Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Morgunblaðið/Frikki Samstarfsmenn Finnbogi Pétursson, Ingólfur Arnarson, Björn Quiring og Darri Lorenzen unnu saman að sýning- unni OPEN. „Síðan gengur fólk inn í rými sem er nánast tómt, eins og framtíðin,“ segir verkstjórinn Darri. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÞESSI sýning er að vissu leyti um söfn, starfsemina innan slíkra stofn- ana og það sem rammar hana inn,“ segir Darri Lorenzen myndlist- armaður. Hann má titla sem verk- stjóra og hvatamann að sýningunni OPEN sem opnuð verður í Ný- listasafninu á morgun, laugardag, klukkan 14. Aðrir listamenn sem standa að sýningunni eru Ingólfur Arnarson, Finnbogi Pétursson, BJNilsen og dr. Björn Quiring. OPEN er hluti af dagskrá Sequences hátíðarinnar. Síðustu daga hefur verið unnið að smíðum innan safnsins. Gestir á sýn- inguna munu ganga eftir hækkuðum gangvegi, með yfirsýn yfir starfsemi Nýló og safneignina, sem verið er að skrá og skoða þetta árið. „Þetta er nánast eins og þegar dýr eru skoðuð í dýragarði,“ segir Darri. „Síðan gengur fólk inn í rými sem er nánast tómt, eins og framtíðin. Þar er komið að glugga sem leiðir út á götuna, út úr safninu, og rammar inn það sem er fyrir utan.“ Í þessu endarými verða stök verk eftir sýnendur, þá Darra, Finnboga og Ingólf, en þau eru sparlega notuð. Þarna er performansrými. Eftirlíking raunverulega lífsins „Að hluta til er þetta sameiginleg vinna, en Darri var frumkvöðullinn og hefur haldið utan um verkið,“ seg- ir Ingólfur Arnarson. „Umgjörðin sem við sköpum á samræðu við safn- eignina. Þetta er ein af sýningunum á árinu, þar sem unnið er inn í verkin og starfsemina sem fyrir er í Nýló. Við breyttum arkitektúrnum aðeins, erum með inngrip í hann.“ Hugmyndir sýnendanna um söfn og sýningarstaði birtast í skrifum dr. Björns Quiring. Hann hefur setið í safninu síðustu daga og skrifað, en hann flytur fyrirlestur á sunnudag um sýninguna. Quiring fjallar meðal annars um tvíþætt eðli safns, sem samanstendur annarsvegar af samansafni hluta og hinsvegar sýningarrými; opnu rými sem almenningur hefur aðgang að og lokuðu, innra rými. „Listin verður á einhvern hátt að takast á við form- ræna spennu milli sýningarýmis og safns; í langan tíma hafa listaverk því annaðhvort verið eftirlíkingar raun- verulega lífsins utan safnanna eða út- koma sköpunar út frá innra lífi lista- mannsins sem sett er inn í sýningarrými,“ skrifar Quiring. „Þetta er samkrull,“ segir Darri. „Fólki er boðið inn með okkur, eins og sést á neonskiltinu sem hefur ver- ið sett fyrir framan Nýlistasafnið.“  Sýningin OPEN opnuð í Nýlistasafninu á morgun  Er hluti af Sequences-listahátíðinni Sýning um söfn og starfsemi safna ANNAÐ starfsár Lista- félags Langholtskirkju hefst um helgina með tón- leikum þeirra Þóru Ein- arsdóttur sópransöngkonu og Dimitri Ashkenazy klar- ínettuleikara. Meðleikari á tónleikunum verður píanó- leikarinn Alexander Schmalcz. Tónleikarnir verða haldn- ir á sunnudaginn, 12. október, í Langholts- kirkju og hefjast klukkan átta. Á efnisskrá tónleikanna verða verk eftir De- bussy, Schumann, Schubert og Camille Saint- Saëns. Tónlist Sópran, klarínett og píanó Þóra Einarsdóttir Í JÚLÍ voru 200 ár liðin frá fæðingu Konráðs Gísla- sonar málfræðings og Fjölnismanns. Íslenska málfræðifélagið og Málvísindastofnun Há- skóla Íslands efna af því til- efni til málþings á morgun um ævi og störf Konráðs. Meðal fyrirlesara eru Guð- rún Kvaran, sem fjallar um orðabókarmanninn Konráð og Gunnar Karls- son sem fjallar um þjóðerniskennd og staf- setningarstefnu. Ráðstefnan er haldin í fyrirlestrasal Þjóð- arbókhlöðunnar og hefst klukkan 11. Hugvísindi Málþing í minn- ingu Konráðs Gunnar Karlsson SEQUENCES 2008 listahá- tíðin verður sett á morgun, laugardag. Næstu vikuna verður boðið upp á ýmiss konar viðburði; tímatengd listaverk. Gjörninga, hljóð- verk, myndbandsverk, tónlist og annars konar viðburði. Meðal helstu atburða eru: Laugardagur 11. október 14:00 Sequences sett með opnun OPEN í Ný- listasafninu. 15:30 Lortadans undir stjórn Gunnlaugs Egilssonar í Kling & Bang. 16:00 Fumiko Imano opnar sýningu í Belleville við Laugarveg 55. 17:00 Hljóð- og vídeó-verk í Lost Horse Gallery. FM Belfast og Reykjavík skemmta. 19:00 Andrew Burgess sýnir í Kronkron, Laugarvegi 63B. 20:00 Magnús Árnason, Magnús Helgason og Björk Viggósdóttir í Norræna húsinu. 