Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 42
42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 ✝ Guðný Svein-björg Sigurð- ardóttir fæddist 12. febrúar 1930 á Mið- húsum í Eiðaþinghá. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað laug- ardaginn 4. október sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðný Sigurveig Jónsdóttir frá Finnsstöðum í Eiðaþinghá, f. 18.11. 1893, d. 6.12. 1963, og Sigurður Steindórsson frá Mið- húsum í Eiðaþinghá, f. 3.8. 1884, d. 11.7. 1957. Sveinbjörg átti fimm systkini 1.) Anna Björg, f. 11.1. 1915, d. 10.9. 1979. 2.) Magnús, f. 14.11. 1917, d. 17.4. 1983. 3.) Jón, f. 28.7. 1920, d. 14.3. 1990. 4.) Ingunn, f. 13.3. 1923, d. 24.4. 1985. 5.) Steindóra, f. 13.3. 1923. Sveinbjörg giftist í nóvember 1952 Hallgrími Einarssyni, f. 28.9. 1920, d. 24.6. 2001, frá Fjallsseli í Fellum. Foreldrar hans voru Kristrún Hall- grímsdóttir, f. 26.6. 1879, d. 29.6. 1947, og Einar Eiríksson, f. í Bót í Hróars- tungu 9.4. 1881, d. 11.11. 1959. Svein- björg og Hall- grímur eignuðust fjögur börn. 1.) Guðný Sigríður, f. 23.4. 1953, maki Sigmar Hjartarson, börn þeirra a) Brynjólfur Einar b) Sigríður. 2.) Krist- rún, f. 5.5. 1956, maki Hjörleifur Alfreðsson, barn hans Birna Þor- björg. Börn hennar Lilja Íris og Perla Ósk. 3.) Soffía, f. 8.11. 1959. 4.) Ólafur, f. 13.11. 1966, maki Vilma Lilý Hallgrímsson. Börn þeirra a) Sara Ósk b) Ísabella Sif. Sveinbjörg ólst upp á Mið- húsum. Árið 1950 fluttist hún til Eskifjarðar og bjó þar til síðasta dags. Útför Sveinbjargar fór fram frá Eskifjarðarkirkju 11. október sl. Elsku mamma mín! Laugardagurinn 4. október sl. mun seint líða mér úr minni, fjöl- skyldan hafði vaknað snemma eins og ævinlega, morgunverkum var lokið, konan og Sara Ósk farnar að skoða nýju verslunarmiðstöðina við Korputorg þegar mér barst fréttin af andláti þínu. Ég var einn heima með Ísabellu Sif. Áfallinu ætla ég ekki að lýsa hér en það var gíf- urlegt. Mig langar að þakka þér, mamma mín, fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir mig, meðan þín naut við. Það má segja að það hafi verið elju þinni og þrjósku að þakka að ég er syndur í dag því þú dróst mig há- grátandi í sundtíma er þeir hófust á fyrstu skólaárum mínum. Eljan og þrjóskan er eitthvað sem ég hlaut í arf frá þér. Atvik sem átti sér stað þegar ég var í áttunda bekk líður mér seint úr minni, ég hafði verið að lesa fyrir kristnifræðipróf. Þér þótti ég helst til fljótur að fara yfir efnið en ég sagðist hafa lesið allt námsefnið og vildi fara út í fótbolta. Þú vildir hlýða mér yfir efnið og það var gert. Það kom á daginn að efnið hafði ekki orðið mér minnisstætt og ég mundi nánast ekki neitt. Þú vildir að ég læsi betur en eftir mikið rifr- ildi fór svo að ég skildi þig eftir í tárum og fór í fótbolta. Daginn eftir fór ég í prófið og daginn þar á eftir kom ég heim með hæstu einkunn eða 10. Eftir þetta fórst þú að treysta mér fyrir náminu. Það var alveg sama hvað ég tók mér fyrir hendur þú studdir mig alltaf af heilum hug. Ferðir mínar til Ameríku, Englands og Perú tóku sjálfsagt á þig en þú lést það aldrei í ljós. Þegar ég kom svo heim með konuna mína mér við hlið komuð þið pabbi bæði fram við hana eins og ykkar eigið barn frá fyrsta degi. Ég þakka þér af öllu hjarta fyrir