Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 50
É g elska að ferðast,“ segir Watson þar sem hann sýpur á al- íslenskum Viking bjór. Watson kemur séntilmannlega fyrir, það er klass- ískt yfirbragð yfir honum og vel snyrt skeggið í fullkomnu jafnvægi við jakkafötin sem eru í „gam- aldags“ stíl. Það er svona Kormák- ur og Skjöldur bragur yfir okkar manni. „Þannig að þegar Kári (Sturlu- son, umboðsmaður Lay Low), bauð mér að koma hingað yfir varð ég mjög kátur,“ heldur hann áfram. „Ég setti samt þau skilyrði að platan yrði að vera tilbúin áður en ég kæmi. Mér fannst tilhlýðilegt að slá þessu tvennu saman; að ferðast til Íslands og fagna plötulokum. Þetta skilyrði setti þægilega pressu á okkur og við kláruðum í tíma.“ Græjunördar Þessi andi fortíðar sem sveipar Watson nær ekki einvörðungu til fatastíls upptökustjórans. Watson rekur hljóðverið Toe Rag í Lund- únum sem nýtur sívaxandi vin- sælda, og nútíma goðsögur eru sagðar um það. Þar tók Lay Low upp plötu sína, sem kemur út nú eftir helgi. Í hljóðverinu er mikið lagt upp úr hliðrænni upptökutækni (analouge) fremur en stafrænni (digital) sem er lenskan í dag. Ekki eitt einasta tól inni í hljóðverinu hefur verið framleitt eftir 1963 og græjunördar með heilbrigðan skammt af fortíðarþrá slefa þegar þegar þeir sjá listann yfir hljóð- nema, magnara og segulbandstæki sem þar lúra. Watson sjálfur passar sig líka á því að ganga inn í stemn- inguna og bregður sér í hvítan slopp þegar vel liggur á honum, en það var staðalbúnaður upptöku- manna fyrir tíma Bítlana, en sú eðla sveit kastaði reglubókinni í þessum fræðum út í hafsauga á sínum tíma. „Mér leist strax mjög vel á þetta verkefni þegar það var borið undir mig,“ rifjar Watson upp þegar Lay Low berst í tal. „Það var draumi líkast þegar ég fékk sendan lista yf- ir þá kántrílistamenn sem hún var að pæla í og sjá hugmyndirnar sem hún hafði um plötuvinnsluna. Ég átti mjög auðvelt með að fella mig að þessu og ég á 90% af þeim plöt- um sem hún var að tiltaka. Þarna voru nöfn eins og Lefty Frizzell, Patsy Cline og Loretta Lynn og Lovísa var með miklu meiri áherslu á mýkri tegund kántrítónlistar en alvanalegt er. Þetta er tímabil sem ég er mjög áhugasamur um og mér fannst þetta nokkuð tilkomumikið hjá stúlkunni. Þeir sem eru að garfa eitthvað í rokki nefna oft Hank Williams sem áhrifavald en fáir fara jafn langt inn á mjúku línuna og Lay Low.“ Söngurinn dreginn fram Watson segist hafa vitað upp á hár hvaða tónlistarmenn hann vildi fá til liðs við sig og er feginn því að hafa fengið frjálsar hendur með það. „Maður veit auðvitað ekkert í upphafi hvað listamennirnir eru að spá. Margir hafa mjög ákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að út- færa hlutina en aðrir leggja það svo gott sem upp í hendurnar á manni. Svo er það mismunandi hvað menn eru að sækja í. Sumir vilja aðallega komast í tækin í stúdíóinu en aðrir sækjast eftir kröftum mínum sem upptökustjóra og þá verður maður eðlilega meira innviklaður í ferlið. Annað sem er mikilvægt er að það er mjög mismunandi hvernig tón- listarmennirnir eru undirbúnir und- ir upptökur. Sumir hafa hreinlega Memfismafíunnar sem tekin var upp á einn hljóðnema. Þar fara menn aftur; nýta sér eldri tækni og gömul tól til að fanga þessa lifandi stemningu sem heyra má í eldri plötum; eitthvað sem glataðist oft- lega þegar öld geisladisksins gekk í garð. Þegar hliðræna spekin er bor- in undir Watson koma svör hans nokkuð á óvart. Hann er ekki í neinni krossferð fyrir segulböndum; hann hatar ekki tölvur og tækni (þó hann eigi ekki gemsa) og hefur ímu- gust á vínylsnobbi eins og hann kallar það. „Ég sé ekki mikinn mun, þannig, á því að taka upp stafrænt eða hlið- rænt. Þetta er ekki spurning um að tilgangurinn helgi meðalið heldur snýst þetta fyrst og síðast um að ná því fram sem fólk vill fá fram – með hverjum þeim aðferðum sem henta. Þeir sem eru í hliðrænni krossferð, ef ég má orða það svo, eru að mis- skilja. Þar snýst þetta meira um að vera hluti af einhverjum hóp, held- ur en það sem skiptir raunverulega máli, það er tónlistin og það hvernig hún hljómar.