Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Agnar Gúst-afsson, hæsta- réttarlögmaður, fæddist í Reykjavík hinn 28. október 1926. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík föstudag- inn 26. september síðastliðinn, 81 árs að aldri. Foreldrar hans voru Gústaf Kristjánsson, kaup- maður í Reykjavík, og Ólafía Guð- mundsdóttir. Yngri hálfsystkini Agnars, samfeðra, eru Inga Dóra, f. 1. maí 1931 og Valur, sem er látinn. Móðir þeirra beggja var Sigurlaug Aðalbjörg Sigurðardóttir, ástkær stjúpmóð- ir Agnars. Agnar átti tvo yngri hálfbræður, sammæðra, í Dan- mörku, Leif og Ib Andersen. Agnar kvæntist 22. september 1951 Ingu Dóru Hertervig, f. 8. desember 1930. Synir þeirra eru Gústaf, f. 21. maí 1952, d. 21. nóv- ember 2007, og Snorri, f. 30. des- ember 1955, kvæntur Júlíönu Sig- urveigu Guðjónsdóttur, börn þeirra eru Margrét Hlín, f. 20. mars 1987, og Agnar Óli, f. 3. maí 1990. Agnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 og cand. juris frá Háskóla Ís- lands 1952. Agnar starfaði sem fulltrúi hjá Ólafi Þorgrímssyni 1952 til 1958. Síðan rak Agnar málflutn- ingsskrifstofu, fyrst í félagi við Sigurð Reyni Pétursson hrl. og Gísla G. Ís- leifsson hrl. en síðar einn, frá 1962. Agn- ar varð héraðs- dómslögmaður 1953 og hæstarétt- arlögmaður 1962. Ásamt lögmanns- skrifstofunni rak Agnar fasteignasölu og varð um síðir og var lengi vel elsti starf- andi fasteignasali á landinu og með elstu starfandi lögmönnum landsins. Agnari voru falin ýmis trúnaðarstörf. Hann starfaði lengi í samskiptanefnd Félags fasteignasala. Árin 1998 til 2003 tók hann þátt í störfum yfirfast- eignamatsnefndar. Hann var starfandi sem lögmaður til ævi- loka. Agnar var mikill áhugamaður um hesta og hestamennsku. Hann ferðaðist víða um landið á hest- baki ásamt eiginkonu sinni og fé- lögum. Þau voru meðal fárra sem riðu yfir Skeiðará á seinni hluta 20. aldar, áður en áin var brúuð. Útför Agnars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Pabbi var grandvar maður. Hann var oftast nær ekki margmáll, en þeir sem þekktu hann vissu að þegar hann tók til máls þá var þess virði að taka mark á því. Pabbi var þægileg- ur maður í umgengni. Hann hafði óbeit á deilum. Mislíkaði honum eitt- hvað lét hann það skýrt í ljós en án þess að efna til óþarfa misklíðar. Í hans huga var einkunnin þrasari ein sú versta sem nokkur gat fengið. Ég held að eini stimpillinn, sem honum fannst verri, hafi verið að vera skot- heldur, sem hjá pabba þýddi að rök- ræður við þann mann væru tilgangs- lausar. Pabbi var vinfastur. Hann var að vísu ekki mikið fyrir margmenni en hann átti marga vini og rækti þá vel. Vingaðist pabbi við einhvern hélt hann tryggð til æviloka. Ég man eft- ir ófáum fjölskylduferðum, þegar ég var strákur, til sveitabæjanna þar sem pabbi var í sveit þegar hann var yngri. Við fórum suður með sjó til að heimsækja Hákon á Hafurbjarna- stöðum og undir Eyjafjallajökul að heimsækja Þorlák á Eyjarhólum. Í sveit hjá Þorláki, eða Láka á Eyj- arhólum, eins og hann var yfirleitt kallaður, smitaðist pabbi af áhuga fyrir hestamennsku. Láki var ann- álaður hestamaður og afburðamaður á margan hátt. Við pabbi fórum oft í heimsókn til hans. Það var ævintýri fyrir lítinn patta að ríða út með þeim á ströndunum undir Eyjafjallajökli. Hestamennskan var mikið áhugamál hjá pabba. Ég minnist þess að stór þáttur í áhuga hans á hestum var ríkt fegurðarskyn hans á þeim. Það var einnig svo um öll önnur