Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 16
16 Viðtal
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008
– Hvernig líkar þér hlutverk þitt á Bessastöð-
um?
„Ég hef ekkert hlutverk. Þetta er ekki
þannig. Hvaða hlutverk hef ég? Ef þú spyrð
manninn minn þá er ég ekki sammála honum
eina mínútu!“
Hún hlær innilega.
„Ég elska Ísland en hingað til hef ég getað
unnið Íslandi meira gagn erlendis en hér
heima. Ekki hefur verið eins mikil þörf fyrir
mig hér, en ég hef samt lagt áherslu á að fá
áhrifamikla útlendinga til landsins, einkum í
markaðssetningu í hverri grein. Það er mér
mikilvægt.“
Og tækifærin eru óþrjótandi sem Dorrit sér
á Íslandi. „Ég talaði nýlega við yndislega
konu, Katrínu Pétursdóttur, forstjóra Lýsis.
Mér finnst að það eigi að selja lýsi um allan
heim og ég ætla að reyna að stuðla að því.
Fljótlegasta leiðin er sú að fá ferðamenn til
landsins. Við verðum að nýta þær heimsóknir
og þar er stærsti þátturinn greiðvikin og hröð
þjónusta og framúrskarandi matreiðsla. Það
er allt til staðar til að búa vel að ferðamönn-
um.“
Hún hugsar sig um.
„Ég má ekki gleyma hestamennsku! Það
þarf að markaðssetja hana enn betur. Það
jafnast ekkert á við að fara í reiðtúr á íslensk-
um hesti – helst í lopapeysu!“
Hún staldrar við.
„Ég á auðvitað ekki að tala um neitt af
þessu,“ bætir hún við brosandi. „En ég vil ekki
að fólk á Íslandi örvænti. Fyrst koma sjö slæm
ár og svo sjö góð – þannig er gangur tilver-
unnar. Ég hef þrisvar gengið í gegnum svona
tíma og þegar ég talaði við föður minn í gær
sagðist hann hafa lifað svona tíma fimm sinn-
um.“
Svo stendur hún upp.
„Viltu meira að drekka, te eða kaffi?“
– Kaffi, takk.
Svo er hún rokin inn í eldhús til að biðja um
kaffi og annan disk af pönnukökum!
– Þú ert óhrædd við að fara ótroðnar slóðir?
„Ótti er nokkuð sem ég þekki ekki og ég veit
ekki hvað er hefðbundið – ég er bara ég. Ég
verð að gera það sem ég tel rétt. Ef ég er
gagnrýnd fyrir það þá tek ég því. Ég kann að
hafa rangt fyrir mér en maður hlýtur að fylgja
hjarta sínu. Eins og dæmið sýnir um Mörthu
Stewart. Ef ég ætti hundrað slíkar væru þær
hér í dag. Við þurfum á þeim að halda. Hún
framdi afbrot en það breytir því ekki að hún
getur fengið heilmiklu áorkað fyrir Ísland.“
– Þú dregur ekkert fjöður yfir að þið eruð
ólík, þú og Ólafur Ragnar, og sumir segja
raunar að þið séuð eins og svart og hvítt!
„Við eigum fátt sameiginlegt,“ segir Dorrit.
„Við áttum eitt sameiginlegt þegar við kynnt-
umst – við töluðum bæði ensku. Við borðuðum
ekki einu sinni svipaðan mat.“
– En þið borðið bæði pönnukökur!
„Núna já, ég borðaði ekki pönnukökur þá.
Og Ólafur Ragnar þoldi ekki dýr en ég vildi
eignast hund. Núna elskar hann hundinn.“
Og hún víkur aftur máli sínu aftur að efna-
hagskreppunni:
„Íslendingar ættu að vita hvað þeir eru lán-
samir. Það þarf ekki að horfa lengra en til
Bandaríkjanna. Fólk sem ekki á peninga fær
ekki inni á sjúkrahúsum ef það veikist og sum-
ir krakkar eru ólæsir og óskrifandi af því að
þeir fá ekki að ganga í skóla. Og þetta á að
vera ríkasta land í heiminum. Fjármunirnir
fara í að halda úti stríðsrekstri og fyrir vikið er
ekkert öryggisnet fyrir borgarana. En á Ís-
landi eiga allir sameiginlega góða heilbrigð-
isþjónustu og menntun. Við verðum að horfa á
heildarmyndina. Við höfum haft það gott síð-
ustu árin en það sem sker úr um hve fólk hefur
það gott er ekki hvað það á, heldur hvað það
er, hvað það veit og hvað það gerir – hvernig
manneskjur það er. Og við munum koma út úr
þessari kreppu sterkari og betri en áður.“
Og Dorrit segir enn framtíð í íslenska
bankakerfinu. „Í fyrsta lagi eiga bankar í
Bandaríkjunum sér 250 ára sögu og á þeim
tíma hafa ótal milljarðar tapast í gjaldþrotum.