hve góð þú varst henni. Eftir að Sara Ósk fæddist, tveimur mánuðum fyr- ir tímann, hófst þú handa að um- vefja hana þinni miklu ástúð og höfðuð þið mikla gleði hvor af ann- arri. Samtölin ykkar augliti til aug- litis og í síma voru alltaf ansi spaugileg og vöktu alltaf mikla kát- ínu. Öll þau föt og peningar til fata- kaupa sem þú gafst Söru Ósk og svo síðar Ísabellu Sif þá níu mánuði sem þú náðir að njóta hennar þakka ég þér kærlega. Ísabellu Sif þekktir þú ekki jafn lengi en þó hafðir þú hana hjá þér í tvær yndislegar vikur á liðnu sumri og þakka ég fyrir að hafa tekið þá ákvörðun að hafa bara verið með ykkur Soffíu systur þessa daga. Sú ákvörðun er mér mikils virði í dag. Að lokum aðeins þetta, elsku mamma mín. Fjölskyldan í Gullengi 13 mun sárt sakna þín. Við viljum þakka þér allt sem þú gerðir fyrir mig og okkur þessi ár sem við átt- um saman. Minningin um þig mun ávallt lifa með okkur þó svo að þú sért nú komin á vit nýrra ævintýra í öðru lífi við hlið pabba. Hjartans þakkir fyrir allt, elsku mamma mín, og megir þú hvíla í friði. Þinn sonur, Ólafur Hallgrímsson. Fyrir ellefu árum urðu mín fyrstu kynni af Guðnýju Sveinbjörgu Sig- urðardóttur þegar ég kom til Eski- fjarðar með manni mínum Ólafi Hallgrímssyni. Frá fyrsta degi komu hjónin Hallgrímur og Sveinbjörg fram við mig eins og eina af fjölskyldunni. Þau hófust þegar handa við að kenna mér íslenskuna svo ég gæti tjáð mig við þau og fjölskylduna alla. Alltaf gat ég leitað til þín með allt sem þurfti í það og það skiptið og skipti þá engu hvort við Óli byggj- um í Líma eða á Íslandi. Þú varst alltaf mjög hjálpleg við mig með allt sem sneri að matseld og bakstri og varst þú kennari minn í íslenskri matargerð og er ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Seint gleymast mér öll þau skipti er ég kom í kaffi til ykkar Hall- gríms og hafði ég á orði við son þinn í fyrsta skipti að sjaldan eða aldrei hefði ég kynnst öðru eins góðgæti. Okkur hjónunum lukkaðist að eignast tvær dætur, Söru Ósk og Ísabellu Sif og sem betur fer náðir þú að kynnast þeim báðum áður en þú kvaddir okkur fyrir fullt og allt. Mig langar til að þakka þér fyrir þá ástúð og þann kærleik sem þú sýnd- ir dætrum mínum og þá sérstaklega fyrir öll fötin sem þú gerðir á þær báðar. Mér eru minnisstæð öll samtölin sem þú áttir við Söru Ósk í síma og var mikil kátína þeim fylgjandi. Nú þegar þú hefur kvatt þetta líf og sameinast Hallgrími, manni þín- um, ætla ég ekki að reyna að lýsa þeim tilfinningum sem mér bærðust í brjósti og bærast enn við að heyra þau tíðindi að þú værir dáin. Tómarúmið sem þú skilur eftir þig er mjög mikið og það er ekki það sama að vera hérna á Kirkju- stíg 8 eins og þegar þú varst á lífi. Þú munt alltaf vera með okkur í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur og ég mun sjá til þess að dætur mínar gleymi ekki Sveinu ömmu. Ég mun heldur ekki gleyma þér, Sveina mín. Vilma Lilý Hallgrímsson og dætur. Sveina frænka er kvödd í dag. Lífsstarf hennar einkenndist öðru fremur af því að hlúa að fjölskyld- unni. Hún einskorðaði sig ekki við Hallgrím manninn sinn og þeirra börn og barnabörn heldur fannst okkur frændsystkinum hennar við öll vera í innsta hring. Sveina rak heimili af myndarskap og var góð heim að sækja. Hún var sannur