Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra hefur opnað nýjan vef um geðheilsu barna sem ber heitið www.umhuga.is. Á nýja vefnum verður hægt að nálgast upplýsingar um helstu þætti í upp- eldi og aðstæðum barna og ung- linga sem hafa áhrif á geðheilsu þeirra á uppvaxtarárum. Vefurinn er ætlaður foreldrum og uppal- endum, fagfólki sem vinnur með börnum og ekki síst börnunum sjálfum. Foreldrar þurfa á þessum tímum að hlúa vel að börnum sínum og láta umræður um fjármálaerfið- leika ekki koma í veg fyrir sam- verustundir með fjölskyldunni, seg- ir í tilkynningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Geðheilsuvefur STJÓRN Neytendasamtakanna krefst þess að stýrivextir Seðla- bankans verði þegar lækkaðir verulega. Háir stýrivextir þjóna engum tilgangi miðað við núver- andi aðstæður í þjóðfélaginu og eru til þess fallnir að auka enn á þann vanda sem heimili jafnt sem fyrir- tæki standa frammi fyrir. „Jafnframt beinir stjórnin þeim tilmælum til allra að standa sem fastast gegn verðhækkunum enda bitnar vaxandi verðbólga illa á heimilunum,“ segir í ályktun sam- takanna. Lækkun stýri- vaxta strax SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Suður- Þingeyinga hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á stjórn- völd að hraða undirbúningi við ál- ver á Bakka við Húsavík, þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst. Sjálfstæðismenn telja þetta vera nauðsynlegt í ljósi síðustu atburða í efnahagsmálum þar sem í ljós hefur komið nauðsyn þess að skjóta fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Styðja Bakka SAMTÖK atvinnulífsins hafa stofn- að vinnuhóp til að fylgjast með af- leiðingum fjármálakreppunnar fyr- ir atvinnulífið í landinu. Vinnu- hópurinn er skipaður fulltrúum allra aðildarsamtaka SA og fulltrú- um Viðskiptaráðs Íslands. Safnað verður saman upplýsingum um áhrif á fyrirtæki, vandamál sem upp koma og hvernig unnt sé að bregðast við þeim. Samtökin munu koma upplýsingum á framfæri við fulltrúa ríkisstjórnarinnar og gæta þannig þannig hagsmuna fyrir- tækja í landinu. SA bregðast við kreppunni Samson Global ekki í greiðslustöðvun Samson eignarhaldsfélag ehf. hefur óskað eftir greiðslustöðvun, en þetta á hins vegar ekki við um Samson Global Holdings, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Þessi tvö fé- lög eiga engan eignarhlut hvort í öðru. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. Rangt nafn Rangt nafn var í myndatexta í Morgunblaðinu fyrir viku með mynd af byssunni, sem notuð var til að setja Sjávarútvegssýninguna. Rétt nafn byssumannins er Rúdolf Jós- efsson. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. LEIÐRÉTT                                  !"# $%$%"&'"( !)#&)* +$&,$ % $%+-.$."(    Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is VONBRIGÐIN með fall Kaupþings í fyrrinótt voru gríðarlega mikil hjá ís- lenskum ráðamönnum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra lýstu því báðir yfir á sameiginlegum blaða- mannafundi í Iðnó klukkan fjögur í gær. „Úr því sem var komið var ekki um annað að ræða en að vinna úr þeirri stöðu eins og hægt er,“ sagði Geir. Bankanum var skipuð skila- nefnd og hann tekinn undir stjórn Fjármálaeftirlitsins. Þar með eru allir viðskiptabankarnir þrír komnir undir væng ríkisins og íslenska bankaútrás- in að fullu búin að gefa eftir. Ríkið ræður við bankana Í samtali við Morgunblaðið í Iðnó í gær sagði Geir ekki vafa á því að ríkið ráði við þær miklu skuldbindingar sem felast í öllum þessum yfirtökum. „Ég tel að bankarnir sem út úr þessu koma, nýir viðskiptabankar fyrir inn- anlandsmarkaðinn, verði fyrirtæki sem komi sér fljótt og vel fyrir hér á markaðnum og stuðli að árangri og arði. Ég óttast ekki að verið sé að hætta peningum almennings með óeðlilegum hætti.“ Hann sagði eigið fé verða sett inn í bankana á næstunni til að tryggja starfsemi þeirra, aðspurð- ur hvort fyrirtæki gætu almennt borgað út laun um næstu mánaðamót. Treystir Davíð En er ekki kominn tími á mynd- arlega vaxtalækkun? „Þessar aðgerðir [síðustu daga] munu þýða að það dregur verulega úr þenslunni og líklegt er að þjóðarfram- leiðslan dragist saman um tíma. Það er líka þannig að ef hægt er að ná ákveðinni festu á vinnumarkaðnum og samkomulagi milli aðila þar, minnkar óvissan í þjóðfélaginu. Allt eru þetta hlutir sem skipta máli þegar vextir eru ákveðnir.