Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 31 ✝ Svavar FanndalTorfason meist- ari í rafvélavirkjun fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 25. september 1933. Hann lést á Land- spítalanum 28. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Torfi Sigurðsson frá Bæ á Fellsströnd, bóndi í Hvítadal og Guð- rún Valfríður Sig- urðardóttir frá Stóra-Fjarðarhorni í Stranda- sýslu, og var hann næst yngstur sjö barna þeirra. Systkini Svav- ars voru Sigvaldi, f. 1922, d. 1998, Sigurkarl, f. 1924, d. 1997, Sigurjón, f. 1926, d. 2000, Guð- björg, f. 1929, d. 2006, Sigurrós, f. 1929, d. 2003 og Sighvatur, f. 1936, d. 2004. Eiginkona Svavars er Sólbjört Gestsdóttir, f. í Flatey á Breiða- firði 11.2. 1934. Foreldrar henn- ar voru Jakobína Helga Jak- obsdóttir, f. 1902, d. 1987 og Arilíus Gestur Sólbjartsson út- vegsbóndi í Hrappsey í Breiða- firði, f. 1901, d. 1991. Börn Sól- bjartar eru: 1) Gestur Már, f. 1950, kvæntur El- ínu Helgu Guð- mundsdóttur, börn þeirra eru Sólbjört Sigríður, Gunnar Már, Snæbjört og Bergdís Eyland. 2) Ingólfur, f. 1956, kvæntur Sigríði Guðjónsdóttur, börn Guðjón Örn, Sævar Örn og Arn- ar Örn, 3) Ástmar, f. 1957, d. 2006, kvæntist Guðrúnu Björgu Sigurbjörns- dóttur, börn Ingólfur, Álfheiður, f. 1985, d. 1997 og Björn. 4) Jó- hanna Rósa, f. 1962, gift Jóni Vil- hjálmssyni, börn Svavar, Erna Dís og Vilhjálmur. Dóttir Svavars er Hólmfríður Fanndal, f. 20.11. 1961, var gift Guðmundi Stefánssyni, f. 1957, d. 1997, börn þeirra Kristbjörg, f. 1983, Guðmundur Smári, f. 1990 og Ólafur Freyr, f. 1994. Svavar starfaði alla ævi við rafvélavirkjun og rak Rafvéla- verkstæði Svavars Fanndal þar til hann fór á eftirlaun. Útför Svavars fer fram frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku hjartans pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Guð geymi þig. Þín dóttir, Hólmfríður. Kynni mín af Svavari Fanndal hóf- ust fyrir tuttugu árum síðan er við Rósa stjúpdóttir hans hófum búskap okkar. Þegar ég sá hann fyrst kann- aðist ég strax við ættarsvipinn með þungum brúnum og þreknu vaxtar- lagi. Stutt var í glettnina og orðhepp- inn var hann oft í tilsvörum. Hann hafði gaman af ljóðum og oft fór hann með ljóð þjóðskáldanna en einnig gat hann sjálfur verið hag- mæltur eins og hann átti ættir til. Um miðja síðustu öld flutti Svavar úr heimahögum í Dölunum til höf- uðborgarsvæðisins eins og svo margir á þeim tíma. Rætur hans voru samt alltaf í sveitinni og bar hann hag dreifbýlisins fyrir brjósti eins og svo margir af hans kynslóð. Honum varð enda tíðrætt um stjórn- mál og fannst mikil afturför þegar einmenningskjördæmin voru lögð af enda væru tengsl stjórnmálamanna við fólkið ekki til staðar lengur. Svavar kom til Reykjavíkur til að afla sér menntunar og útskrifaðist hann sem rafvirki og rafvélavirki frá Iðnskólanum í Reykjavík og síðar aflaði hann sér meistararéttinda. Eftir nám starfaði hann hjá Sam- vinnuhreyfingunni og vann meðal annars við að leggja rafmagn í hús í dreifbýlinu þegar unnið var að raf- væðingu sveitanna. Hann átti marg- ar góðar minningar frá þeim árum og hafði gaman af að segja sögur frá því tímabili. Síðar stofnaði hann raf- vélaverkstæði sem hann rak áratug- um saman við góðan orðstír. Svavar kynntist Sólbjörtu fyrir um fjórum áratugum og byggðu þau sér fallegt heimili í Garðbæ. Þar er snyrtimennskan til fyrirmyndar og á sumrin mætti maður Svavari yfir- leitt úti í garði enda var grasið alltaf svo vel slegið að það náði því varla nokkurn tíma að teygja sig meira en einn cm upp á móti sólu. Barnabörn- in hændust að Svavari og glettni hans kætti þau oft. Á jóladag koma fjölskyldan saman í Garðabænum þar sem Sólbjört hafði ætíð útbúið dýrindis mat en Svavar hafði mestar áhyggjur af því að það væri allt of lít- ill matur. Þegar allir höfðu tekið vel til matar síns var svo mikið eftir að Svavar sá fram á að borða afgangana næstu vikurnar. Þegar einhver í fjöl- skyldunni þurfti á aðstoð að halda við bílaviðgerðir var leitað til Svav- ars og ætíð brást hann fljótt við og kippti því sem um var að ræða í lag. Þegar upp komu bilanir utan hans sviðs var hann fljótur að hafa sam- band við kunningja sína á bifreiða- verkstæðunum í kring og fá þá til að hjálpa viðkomandi með hraði. Hin seinni ár var Svavar heima- kær og vildi vita af okkur öllum í öruggu skjóli. Það var hlýlegt að heyra hann hringja og athuga hvort ekki væri allt í lagi hjá okkur, hann hafði ekki heyrt í okkur svo lengi eða veðrið var vont og hann hafði því áhyggjur af okkur. Nú þegar Svavar er fallinn frá verður hans sárt sakn- að en eftir sitja minningar um marg- ar góðar stundir. Jón Vilhjálmsson. Elsku afi minn. Þegar ég fór upp á spítala og sá þig liggja þarna svona veikan komu upp blendnar tilfinningar. Þegar ég hugsaði um allar stundirnar sem ég eyddi hjá ykkur ömmu í Garða- bænum hlýnaði mér um hjartarætur en um leið varð ég svo sorgmædd að þær verða ekki fleiri. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar ömmu enda var það nánast annað heimili okkar Svavars bróður míns þegar við vorum lítil. Margar góðar stundir áttum við saman og verður mér hugsað til hversu gaman mér fannst að heim- sækja þig á verkstæðið þitt á Skemmuveginum. Þar sveifluðum við Svavar okkur í köðlunum og var toppurinn á tilverunni þegar þú fórst með okkur upp á kaffistofu og gafst okkur kleinur. En það er eitt sem við munum alltaf eiga saman, ég og þú. Það var þegar amma var búin að elda hrossakjöt í matinn og ég settist hjá þér og sagði við þig: „Afi, má ég borða þetta gula,“ sem ég kallaði fit- una – kom þá bros á þig og deildum við saman fitunni. Það er þó ein minning sem stend- ur mest upp úr. Það var þegar við vorum hjá ykkur ein jólin og þú seg- ir við okkur Svavar að jólagjöfin okkar sé inni í gróðurhúsi. Við hlup- um af stað spennt og rákum upp óp þegar við sáum tvö BMX-hjól þar. Það sem við vorum ánægð með þessi hjól og stendur þessi jólagjöf enn þann dag í dag upp úr. Ég vildi að ég hefði sagt þér að þó að þú sért fósturafi minn hef ég aldr- ei litið á þig öðrum augum en sem alvöruafa minn og leyfi ég mér að tala fyrir hönd okkar allra frænd- systkinanna að þú hefur alltaf látið okkur líða eins og við værum þín eig- in. Ég vil þakka þér fyrir allar ynd- islegu stundirnar sem við höfum átt saman og góðar minningar sem ég mun geyma að eilífu. Ég kveð þig, elsku afi minn, með söknuð í hjarta. Þín Erna Dís. Kæri afi. Ég sakna þín mikið og mun alltaf gera. Ég er alltaf að hugsa um þegar ég kom í heimsóknir til ykkar ömmu í Garðabæinn og líka þegar þú varst með verkstæðið á Smiðjuvegi. Ég man eftir því þegar ég sagði stund- um: „Vá, hvað þetta er flott,“ eða annað sem var líkt því. Núna mun þig vanta í jólaboðið sem þið amma hafið alltaf haldið á jóladag, en ég vona að amma muni halda þeim áfram. Ég man líka eftir hetjusögunum þínum, t.d. þegar þú varst að segja mér og Sævari hve góður þú varst alltaf í fótbolta í sveitinni í gamla daga, og vannst alla leiki. Í sumar