Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 1Oft er ástandið það alvarlegt aðómögulegt er að koma í veg fyrir efnahagslegt hrun og óstöðugleika þegar IMF loksins grípur inn. Og þjóðarleiðtogar grípa stundum til þess ráðs að kenna sjóðnum um af- leiðingar sinnar eigin misheppnuðu efnahagsstefnu. En stærð aðild- arríkisins skiptir máli í lánveit- ingum. Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur sagt að þegar landið sé lítið ráði IMF, þegar það sé stórt ráði það sjálft ferðinni. 2 Á heimasíðu IMF eru spurningarfrá áhugamönnum og svör stjórnenda. Spurt var nýlega um skuldsettar yfirtökur, algenga að- ferð útrásarvíkinganna. Bankinn sagðist hafa áhyggjur af því að víða hefði verið slakað á varúðinni hjá fjárfestum „...hvernig fyrirtæki sem tekin eru yfir enda með því að eiga erfiðara með að takast á við að- stæður í kjölfar yfirtökunnar.“ 3 Um 2700 manns vinna hjá IMFsem einbeitir sér að fjármála- og efnahagslegum viðfangsefnum, Alþjóðabankinn sinnir fremur bar- áttu gegn fátækt og langtímaáætl- unum. Langflest aðildarríki Samein- uðu þjóðanna taka beinan eða óbeinan þátt í starfi IMF. Hvert ríki hefur fulltrúa í stjórninni sem hitt- ist einu sinni á ári. Fé til lánveitinga kemur úr sjóði sem ríkin standa að sameiginlega. STIKLUR Í STARFI ÉG tel að það sé algerlega nauð- synlegt að við leitum til Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins,“ segir Vil- hjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, en hann þekkir vel til IMF vegna starfa sinna hjá stofn- uninni fyrir nokkrum árum. „Við erum í raunverulegri gjaldeyris- kreppu, fjármálakerfið er hrunið og við þurfum ekkert að líta svo á að allt sé okkur að kenna í þessu sam- bandi. Við erum fyrst og fremst fórn- arlömb aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. En það sem hangir á spýtunni er hvernig við getum komist út úr þessu með sem bestum hætti, að hjól atvinnulífs- ins stöðvist ekki og við endum ekki í meiriháttar hörmungum. Ég held að tíminn vinni ekki með okkur í þessu og þess vegna þurf- um við að vinna hratt og örugg- lega. Við þurfum sjálf að setja fram trúverðuga áætlun um það hvernig við teljum okkur geta kom- ist í gegnum þessa erfiðleika. Þá tel ég að við getum fengið stuðn- ing Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hann skiptir mjög miklu máli. Þá getum við fengið fleiri þjóðir til að koma að þessu máli. Það er skyn- samlegast að um sé að ræða sam- ræmt átak nokkurra þjóða auk sjóðsins. Lánveitendur vilja helst samflot með IMF Reynslan sýnir að aðrar aðild- arþjóðir vilja helst vera í samfloti með sjóðnum, þær nota hann sem tæki þegar mál af þessu tagi koma upp. Þær eru einfaldlega vanar að vinna með Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Ef búið er að gera hér áætlun sem sjóðurinn samþykkir og tekur þátt í þarf enga sérstaka sölumennsku gagnvart þeim til að fá þær með. Þær treysta sjóðnum. Rætt hefur verið um að Rússar láni okkur. Venjulega er það svo að þegar aðildarríki fær lán leggur ríki fram sína fjárhæð en IMF sér um að samræma allan pakkann. Rúss- alánið myndi þess vegna smell- passa inn í slíka áætlun, þeir eiga aðild að sjóðnum og hafa þar ágætt fólk, mann í framkvæmda- stjórninni. Ég sé ekki hvers vegna þeir ættu að vera utan við pakkann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þeir þurfa það ekki en það væri eðlilegt að þeir væru með í pakkanum.“ Rússalánið myndi smellpassa inn í IMF-áætlun SKOÐUN Vilhjálmur Egilsson Viðmælandi er hagfræðingur og vann hjá IMF í Washington. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is H ann er barefli sem ríku þjóðirnar nota til að halda þeim fátæku niðri, stefnan er fálmkennd og gerir oftast meira ógagn en gagn, segja sumir vinstrimenn. Ekkert vit er í því að trufla markaðslögmálin og ausa skattfé í botnlausa hít þjóða sem hafa farið illa að ráði sínu í efnahags- málum, segja sumir hægrimenn. Gagnrýnendur kenna honum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum berkla í Austur-Evrópu eftir hrun kommúnismans; ströng skilyrði hans fyrir lánveitingum hafi dregið máttinn úr heilbrigðisstofnunum á svæðinu. En við árslok 2006 höfðu 23 bláfátæk ríki í Afríku og Mið- Ameríku fengið aflétt allri skuldabyrði sinni hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, í Washington. Hann er svo sannarlega umdeildur, sjóðurinn sem sumir segja að geti orðið bjarghringur Íslands. Fyrir nokkrum árum voru uppi háværar raddir um að IMF væri orðinn óþarfur en hann er mjög í sviðsljósinu núna vegna fjármálakreppunnar, öðru nafni skuldsetningarkreppunnar. Lán hafa óvænt reynst vera með gjalddaga. Fulltrúar IMF hafa síðustu daga verið á Íslandi til að kynna sér aðstæður. Ef Ísland, sem er einn stofnaðilanna, fengi lán hjá sjóðnum yrðum við fyrsta iðnríkið sem fengi slíkt lán um áratugaskeið. Sumir óttast að IMF muni heimta hér róttækan uppskurð í anda frjálshyggju, velferðarkerfið verði skorið niður við trog og hætt verði að styrkja land- búnaðinn, svo að dæmi séu nefnd. Aðrir segja að uppskurður af því tagi sé kærkominn og löngu tímabær. „Seðlabanki seðlabankanna“ Þessi umdeilda stofnun kom í heiminn 1944-1945 á sama tíma og systurstofnunin Alþjóðabankinn og lýsir sjálfri sér sem samtökum 185 landa sem vinna að „alþjóðlegri samvinnu í peningamálum, efna- hagslegum stöðugleika, auknum milliríkja- viðskiptum, mikilli atvinnuþátttöku, sjálfbærum efnahagslegum vexti og baráttu gegn fátækt“. En oft er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kallaður seðla- banki seðlabankanna, þrautalending þeirra þegar annað bregst. Margir sem segjast bera hag þróunarríkja fyrir brjósti elska að hata IMF og nota gjarnan tækifær- ið þegar stofnunin heldur fundi sína og efna til mót- mæla sem stundum fara úr böndunum. Ekvador sagði sig nýlega úr IMF og Venesúela nokkrum dögum síðar. Gagnrýnin á sjóðinn og deilurnar um hann snúa oft að ströngum skilyrðum sem hann setur fyrir lánum. Og hagfræðingar eru ekki sam- mála um að breytingarnar sem sjóðurinn vill jafnan að gerðar séu á hagstjórn lántökulands bæti ástandið. IMF setur að jafnaði þau skilyrði fyrir lánveit- ingum að frjálsræði í hagkerfinu sé aukið og oft er lagt til að ríkisfyrirtæki séu einkavædd. Þá hefur sjóðurinn stundum mælt með skatta- hækkunum á tímum samdráttar til að afla ríkissjóði viðkomandi lands tekna til að koma jafnvægi á hallarekstur ríkissjóðs. Hægrisinnaðir hagfræð- ingar segja sumir að hækkanirnar hefti efnahags- legan vöxt og dragi þar af leiðandi einnig úr tekjum ríkissjóðs til lengri tíma. Þá hafa vinstrimenn gagnrýnt sjóðinn fyrir þá áherslu sem hann hefur lagt á aukið frjálsræði í efnahagsmálum og segja skilyrðin sem hann setur fyrir lánveitingum auka fátækt og misskiptingu í þróunarríkjum. Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðingurinn Jo- seph Stiglitz var að margra dómi hrakinn úr starfi hjá Alþjóðabankanum árið 2000 en hann gagnrýndi harkalega þessar tvær stofnanir fyrir einstreng- ingshátt, ekki síst í Asíukreppunni 1997-1998. Ráðamenn IMF virtust halda að hægt væri að nota sömu ráðin alls staðar, sagði hann. Þeir væru hrokafullir „bókstafstrúarmenn“ og blindaðir af andlegri leti og oftrú á lög mál markaðarins, „hina huldu hönd Adams Smiths“. Og þeir hlustuðu ekki á skoðanir talsmanna þróunarríkjanna. Stiglitz vildi að IMF hætti að veita ráð um þróun og lang- tímaefnahagsstefnu en einbeitti sér að aðstoð við ríki í kreppu. Reuters Engill eða ófreskja? Margir vinstrimenn gagnrýna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og segja skilyrði hans fyrir lánum grafa undan velferð og sumir hægrimenn eru ósáttir við sjálfa tilvist sjóðsins Reuters Hugsi Yfirmaður Alþjóðabankans, Robert Zoellick (t.v.) og Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður IMF. Opnið! Stefnu IMF er oft mót- mælt, hér er lögreglumaður í Washington í þröng mótmæl- enda sem kröfðust þess að ríku löndin opnuðu markaði sína fyrir afurðum þróunarríkjanna. 4IMF hefur ekki viljað hafa neinafskipti af Simbabve þar sem stjórn Mugabe forseta hefur beinlín- is verið í stríði gegn eigin efnahag, eins og hagfræðingur orðaði það. Og IMF mótmælti þegar í ljós kom að í Malaví var ferðakostnaður ráða- manna um 3% af þjóðarútgjöldum! Erfitt er að verja að skattpeningum sé varið í stuðning við slíka óráðsíu og spillingu. En kannanir Pew Rese- arch Center gefa til kynna um 60% Asíubúa og um 70% Afríkubúa álíti að afskipti IMF hafi haft jákvæð áhrif í löndum þeirra.               
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.