áhugamál pabba, að fegurðarskyn og smekk- vísi var ríkur þáttur. Hann var mikill tónlistaráhugamaður. Einkum hafði hann áhuga á djass- og óperutónlist. Hann átti ekki langt að sækja það því Einar Kristjánsson heitinn, yngri bróðir Gústafs afa, föður pabba, var óperusöngvari af guðs náð. Þá kunni hann einnig vel að meta góða mynd- list. Hann og Dieter Roth heitinn, sem nú er heimsfrægur myndlistar- maður, voru miklir vinir. Pabbi átti myndir eftir marga kunnustu mynd- listarmenn landsins. Ósjaldan keypti hann myndir afburða listamanna áð- ur en þeir náðu því að verða verulega þekktir. Samt held ég að pabbi hafi fyrst og fremst verið maður tungu- málsins. Ljóðlist og bókmenntir voru honum hjartfólgnar. Pabbi hélt mik- ið upp á Rubaiyat-ljóðin eftir pers- neska skáldið Omar Khayyam, sem gefin voru út í íslenskri þýðingu snemma á síðustu öld, en hann sagði að þau væru hættulega munúðleg og gætu orðið mönnum að falli. Þetta er lýsandi fyrir pabba. Hann kunni að meta fegurðina og listina en sjálfs- aginn var í fyrirrúmi. Græðgi og yf- irlæti voru andstyggð í augum pabba. Hann sá og kunni að meta fegurðina í hversdagslegustu hlutum og fannst fegurðin og réttlætið felast í gullnu reglunni og því að vera sjálf- um sér nægur. Ég þykist vita að störf pabba hafi markast af þessum sömu einkennum. Ég veit að í sínum störfum leitaði hann einatt sátta. Pabbi var ávallt reiðubúinn til að hlusta. Og ef menn voru reiðubúnir til að hlusta á móti gaf hann þeim traust og góð ráð. Snorri Agnarsson. Við fráfall tengdaföður míns stendur eftir tómarúm og dagarnir eru litlausari um sinn, því hlý og sterk nærvera hans var ávallt mik- ilvægur hluti af lífi litlu fjölskyldunn- ar. Þar fór maður sem hefur varðað líf mitt frá unglingsárum. Hann var eins og klettur, alltaf til staðar. Hann gaf mikið af sér en vildi svo ósköp lít- ið í staðinn. Agnari kynntist ég fyrir þrjátíu árum og þessari hlýju glettni sem fylgdi honum gjarnan þótt hann gæti líka verið alvörugefinn. Margþætt lífsreynsla mótaði hann. Hann var fróður en jafnframt lítillátur, gegn- heill, og sá það góða í fólki. Hann sóttist ekki eftir athygli eða upphefð, en vann verk sín af samviskusemi, nákvæmni og réttvísi. Hann var sí- lesandi og kunni margar sögur og var afburða góður í íslensku. Mikill fróðleiksþorsti einkenndi hann alla tíð, ásamt hlýju, kímnigáfu og visku. Þá tók hann lífsins verkefnum af æðruleysi og reisn og heyrðist aldrei kvarta hvað sem gekk á. Hann fylgd- ist vel með starfi okkar, jafnan óspar á hvatningu og uppörvun og raunar líka umvöndun ef honum þótti á því nauðsyn. Í samskiptum var hann umhyggjusamur og nærgætinn. Varðveisla minja og minninga var Agnari hugleikið viðfangsefni. Hann var unnandi djass og klassískrar tón- listar og átti mikið safn platna og geisladiska. Hans verður ekki minnst án þess að tengdamóður minnar sé getið, svo einstaklega náið var samband þeirra hjóna sem var- aði í tæp sextíu ár. Hún stóð ávallt þétt og ósérhlífin við hlið hans í lífi og starfi. Agnar og Inga opnuðu mér faðm sinn eftir að ég giftist Snorra syni þeirra, og þar hef ég átt skjól alltaf síðan. Þá kynntist ég Agnari sem afa barnanna minna, þar var ekkert of gott fyrir þau. Agnar hafði ekki hátt um tilfinningar sínar en væntumþykjan var sýnd í verki. Það er sárt að missa og sakna og það tek- ur tíma að aðlagast breytingum. En hann hefði viljað að við værum dug- leg, þakklát og glöð. Þeir missa mik- ið sem mikið hafa átt. Það er auð- fundið nú. Nú er komið að mér að þakka fyrir alla hjálpina, hvatninguna og góðlát- legu kankvísina. Hann var skemmti- legur og góður maður hann tengda- faðir minn og okkur þótti svo afar vænt um hann. Allar góðu minning- arnar munu ylja okkur og lýsa veg- inn um ókomna tíð. Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég koma á framfæri þakklæti til starfs- fólks deildar 13 E, skilunar- og gjör- gæsludeildar og allra þeirra starfs- manna á Landspítalanum, sem um lengri og skemmri tíma veittu hon- um kærleiksríka hjúkrunar- og læknisþjónustu síðustu árin. Megi fagmennska ykkar og umhyggja nýt- ast áfram sem best öðrum til góðs. Sigurveig. Afi minn var góður maður. Hann var hæglátur og sjálfum sér nógur en jafnframt ákveðinn og hafði sterka réttlætiskennd. Hann elskaði fjölskylduna sína og vildi allt fyrir hana gera. Ég man best eftir afa sitj- andi í hægindastólnum í stofunni heima hjá ömmu og sér, með annan ökklann hvílandi á hinu hnénu og að leysa krossgátu. Afi var snillingur í krossgátum. Það er ljúfsárt að hugsa um allar góðu minningarnar um afa. Eins og hvernig hann sagði alltaf hvur í staðinn fyrir hver og hvað hann var alltaf ánægður þegar ég fékk góðar einkunnir í skólanum. Afi var næstum áttatíu og tveggja ára þegar hann dó og við vissum í hvað stefndi, en ég skil þetta samt ekki. Ég veit að afi er farinn og ég fæ ekki að tala við hann aftur en sama hversu þróaðri tegund ég tilheyri þá skildi ég ekki þegar ég sá að afi var dáinn að hann fyndi það ekki ef ég stryki á honum handarbakið eða hvíslaði í eyrað á honum. Eða af hverju gerði ég það þá? Þróun teg- undarinnar miðast að því að lifa. Skilningur á lífinu hjálpar okkur að lifa af. Skilningur á dauðanum hjálp- ar ekki við það og því höfum við ekki þennan skilning. Afi var partur af heild sem lifir áfram. Meðan hann lifði gerði hann ýmislegt til að bæta líf heildarinnar og það er að mínu mati æðsta tak- mark einstaklingsins. Ég er stolt af afa mínum og vona að ég muni ná þessu takmarki í mínu lífi eins og hann. Amma, ég elska þig og ég veit að þú munt vera með okkur lengi í við- bót. Ég og fjölskyldan viljum gera allt sem við getum til að þér líði vel. Margrét. Í dag kveðjum við með virðingu og þökk Agnar Gústafsson, kæran frænda og vin. Þegar aldurinn færist yfir og maður hefur fengið að lifa fullu og gjöfulu lífi verður maður sáttari við að horfast óhræddur í augu við hið óumflýjanlega þegar ástvinir kveðja. Við rúmið mitt hangir gömul út- saumuð mynd af krossi með hvítum engli sem umvefur akkeri. Fyrir neðan er skrautsaumað á þýsku: „Verði þinn vilji“. Þá setningu í fað- irvorinu legg ég alltaf sérstaka áherslu á í hverfulleika lífsins og einnig nú þegar við systurnar erum að reyna að sætta okkur við að Agn- ar sé farinn frá okkur þótt við hefð- um viljað njóta samvista við hann enn um skeið. Hugurinn leitar aftur í tímann, jafnvel áður en Inga Dóra varð lífs- förunautur hans í blíðu og stríðu. Þá var hann enn í háskólanum og bjó í föðurhúsum hjá Gústafi föðurbróður okkar í Samtúni. Heimili föður- bræðra okkar Gústa og Braga og eiginkvenna þeirra stóðu okkur systrum alltaf opin. Þau vildu allt gera fyrir stelpurnar hans Einars. Við fráfall föður okkar tók vinátta Agnars og Ingu Dóru við. Hann var akkerið, vinurinn, ráðgjafinn og gott var til hans og Ingu Dóru að leita. Setjast í leðursófann á skrifstofunni þar sem Inga, stoð og stytta Agnars, var ritari og