Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 43
43 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Elskulegur bróðir, Sigurjón, hefur kvatt þennan heim. Það eru eingöngu ljúf- ar og fallegar minningar sem leita á hugann er ég minnist hans. Sigurjón var yfirleitt kallaður Siggi, hann var glæsilegur, grannur og myndarlegur maður. Hann var mikill húmoristi, átti auðvelt með að slá á létta strengi og sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Það var alltaf gott að vera í návist Sigurjóns bróð- ur, hlýtt faðmlagið notalegt og hlát- urinn hans smitandi. Sigurjón Ingimarsson ✝ Sigurjón Ingi-marsson sím- smíðameistari fæddist í Reykjavík 15. desember 1941. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 25. sept- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 7. október. Siggi hafði mikla ánægju af því að ferðast, og eru fjöl- skylduferðirnar sem við fórum í saman ógleymanlegar. Sér- staklega er ferðin okkar til Þýskalands fyrir nokkrum árum eftirminnileg, þar naut hann sín vel, alltaf að upplifa nýja staði. Þá fórum við víða akandi um Suð- ur-Þýskaland og til Ítalíu. Bílaáhuga- maður var hann mikill og vildi eiga góða bíla, bílarnir hans voru ávallt nýbónaðir og fínir. Sigurjón bróðir skilur eftir sig sáran söknuð í huga nánustu ætt- ingja. Börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín og hvíl í friði. Steinþóra Ingimarsdóttir. ✝ Ingibjörg Þor-steinsdóttir fæddist á Stafnesi í Miðneshreppi á Reykjanesi 13. des- ember 1925. Hún lést á dvalarheimil- inu Hrafnistu í Hafnafirði 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Guðmundsson, sjó- maður og vitavörð- ur á Stafnesi, f. 1894, d. 1963, og Jórunn Guðmundsdóttir, sauma- kona á Akureyri, f. 1902, d. 1991. Ingibjörg var eina barn foreldra sinna. Hún fluttist fljót- lega með móður sinni norður í land og bjuggu þær mæðgur síð- an á Akureyri þar til Ingibjörg varð fullvaxta og fór til útlanda til náms. Hún lærði kjólasaum af móður sinni og gekk í Mennta- skólann á Akureyri. Elsta barn Ingibjargar er Guð- mundur Pétursson rafmagns- verkfræðingur í Reykjavík, f. 1947. Börn Guðmundar og fyrri konu hans, Rögnu Kemp Guð- mundsdóttur kennara, eru: 1) Teitur læknir, f. 1973, maki Lilja Þórey Guðmundsdóttir tann- smiður, f. 1971. Börn þeirra eru Tinna Sif, f. 2002, og Viktor Daði, f. 2005. Teitur átti fyrir soninn Maximilian, f. 1999, sem býr í Þýskalandi. 2) Katrín Ragna læknir, f. 1981. Eiginkona Guðmundar er Hólmfríður Gísla- dóttir viðskipta- fræðingur. Ingibjörg giftist Guðna Ólafssyni apótekara árið 1952 en þau slitu samvistir og áttu ekki börn saman. Ingibjörg var síðan á annan áratug í sambúð með Kristni Olsen flug- stjóra og einum stofnanda Loft- leiða. Ingibjörg og Kristinn áttu saman 2 börn: 1) Kristin Olsen yngri, f. 1955, lést 1969 af slysförum 2) Guðrúnu Olsen, f. 1958, búsetta á Suður- Ítalíu. Guðrún er gift Rocco Pat- isso og eiga þau 3 uppkomnar dætur, Claudiu, f. 1976, gifta og móður, Ginziu, f. 1978, og Carm- inu, f. 1983. Ingibjörg var listræn og mál- aði og teiknaði en lærði á sínum tíma fatahönnun og var mennt- aður kjólameistari í Noregi. Við það vann hún framan af og stundaði einnig verslunarrekst- ur, en hún átti um tíma kven- fataverslun á Skólavörðustíg. Ingibjörg lifði litríku lífi, var skapmikil og ákveðin, en seinni hluta ævinnar átti hún við veik- indi og heilsubrest að stríða. Ingibjörg var 83 ára þegar hún lést. Útför Ingibjargar fór fram frá