Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Björg ÞórdísSigurðardóttir fæddist í Merki í Borgarfirði eystra 8. júní 1931. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að morgni fimmtu- dagsins 2. október síðastliðins. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Ein- arssonar, f. í Höfn í Borgarf. 5. júlí 1889, d. 7. desem- ber 1939 og Unu Kristínar Árnadóttur, f. á Fljóts- bakka í Eiðaþinghá 16. júní 1867, d. 21. apríl 1943. Systkini Þórdís- ar eru: Einar Sigfús, f. 1889, d. 1988, Lilja María, f. 1924, d. 1992, Jóna Sigurlaug, f. 1925, d. 1979, Fjóla Fanney, f. 1927, d. 1927, Guðsteinn Árni, f. 1927, d. 1927, Fjóla Oddný, f. 1928, Jón Jóhann- es, f. 1930, d. 2007, Stefán Árni, f. 1932, Fanney Salgerður, f. 1936, Jónas, f. 1937, d. 1937, og Guðrún Steinunn Sigurbjörg, f. 1939. Þórdís giftist 3. október 1956, Sigursteini Jóhannssyni, f. 3. sept- ember 1924, d. 11. október 2000. veturinn og fluttu að Borg vorið 1961, þar sem Þórdís rak gisti- heimili í tvö ár. Haustið 1963 flutti svo fjölskyldan í Merki. Íbúðar- húsið sem fjölskylda Þórdísar hafði byggt hafði verið end- urbyggt frá grunni. Í Merki bjó hún þar til hún vistaðist á Sjúkra- húsinu Egilsstöðum 1997, vegna afleiðinga slyss. Þórdís var skipuð ljósmóðir Borgarfjarðarhrepps frá og með 1. janúar 1961. Hún var svo sett ljósmóðir í hálfu starfi við heilsugæslustöðina á Egils- stöðum 12. nóv. 1974, með starfs- stöð á Borgarfirði. Síðan skipuð ljósmóðir í fullu starfi við heilsu- gæslustöðina á Borgarfirði eystra, Egilsstaðaumdæmi. Þórdís starf- aði sem tengiliður lækna Heilsu- gæslustöðvarinnar á Egilsstöðum ásamt að sjá um afgreiðslu lyfja í Heilsugæslustöðinni á Borgarfirði til fjölda ára. Eins leysti hún af í sumarfríum bæði við Fjórðungs- sjúkrahúsið í Neskaupstað og Sjúkrahúsið á Egilsstöðum. Þórdís var fulltrúi sinnar heimabyggðar í heilbrigðisnefnd svæðisins, eins starfaði hún í mörg ár sem fulltrúi og sem formaður sóknarnefndar. Útför Þórdísar fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 12. Jarðsett verður í Bakkagerð- iskirkjugarði. Foreldrar hans voru Bergrún Árnadóttir, f. 3. október 1896, d. 25. júní 1972 og Jó- hann Helgason, f. 30. desember 1891, d. 10 febrúar 1972. Börn Þórdísar og Sig- ursteins eru: Unnar Heimir, kvæntur Sig- urborgu Sigurð- ardóttur; Jón Þór, kvæntur Svövu Her- dísi Jónsdóttur; Einar Sigurður, kvæntur Sigrúnu Birnu Gríms- dóttur; Grétar Smári, sambýlis- kona Gunnhildur Imsland. Ömmu- börnin eru 16, eitt látið og langömmubörnin 10. Þórdís missti foreldra sína ung og tóku eldri systkinin þá við bús- forráðum og ólst hún upp með þeim. Eins dvaldi hún hjá Guðnýju Árnadóttir móðursystur sinni að Ljótsstöðum og í vist bæði á Þórs- höfn og á Akureyri . Þórdís og Sig- ursteinn bjuggu á Ósi þar til Þór- dís fór til náms við Ljósmæðraskóla Íslands haustið 1959. Eftir að hún kom frá námi haustið 1960, dvöldu þau á Ósi um Sefur þú litli söngfuglinn minn? Sár var þín dvöl í búri. Hljóðnuð er rödd og hlátur þinn, hvergi ég líf og gleðina finn. Söngfuglinn minn, fangi í fangabúri. Leitar þinn hugur í liðna tíð? Löng var þín dvöl í búri. Minnist þú flugs um fjöll og hlíð, flugið var létt og röddin þýð. Minningin blíð, fölnar í fangabúri. Sígur þér ljúfa, svefninn á brá? Sár var þín dvöl í búri. Dreymir þig ennþá um dægrin blá, dýrðina heims og vorsins þrá? Það var nú þá. Frjáls ert úr fangabúri. (J.O.H. Djurhuus) Elsku mamma mín nú er þinni þrautagöngu loksins lokið, og þú ert laus undan þjáningu og oki síðustu ára. Eftir sitja ótal minningar um þig sem eiga það sammerkt að