Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 öll þessi menntun. Og íslenska þjóðin hefur alltaf verið þolgóð í raunum. Það er of stutt liðið síðan forfeður okk- ar, foreldrar, afar og ömmur, áttu vart til hnífs og skeiðar, til þess að við höfum gleymt því.“ – Hvað er það í þínum bakgrunni sem veldur því að þú tengist Íslandi svona sterkum böndum? „Ég veit það ekki,“ svarar hún. „Ég heill- aðist bara af Íslandi, ég held að það hafi ekkert með bakgrunn minn að gera. Ég fann einhvern kraft augnablikið sem ég kom hingað. En ég verð að segja að Ísland fyrir tæpum áratug var öðruvísi en núna. Þjóðfélagið er orðið mun pen- ingadrifnara og fólk er ekki eins meðvitað um arfleifð sína – það var svo ánægt með landið og stolt af sögu þjóðarinnar en gildin urðu óljósari og viku sumpart fyrir efnishyggjunni. Kannski er það augljósara þeim sem horfir gestsaugum á samfélagið. Alltof margir tóku peninga að láni til að kaupa hluti sem þeir þurftu ekki. Bíll þarf bara að vera á fjórum hjólum til að komast á milli staða og tilgangur úrs er að mæla tím- ann. Ég er reyndar í úrabransanum, þannig að ég ætti kannski ekki að segja þetta!“ segir hún og hlær. „Ég hef lagt áherslu á það hér á Bessastöð- um að endurnýta allt sem hægt er, litla hluti eins og álpappír, og stundum er gert grín að mér fyrir vikið. En það er engin ástæða til að sóa peningum. Og ég hef lagt áherslu á að mat- reiddir séu íslenskir réttir á Bessastöðum, það hefur verið gert síðan ég kom hingað og ég held að Íslendingar eigi að gera það sama. Til dæmis er oft boðið upp á svið í boðum. Annars eru það ekki aðeins Íslendingar sem hafa lifað um efni fram, heldur gildir það almennt um Vesturlandabúa. Það er nauðsynlegt að hverfa aftur að grunngildunum, sem skipta svo miklu máli í þessu afskekkta og harðbýla landi.“ Hún þagnar. „Þegar ég hitti Ólaf Ragnar átti hann tíu ára gamlan bíl – alveg eins og ég. Og þegar við fór- um saman á skíði var hann í tuttugu ára göml- um galla sem var skelfilega ljótur! Ég sagði honum að losa sig við hann. Og hann var á við- arskíðum! Í fullri alvöru, þá eiga þau heima á safni. Þetta fannst mér heillandi við hann og þá hélt ég að hann væri þverskurður af íslensku þjóðinni. Hann hélt raunar skíðunum, þangað til ég leigði ný handa honum, og hann fann að þau voru miklu betri. Ég þykist vita að til séu fleiri eins og hann,“ segir hún og brosir. Allir vilja lopapeysu Dorrit hefur veitt íslenskri menningu lið- sinni með margvíslegum hætti, ekki aðeins komið á tengslum ytra, heldur er hún einnig verndari Eyrarrósarinnar, sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á lands- byggðinni, og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. „Ég held að mikil tækifæri felist í íslenskri hönnun; hún var alltof dýr áður en nú er verðið raunhæfara. Og ég held að við eigum hvergi að draga af okkur, heldur vekja athygli heimsins á þessum hæfileikaríku hönnuðum. Það gerum við með því að fá sem flesta ferðamenn til landsins, hönnun þarf að vera hluti af hringn- um sem þeir fara, og með því að fá umfjöllun eins víða og hægt er. Einnig með því að fá nafntogað fólk til þess að koma til landsins og kynnast hönnuninni. Ég var gagnrýnd fyrir að bjóða Mörthu Stew- art í heimsókn en hún á sér áhangend- ur um allan heim sem lesa tímaritin, horfa á þættina og lesa bloggið. Þetta er það sem við þurfum – eins marga slíka og við getum. Við þurfum að setja kraft í markaðssetninguna.“ – Er eitthvað einstakt við íslenska hönnun? „Það er erfitt að lýsa heilli listgrein þannig en hér er mikið af hæfileikaríkum listamönn- um. Ég nefni Ragnar Kjartansson, sem hefur náð miklum frama, ekki síst eftir að hann söng á listkaupstefnunni í Basel. Og við megum ekki missa móðinn, lífið heldur áfram og við erum engu betur sett ef hjól þjóðfélagsins stöðvast.