Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 22
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Matarblogg hafa verið vin-sæl lesning undanfarinár, enda úrvalið afsælkerahráefni aukist verulega í góðærinu. Í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna búa matarblogg- arar sig nú hins vegar undir að sýna aukna hagkvæmni í eldhúsinu. Sig- urrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox er einn þeirra, en hún hefur nú tekið upp á því að gera matseðil fyrir hverja viku fyrir fjölskylduna. „Þar sem ég er matreiðslumaður þá hætti mér til að eyða alltof mikl- um peningi í mat. Núna höfum við hins vegar þann háttinn á að viss fjárhæð er sett í umslag í byrjun hverrar viku og það er sú upphæð sem eyða má í mat þá vikuna,“ segir Sigurrós. Þó tilboð matvöruverslana séu vel flest tengd helgunum kýs Sigurrós að nýta þriðjudagana til matarinn- kaupa. „Það eru yfirleitt líka einhver tilboð í gangi fyrri part vikunnar og ég nota mér þau til að kaupa til dæmis kjúkling og súpukjöt og setja í frystinn.“ Hún bætir við að á næstu vikum eigi súpur og ýmsir brasser- aðir réttir því eftir að rata inn á mat- arblogg sitt. „Mér finnst til dæmis gott að taka súpukjöt og brassera og það er einfaldur og góður matur sem þarf ekki að vera dýr í framreiðslu.“ Sigurrós segir vel ganga að láta matarpeningana endast með þessu móti. „Ég byrja á að skrifa niður matseðilinn, síðan fer ég í skápana og sé hvað þar er til, áður en ég held í búðina og kaupi nákvæmlega það sem er á listanum og ekkert annað. Reynist síðan afgangur af matar- peningunum á sunnudögum þá má nota þá viðbót til að vera góður við sig, sem er góð hvatning til að halda sig innan listans,“ segir Sigurrós og gaf Daglegu lífi leyfi til að birta tvær uppskriftir af bloggsíðu sinni. Marbella-kjúklingurinn í hversdagslegum búningi Þessi réttur er úr bók sem heitir Sil- ver Palate og hentar jafn vel í veislu sem á venjulegum miðvikudegi. Matseðillinn skipulagður Marbella-kjúklingur Góður hversdags og spari. Spaghetti bolognese Sígildur réttur. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hagsýn Sigurrós Pálsdóttur gefst vel að áætla ákveðna upphæð í matarinnkaup fyrir hverja viku. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Mig langaði til að kynnastfólki hér á landi meðsvipuð áhugamál og égsjálfur og langaði líka að leggja eitthvað af mörkum til sam- félagsins. Þess vegna fór ég í hjálp- arsveitina og mér var mjög vel tekið, en ég er fyrstur útlendinga til að ganga til liðs við hana,“ segir Nýsjá- lendingurinn og erfðafræðingurinn James McEwan sem gekk til liðs við Hjálparsveit skáta í Kópavogi fyrir mánuði. „Ég er á nýliðanámskeiði þar sem ég læri fyrstuhjálp, ísklifur, rötun, leitartækni og margt fleira skemmtilegt.“ James er mikill útivistarmaður og hann stundaði klettaklifur og göngur af miklum móð á Nýja-Sjálandi og var því alsæll þegar hann og aðrir nýliðar gengu ásamt leiðbeinendum sínum á Fimmvörðuháls um síðustu helgi. „Laugardagurinn var ótrúlega fagur, ekki ský á himni og náttúran skartaði sínu fegursta þegar við gengum frá Skógum yfir í Þórs- mörk,“ segir James og bætir við að nýliðaþjálfunin taki 18 mánuði og standast þurfi próf til að verða virkur meðlimur í björgunarsveitinni og fá að taka þátt í björgunaraðgerðum. Stefnir á doktor í erfðafræði „Á Nýja-Sjálandi eru ekki björg- unarsveitir í þeirri mynd sem þekkist hér á landi. Þar sér lögreglan að mestu um slíkt og innan hennar er sérhæft fólk á þessu sviði, hvort sem það snýr að björgun á sjó eða landi. Auk þess skaffar herinn þyrlur þeg- ar þess þarf.“ Ástæða Íslandsdvalar James er sú að hann á íslenska kærustu sem hann kynntist þegar hún var úti á Nýja- Sjálandi sem skiptinemi fyrir nokkr- um árum. „Hún bjó hjá mér á meðan ég kláraði meistaranámið mitt og núna ætla ég að búa hjá henni á með- an hún klárar háskólanámið sitt, en hún byrjaði í haust í þriggja ára þroskaþjálfanámi. Að því loknu stefni ég á doktorsnám í erfðafræði,“ segir James sem ætlar að sérhæfa sig í þróunarerfðafræði, en hann hef- ur lokið fjögurra ára námi í erfða- fræði við University of Otago á Nýja- Sjálandi. „Ég vann meðal annars við erfðafræðilegar rannsóknir á dýrum. Mér finnst erfðafræðin heillandi heimur því þar er ótrúlega margt ókannað.“ James á ekki langt að sækja áhuga á erfðafræði því báðir foreldrar hans Morgunblaðið/KristinnUndir stýri James mátar sig við risavaxinn björgunarsveitartrukkinn í höfuðstöðvum hjálparsveitarinnar, þar sem hann sækir nýliðanámskeið. Bjargvættur frá Nýja-Sjálandi Erfðafræðingurinn og fjallageitin James McEwan var ekki fyrr fluttur til Íslands en hann munstraði sig í Hjálparsveit skáta. Hann kann vel að meta lamba- kjöt og hvalrengi en finnst hákarl ógeðslega vondur. „Ég vann meðal annars við erfðafræðilegar rannsóknir á dýrum.“ Hjálparsveit skáta Kópavogi er skipt upp í níu flokka þar sem félagar sérhæfa sig á afmörkuðum sviðum:  Afturgöngur: Flokkur eldri félaga sem eru bakhjarl fyrir yngri félaga og miðla af reynslu sinni.  Bátaflokkur: Starfar mest á Faxaflóasvæði og sinnir sjó- björgunum og öðrum útköllum á því svæði.  Bílaflokkur: Hefur það hlutverk að annast og reka bíla sveit- arinnar auk þess sem meðlimir bílaflokks sjá um akstur á veg- um sveitarinnar.  Nýliðaflokkur: Sér um þjálfun nýrra félaga sem tekur um eitt og hálft ár.  Leitarflokkur: Sérhæfir sig í leit að týndu fólki.  Rústabjörgunarflokkur: Hópur með sérþekkingu sem teng- ist lífleit að fólki í húsarústum í kjölfar jarðskjálfta eða ofan- flóða.  Sjúkraflokkur: Þessi flokkur sérhæfir sig í fyrstu hjálp og sér um þjálfun félaga sveitarinnar í fyrstu hjálp. Einnig sér hann um innkaup á sjúkragögnum og eftirlit með þeim.  Sleðaflokkur: Hefur yfir að ráða fjórum björgunarvélsleðum sem allir eru sérstaklega vel útbúnir fyrir leit og björgun.  Undanfarar: Sérhæfa sig í fjallamennsku og fjallabjörgun. Helstu verkefni hópsins eru leit á svæðum sem eru erfið yfir- ferðar, björgun úr brattlendi og einnig sjá Undanfarar um þjálfun nýliða í fjallamennsku, ísklifri og fjallabjörgun. Afturgöngur og aðrir flokkar |föstudagur|10. 10. 2008| mbl.is daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.