vera flestar ljúfar og ánægjulegar. Minningar um konu sem hlífði sér hvergi í amstri dagsins og setti ætíð þarfir annarra ofar sínum eigin. Minningar um konu sem bar ekki tilfinningar sínar á torg héldur hélt áfram af þrautseigju við þau verk- efni sem henni voru falin. Minningar um konu sem var Móð- ir með stórum staf og bar velferð barna sinna og barnabarna ætíð fyr- ir brjósti. Minningar um konu sem hafði ætíð nægan kjark og þrek til að styðja við aðra, jafnvel þótt hún sætti sjálf áföllum. Lífið hefur ekki alltaf farið um þig mjúkum höndum, samt stóðstu bein og sterk – meðan stætt var. Ég vil nota þessa síðustu stund til að þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig í gegnum lífið, og allan þann styrk og þá hjálp sem þú veittir á erf- iðum stundum. Ég bið guð að geyma þig. Þinn sonur Jón Þór og fjölskylda. Elsku mamma mín, þín er sárt saknað og langar mig að kveðja þig með þessu fallega ljóði. Guð þig leiði sérhvert sinn sólarvegi alla. Verndarengill varstu minn, vissir mína galla. Hvar sem ég um foldu fer finn ég návist þína. Aldrei skal úr minni mér, mamma, ég þér týna. (Jón Sigfinnsson.) Þinn sonur Smári. Á svipstundu horfin sjálfri sér og okkur öllum. Brosið, málrómur augun svo undarlega tóm. Aðeins særður líkami eftir, hlekkjaður við lífið. Svo sárt, svo sárt. Hvers vegna? Engin svör. Til hvers? Ekki það sem hún vildi. Óskaði að fá að lifa með reisn sitt líf á enda. Hver ræður? Ekkert svar. Engin framtíð, fortíðin að mestu horfin. Engin nútíð, ekkert, Hvers vegna? Engin svör. Líða illa á sál og líkama, geta ekki tjáð sig rétt, lokaðar dyr, hvers vegna? Engin svör. Þú sem gafst henni stund, hafðu þökk. Þú sem annaðist hana, hafðu þökk. Minning þín er ljós í lífi mínu, elsku tengdamamma. Þín Sigurborg. Hún amma mín er dáin og fór ég að hugsa til baka til þess tíma sem hún var heilbrigð eða áður en hún lenti í slysinu. Ég man eftir henni sem glæsilegri konu, alltaf í fínum fötum sem hún saumaði jafnvel sjálf, hárið vel tilhaft og oftar en ekki bar hún fallega skartgripi. Þegar við fór- um í heimsókn til hennar og afa í Merki var eins og stórhöfðingjar væru mættir í heimsókn því borð og bekkir svignuðu undan kræsingum. Ég er mjög stolt af því að hafa átt hana fyrir ömmu og þegar mér er sagt að ég líkist henni. Elsku amma, ég kveð þig nú og vona að þér líði vel þar sem þú ert núna. Þín Ída Björg. Elsku Dísa amma mín. Ég man ekki eftir þér nema niðri á sjúkrahúsi, en þar áttum við mamma oft góðar stundir með þér. Þá sér- staklega man ég eftir jólaheimsókn- unum okkar til þín, þá var alltaf rosa- lega gaman, þú varst alltaf hress og reyttir af þér brandarana. Þú varst mjög veik núna síðasta mánuðinn og ég er viss um að þér líð- ur mjög vel núna, komin til afa aftur og ég veit að hann hugsar vel um þig. Þegar ég sé tvær stjörnur saman á himninum næst er ég viss um að það verðið þið tvö. Þá horfði Guð á garðinn sinn hann greindi auðan reit og sá þitt andlit ofurþreytt er yfir jörð hann leit. Þig örmum vafði hann undurblítt og upp þér lyfti nær í garði Drottins dýrlegt er því djásnin bestu hann fær. Hann vissi hve þín þraut var þung hve þjáningin var hörð þú gengir aldrei aftur heil með okkur hér á jörð. Hann sá að erfið yrði leið og engin von um grið. Með líknarorðum lukti brá og ljúfan gaf þér frið. Þótt sárt í huga sakni þín og syrgi vinur hver við heim til Guðs er heldur þú í hjarta fylgjum þér (Höf. ók.) Blessuð veri minning þín, elsku amma. Aðalheiður Björt. Nú hefur hún elsku amma mín loksins fengið friðinn. Amma mín í Merki var yndisleg kona sem vildi allt