Það sama á við um Bretland, Frakkland og
Holland. Við höfum komið okkur upp mikilli
þekkingu á bankakerfinu og munum draga
dýrmætan lærdóm af því hvað vöxtur án nægi-
legrar undirstöðu eða eftirlits getur leitt af
sér. En það geta allir misstigið sig, jafnvel
James Goldsmith var nokkrum sinnum á
barmi gjaldþrots og byggði síðan upp við-
skiptaveldi sitt. Og þrátt fyrir allt verður
áfram betra að ala upp börn á Íslandi en í
Bretlandi og Bandaríkjunum. Fólk hefur ráð á
skólagjöldum og þarf ekki að óttast um krakk-
ana þó að þeir leiki sér úti.“
Síminn hringir. Það er Ólafur Ragnar.
„Þú munt ekki tala við mig í viku. Ég er ekki
bara að tala um lopapeysur,“ segir Dorrit
elskulega í símann.
„Hvað er ég að tala um? Ef þú vilt heyra það
verðurðu að koma og hlusta.“
Svo brosir hún í símtólið.
Gustar af konunum
Dorrit er nýkomin frá London og missti af
opnun Art Frieze-listkaupstefnunnar, en ís-
lenskir listamenn eru þar í öndvegi, Kling og
bang setti upp gamla Sirkus, barinn sem stóð
við Klapparstíg. Til stóð að ungir listamenn
sýndu verk sín í íbúð Dorritar í London, en
þeirri sýningu var frestað vegna ástandsins í
efnahagslífinu, henni til sárra vonbrigða.
„Ég veit að okkur er ekki vel við Bretana
núna en við verðum að nýta þau tækifæri sem
gefast. Listin er mikilvæg útflutningsgrein og
við verðum að styðja við bakið á listamönnum.
Það sem við fjárfestum í listum skilar sér aftur
í þjóðarbúið. Hráefniskostnaður er hverfandi í
listsköpun, það þarf bara að virkja hugvitið. “
Og Dorrit sækir líka skartgripi til þjóð-
arinnar. „Þetta er allt Hendrikka,“ segir hún
um skartgripina sem hún ber í viðtalinu. „Hún
er svo hæfileikarík. Sjáðu þetta!“ bætir hún
við og sýnir blaðamanni armband. „En ég er
svo heppin að ég á líka eigin skartgripi, sem ég
nota meðfram, til þess að skapa andstæður.
Það sem skiptir máli er að setja föt og fylgi-
hluti saman á réttan hátt, það þarf ekki að
vera nýtt eða dýrt. Pilsið sem ég er í er til
dæmis 25 ára gamalt. Ég elska allt gamalt, það
gefur lífinu svo mikla fyllingu.“
Dorrit heldur því til haga hver gefur henni
hvað, skráir það og merkir flíkurnar og lítur
alltaf vel út í lopapeysu. Og þetta er leið til að
kynnast fólkinu í landinu. „Ég hef mikla
ánægju af ferðalögum um landið, að tala við
venjulega Íslendinga, þá finnur maður hvar
rætur þjóðarinnar liggja. Efnishyggjan und-
anfarin ár er ekki raunverulegur heimur –
hver þarf þetta allt? Ég hef hitt yndislegar
konur úr öllum greinum þjóðlífsins og það
gustar af þeim – styrkurinn er mun meiri en
hjá körlunum.“
Síminn hringir aftur.
„Ólafur Ragnar er að jafna sig,“ segir hún
elskulega við vinkonu sína. „Hann vann bara
of mikið, var á stöðugum þeytingi heimshorna
á milli. Og svo borðar hann allar þessar pönnu-
kökur – við hverju býstu?“
Dorrit
„Þú munt ekki tala við mig í viku.
Ég er ekki bara að tala um lopapeys-
ur,“ segir Dorrit elskulega í símann.
„Hvað er ég að tala um?
Ef þú vilt heyra það verðurðu að
koma og hlusta.“
Lopapeysur aldrei úr tísku
mbl.is | Sjónvarp
WWW.N1.ISN1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
Ekki bíða
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Komdu við hjá næstu hjólbarðaþjónustu N1.
Þannig sleppur þú við allar biðraðir þegar
snjórinn kemur.
Fréttir
á SMS
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið