Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 26
26 Samfélagið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is É g var rekinn,“ skrifaði starfsmaður Lands- bankans á Facebook er hann var ekki ráðinn yfir til Nýja Lands- bankans fyrir rúmri viku. Þá var það ekkert feimnismál, enda missti hálft þúsund vinnuna, heilu deildirnar í bankanum. Sú tala hefur reyndar lækkað með end- urráðningum og var síðast er spurðist um 300 manns. Síðan bættust við uppsagnir á 100 starfsmönnum Glitn- is og starfsfólk Kaupþings er enn í óvissu. Þó að doði og depurð hafi verið yfir starfsemi bankanna síðustu vikur, þá er samheldnin meiri en áður. Það voru viðmælendur blaðamanns sam- mála um, en leitað var til starfsmanna sem hafa ýmist haldið vinnunni eða misst eftir hrun bankanna. Hlátur eða grátur Hópur starfsmanna Landsbankans hittist í erfidrykkju á Segafredo á föstudaginn var og mátti heyra glefs- ur úr samræðunum, „á kúpunni“ og „atvinnulaus“. Og það framkallaði skellihlátur hjá starfsmönnunum. Sem er kannski dæmigert fyrir ástandið. Slíkur er farsinn, sem starfsmenn fjármálafyrirtækja hafa farið með hlutverk í. Einn segir frá því að sér hafi verið boðið í mat um síðustu helgi, en hann hafði sofið lítið þá vikuna vegna mik- illar vinnu við að bjarga Kaupþingi eft- ir upphlaupið í Bretlandi. Hann þáði því ekki boðið og sagði við vin sinn: „Ég legg ekki í það, ef ég færi að sulla í rauðvíni, þá færi ég annaðhvort að hlæja óstjórnlega eða bara að gráta.“ Til eru margar sögur af því að full- orðnir karlmenn hafi brostið í grát eða mætt rauðeygðir til vinnu. En margir hafa ekki enn fengið uppsagn- arbréf og vita ekki hverjir skilmál- arnir verða. Óvissan er því mikil, eins og sést á því að enginn af þeim fjöl- mörgu sem rætt var við vildi tjá sig undir nafni. Og dagarnir eru „óraunverulegir“. Starfsmaður Landsbankans rifjar upp einn þeirra er hann eyddi 25 af 30 verkefnum á „task“-listanum, sem hann hafði unnið að í marga mánuði. „Nokkrum mánuðum áður hafði ég komið að verkefni sem sneri að Lehman og þegar ég eyddi því daginn sem Lehman varð gjaldþrota fannst mér það hálfbroslegt. Fjórum vikum síðar eyddi ég öllum verkefnum sem sneru að Landsbankanum.“ Algjört blóðbað Nokkrir nefna að vonbrigðin hafi verið mikil með að yfirlýsingar við- skiptaráðherra á starfsmannafundi í Landsbankanum hafi ekki staðist, en þar hafi hann sagt að engum yrði sagt upp. Það situr í fólki. Eftir að ljóst varð að uppsagnirnar yrðu engu að síður að veruleika héldu yfirmenn deilda fundi með sínu starfsfólki. Í sumum tilvikum voru menn kallaðir inn í fundarherbergi, einn af öðrum og „komu síðan út dæmdir menn“. Ef þeir héldu vinnunni þurftu þeir að horfast í augu við þá sem misstu störfin. „Það var algjört blóðbað á sumum deildum,“ segir einn starfsmanna. „Á undanförnum vikum og mánuðum hafði 250 manns verið sagt upp hjá Glitni, þannig að þörfin var minni fyr- ir uppsagnir nú, en annað gilti um Landsbankann. Þar hurfu deildir sem voru þungamiðjan í starfsemi bankans með manni og mús.“ Og fólki var mjög brugðið. Sem er kannski ekki furða þegar haft er í huga, eins og einn bendir á, að Lands- bankinn hafði aldrei skilað tapi eftir að hann var einkavæddur. Engum datt í hug að svona gæti farið – á ein- um morgni var allt búið. Eftir ráðningarnar til Nýja Lands- bankans hófust öll samtöl starfs- manna á orðunum: „Ertu inni eða úti?“ Og samstaðan er mikil meðal þeirra sem eru inni. „Sætt er sameig- inlegt skipbrot,“ segir starfsmaður. „Það verður meiri samkennd og sam- hugur þegar uppsagnirnar eru svona miklar. Þá er þetta ekkert persónu- legt, heldur eru menn fórnarlömb hamfara.“ Ekki eru allir sáttir við hvernig tekið var á starfsmannamálum og flestir virðast sammála um að upp- lausnarástand hafi ríkt hjá Lands- bankanum. „Það sem rann upp fyrir mér var fyrst og fremst að menn tóku rosalega mikið af röngum ákvörð- unum á rosalega skömmum tíma,“ segir einn úr bankanum. „Ég gerði það sem ég gat til þess að leiðrétta mistökin, sem fólust í pennastrikum hjá FME og byggðust á illa ígrund- uðum ákvörðunum embættismanna. Síðustu dagar hafa farið í að bjarga störfum og verðmætum.“ Hugrekki í framlínu Dagarnir voru erfiðir starfsfólkinu í framlínunni, ekki síst í eigna- stýringu. „Þetta voru verstu dagar í lífi mínu,“ segir einn þeirra. „Margir kúnnar voru rosalega skaðaðir, þetta voru ægileg símtöl og starfsfólkið var gjörsamlega búið.