Fossvogskapellu 13. októ- ber. Hún Ingibjörg frænka mín er látin. Mín fyrstu kynni af henni voru endur fyrir löngu, þegar ég var smástelpa í Skagafirðinum. Þá höfðum við aldrei sést, en hún sendi mér gjafir sem í mínum aug- um voru gull og gersemar. Ég var stolt af þessari frænku minni, vegna glæsileika hennar og list- fengi. Málaralistin var henni í blóð borin, líka var hún listaskrifari. Fatahönnun, saumur og allt sem því fylgir lék í höndum hennar. Að sjálfsögðu var ekki heiglum hent að búa yfir slíkri hæfni og nýta hana vel. Þegar ég fluttist til Reykjavíkur 6́2 tókum við upp kynnin að nýju, báðar breyttar manneskjur, en héldum vináttu allt til enda. Að sjálfsögðu dreif margt á daga hennar á langri ævi, en á hverju sem gekk, reif hún sig alltaf upp aftur. Nú, þegar húmar að, haustsins töfrandi litskrúð fölnar og laufblöð falla, þá lýkur Ingi- björg göngu sinni um lífsins veg með reisn. Nú mun hún leita meiri fegurðar og finna hana. Kæra frænka, nú ert þú búin til brott- farar. Þú vindur upp seglin og heldur á haf út. Stefnan er tekin til framandi strandar. Guð gefi þér góðan byr! Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. (Stephan G. Stephansson.) Hallfríður Kolbeinsdóttir. Manstu þegar við hlupum um hlaðið og lékum í ljósinu frá gluggunum við fiðrildin hvítu létum þau falla á ermar okkar og tifuðum inn til að skoða þau betur en þá voru þau orðin að glærum dropum Þau undur og vonbrigði En fagrir voru litirnir í ljósbliki dropans. (Snorri Hjartarson) Guðrún Ingibjörg, Lilla, en svo kölluðum við hana, var frænka mín. Jórunn móðir hennar var hálfsystir pabba en faðir hennar Þorsteinn var vitavörður suður á Reykjanesi. Þær mæðgur fluttu norður og bjuggu á Akureyri. Þar sem Jór- unn var lærð saumakona vann hún við það. En þær voru oft hjá okkur í sveitinni á fyrstu árum Lillu, fyrst í Skógum í Fnjóska- dal, seinna á Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði. Jórunn var með kaffisölu í skólahúsinu í Skógum einhver sumur en Skóg- ar lágu í alfaraleið þeirra eru fóru yfir Vaðlaheiði og áningarstaður margra ferðamanna og eins var oft fjölmenni í Vaglaskógi sem er handan Fnjóskár á móti Skógum. Lilla var eins og ein af okkur systkinunum og kallaði pabba alltaf pabba og það fannst okkur líka sjálfsagt. Anna systir og Lilla voru jafngamlar og samrýndar. Þær léku sér mikið að dúkkum uppi á loftinu heima, stundum fékk ég að vera með og stundum ekki en það munaði þremur árum á okkur í aldri. Seinna fórum við oft á hestbak á sunnudögum, við biðum eftir því alla vikuna. Þetta voru þægir hestar og við fórum austur að Ljósavatni, það var það lengsta sem við máttum fara. Þá eru berjaferðir minnisstæðar, pabbi fékk alltaf fyrstu berin og ekki máttu vera grænjaxlar. Síla- veiðar stunduðum við í Myllut- jörninni, sem er uppspretta á milli brekkna, þá fékk ég stund- um að fara með og varð að vera tilbúin með hnífinn, sem var stærðar sjálfskeiðungur sem ég var látin passa. Það gerðust mörg ævintýri þessi sumur og við Anna nutum þess að vera með Lillu, sem var fróð og skemmtileg. Ég var líka stundum hjá þeim mæðgum á Akureyri, Jórunn var þá að sauma á mig. Lilla var list- ræn í sér, hún teiknaði og málaði, hafði mjög fallega rithönd og svo var hún líka mjög flink sauma- kona og vann við það um tíma. Hún flutti snemma suður og sam- gangurinn minnkaði en alltaf heldum við þó sambandi. Hún kom til mín í Þverá og ósköp þótti mér vænt um það. Við rifjuðum upp minningar