fyrir mann gera. Með bros á vör og mjúka lykt af filt- erslausum Camel tók hún opnum örmum á móti gestum í dyrunum á Merki og leiddi að svingandi tertu- hlaðborði. Endilega fáið ykkur meira, þetta er svo gott í kroppinn, var hún vön að segja. Amma sem ég man eftir er Dísa í Merki á rauða bílnum á fleygiferð í öðrum gír, amma í eldhúsinu að elda eitthvað í brúnni sósu eða amma að hreinsa beðin í garðinum. Amma og afi í Merki voru mér góð og ég á margar minningar um þau sem ég geymi í hjarta mér. En ég man líka eftir ömmu á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum eftir slysið. Ég heimsótti hana oft og stundum náðum við að eiga stund þar sem hún vissi af mér. Þær minn- ingar eru mér dýrmætar. En þegar ljóst var hún myndi ekki ná bata urðu sporin sífellt þyngri. Eftir að ég flutti suður var ávallt erfitt að koma austur og sjá hana liggjandi þarna hjálparvana. Þessa sjálfstæðu sterku konu sem hafði helgað líf sitt að hjálpa öðrum, konu sem aldrei vildi vera upp á aðra komin. En svona er lífið og lítið við því að gera. Aðeins góður guð getur hjálpað okk- ur að skilja hvers vegna hún amma mín þurfti að ganga þessa þrautar- göngu. Ég er feginn að hún þarf ekki lengur að kveljast og að hún hefur loks fengið hvíldina sem hún svo þráði. Ég þakka guði fyrir stundina sem við áttum saman síðast og ég veit að hún kveið ekki ferðinni sem hún átti fyrir höndum. Elsku amma, Guð blessi minningu þína og geymi. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Unnar Geir. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur á betri stað þar sem afi hefur tekið á móti þér. Mikið er ég glaður að hafa feng- ið að eiga svona yndislega ömmu. Þú og afi tókuð mig til ykkar í fóstur í rúmlega eitt ár þegar ég var um 9 ára gamall. Þar fékk ég að kynnast hvernig er að vera í sveit og var þessi tími alveg ótrúlega skemmtilegur. Flest sumur eftir var ég hjá ykkur í Merki. Mér fannst ég alltaf pínu uppáhalds og gat leitað til ykkar afa með flest allt. Þú varst mér svo miklu meira heldur en bara amma og leið- inlegt finnst mér að öll barnabörnin hafi ekki fengið að kynnast eins þér eins og við eldri. Því mér fannst þú besta amma í heiminum og hann afi alveg ótrúlegur og veit ég því að nú er aldeilis gaman hjá ykkur. Hann afi stóð sig alveg eins og hetja þegar þú slasaðist og reyndi hann að eyða öllum þeim tíma sem hann gat hjá þér. Hann afi kom og náði í þig á end- anum eins og þú vildir. Ég elska þig, amma mín, og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú ert æðisleg og minning mín um þig mun lifa endalaust. Þinn Sigursteinn (Diddi litli í Merki). Elsku Dísa, nú kveðjumst við, ég kveð þig með trega og söknuði. Ég man þegar ég kom fyrst í Merki 15-16 ára gömul, þá trúlofuð Sigga. Þið tókuð mjög vel á móti mér. Þú, elsku Dísa, reyndist mér eins og móðir, kenndir mér að steikja kleinur og baka. Að koma í Merki var að koma heim. Ég man þegar þú ákvaðst allt í einu að sauma á mig buxnadragt. Umræðan og stundirnar sem við átt- um þá eru mér mikils virði, eins og þegar við vorum að koma með krakkana, þá var kátt í bæ, eins og var alltaf þegar við komum, og alltaf fóru krakkarnir með eitthvað með sér heim sem þú hafðir saumað á þau. Ég á ekki til þau orð sem þakka þér, Dísa mín, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börnin mín, þó sér- staklega fyrir hann Didda minn, þú varst honum svo miklu meira en amma, og mér varstu miklu meira en tengdamóðir, og hvað þú varst góð og þolinmóð við Svövu Hrund og Stefán Helga, vildir allt fyrir þau gera. Eins var það þegar þið hjónin