þegar ég kom hjólandi til ykkar ömmu, þegar Ólympíuleik- arnir í Peking voru, þá var alveg skelfilegt að sjá hve veikur þú varst, mjög, mjög veikur, en mér datt samt ekki krabbamein í hug. Það var gott að ég kom og ætlaði að horfa á Ríkið með ömmu einn föstudaginn og þá varst þú heima og í fríi frá spítalanum. Þetta var í síð- asta skipti sem ég hitti þig. Eins og þú veist þá mun ég alltaf sakna þín, en ég veit að þú ert kominn á betri stað í himnaríki. Skilaðu þúsund kveðjum til Ástmars og Álfheiðar. Blessuð sé minning þín og hvíldu alltaf í friði. Arnar Örn Ingólfsson. Svavar Fanndal Torfason Þegar ég hugsa um þig rifj- ast upp gamlar minningar sem ég gleymi aldrei, eins og allar hetjusögurnar úr fót- boltanum og hversu töff er að vera snoðaður. Ég gleymi aldrei þegar maður fór í heimsókn til þín þá rigndi yf- ir mann bröndurunum. Það var alltaf gaman að tala við þig um pólitík því þú varst aldrei neitt fyrir íhaldið, þér þótti það vitleysa. Sævar. HINSTA KVEÐJA ✝ Marta GunnlaugGuðmundsdóttir fæddist á Bæ á Sel- strönd 6. júlí 1917. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Víð- inesi laugardaginn 4. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Vigdís Sig- ríður Guðmundsdóttir og Guðmundur Magn- ússon frá Hólmavík. Marta átti átta systkini og fjögur lifa systur sína. Marta giftist 1. febrúar 1935 Haraldi Hafsteini Guðjónssyni frá Hólmavík, f. 11. mars 1913, d. 27. febrúar 1999. Marta og Haraldur eignuðust 12 börn en misstu tvö ung, dreng og stúlku. Tíu eru á lífi. Þau eru, í aldursröð: 1) Lára, var gift Baldri Magnússyni, d. 1967, þau áttu fimm börn, en fyrir átti Lára einn son. M. II Sigurður E. Sigurðsson, þau eiga einn son, fyrir átti Sigurður þrjá syni. 2) Hilmar, kvæntur Helgu Jónsdóttur, þau eiga þrjú börn. 3) Ragnar Ingi, kvæntur Rósu Sveinsdóttur, d. 2007, þau áttu fjögur börn. 4) Guðjón, kvæntur Nínu Leifs- dóttur Schjetne, þau eiga fimm börn. 5) Kol- finna Snæbjörg, hún á fimm syni. 6) Frið- þjófur, kvæntur Sigríði Hauksdóttur, d. 1989, þau áttu fimm börn. M. II Sigríður Ármanns- dóttir, hún á þrjú börn af fyrra hjónabandi. 7) Guðmundur Birgir, kvæntur Margréti Jó- hannsdóttur, þau eiga tvö börn. 8) Garðar, kvæntur Sólveigu Ástvalds- dóttur, þau eiga þrjú börn, fyrir átti Sólveig eina dóttur. 9) Helga, var gift Engelhart Björnssyni. Hún á þrjár dætur. 10) Jón Sveinbjörn, kvæntur Sigrúnu Kröyer, þau eiga eina dóttur, fyrir átti Jón eina dóttur. Lang- ömmubörn Mörtu eru 77 og langa- langömmubörn eru 14. Útför Mörtu fer fram frá Bústaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 15. Jarðsett verður í Lágafells- kirkjugarði. Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og fyrir allar sam- verustundirnar okkar. Eins og þú hefðir sjálf orðað það: Þetta var salla- fínt! Þín dóttir Helga. Elsku amma, við munum alla tíð minnast þín sem yndislegrar mann- eskju og duglegrar kjarnakonu sem við lítum upp til og dáumst að. Þú varst einstök á allan hátt. Við vitum að afi tekur vel á móti þér. Berglind, Jóhanna og Eva. Mig langar með fáum orðum að minnast ömmu minnar, Mörtu Gunn- laugar Guðmundsdóttur, sem lést 4. október sl. södd lífdaga. Þegar ég læt hugann reika um liðna tíma þá kemur fyrst upp í hugann vorið sem ég var með ömmu og afa í Kaldbaksvík, á grásleppuvertíð. Þetta var ljúfur og góður tími. Við vorum þarna þrjú, fjarri öllu og öllum, og þá kynntist ég afa og ömmu vel. Amma var hörkudugleg kona sem gekk í öll verk. Ég man aldrei eftir ömmu öðruvísi en að vera að gera eitthvað, ef ekki að elda mat eða baka þá eitthvað annað að snudda. Ég undraðist oft kraftinn í henni þegar við vorum fyrir norðan. Amma sá um allt, fór upp í vatn og veiddi í matinn, eldaði og vaskaði upp og ekki var við það komandi að það mætti hjálpa henni við það. Þegar inniverkunum var lokið sigtaði hún hrognin, hreins- aði úr netunum og jafnvel þegar við afi komum að landi þá mætti hún og landaði aflanum með okkur. Já, hún amma mín var hörkukona. Það reyndi á hana í lífinu, sorgin knúði dyra en uppskera hennar í þessu lífi og gleðiefnin sem því fylgdu voru líka mörg. Afi og amma eign- uðust 12 börn og komust 10 þeirra á legg. Allt er þetta mannkostafólk, sem erft hefur dugnað hennar og vinnusemi. Ég bið þess að birta minninganna megi milda söknuð og trega ásamt þeirri trú sem flytur okkur þau boð að sólin björt upp rennur á bak við dimma dauðans nótt. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku amma, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Halldóra Baldursdóttir. Marta Gunnlaug Guðmundsdóttir Elsku pabbi minn, núna er ég að kveðja þig í síðasta sinn. Það er erfitt að hugsa um liðinn tíma en minningar koma svo fljótt og hratt að það er erfitt að festa þær á blað. Ég man svo vel þegar við Inga komum í heimsókn til þín þegar þú bjóst á Kaplaskjólsveg- inum hjá ömmu og þú áttir bjölluna þína. Hún var svört sem nóttin bæði að utan sem innan og okkur þótti hún rosa flott. Þar til það kom sumar, en þá varð flotti bíllinn þinn að mesta bakaraofni í heimi. Og það var alltaf svo gaman að heim- sækja þig í símstöðina, þar leyfðir Sigurjón Ingimarsson ✝ Sigurjón Ingi-marsson sím- smíðameistari fæddist í Reykjavík 15. desember 1941. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 25. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 7. október. þú okkur að skoða allt og allir voru svo góðir við okkur, ég mun alltaf búa að þessum minningum frá barnæsku. Ég var ekki mikið hjá þér þegar ég varð eldri en kom samt til þín þegar þú fluttir norður á Skaga- strönd og Blönduós og á Hvammstanga til að þassa Guðjón, Sirrý og Lillý. Svo slitnaði svolítið upp úr sambandi okkar en við höfum reynt að koma meira sambandi á eftir að ég varð fullorðin. Eins og þegar þú bauðst okkur öllum systkinunum, mökum og börnum í sumarbústað við Apavatn. Þar var margt gert sér til gamans, eins og fela páskaegg í rjóðrinu hjá sum- arbústaðnum eða þegar þú fékkst alla til að vekja Sölva á afmæl- isdaginn hans þarna á Apavatni. Honum til happs var að hann var ekki hjartveikur, því hávaðinn og lætin voru þvílík og þú skemmtir þér svo vel. Ég veit að líf þitt hefur ekki ver- ið neinn dans á rósum, en við höf- um alltaf getað hlegið og haft gam- an. Ég er svo ánægð að þú skyldir vera hjá mér um síðustu jól, ég veit að þú varst að reyna að minnka söknuð minn eftir mömmu. Ég met svo mikils að þú hafir reynt að gera það fyrir mig, Sigurjón Inga og Kristínu Lilju. Veikindi þín voru ekki löng, því núna 2. ágúst varst þú svo slæmur í baki að það var farið með þig á sjúkrahús. Ekki grunaði okkur að þú værir orðinn svona veikur eins og kom í ljós, krabbamein, það var sem við hefð- um verið lostin af eldingu svo hissa urðum við öll. Barátta þín var hörð og snögg og þetta tók í allt bara 54 daga. Núna kveð ég þig í síðasta sinn, elsku pabbi minn, með þessu ljóði: En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Þín dóttir Katrín (Kata).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.