“ Telur þú að ummæli Davíðs Odds- sonar í Kastljósinu á þriðjudag hafi aukið á vandann? „Nei.“ Hefur þú fullt traust á Davíð? „Að sjálfsögðu.“ Spurður um samtöl Árna Mathie- sen fjármálaráðherra við Alistair Dar- ling, fjármálaráðherra Bretlands, sagði Geir misvísandi skilaboð um fyr- irætlun íslenskra stjórnvalda ekki frá Árna komin. „Við höfum hins vegar sagt, og það kom fram í yfirlýsingu frá mér í gær, að við fögnum því að Bretarnir ætla til að byrja með að taka á sig þá ábyrgð sem er þarna í gildi gagnvart inni- stæðueigendum. Í öðru lagi kom það fram af minni hálfu að það er nauð- synlegt að ríkisstjórnirnar, eða fulltrúar þeirra, setjist saman niður til þess að fara í gegnum þetta. Nú er búið að ákveða að Bretar muni senda hingað menn í því skyni. Það var líka ákveðið í lagasetningunni á mánu- dagskvöld að gera kröfur innistæðu- eigenda á banka forgangskröfur, þeg- ar kemur til uppgjörs. Það á líka við í Bretlandi. Þess vegna gerum við okk- ur vonir um að eignir bankans þar í landi muni fara langleiðina með það að dekka þær kröfur sem komu upp þar.“ Engum einum um að kenna Ef í ljós kemur að viðbrögð Breta í gærmorgun voru vegna skilaboða frá embættismanni á Íslandi, væri þá rétt að sá embættismaður viki úr starfi? „Það er ekki hægt að svara þessari spurningu. Ég tel ekki að ummæli einhvers eins manns liggi þarna að baki.“ Hvers vegna hafa norrænir gjald- eyrisskiptasamningar ekki verið virkjaðir? „Það er vegna þess að ekki hefur verið þörf á því.“ Sérðu fyrir þér að hún komi upp á næstu dögum? „Ég á ekki von á því reyndar því ég held að ástandið hér muni jafna sig hratt og gjaldeyrir fara að streyma inn í landið með eðlilegum hætti á nýj- an leik. Þá mun gjaldeyrismarkaður- inn taka við sér aftur. Það var alltaf hugsunin með þessum línum að nota þær bara í neyð, þetta átti ekki að vera hluti af daglegum viðskiptum hér inn í landið.“ Varaformaður Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hann vilji Davíð Oddsson úr seðlabankanum. Þrýst- ingur á það vex. Er hætta á því að rík- isstjórnin haldi ekki út af því máli? „Við höfum átt mjög gott samstarf í þessari kreppu. Ég get ekki séð fyrir mér að það komi upp alvarlegri vandamál en þau sem við erum núna að fást við. Stjórnarsamstarfið hefur gengið mjög vel, jafnvel þó að formað- ur Samfylkingarinnar sé á sjúkrabeði í útlöndum. Hún hefur að vísu reynt að fylgjast með þessu eins vel og hún hefur getað, en ef eitthvað er þá hefur þetta þjappað stjórnarflokkunum saman,“ sagði Geir. Gríðarleg vonbrigði með endalok Kaupþings Bretar munu fljótlega senda menn til Íslands til að fara yfir málefni Icesave Morgunblaðið/Golli Svara Mikið mæðir á Geir H. Haarde og Björgvini G. Sigurðssyni. GENGISTRYGGÐ íbúðalán verða mögulega fryst þar til gjaldeyr- ismarkaðurinn er kominn í eðlilegra form. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Björg- vins G. Sigurðssonar viðskiptaráð- herra á blaðamannafundi í Iðnó í gær. Sagðist Geir ætla að beina því til bankanna að þeir skoði þennan möguleika og að nánari útfærsla af hugmyndinni yrði kynnt síðar. Á vefsvæði greiningardeildar Kaupþings sagði í gær að þetta myndi án efa róa taugar margra sem hafa séð gengistryggð lán sín allt að tvöfaldast á nokkrum mánuðum. Jafnframt er spurt, þar sem gríðarleg verðbólga sé framundan, hvort ekki eigi líka að bæta handhöfum verð- tryggða lána þann skaða sem geng- isfall krónunnar hefur í för með. „Því má spyrja sig hvort jafnræðis gæti að fullu milli lántakenda eða hvort kom- ið verði sömuleiðis til móts við þá sem horfa nú fram á hækkandi verð- tryggð lán,“ sagði í hálffimm fréttum greiningardeildarinnar. halla@mbl.is Gengistryggð lán mögulega fryst Hvað um verðtryggð lán? spyr Kaupþing Morgunblaðið/Ásdís Bankakreppan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.