frá liðn- um tímum og ræddum um hvern- ig lífið hefði farið með okkur. Gott er að leggjast í lyngið, sjá lauf glóa, finna kvik fjaðurmjúk atlot þess, fagna í fegurð jarðar meðan rauð og lág sólin lækkar og lyngbreiðan er ilmgrænt haf sem ber þig að hljóðri húmströnd og hylur þig gleymsku. (Snorri Hjartarson) Með þakklæti fyrir liðnar stundir. Friðrika Jónsdóttir, Þverá. Ingibjörg Þorsteinsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR KJERÚLF, áður til heimilis á Laugarnesvegi 80, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 11. október, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 22. október kl. 13.00. Þórunn Kjerulf Ivey, David P. Ivey, Vilborg J. Kjerulf, Jens Nielsen, Ásta Haraldsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Hafdís Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNDÍS G. THORARENSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 12. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. október kl. 15.00. Kristín Thorarensen, Örn Vigfússon, Guðríður M. Thorarensen, Þórður Ásgeirsson, Egill Thorarensen, Ásdís Matthíasdóttir, Guðlaugur Thorarensen, Gloria Thorarensen, Daníel Thorarensen, Sigurður Thorarensen, Áslaug Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, FYLKIR ÁGÚSTSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða Sunddeild Vestra á Ísafirði, 0156-05-64742 kt. 430392-2399. Fyrir hönd aðstandenda, Lára J. Haraldsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁGÚSTA KRISTÍN ÞORVALDSDÓTTIR, Hraunbæ 40, Reykjavík, sem lést sunnudaginn 12. október, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 22. október kl. 13.00. Ólína Þ. Sigurðardóttir, Friðrik Kristjánsson, Ástþór Sigurðsson, Helga Oddsdóttir, Ómar F. Sigurðsson, Elínbjörg Valdórsdóttir, Geir Sigurðsson, Berglind Elfarsdóttir, Einar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Með örfáum orðum langar mig að þakka henni Svanhvíti sam- fylgdina á liðnum áratugum. Ég kynntist henni árið 1967, sama ár og dóttir mín Sigurrós fæddist. Sigurrós var hennar fyrsta barnabarn og hún var henni frá fyrstu stundu amma í besta skilningi þess orðs. Þótt það æxlaðist þannig að ég tengdist fjölskyldu hennar aðeins í mjög stuttan tíma breytti hún aldrei viðhorfi sínu eða framkomu við mig. Oft hringdi hún í mig til að spjalla, oftast um barnabarnið sitt Sigurrós en einnig allt annað milli himins og jarðar og því hélt hún Svanhvít Friðriksdóttir ✝ Svanhvít Frið-riksdóttir fædd- ist í Vestmanna- eyjum 29. janúar 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðju- daginn 7. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskapellu 15. október. áfram löngu eftir að Sigurrós var orðin fullorðin. Síðustu ár- in fór ég stundum með Sigurrós til hennar í kaffi og allt- af átti hún hlýjan faðm og bros að bjóða mér. Ég minn- ist þess líka þegar Sigurrós bjó hjá henni tvisvar á árum áður hvað hún var henni góð og hve ég var alltaf velkomin í heimsókn. Samband hennar og Sigurrósar varð enn nánara með árunum, ekki síst eftir að Svanhvít varð öldruð og þurfti á aðstoð að halda sem Sigurrós veitti fúslega. Sýnir það e.t.v. best hversu vænt Sigurrós þótti um ömmu sína að hún kom í jarð- arförina hennar alla leið frá Afr- íku þar sem hún hefur nú hafið störf, þrátt fyrir að hún væri ný- farin út. Að endingu vil ég þakka góðri vinkonu alla hennar góðvild, tryggð og hreinlyndi í minn garð. Helga Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.