bauð upp á kaffisopa á meðan við Agnar kímdum yfir hve eyðslusöm við hefðum verið í geisla- diskainnkaupum en við deildum áhuga á klassískri tónlist. Hann var mikill unnandi tónlistar og safnari. Sérstaklega heilluðu hann bass- araddir rússneskra söngvara. En djassinn átti líka hug hans og oft heyrðist djasstónlistin á fullu úr her- bergi hans í Samtúninu í gamla daga. Ég get ekki annað en brosað þeg- ar ég minnist stuttrar viðkomu minnar sem starfskraftur á lög- fræðiskrifstofu hans og Sigurðar Reynis Péturssonar í Austurstræti í kringum 1960. Ég gegndi m.a. síma- vörslu fyrir framan skiptiborð með ótal rauðum tökkum. Símavarsla mín fólst mest í því að slíta sambandi þeirra í miðjum samtölum. Því var tekið með húmor og án skamm- aryrða af öðlingunum tveim. Agnar var hógvær, ekki maður margra orða en undir niðri skynj- uðum við einlæga væntumþykju og vináttu. Við erum það sem við gef- um. Hann gaf okkur af miklu hjarta. Við þökkum lífsgjöf hans og fórnfúst ævistarf, hann var sístarfandi og atorkumikill enda átti hann ekki langt að sækja það þar sem pabbi hans var, „Gústi í Drífanda“ . Við er- um þess fullvissar að Agnar vaki yfir fjölskyldu sinni og vísi þeim til vegar áfram og að þau gangi til góðs eins og hann gerði. Fjölskyldan var honum allt og við biðjum góðan guð að varðveita Ingu Dóru og afkomendur hans og gefa þeim styrk í söknuði þeirra. Guð blessi minningu Agnars Gústafsson- ar. Valgerður og Brynja. Ferðmikill hvíti fákurinn er, fljótt hann þig milli ára ber. Þú hrekkur við er heyra fer hófatak Bleiks á eftir þér. (Karl Kristjánsson) Agnar Gústafsson sat sinn hvíta fák af snilld langa vegferð, þar til sá bleiki hljóp hann uppi, en enginn á undankomu frá því. Agnar hóf lögfræðistörf fljótt eftir að hann lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands árið 1952. Hann vann nokk- urn tíma hjá öðrum lögmönnum, en hóf fljótlega rekstur eigin stofu í fé- lagi við fleiri. Viðfangsefnin urðu margþætt, svo sem málflutningur á báðum dómstigum, ráðgjöf, skjala- gerð, skattframtöl og fasteignasala. Agnar varð einkar vinsæll og vel lið- inn af þeim sem til hans leituðu, enda maðurinn hófsamur og háttvís í öllum samskiptum. Hann kynnti ekki verk sín á torgum eða í flóð- ljósum fjölmiðla, þurfti þess reyndar aldrei. Fjöldamargir skjólstæðingar Agnars áttu hann að trúnaðarvini í áratugi og leituðu til hans með áhyggjur sínar og erfiðleika. Mörg- um hefur einnig verið það auðveld- ara, því að hann fann sig illa í að beita gjaldskrá lögmanna að þeim efri mörkum sem hún heimilar, og marga krafði hann aldrei um greiðslu. Nær allan starfsferil Agn- ars starfaði hans mæta eiginkona, Inga Dóra Hertervig, með honum að margvíslegum viðfangsefnum, og síðasta aldarfjórðunginn störfuðu þau tvö saman og sinntu án annarra starfskrafta öllum verkefnum sem lögfræðistofunni bárust. Agnar og Inga eignuðust tvo syni, sem báðir urðu óvenju stæltir og öflugir menn og stunduðu líkamsrækt. Gústaf Agnarsson varð fremstur afreks- manna í lyftingum og átti um tíma auk þess Íslandsmet í langstökki innanhúss. Gústaf andaðist í nóvem- ber sl. eftir langvarandi veikindi. Hann naut mikillar umhyggju for- eldra sinna í veikindum sínum. Snorri, yngri sonurinn, sneri sér að háskólanámi og er nú prófessor við Háskóla Íslands. Agnar átti sér hugðarefni utan hins daglega amsturs, m.a. stunduðu hann og kona hans, Inga Dóra, hestamennsku í fjöldamörg ár. Þau byggðu með undirrituðum og