Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 35
miðlablaðamaður að reynslu og upp- lagi, starfaði á ýmsum helstu blöðum landsins í tæpan aldarfjórðung áður en hann réð sig til BBC í febrúar 2006 sem ritstjóri viðskipta- og fjár- málafrétta. Frami hans hófst fyrir alvöru þeg- ar hann réðst til The Finacial Times 1991 þar sem hann starfaði m.a. sem stjórnmálaritstjóri, fréttastjóri bankamála og veitti forstöðu rann- sóknarblaðamennskuteymi sem hann reyndar kom sjálfur á laggirn- arnar. Hann varð seinna fjármálarit- stjóri blaðsins og átti sæti í fram- kvæmdastjórn ritstjórnar FT sem aðstoðarritstjóri. Árið 2002 réðst hann sem viðskipta- og fjármálarit- stjóri og aðstoðarritstjóri hjá The Sunday Telegraph og gegndi því til ársins 2005. Peston sagði þá nokkuð óvænt skilið við prentblaðamennskuna og réðst sem viðskiptaritstjóri frétta- deildar BBC. Þar hefur honum vaxið hratt ásmegin, og eins og áður hefur komið fram telst hann nú einhver áhrifamesti fjölmiðlafrömuður Bret- landseyja. Frumraunir hans í ljósvakamiðl- um gengu þó heldur brösulega. Roy Greenslade, einn helsti fjölmiðlarýn- ir Bretlands, lýsir því þannig að þeg- ar Peston hafi verið að byrja að flytja fréttir sínar í ljósvakanum hafi farið um sig aumingjahrollur, hann sjálfur farið hjá sér og orðið að líta undan. Fyrir þessu segist Greens- lade ekki hafa fundið síðasta árið eða svo enda þótt ekkert fari enn milli mála að Peston sé ekkert nátt- úrubarn í ljósvakamiðlun. Peston þykir hafa einkennilegan talanda, eiginlega skyrpa út úr sér orðum og setningum, oft með áherslur á röngum stað í lestrinum og einhverjir hafa kvartað yfir því að þegar hann flytji fréttir sínar sé allt- af eins og heimurinn sé að farast. Sem er kannski allt í lagi í venjulegu árferði – en lakara núna þegar menn halda að heimurinn – a.m.k. fjár- málaheimurinn – sé að farast í raun og veru á hverri stundu. Menn hafa getið sér þess til að þessi sérkenni í talanda Peston sé hægt að rekja til þess að hann hafi stamað í æsku. Hvað um það þá tengjast helstu ávirðingarnar ekki talandanum og framsögninni heldur því hvernig hann starfar sem fréttamaður. Eng- inn efast þó um getu hans og hæfni sem fréttamanns og hann hefur unn- ið til margra virtustu blaða- mannaverðlauna Bretlands á liðnum árum, bæði á blöðum og þann skamma tíma sem hann hefur starf- að í ljósvakanum. Of valdamikill? Einn gagnrýnandi hans, Stephen Glover, segir um hann í grein í The Independent nýverið að Peston sé líklega valdamesti breski blaðamað- urinn sem hann hafi komist í tæri við á lífsleiðinni. Síðustu vikurnar hafi orð frá honum getað sett banka á hvolf – eða bjargað frá falli. Clover segir þetta merkilega stöðu og freistar þess síðan að skoða hvort Peston noti völd sín á ábyrgan hátt eða hvort hann sé of valdamikill. Clover tekur fram að hann virði Peston mjög sem blaðamann, og hann þekki lítillega til hans persónu- lega frá því þeir unnu saman á blaði fyrir margt löngu. Peston sé frétta- haukur af gamla skólanum, skúbbari (þ.e. sá sem er fyrstur með frétt- irnar) af guðs náð og nái fréttum sem aðrir ná ekki ásamt því að vera fyrsta flokks greinandi. Þetta geri hann að mjög ein- stökum blaðamanni því að oftar en ekki séu frábærir fréttamenn frekar slappir í greiningu fréttaviðburða og í umsögnum um þá meðan skoð- anablaðamenn og greinendur séu oftar en ekki þannig innréttaðir að sjá ekki fréttina þótt hún æpi beint framan í þá. Peston hafi þetta allt –fyrir utan að geta tæpast komið fréttum sínum almennilega til skila í sjónvarpi og útvarpi. Peston getur þó misstigið sig, seg- ir Clover. Hann hverfur 11 ár aftur í tímann þegar Peston vann á The Financial Times. Þá skrifaði hann í blað sitt að hin nýja ríkisstjórn Verkamannaflokksins hefði markað sér þá stefnu að taka upp evruna á fyrsta kjörtímabili sínu. Fréttin varð