heimsóttu mig í Skagafjörðinn, þeg- ar þú eina nóttina þegar allir aðrir voru sofnaðir, steiktir kleinur fyrir mig, samtalið sem við áttum þá gleymist aldrei, Dísa mín. Elsku Dísa, þú lifir áfram í huga mínum og hjarta. Blessuð sé minn- ing þín. Ég minnist þín og sakna er sólin hærra stígur og sumarblómin vakna eg aldrei gleymi þér. Þú býrð í minni vitund sem verndari þess hlýja og vörður alls þess nýja sem göfgar vorsins sál. Þann dag, er fyrst við hittumst, var harpa dagsins slegin, af hjarta var eg feginn að eignast þig sem vin. (Stefán Ágúst Kristjánsson.) Ég votta aðstandendum mína dýpstu samúð, þó sérstaklega Sigga og fjölskyldu, börnunum mínum þeim Didda, Svövu og Stefáni, Unnari Heimi og fjölskyldu, Jón Þóri og fjölskyldu, Grétari Smára og fjöl- skyldu. Kærar þakkir til Boggu, tengda- dóttur Dísu, fyrir alla þá umhyggju sem hún sýndi Dísu í veikindum hennar. Anna Lísa Wíum. Nú er hún Dísa mín horfin okkur. Mig langar að þakka fyrir allar góðar minningar sem ég á frá henni. Dísa var falleg kona, geislandi, hlý og góðum kostum búin. Hún var ljós- móðir að mennt, en var svo mikið meira, því á löngu árabili var hún hjálparhella mín í veikindum manns- ins míns. Það vakti mér öryggistil- finningu að fá hana hressa í heim- sókn og þiggja aðstoð hennar. Sem ljósmóðir tók hún á móti yngsta barninu mínu. Við Dísa unnum sam- an í nefndum á Borgarfirði í mörg ár, svo samskipti okkar voru mikil á þeim tíma. Dísa lenti í bílslysi fyrir mörgum árum og dvaldi eftir það að- allega á Sjúkrahúsinu á Egilsstöð- um, allt til dauðadags. Þar var ég í nágrenni við hana um tíma og heim- sótti hana oft. Það var gott að hitta hana, oft var hún hlý og glöð. Við gát- um ekki setið og rabbað saman eins og í gamla daga en við náðum oft tengslum án orða. Dísa var mjög hög í höndum og gerði margt fallegra muna. Ég þakka Dísu allt það góða sem hún gerði fyrir mig. Innilegar samúðarkveðjur til allra aðstandenda hennar. Ásta Jónsdóttir. Mig langar að minnast Dísu minn- ar í fáeinum orðum. Þegar ég hóf búskap aðeins 16 ára gömul, langt frá minni fjölskyldu, var Dísa lærifaðir minn. Dísa tók á móti þremur elstu börnunum mín- um, en hún var ekki bara ljósmóðir, heldur svo miklu, miklu meira. Þessi kona sem var svo klár á mörgum sviðum kenndi mér að sauma, elda, baka og margt, margt fleira. Ég gleymi ekki matrósafötunum sem hún saumaði á krakkana mína tvö ár í röð, hvílík snilld! Og svo tókst henni að láta mig halda að ég hefði hjálpað til við saumaskapinn. Af óbil- andi krafti kom þessi kona og hjálp- aði mér í allskyns uppákomum. Að fara í göngutúr út í Merki var alltaf hugljúft. Þar áttu þau Diddi yndislegt heimili, sem bar vott um hennar handbragð, utan sem innan. Ekki var vöntun á bakkelsi og öðrum góðgjörðum á því heimili. Þegar ég hugsa til baka, þá skil ég ekki hvernig hún hafði tíma til að gera allt sem hún gerði. Fyrir byggðarlag eins og Borgar- fjörð, var hennar starf ómetanlegt, og kannski ekki nóg þakkað. Kona með sterkar hendur og stórt hjarta! Ég votta nánustu aðstand- endum mína innilegustu samúð. Sólbjört. Þórdís Sigurðardóttir ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVEINSÍNA ODDSDÓTTIR, Vogartungu 23, áður á Hlíðarvegi 5, Kópavogi, varð bráðkvödd á heimili dóttur sinnar í Los Angeles í Kaliforníu mánudaginn 6. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigríður Lúthersdóttir, Sveinn Þórðarson, Jóhann Lúthersson, Magnea Þorfinnsdóttir, Hilmar Lúthersson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Reynir Lúthersson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.