21:00 Auxpan & Hanna Christel Sigurkarlsdóttir opna sýningu að Hverf- isgötu 59. 21:30-23:20 Bílferð nr. II í Nýlistasafninu. 22:00-00:02 Fort, þýskur gjörningahópur, opnar sýn- ingu, Point Gray, við bens- ínstöðina í Ánanaustum. Sunnudagur 12. október 16:00 Dr. Björn Quering heldur fyrirlestur í Ný- listasafni. 17:00 Stilluppsteypa, sýning í kjallara Listasafns Íslands. 20:00 Rúrí og Jóhann Jó- hannsson: VOCAL IV. Gjörningur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu. 21:30 Elín Hansdóttir og Úlf- ur Hansson fremja kór- gjörning sinn Shepardśs Scale ásamt kór Seltjarn- arness í Gróttuvita. 21:00-00:02 Fort. Point Gray. Ánanaust. Þriðjudagur 14. október 19:00 Trong Nguyen. Marcel Duchamp versus Bobby Fischer. Gallerí Dvergur. 21:00 Hildur Guðnadóttir ásamt Elínu Hansdóttur & Caput. Héðinshúsið. Miðvikudagur 15. október 17:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir brot úr Djöflafúgunni e. Gunnlaug Egilsson. Kling & Bang. 18:00 Moss Stories í Gallery Turpentine. 22:00 Tvær íslenskar heim- ildarmyndir frumsýndar. Kling & Bang. Fimmtudagur 16. október 17:00 Orgelkvartettinn An- anas og gestir. Kling & Bang. 17:00 Tamy Ben-Tor. Opnun í 101 Projects, Hverfisgötu 18b. 18:00 Klive í Kling & Bang. 20:00 Tónleikar í Norræna húsinu með þeim Björk Viggósdóttur, Caroline Mallonée, Borgari Magna- syni og Kristínu Marínellu Friðjónsdóttur. 22:00 Sara Riel sýnir Himna- sendingu í porti við Cafe Oliver. Föstudagur 17. október 16:00 Kid Twist í Kling & Bang. 17:00 Skakkamanage í Kling & Bang. 18:00 Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir vídeó í gallerí Dvergi. 19:00-24:00 Kanadíska gjörn- ingateymið Fastwurms kemur fram í Iðnó. 19:00 Audio/visual-tónleikar í Iðnó.  Sequences að hefjast og stendur fram á föstudag  Uppákomur víða í miðborginni og í Gróttuvita Dansarinn Gunnlaugur Egilsson semur fyrir ÍD. Gjörningur Rúrí fremur gjörning í Hafnarhúsinu. Með Caput Hildur I. Guðna- dóttir flytur verk Enos. Tónskáld Úlfur Hansson semur verk fyrir Gróttuvita. Hátíð helguð hvers kyns tímatengdum listaverkum GUÐRÚN Ingimarsdóttir sópransöngkona er ein- söngvari á Vínartónleikum í Reykholtskirkju á laug- ardaginn. Aðrir flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdóttir, Pálína Árnadóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Hávarð- ur Tryggvason, Martial Nardeau, Sigurður Ingvi Snorrason, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Pétur Grétarsson. Guðrún hefur á liðnum árum starfað við óp- eruhús í Evrópu og hlotið ýmsar viðurkenn- ingar. Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Tónlist Vínartónlist í Reykholtskirkju Guðrún Ingimarsdóttir KYNJADAGAR Listahá- skóla Íslands eru haldnir þessa dagana. Dagskráin er helguð kynjunum og kynja- ímyndum. Í dag verða tvær uppá- komur í húsnæði tónlistar- og leiklistardeildar skólans að Sölvhólsgötu 13. Klukk- an 12 fjallar Karólína Ei- ríksdóttir tónskáld um kventónskáld á barokk- tímabilinu. Þó kventónskáld séu ekki áberandi í tónlistarsögunni, voru þó nokkrar sem létu að sér kveða á því tímabili. Þá munu nemendur flytja stutt verk, er nefnist „Skafur greflist.“ Fræði Kventónskáld á barokktímanum Karólína Eiríksdóttir ÁRIÐ 1979 gaf Dieter’s Rot Verlag út verk á vínilplötu í 300 eintök- um er nefnist Bílferð nr.1/ Autofahrt nr.1. Verkið er hljóð- upptaka af bílferð þeirra feðga Dieters og Björns Roth, og er ein- tak af verkinu til í safni Ný- listasafnsins. „Á laugardagskvöldið, þegar sýningin opnar og Sequenses- hátíðin hefst, verðum við með sameiginlega hljóð-uppákomu í Nýló,“ segir Darri Lorezen, verk- stjórinn að baki sýningunni OPEN. Sýnendurnir ákváðu að taka eitt verk úr safneigninni og vinna út frá því. Fyrir valinu varð eitt margra verka úr fórum Dieters Roth sem þar eru varðveitt. „Við ákváðum að endurgera þetta verk Roth-feðganna, gera einskonar remix. Bílferð nr.2. Við fórum því í vikunni í bílferð upp í Mosfellssveit og hljóðrituðum ferðalagið. Það verður notað sem efni, sem við umbreytum á laug- ardagskvöldið á lifandi hátt,“ bætir Ingólfur Arnarson við. Uppákoman Bílferð Nr.2 verður í Nýlistasafninu, annað kvöld, laugardag, kl. 21:30 - 23:20. Á sunnudaginn kl.16 flytur dr. Björn Quirling fyrirlesturinn „Re- framing the Open Archive: A Live Show,“ í Nýlistasafninu,við undir- leik BJNilsen. Endurgera hljóðverk Roth-feðga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.