til að umturna fjármálamörk- uðunum. Fréttin reyndist nefnilega röng. Fréttin sjálf varð pólitískur viðburður Sjálfur gerði Peston þetta atvik upp í grein þremur árum síðar. „Í einfeldni minni hélt ég að ég væri einfaldlega að vinna verk hlutlægs fréttamanns með því að lýsa þanka- gangi innan ríkisstjórnarinnar, byggt á samtölum við ráðherra og embættismenn í Downingstræti, ut- anríkisráðuneytinu og fjármálaráðu- neytinu. Þetta var eitt af þessum fá- gætu tilvikum þegar frétt verður pólitískur viðburður í sjálfu sér,“ eins og vitnað er í þessi orð hans í Mail Online fyrr í mánuðinum. Stephen Clover á The Independ- ent segir hins vegar að þótt Peston hafi haft rangt fyrir sér í þetta skipt- ið séu hin skiptin langtum fleiri þar sem hann hafi haft á réttu að standa. Og í framhaldinu spyr Clover sig hvers vegna hann hafi þá yfirleitt þessa fyrirvara á Robert Peston í núverandi hlutverki? Hann segir áhyggjur sínar stafa af því hlutverki sem BBC gegni í bresku samfélagi og þeirri ótrúlegu stöðu sem Peston hafi nú innan stofnunarinnar. Ólíkt mörgum dag- blöðunum sé fréttahefð BBC ekki „skúbb-drifin“, þ.e. hún gerir ekki út á að vera fyrst með fréttirnar. Stefna stofnunarinnar sé að vera yf- irveguð, upplýsandi og gæta allra sjónarmiða. Fréttastefnan sé alla- jafnan varkár. Peston, segir Clover, er þvert á móti uppalinn í öðru umhverfi. Áreit- in nálgun hans sé á skjön við íhalds- söm fréttagildi BBC. Við venjulegar aðstæður kæmi þetta þó ekki að sök, jafnvel hollt að láta hrista aðeins upp í stofnuninni og að Peston með sí- snuðrandi fréttanef sitt gæti alveg verið maðurinn til þess. En nú séu aðstæður ekki eðlilegar. Umheim- urinn á heljarþröm – og Clover efast um að tónninn hjá Peston henti þeg- ar þannig stendur á. Clover bendir einnig á hvernig BBC noti Peston. Í stjórnmála- umfjöllun BBC sé stjórnmálarit- stjórinn Nick Robinson með marga hæfa og sýnilega samstarfsmenn á oddinum. Í umfjöllun BBC af fjár- málakreppunni sé Peston sjálfur allsráðandi, að morgni, degi og kvöldi. Hann veki Breta af værum svefni í morgunútsendingunni og sendi fólk í háttinn í 10-fréttum BBC1. Hann vinni ósjaldan heiman frá sér þaðan sem hann sé bein- tengdur við BBC, hendi þaðan bloggi sínu inn á vefinn, snögg- soðnum innslögum í ljósvakafrétt- irnar og gangi ósjaldan sjálfur beint í fréttaöflunina og vinnslu. Ekki bæti hin sérstæða framsögn hans á frétt- um úr skák. – Væri herra Peston að lesa Skipafréttirnar myndi hann fá margsjóaðar áhafnirnar til að yf- irgefa skip sín umsvifalaust, segir Clover. Öfund undirrót gagnrýninnar? Roy Greenslade sem áður er nefndur, veltir fyrir sér í pistli Even- ing Standard í síðustu viku hvort allt umtalið um ofurvöld Robert Peston sé einfaldlega ekki sprottið af því að menn sjái ofsjónir yfir velgengni hans. Hann dregur saman gagnrýn- ina á Peston og segir hana snúast um þrennt. Í fyrsta lagi að áhrif hans séu orðin slík að hann geti sett banka á hvolf, í öðru lagi að ákefð hans í að „skúbba“ gangi í berhögg við vinnuhefðir BBC og í þriðja lagi sé hann of handgenginn Gordon Brown og það liti greiningar hans á atburðunum. Greenslade hafnar þessari gagn- rýni. Þegar komi að því að taka fyrir umdeild mál eins og nú ráða ríkjum í fjármálaheiminum séu fjölmiðlarnir fordæmdir ef þeir fjalli ekki um mál- in og ekki síður ef þeir geri það. Þetta sé hin eilífa valþraut fjöl- miðlanna og bæði Peston og yf- irmenn frétta BBC séu fullmeðvit- aðir um hana. Fjölmiðlarnir eru sendiboðar en ekki sendingin sjálf, segir Greenslade. Allir fréttamenn viti að það sé nær undantekning- arlaust meiri höfuðsynd að sitja á fréttum en að opinbera upplýsing- arnar. Sem fréttamaður með ára- tuga reynslu í fjármálafréttum hafi Peston því örugglega verið fullljóst um hugsanlegar afleiðingar fréttar hans um Northern Rock-bankann. Skúbbfrétt Peston