“ Watson hefur sagt sögu af því að einu sinni hafi hann verið að taka upp hljómsveit sem hugðist nota mellotron, gamalt hljómborð, við upptökur. Ekkert slíkt fannst og þess vegna var mellotron-hermir í tölvu keyrður. Hljómurinn, að sögn Watson, var fínn. Og nú taka harð- línumennirnir andköf … Guðinn vínyll Talið berst í framhaldinu að geisladiskum og vínylplötum. Hinir strangtrúuðu dýrka vínylinn sem Guð væri en geisladiskar eru skilyrt afkvæmi djöfulsins. Maður hefði haldið að maður eins og Watson væri nokkurs konar æðsti prestur í slíkum efnum en því fer fjarri. „Rómantíkin á það til að slá fólk blindu,“ segir hann. „Tökum dæmi. Ég á allar plötur Chuck Berry á vínyl, ég safna þeim enda Berry mikill meistari og mér finnst mjög áhugavert að heyra hvernig tök hann hefur á rokkinu. En það er al- gjör hending hvernig hljómurinn er. Jú, þegar vel tekst til er hann mjúkur og hlýr en stundum er hann algerlega hræðilegur. Ég verð að segja að stundum tek ég geisladiska fram yfir vínyl, þegar ég er að leita að góðum hljómi. Slæmur hljómur geisladiska var aðallega bundinn í þessu fyrstu ár hans, þegar plöt- urnar voru færðar yfir á það form án þess að mikið væri pælt í því. Það er einfaldlega ekki svo í dag.“ Eftir þessar mögnuðu yfirlýs- ingar, sem ýttu sæmilega við stoð- um greinarhöfundar, kveður Wat- son með virktum. Leiðin liggur upp í Fríkirkju, þar sem Lay Low á eft- ir að halda áhorfendum í þægilegri spennutreyju ljúfrar, nánast draumkenndrar, kántrítónlistar af gamla skólanum. Á meðan sat Wat- son út í sal eins og stoltur faðir. arnart@mbl.is Geisladiskar eru ekki alslæmir Morgunblaðið/Ómar Reffilegur Watson minnti helst á enskan jarl þegar hann stillti sér prúðbúinn upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðs- ins. Fortíðin er honum að mörgu leyti hugleikin og gildir það jafnt um tísku sem tónlist. ekki getuna til að koma því sem þeir heyra í hausnum á sér niður á band.“ Það var hins vegar ekkert svona vesen á Lay Low okkar. „Þetta gekk allt saman mjög vel,“ segir Watson. „Það eina sem krafð- ist dálítillar vinnu var söngurinn. Mér fannst Lovísa vera fullmikið inn í sig í upphafi og það þurfti að draga röddina út. En það gekk fyrir rest.“ Heldur betur, og það er for- vitnilegt að bera saman plötuna nýju og fyrri plötu Lay Low, Please Don’t Hate Me. Röddin á fyrstu plötunni er til baka og nokkuð við- kvæmnisleg en á nýju plötunni má tilfinnanlega greina meira öryggi, Lovísa stígur fram og slakar um leið einhvern veginn á. Hvítstrípaða rósin Rósin í hnappagati Watson er hiklaust platan Elephant með White Stripes en þar sá hann um takkana, var svokallaður vélamaður eða engineer en Jack White, leið- togi sveitarinnar, er titlaður upp- tökustjóri. Platan kom út 2003 og vakti rækilega athygli á sveitinni, með tilstuðlan laga eins og „Seven Nation Army“ og „I Just Don’t Know What to Do with Myself“. Færni Watson í hljómfræðunum er mikil og ég nefni t.a.m. sveit Jon Spencer, Heavy Trash, en hljómur hennar er slíkur að það er engu lík- ara en maður sé að hlusta á upp- runalegu sjötommurnar sen Elvis Presley gaf út á Sun merkinu á sín- um tíma. Þessi „tíska“ ef svo mætti segja er einkar áberandi í dag og skemmst er að minnast frábærrar plötu Sigurðar Guðmundssonar og Einn af erlendum gestum Airwaveshátíðarinnar var Liam nokkur Watson, breskur upptökustjóri sem hefur verið að vinna hljómræn þrekvirki undanfarin ár, m.a. með Detroit-rokksveitinni White Stripes. Watson stýrði og upptökum á nýjustu plötu Lay Low og skýr- ir það veru hans hér. Forvitinn Arnar Eggert Thoroddsen settist niður með Watson á galtómum Thorvaldsen og hljómfræddist. »Ég sé ekki mikinnmun, þannig, á því að taka upp stafrænt eða hliðrænt. Þetta er ekki spurning um að tilgangurinn helgi meðalið heldur snýst þetta fyrst og síðast um að ná því fram sem fólk vill fá fram – með hverjum þeim aðferð- um sem henta. Á PLÖTU Lay Low má finna lög sem kalla fram gamalt kántrí af mikilli list. Lagasmíðarnar, ásamt hljóðvinnslu Watsons, færa hlustandann aftur í tíma og til að undirstrika stemninguna var bakraddakór fenginn í nokkur lög. En það var enginn venjulegur kór. „Ég vissi að við þyrfum að fara nýstárlegar leiðir til að ná þessum áhrifum fram,“ útskýrir Watson. „Venjulega vinn ég með gospelsöngvurum þegar ég er að vinna bakraddir en sá hljómur var of tær, of „góður“ eiginlega fyrir það sem við vorum að hugsa. Mig langaði til að fá þessa gömlu tilfinningu sem sönghópar eins og Jordanaires báru með sér. Það var svo annar upptökustjóri, Clive Langer, góður fé- lagi minn sem leiddi mig að fólkinu sem sá svo um þetta. Og þetta virkaði vel; það eru svona hráir, þægilegir „sungið með nefinu“ töfrar í bak- röddunum og þær smellpassa inn í hljóðmyndina.“ Heimilislegu bakraddirnar Heimilislegt Lovísa og Liam ásamt bakraddasöngvurunum sem koma fram á plötunni. 50 MenningVIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.