Morgunblaðið - 10.10.2008, Blaðsíða 23
og byggið í köggum
„and all my trouble seems so far away“.
Þórir Jónsson komst að því að
tunglið á Spáni snýr öðruvísi en á
Íslandi „– það hallast meira!“
Inn um gluggann gægðist. Frekt
glotti hallur máni.
Mér fannst allt svo undarlegt
úti þar á Spáni.
Björn Ingólfsson svaraði að bragði:
Nú er fallegt að frétta af Jóni.
Fullur hann sat eins og róni
og horfði eins og bjáni
því hálffullur máni
honum kom spánskt fyrir sjónir.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
ÞEIR eru ófáir sem á undanförnum
árum hafa nýtt sér þau þægindi sem
felast í greiðsludreifingu bankanna
og að beint sé skuldfært á greiðslu-
kort og innlánsreikninga. Meðal
þess sem margir hafa látið skuld-
færa með þessum hætti eru áskriftir
að verðbréfasjóðum bankanna, sem
nú eru lokaðir og ríkir óvissa um af-
drif innistæðna þar.
Þuríður Hjartardóttir, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna, segir að fólk eigi tvímælalaust
að afturkalla slíkar áskriftir að sjóð-
unum. „Allavega í bili þangað til
annað kemur í ljós,“ segir hún.
Misjafnt virðist vera hvenær upp-
hæðirnar eru skuldfærðar og þannig
er í einhverjum tilfellum dregið af
reikningum og kortum um miðbik
hvers mánaðar. Þeir sem hyggjast
aflýsa þessum áskriftum þurfa því
að huga að því sem fyrst. Þuríður
bendir fólki á að leita upplýsinga hjá
viðkomandi kortafyrirtæki séu upp-
hæðirnar dregnar af kreditkortum
en eins geti þjónustufulltrúar í bönk-
unum sjálfum veitt fólki lið við þetta.
Gott tækifæri til
endurskoðunar útgjalda
Þetta leiðir hugann að öðrum
sjálfvirkum greiðslum sem skuld-
færðar eru á kreditkort og reikn-
inga, sem og greiðsludreifingu sem
gengur þannig fyrir sig að bankinn
sér sjálfkrafa um greiðslu reikninga
á gjalddaga. Vilji viðkomandi sjálfur
stýra því hvenær, hvort og hvaða
reikninga eru greiddir er sjálfsagt
að skoða slíkar sjálfvirkar greiðslur
sérstaklega og hugsanlega aflýsa
þeim, ef sú verður niðurstaðan.
Reuters
Endurskoðun fjármála Það getur verið gott að endurskoða hvað af val-
kvæðri þjónustu og áskriftum sem skuldfærðar eru af reikningum og kort-
um fólk óskar eftir að halda, nú þegar þrengir að fjárhag heimilanna.
Fólk skoði sjálf-
virkar greiðslur
Óvissan heldur áfram úti á fjármálamörkuðum og
í hugum fólks sem horfir til þess hvað sé skynsamlegt
að gera varðandi greiðslu heimilisreikninganna.
Í Morgunblaðinu í gær ráðlagði
Ingólfur H. Ingólfsson fjár-
málaráðgjafi fólki þannig að doka við
með greiðslur af erlendum lánum
þar sem gengi íslensku krónunnar
væri of mikið á reiki til að hægt væri
að ætlast til að fólk greiddi af lán-
unum. Í gær lýsti viðskiptaráðherra
því aukinheldur yfir að verið væri að
kanna með frystingu erlendra lána á
meðan gjaldeyrismarkaður jafnar
sig.
Þuríður segir almennt erfitt að
ráðleggja fólki varðandi fjármálin
um þessar mundir því að hlutirnir
breytist hratt frá degi til dags. Þetta
sé þó ágætt tækifæri fyrir fólk til að
endurskoða hvað af valkvæðri þjón-
ustu og áskriftum sem skuldfærðar
eru af reikningum og kortum fólk
óskar eftir að halda, nú þegar þreng-
ir að fjárhag heimilanna.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 2008 23
2 kjúklingar
eða 2 bakkar af kjúklingabitum
(blönduðum)
200 ml olía
100 ml balsamedik
200 ml hvítvín eða mysa
1⁄2 hvítlaukshaus
100 ml óreganó
púðursykur
ólífur
capers
sveskjur
lárviðarlauf, má sleppa
salt og pipar
Blandið saman olíu, ediki, hvítvíni,
óreganó og hvítlauk í skál og hrærið
vel saman. Skerið kjúklinginn í bita
þ.e. legg og læri, bringur og vængi.
Leggið bitana í ofnskúffu, saltið og
piprið og hellið svo vökvanum yfir.
Marinera má kjúklinginn í allt að
sólarhring eða sleppa því alveg. Rétt
áður en honum er stungið í ofninn er
púðursykri smurt á hvern bita og
ólífum, kapers og sveskjum dreift
jafnt í allar smugur á milli bitanna.
Bakað í ofni við 200°C í 30 – 40 mín
eða þar til kjúklingurinn er dökk-
brúnn að ofan og vökvinn úr honum
er glær þegar stungið er í hann.
Dreypið vökvanum í skúffunni yfir
kjúklinginn 1–2 sinnum meðan á eld-
un stendur.
Borið fram með hrísgrjónum og
salati.