fleiri félögum hesthús á félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þaðan voru stundaðar útreiðar flestar helg- ar vetrarlangt, sem veittu ótalmarg- ar kærar samverustundir og oft æv- intýri þegar glímt var við baldna fola. Fjöldamörg sumur hélt svo vina- og kunningjahópurinn í löng sumarferðalög og oftast var haldið inn á hálendi Íslands. Lengsta ferðin var tvær vikur í óbyggðum. Í slíkum ferðum reynir á flest í mannlegum samskiptum. Óvænta erfiðleika þarf að leysa, því þeirra má ætíð vænta í löngum ferðum við hin margvísleg- ustu veðurskilyrði. Í öllum ferðum reyndist Agnar ætíð hinn trölltrausti félagi, sem hélt sínu jafnaðargeði hvað sem á gekk. Stórviðri, þokur eða beljandi jökulvötn settu ekki hik að honum ef áfram þurfti að halda. Í öllum ferðum fylgdi Inga Dóra bónda sínum og gaf honum ekkert eftir. Þau áttu afburðatrausta ferða- hesta, sem vinur þeirra Þorlákur Björnsson í Eyjarhólum hafði valið þeim úr stóði sínu. Agnar var mikill tónlistarunnandi, enda ekki langt að sækja það fyrir hann, bróðurson Einars Kristjáns- sonar óperusöngvara. Á næðisstund- um á fögru heimili hans lék Agnar löngum stundum margvíslega tón- list, en var jafnframt oft með verk- efni fyrir framan sig, því vinnusamur var hann fram á síðustu daga sem heilsan leyfði. Ég og fjölskylda mín á honum þakkir að gjalda fyrir holl ráð og að- stoð ásamt vináttu og ljúfum sam- skiptum um langa tíð, og er hans sárt saknað. Hvíli Agnar í friði. Sveinbjörn Dagfinnsson og fjölskylda. Í dag er til moldar borinn Agnar Gústafsson hæstaréttarlögmaður. Þrátt fyrir að andlát Agnars hefði ekki átt að koma á óvart, þar sem hann hafði átt við vanheilsu að stríða um sinn, bregður manni óneitanlega við þegar vinir hverfa á braut. Ósjálf- rátt er þá dokað við og horft til baka. Ég var sem ungur maður á byrjunar- reit við að stofna fyrirtæki. Þá var ég svo lánsamur að velja Agnar sem minn lögfræðing. Allar götur síðan í áratugi hefur hann sinnt því starfi með miklum ágætum. Eins hefur mín fjölskylda notið handleiðslu Agnars í þeim málum sem til þurfti á hverjum tíma. Agnar var þekktur fyrir að vera afar vandvirkur og nákvæmur í sín- um störfum, heilsteyptur og ráða- góður. Í mínum störfum gegnum æv- ina var ekki ónýtt að hafa slíkan mann sér við hlið. Fyrir það er ég þakklátur. Margir af mínum kolleg- um geta eflaust tekið undir þetta, sem nutu leiðsagnar Agnars. Versl- un og viðskipti voru hugleikin hon- um, enda átti hann ekki langt að sækja það því faðir Agnars var vin- sæll kaupmaður hér í borg, Gústaf Kristjánsson, í daglegu tali þekktur sem Gústi í Drífanda. Ég vil ljúka þessum fáu línum með því að þakka Agnari samferðina fyrir hönd minnar fjölskyldu. Það er mannbætandi að hafa átt slíkan mann að félaga. Ég sendi Ingu Dóru, Agnar Gústafsson Einn vísifingur hreyfist, skrifar hægt, en heldur sínu striki. Engri nægt af trú né speki tekst að fipa hann né tár þín geta einn stafkrók burtu fægt. (Rubaiyat eftir Omar Khayyam í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar.) Hvíl í friði elsku afi minn. Agnar Óli. Við þökkum Agnari vin- áttu, tryggð og ómetanlega aðstoð í gegnum tíðina – við Dieter heitinn Roth og okkur öll. Við söknum hans sem fjöl- skylduvinar. Ingu Dóru og niðjum þeirra sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Vera Roth, Björn Roth, Karl Roth, Guðríður Adda Ragn- arsdóttir, Sigríður Björnsdóttir. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.