn skömmu síðar. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Yuri Shulman (2623) 6 1/2 v. af 9 mögulegum. 2.–4. Hikaru Nakamura (2697), Varuzhan Akobian (2610) og Mark Bluvshtein (2548) 5 1/2 v. 5.–6. Igor Nataf (2534) og Sebastien Maze (2553) 4 1/2 v. 7.–9. Igor Zugic (2457), Pascal Charbonneau (2499) og Anton Kovaylov (2548) 3 1/2 v. 10. Thomas Roussman–Rozzmon (2486) 2 1/2 v. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Óvæntur 800-kall. Norður ♠85 ♥KD98 ♦Á854 ♣K108 Vestur Austur ♠G10 ♠Á972 ♥G6542 ♥Á103 ♦G2 ♦KD93 ♣9762 ♣ÁD Suður ♠KD643 ♥7 ♦1076 ♣G543 Suður spilar 2♠ doblaða. Inda Hrönn Björnsdóttir var ánægð með að fá 800 fyrir að taka suður þrjá niður í dobluðum spaða- bút, en hún var með gosana þrjá í vestur og bjóst á tímabili við að þurfa sjálf að greiða 800-kall í dobluðu spili. Þetta var í viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í flokki spilara 28 ára og yngri á heimsleikunum í Kína. Hvít-Rússinn í norður vakti á veiku grandi og Grímur Kristinsson í aust- ur doblaði. Doblið sýnir kerfisbundið spaða og annan lit og Indu leist satt að segja ekki á blikuna með hundana sína. En þrátt fyrir skýra viðvörun hirti suður ekkert um að spyrja út í sagnir og sagði sjálfur 2♠. Sú sögn gekk til Gríms, sem beit á jaxlinn og doblaði aftur, nú skýrt til sektar. Vörnin var nákvæm og Inda gat skráð 800 í eigin dálk. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú er mjög lifandi og það er gam- an að vera nálægt þér. Þeir sem hafa ekki heyrt í þér lengi munu sakna þín og þú getur fundið fyrir hugsunum þeirra um þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú ert fastur fyrir og þolinmóður. Það skín í gegn þegar þú ræðst á stóra verkefnahrúgu. Sumir fresta hlutunum, en þú kastar þér út í laugina. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft að vinna nokkur verk og stofna til vinskapar. Þú þarf samt ekki að vera alveg svona æstur. Vertu hjálp- samur en án þess að borða fólk. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú færð að kíkja inn í líf annarra sem er svo ólíkt þínu. Þú lærir að meta menntunina sem þú fékkst. Án hennar hefðirðu ekki alla þessa valkosti. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Lýstu yfir sjálfstæði. Þegar öllu er á botninn hvolft ertu mjög sterkur á viss- um sviðum. Eftir yfirlýsinguna kemst að því hversu mikið þú þarfnast annarra. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er gott að það verður truflun á störfum þínum. Það tekur nokkrar vikur að skilja hvernig líf þitt varð betra við það, þú munt líta til baka og verða feginn. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Leiðsögn þín er svo blíð og næm, að fólkið sem þú hefur áhrif á veit ekki einu sinni um það. Einhvern veginn kemurðu fólki í rétta skapið og svo rennur þetta áfram. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Ábyrgðartilfinning þín er of- virk þessa dagana. Þér finnst þú skulda einhverjum eitthvað, allt sem þú þarft að gera er að vera þessum aðila þakklátur. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert á réttum stað á réttum tíma til að hjálpa einhverju sálartetri sem er að missa jafnvægið. Þú hjálpar svo lítið ber á og hlýtur eilíft þakklæti að launum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Sköpunarlega séð ertu kominn á ystu nöf. Þú ert kominn inn á næstum ósnert svæði. Fáir kunna að meta þig, en þú munt finna það fólk fyrr en varir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú elskar fólk sem kemur frá ólíkum heimum, og samskipti þess eru bara tilkomin vegna þín. Haltu boð fyrir nokkra uppáhalds vini þína. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú er í skapi til að rannsaka. Þú lest, talar við sérfræðinga og uppgötvar merkilega hluti. Þessi víða sýn sem þú öðlast mun hjálpa þér á mörgum sviðum. Stjörnuspá Holiday Mathis 10. október 1899 Þrír Vestfirðingar fórust en sýslumaður Ísfirðinga, Hann- es Hafstein, og tveir aðrir björguðust þegar bátur þeirra lagðist á hliðina, en þeir voru að reyna að komast um borð í enskan togara sem var að ólöglegum veiðum á Dýrafirði. Einni öld síðar var afhjúpaður minnisvarði um atburðinn. Báturinn er á Sjóminjasafninu í Hafnarfirði. 10. október 1959 Leikritið Músagildran eftir Agöthu Christie var frumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs. Þetta var fyrsta leikrit hennar sem sett var á svið hér á landi en áður höfðu þrjú leikrit ver- ið flutt í Útvarpinu. 10. október 1970 Auður Auðuns tók við ráð- herraembætti, fyrst kvenna. Hún var dóms- og kirkju- málaráðherra í ríkisstjórn Jó- hanns Hafstein í tæpt ár. 10. október 1972 Skyri var slett á þingmenn og fleiri sem voru á leið frá Dóm- kirkjunni í Alþingishúsið til þingsetningar. 10. október 2001 Smáralind í Kópavogi var opn- uð, 10.10. kl. 10.10. Byggingin er yfir sextíu þúsund rúm- metrar og kostnaður var um níu milljarðar króna. Pálmi Kristinsson, framkvæmda- stjóri verslunarmiðstöðvar- innar, sagði að Smáralind væri „yfirbyggður miðbær Ís- lands“. Fyrstu fimm dagana komu meira en 250 þúsund gestir. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist … INGÓLFUR segist ekki ætla að halda sérstaklega upp á afmælið heldur ætlar hann að dvelja heima með konu sinni Ingibjörgu Ólafsdóttur. Hann seg- ist heldur ekki ætla að bjóða fólki í kaffi en líklega munu einhverjir margra afkomendanna líta inn en Ingólfur og Ingibjörg eiga sex börn, þau Aðalstein, Ólaf, Birgi, Ásrúnu, Leif og Atla. Aðspurður segir Ingólfur helstu áhugamál sín vera lestur, ljósmyndatökur og málverk. Hann segist lesa flestar bækur sem hann komist yfir en tími hans fari nú að mestu í lestur og hvíld. „Mínir uppáhaldshöfundar eru Laxness og Tómas,“ segir Ingólfur en bætir við að hann lesi líka verk erlendra höfunda. Áður fyrr voru ljósmyndir og ljósmyndatökur eitt aðaláhugamála Ingólfs en hann hefur ekki tekið myndir í nokkur ár og kennir aldr- inum um það. Hvað málverkaáhugann varðar segir Ingólfur hægt að rekja hann langt aftur í ættir en Ingólfi hefur tekist að miðla honum áfram þar sem einn sona hans er listfræðingur og listrænn ráðunaut- ur Landsbankans. Ingólfur vann sem veðurfræðingur í 26 ár og gerðist svo forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Þeirri stöðu gegndi hann í 17 ár. Það er því ekki úr vegi að spyrja Ingólf um hvernig veturinn muni verða: „Mér þykir líklegt að hann verði svipaður síðasta vetri, þ.e.a.s. frá þessum tíma og fram yfir jól þá verður stormasamt og rigning.“ ylfa@mbl.is Ingólfur Aðalsteinsson veðurfræðingur 85 ára Mestur tími fer í lestur 4 6 1 9 3 7 2 5 8 3 7 2 8 1 5 4 9 6 5 8 9 4 6 2 1 7 3 1 5 6 2 4 3 7 8 9 9 2 8 5 7 1 6 3 4 7 3 4 6 8 9 5 2 1 6 4 3 7 2 8 9 1 5 8 9 7 1 5 6 3 4 2 2 1 5 3 9 4 8 6 7 2 9 5 8 3 1 6 4 7 7 3 1 5 4 6 8 9 2 6 8 4 9 7 2 5 1 3 5 4 7 1 2 8 9 3 6 8 2 6 3 9 4 1 7 5 9 1 3 6 5 7 2 8 4 4 7 9 2 1 5 3 6 8 3 6 2 4 8 9 7 5 1 1 5 8 7 6 3 4 2 9 Lausn síðustu Sudoki. 7 5 1 2 3 4 9 8 6 8 3 4 6 9 7 5 2 1 9 2 6 5 8 1 7 4 3 4 9 2 8 1 5 6 3 7 5 1 7 3 6 2 4 9 8 6 8 3 4 7 9 2 1 5 2 4 8 1 5 6 3 7 9 1 7 5 9 2 3 8 6 4 3 6 9 7 4 8 1 5 2 Efstastig 3 2 1 3 6 8 6 5 3 6 7 2 9 9 5 7 1 8 5 1 7 5 3 2 1 4 3 6 Miðstig 4 1 3 7 1 7 7 5 6 1 1 3 5 2 7 5 4 2 9 1 2 9 6 4 9 5 3 7 8 5 6 7 1 2 Frumstig 7 2 5 6 9 5 4 1 3 4 6 4 7 6 5 5 6 8 3 4 3 8 1 7 7 3 1 3 1 5 6 4 5 8 9 ;) Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum um fæðingarstað og stund, þyngd, lengd og nöfn foreldra, á netfangið barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.