fyrir um þrett- án mánuðum um Northern Rock greindi frá því að Englandsbanki væri í þann veginn að bregðast við því hlutverki sínu að gerast lánveit- andi Northern Rock til þrautavara, sem er ævinlega neyðarúrræði og aðeins gripið til þegar banki stendur frammi fyrir því að fara í þrot. Nema hvað – daginn eftir varð fyrsta bankaáhlaupið í Bretlandi í 140 ár. Bent hefur verið á í þessu sam- hengi að gamall félagi Pestons frá Financial Times-árunum, Rolland Rud, reki almenningstengslafyr- irtækið Finsbury sem einmitt vann fyrir Northern Rock á þessum tíma. Aðrir gera því skóna að líklegra sé að fréttin eigi upptök sín í Downing- stræti númer 10. Peston hafi þar góð sambönd allt frá því að hann skrifaði ævisögu Brown. Spunameistararnir í nr. 10 séu hins vegar vanari póli- tískum klækjafréttum heldur en efnahagslegum og ekki séð fyrir af- leiðingarnar af ragnarakaskrifum Pestons um Northern Rock. Hitt stóra skúbbið hjá Peston er nýrra af nálinni en það var frétt hans í morgunútsendingu BBC fyrir fá- einum dögum þess efnis að þrír stærstu bankar Bretlands hefðu óskað eftir milljarða innspýtingu hjá Darling fjármálaráðherra og væru ókátir með að vera dregnir á svör- um. Gengi hlutabréfa í Royal Bank of Scotland hrapaði um 40% við fréttina. Hefði ákvörðunin dregist degi lengur hefði bankinn sennilega farið yfirum. Að margra mati varð frétt Pestons til þess að breska rík- isstjórnin mátti einhenda sér í neyð- arpakka handa bönkunum þremur með hraði og getum hefur verið að því leitt að lekinn til Pestons í þetta skiptið hafi verið frá einhverjum eða öllum bönkunum sem stóðu frammi fyrir bráðavanda. Roy Greenslade veltir fyrir sér, í pistli sínum í Evening Standard, ásökunum um óeðlileg tengsl Pe- stons við Downingstræti 10 og segir alls óljóst hvort ævisöguskrifin hafi veitt honum beina línu að forsætis- ráðherranum. Hann bendir reyndar á að hvorugt bankaskúbbanna hafi komið ríkisstjórninni vel, og leggur áherslu á að Robert Peston sé víðar vel tengdur, svo sem í City, fjár- málamiðstöð Lundúnaborgar. – Að rækta sambönd og tengsl er höfuðskylda blaðamanna, segir Greenslade. „Blaðamenn nú til dags eyða of miklum tíma í að reyna að hafa uppi á því hvernig keppinaut- arnir nái í fréttir sínar í stað þess að grafa upp eigin skúbb. Slíkt er hluti af sjálfhverfu fjölmiðlanna og þótt það sé áhugavert fyrir okkur, innan- búðarmenn í fjölmiðlaheiminum, á það ekkert erindi við almenning.“ Niðurstaðan samkvæmt þessu gæti verið: Spjótin sem standa á Ro- bert Peston eru einfaldlega öfund út í einstakan en jafnframt mjög sér- stakan fréttahauk. 35 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum til Búda- pest 23. október. Bjóðum ótrúlegt sértilboð á gistingu á Hotel Nov- otel Centrum sem er gott og mjög vel staðsett fjögurra stjörnu hótel. Búdapest er ein fegursta borg Evrópu og haustið er einstak- ur tími til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjör- þekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri getrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmti- staða. Þetta eru síðustu lausu sætin til Búdapest í haust! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Búdapest 23. október frá kr. 29.990 Ótrúlegt sértilboð - einstök helgarferð! Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 29.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Verð kr. 44.990 - helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Novotel Centrum **** með morg- unmat. Sértilboð 23. október. Aukagjald fyrir einbýli kr. 14.000. FRÁBÆR GIS TING Hotel Novote l Centrum * * * * Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Fiskbúðinni Trönuhrauni Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 8 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI Á STIGAGANGINN Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.