“ Og ekki var örtröðin minni í útibú- unum. „Það kalla ég sögur af hug- rekki,“ segir starfsmaður úr annarri deild Glitnis. „Það sýnir vel ástandið að á einum tímapunkti mætti maður með ferðatösku og sagðist ætla að taka 100 milljónir út af reikningnum – í reiðufé! Framlínan afgreiddi allt með jafnaðargeði – það er aðdáun- arvert hvað þetta er kúl lið.“ Og í Landsbankanum lýsir starfs- maður á efri hæðum því er hann fór í afgreiðslu aðalútibúsins og allt var yf- irfullt af viðskiptavinum sem vildu taka út peningana sína en þeir vissu samt ekkert hvað þeir áttu að gera við þá. „Þá mætti ég einum starfs- manni, sem kom fram til að sækja meira súkkulaði og brjóstsykur – bara til að gefa viðskiptavinunum eitthvað!“ Ástandinu er lýst sem einu af fáum augnablikum Íslandssögunnar þar sem hriktir í undirstöðum þjóðfélags- ins. „Það var eins og hafið væri stríð,“ segir einn. „Ég get ímyndað mér að ástandið hafi verið svipað þegar Bret- ar komu með herskipin í þorskastríð- inu á sínum tíma. Það var búið að taka af fólki ráðin – og sjálfstæðinu var ógnað.“ En erfiðleikarnir hafa þjappað því fólki saman sem eftir varð. „Mik- ilvægi bankanna hefur komið í ljós á síðustu dögum. Og andinn í bank- anum er sá að starfsfólkið ætlar sér að bjarga Íslandi. Ég veit það trúir því ekki nokkur maður, en það er mikill baráttuhugur í fólki.“ Hafði enginn samband Það var ömurleg lífsreynsla fyrir starfsmenn bankanna á erlendri grund að fylgjast með hruninu á Ís- landi. Starfsmaður Landsbankans er- lendis lýsir því að áhyggjur hafi vakn- að í haust þegar erfiðara varð að ná tali af yfirmönnum heima fyrir. „Það var einhver undiralda, sem við vorum ekki að skynja,“ segir hann. „Okkur brá mjög við tíðindin af yf- irtöku Glitnis, en svo reið höggið yfir Landsbankann á mánudagsmorgni. Við heyrðum ekki í neinum, enginn hefur haft samband við okkur, og síð- an eru liðnir tíu dagar. Það er rétt svo að við höfum náð endrum og eins í starfsmannastjórann. Auðvitað hugs- ar fólk um laun og uppsagnarfrest, en það bárust engin boð um það, og allir bankareikningar eru frystir.“ Einn starfsmaður erlendis bauð hópi af viðskiptavinum út að borða í hádeginu og þegar hann ætlaði að greiða reikninginn, þá var búið að loka kortinu. „Fólk hefur beðið skelf- ingu lostið eftir tíðindum að heiman, enda er það með miklar skuldbind- ingar hér úti. Það hefur ýmist keypt sér íbúð eða gert leigusamning, margir hafa keypt sér bíl og svo er það með samninga um ýmsa þjón- ustu, svo sem tryggingar, síma, áskriftir, líkamsrækt og annað. Og Sögurnar sem urðu til í bönkunum ‘‘ÞÚ GÆTIR EKKI EINU SINNISELT REIÐHJÓL, NEMAKANNSKI AF ÞVÍ AÐ ÞAÐGENGUR EKKI FYRIR BENS-ÍNI. ÞESS VEGNA ERU MARG- IR AÐ HRINGJA Í LÖGFRÆÐ- INGA OG VELTA FYRIR SÉR LAGALEGRI ÞÝÐINGU ÞESS AÐ VERÐA GJALDÞROTA. Gengið hefur á ýmsu hjá starfsmönnum bankanna, álagið verið mikið, margir misst vinnu og aðrir hald- ið. En hvernig upplifðu þeir þessa viðsjárverðu tíma? Þ að eru allir mjög varkárir,“ segir Gunnar Haugen, framkvæmda-stjóri Capacent ráðninga. „Við höfum ekki orðið vör við neina hol-skeflu af nýskráningum hjá okkur miðað við það sem er eðlilegt á þessum árstíma. Við auglýstum bæði fyrir Alcan og Becromal um helgina, það barst gríðarmikið af umsóknum, en það er annað svið en fjármálageirinn. Svo ég held að þorri fólks sé ekki stokkinn af stað. En við verðum samt vör við þreifingar og fyrirspurnir frá fólki úr ýmsum greinum, án þess að það séu formlegar skráningar eða umsóknir.“ Capacent hefur í samstarfi við SSF boðið upp á ráðgjöf fyrir starfs- menn fjármálafyrirtækja, sem hafa misst vinnuna. „Það fór af stað í síð- ustu viku, en það líða yfirleitt nokkrir dagar og vikur áður en fólk nýtir sér það. Oftast tekur það tíma fyrir fólk að rétta úr kútnum eftir að það fær vondar fréttir og koma auga á tækifærin í kringum sig. Þessi þjón- usta felst fyrst og fremst í því að hjálpa fólki að jafna sig og ná áttum, en einnig í því að gera það hæfara til að finna vinnu.“ Nokkuð er um að lykilfólk í fjármálageiranum hugsi sér til hreyfings, en það er mjög varfærið, að sögn Gunnars. Og eftirspurnin er varfærin líka. „Við vitum öll hvernig ástandið er í byggingariðnaðinum, verslun og þjónusta er í biðstöðu og fjármálageirinn að jafna sig eftir þessi áföll. Þannig að eftirspurn er ekki mikil, kannski fyrst og fremst í þess- ari þungaframleiðslu og henni verður mjög auðvelt að svara. Alcoa er að klára sínar ráðningar og Becromal auglýsti í fyrsta skipti um helgina.“ Allir mjög varkárir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.