Spaghetti bolognese
500 g nautahakk
5 msk. extra virgin ólífuolía
1 laukur, saxaður
2 gulrætur, skornar smátt
4 hvítlauksrif, hægt að lauma inn
smá fersku timjani og rósmaríni
100 g beikon (2-4 sneiðar), saxað
1 dl hvítvín (má sleppa)
400 g (1 dós) tómatsósa (nota má
heila tómata, sósu eða saxaða)
2 msk. tómatpúrra
smá óreganó, þurrkað
salt pipar
1 teningur af kjötkrafti
Saxið grænmeti og beikon. Hellið
olíunni í djúpa pönnu og látið hvít-
lauksrifin í og hitið þar til hann fer
að brúnast, takið hann þá úr og
steikið grænmetið. Þegar grænmet-
ið er farið að mýkjast vel eftir 10–15
mín við meðalhita er hitinn hækk-
aður, hakkinu bætt saman við og það
er steikt þar til brúnast. Hellið hvít-
víninu saman við og látið gufa upp.
Bætið tómatsósunni út í ásamt tóm-
atpúrru, kryddi og kjötkraftstening.
Látið malla við vægan hita í allt að
klst. Gerið ráð fyrir 80 g af þurru
spaghettíi fyrir fullorðna konu, 100 g
fyrir karlmann og 70 g fyrir börn.
kokkfood.blogspot.com/
eru erfðafræðingar. Móðir hans er
sérfræðingur í erfðafræði fiska en
faðir hans stundar rannsóknir á
erfðafræði sauðfjár.
Hressandi að vinna útivinnu
James vill gjarnan fá vinnu á Ís-
landi sem hæfir námi hans í erfða-
fræði á einhvern hátt, en núna starf-
ar hann tímabundið hjá
garðyrkjufyrirtækinu Garðmönnum.
„Þessi vinna er mjög ólík því sem ég
hef átt að venjast á rannsókn-
arstofum en mér finnst frábært að
vinna líkamlega erfiða vinnu og vera
úti allan daginn að helluleggja, smíða
palla, þökuleggja, planta trjám og
fella tré eða hvað annað sem við ger-
um. Strákarnir sem ég vinn með eru
sérlega hressir og duglegir að kenna
mér íslensku,“ segir James sem er í
íslenskunámi hjá Mími fjórum sinn-
um í viku og er farinn að átta sig á
beygingakerfinu og eintölu- og fleir-
tölureglunum. Hann getur talað svo-
litla íslensku, en segist vissulega
skilja meira en hann tali eftir þriggja
mánaða dvöl hérlendis.
Íslenskir ökumenn ókurteisir
Aðspurður segir James ekki svo
mikinn mun á Íslendingum og Nýsjá-
lendingum. „Ég tek þó eftir að fjöl-
skyldutengsl eru miklu sterkari hér.
Stórfjölskyldan hittist miklu oftar við
hin ýmsu tækifæri hér á landi en ég
átti að venjast á Nýja-Sjálandi.
Einna helst finn ég mun á Íslandi og
mínu heimalandi að því leyti að ís-
lenskir ökumenn eru frekar ókurt-
eisir, umferðin hér er svakaleg,“ seg-
ir James og bætir við að vissulega
séu dagarnir á Íslandi nokkuð dimm-
ir núna og heldur kaldari en á heima-
slóðum hans hinum megin á hnett-
inum. En hann er vanur rigningum.
Þegar hann er spurður um ís-
lenska matarmenningu segir James
að honum finnist hákarl ógeðslegur.
Og hann kann ekki að meta harðfisk-
inn. „En hvalurinn er fínn. Sviðin eru
svo sem í lagi en mér finnst þau
bragðast eins og afgömul rolla. Mér
finnst svolítið merkilegt að þið notið
smjör ofan á allt. Þið setjið líka sykur
í mjög margt. Mér finnst ósætt ís-
lenskt skyr gott og hræri hafragraut
út í það á morgnana og bæti döðlum
saman við. Þetta er úrvals morg-
unmatur sem heitir víst skyrhrær-
ingur. Ég kann líka mjög vel að meta
bakaríin á Íslandi, þau eru frábær.
Og íslenska lambakjötið er mjög
gott.“
www.hssk.is
fjármál fjölskyldunnar
Kristján Runólfsson frá Sauðár-króki, sem býr í Hveragerði,
yrkir:
Ákaft vilja ungir menn,
af ágirnd reyna að græða,
en þegar gróðinn þrýtur senn,
þjóð er látin blæða.
Guðmundur Þorsteinsson
Skálpastöðum yrkir „jákvæða
töðugjaldavísu til uppörvunar á
erfiðum tímum“. Og hann skrifar:
„Horfum á björtu hliðarnar“:
Veðrið í sumar það var ókei,
vart þurfa gumar að spara hey.
Tuggur í böggum
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Af hallandi mána
Tiltölulega rólegt hefur verið
að gera hjá Neytendasamtök-
unum það sem af er viku og
segir Þuríður að fyrst í gær
hafi fyrirspurnum frá neyt-
endum fjölgað. „Síminn er bú-
inn að vera frekar rólegur
fyrri hluta vikunnar, eins og
þetta sé lognið á undan storm-
inum. Kannski finnst fólki
þessi almennu neytendamál
bara of lítil til að kvarta yfir
núna miðað við þetta stóra
mál. Og varðandi sparnaðinn
þá standa björgunaraðgerðir
ríkisstjórnarinnar enn yfir og
á meðan er fólk bara í bið-
stöðu. En síminn hefur aðeins
tekið við sér í dag [gær] og ég
á alveg von á því að það verði
holskefla seinna.“
Rólegt hjá
NS í vikunni
,magnar upp daginn