“ Dorrit hefur í gegnum tíðina safnað íslensku handverki, ekki aðeins lopapeysum, heldur einnig skartgripum, vettlingum, sjölum og skóm svo fátt eitt sé nefnt. Og í sófanum í bóka- stofunni eru fallegir útsaumaðir púðar. „Ég á tugi slíkra í London,“ segir hún bros- andi. „Þeir eru allir íslenskir. Ég kaupi þá í Fríðu frænku og hvar sem ég finn þá. En nú á ég svo marga að þeir þurfa að vera virkilega sérstakir til þess að ég kaupi þá. Mér hafa líka verið gefnir púðar, sem eru einstaklega fal- legir, og flesta hefur Ólafur Ragnar gefið mér í afmælisgjöf, stundum marga í einu.“ – Og þú safnar lopapeysum? „Já, ég held mikið upp á lopapeysur. Það má klæðast þeim við öll tækifæri, bæði við galla- buxur og eins við hátíðleg tækifæri. Lopapeys- ur fara aldrei úr tísku! Ég hef fengið margar gefins sem fólk hefur prjónað handa mér. Og það eru virkilega fallegar lopapeysur í Farm- ers Market, þar eru mikil tækifæri til útflutn- ings. Allir vinir mínir hafa keypt lopapeysur og Martha Stewart keypti tíu þegar hún kom hingað.“ – En Íslendingar nota lopapeysur ekki spari? „Ég veit um einn Íslending sem gerir það.“ – Nú? „Ég.“ Hundurinn kemur stökkvandi til hennar. „Sámur, sestu!“ Hún lítur á blaðamann. „Þú þarft ekkert að vera hræddur við hund- inn. Hann heitir Sámur og hann er mjög góð- ur.“ Því er hvíslað að blaðamanni að nafnið á hundinum sæki hún í Njálu. Og þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess að allt þjóð- legt er í hávegum haft á Bessastöðum. Það er forsetafrúin sem sér til þess. Og gjafirnar sem berast rykfalla ekki uppi í hillu. Eftir því er tekið að Dorrit klæðist þeim. „Auðvitað, mér finnst þær dásamlegar!“ segir hún undrandi á spurningunni. „Þær eru hver annarri fallegri og ég klæðist þeim jafnvel enn meira á ferða- lögum og í Englandi en hér á landi.“ Og það gildir einnig um fundi þjóðhöfðingja. „Þeir vilja allir eignast lopapeysu,“ segir hún brosandi. „En vandamálið er að ullin getur valdið kláða og ég er til dæmis alltaf í einhverju undir. En til eru lopapeysur sem eru ekki eins grófar, til dæmis í Farmers Market.“ „Ég veit að okkur er ekki vel við Bretana núna en við verðum að nýta þau tækifæri sem gefast. Listin er mikilvæg út- flutningsgrein og við verðum að styðja við bakið á listamönnum.“ Gunnar á Hlíðarenda fékk hundinn Sám að gjöf frá Ólafi Pá Höskuldssyni, sem hafði feng- ið hundinn að gjöf á Íslandi. Og lýsti Ólafur honum þannig, að hann væri „mikill og eigi verri til fylgdar en röskur maður. Það fylgir og að hann hefur mannsvit; hann mun og geyja að hverjum manni, þeim er hann veit, að óvin- ur þinn er, en aldrei að vinum þínum; sér hann og á hverjum manni, hvort honum er til þín vel eða illa; hann mun og lífið á leggja að verða þér trúr. Þessi hundur heitir Sámur.“ Á öðrum stað í Njálu segir um þennan ágæta hund: „Mörður [Valgarðsson] segir, að þeir mundu eigi koma á óvart Gunnari, nema þeir tæki bónda þar á næsta bæ, er Þorkell hét, og léti hann fara nauðgan með sér að taka hundinn Sám og færi hann einn heim á bæinn. Fóru þeir síðar austur til Hlíðarenda, en sendu menn að fara eftir Þórkatli, tóku hann og gerðu honum tvo kosti: Að þeir mundu drepa hann ella skyldi hann taka hund- inn, en hann kaus heldur að leysa sitt og fór með þeim. Traðir voru fyrir ofan garðinn að Hlíðarenda, og námu þeir staðar með flokkinn. Þorkell bóndi gekk heim og lá rakkinn á hús- um uppi, og teygir hann hundinn braut með sér í geilar nokkrar. Í því sér hundurinn, að þar eru menn fyrir, og hleypur á hann Þor- kel upp og grípur í nárann; Önundur úr Tröllaskógi hjó með öxi í höfuð hund- inum, svo að allt kom í heilann; hundurinn kvað við hátt, svo að það þótti með ódæmum, og féll hann dauður niður. Gunnar vaknaði í skálanum og mælti: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri, og búið að svo sé til ætlað, að skammt skuli okkar í með- al.“ HUNDURINN SÁMUR „EIGI VERRI TIL FYLGDAR EN RÖSKUR MAÐUR“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.