fulltrúi kynslóðar sem reiddi fram 17 sortir á kaffiborðið og ýmsar smákökuuppskriftir finnast í okkar fórum frá henni svo sem eins og „Veislukökur Sveinu“. Það er samt svo að þó nákvæmlega hafi verið farið eftir leiðbeiningunum voru kökurnar betri þegar þær voru bak- aðar af og borðaðar með henni. Sveina var sögumaður og gat kveðið fast að ef henni þótti þurfa. Oft gamansöm og tók sjálfa sig mátulega alvarlega. Það var ekki alltaf björgulegt vöruúrval á 20. öld- inni, en systurnar frá Miðhúsum voru vel skólaðar í höndunum, þær unnu jöfnum höndum klæðnað á sig og sína og fína handavinnu. Eitt af því skemmtilegasta sem maður skoðaði þegar komið var austur var þessi afrakstur. Þar voru dúkar, púðar, ungbarnaföt, peysur og sjöl, saumur, prjón og hekl. Sköpunar- gleðin naut sín og með nýrri kyn- slóð ný tækni eins og afar fagrir málaðir dúkar Soffíu yngstu dóttur Sveinu eru gott dæmi um. Hún föðursystir okkar var heil- steypt manneskja sem kom til dyr- anna eins og hún var klædd. Við viljum þakka henni skemmtilegheit- in og allan góðan viðurgjörning gegnum tíðina. Það var alltaf sól á Eskifirði og jafnlíklegt að hún sæti á tröppunum þegar við litum við. Birna, Sigurður, Guðný, Hans og Guðrún Jónsbörn. Elsku Sveina frænka. Ég ætla að skrifa fáein kveðjuorð til þín. Fyrst kemur upp í hugann þakklæti fyrir allt sem við áttum saman. Hlátur því oft var mikið hlegið við eldhúsborðið og hlýja faðmlagið þitt og kossarnir. Alltaf var gaman að heimsækja þig á Eskifjörð og fá að smakka allar fínu kökurnar og terturnar sem þú galdraðir fram úr búrinu. Þú varst svo myndarleg húsmóðir. Ég heim- sótti þig í sumar og ekki datt mér í hug að það væri í síðasta sinn. Takk elsku Sveina mín fyrir allt. Börnum þínum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning þín. Steinunn Gunnarsdóttir. Guðný Sveinbjörg Sigurðardóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR, Lindargötu 61, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinunn Káradóttir, Eyjólfur Matthíasson, Gunnlaugur Kárason, Ingibjörg Eðvarðsdóttir, Guðríður Erla Káradóttir, Kaj J. Durhuus, Halla Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SVEINSÍNA ODDSDÓTTIR, Vogatungu 23, áður Hlíðarvegi 5, Kópavogi, sem lést mánudaginn 6. október, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. október kl. 13.00. Sigríður Lúthersdóttir, Sveinn Þórðarson, Jóhann Lúthersson, Magnea Þorfinnsdóttir, Hilmar Lúthersson, Kolbrún Guðmundsdóttir, Reynir Lúthersson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR KRISTINN FRIÐRIKSSON, Stelkshólum 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. október kl. 13.00. María Vilbogadóttir, Vilbogi M. Einarsson, Heiða B. Jónsdóttir, Friðrik S. Einarsson, Jakobína Þórey Hjelm, Kristín H. Einarsdóttir, Þorsteinn A. Þorgeirsson og barnabörn. ✝ ÍVAR REYNIR STEINDÓRSSON frá Teigi Furugrund 66 200 kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 16. október. Útförin fer fram frá Hjallakirkju föstudaginn 24. október kl. 13.00. Sólveig Jóhannesdóttir, Þórarinn Ívarsson, Maitza Esther Pacifico Ospino, Steindór Ívarsson, Jón Sigurðsson, Sigurjón Ívarsson, Ásta Guðríður Björnsdóttir, Guðrún Ívarsdóttir, Þorvaldur Siggason, Rúnar Ívarsson, Sigrún Sölvey Gísladóttir, Kolbrún Ívardóttir, Jóhann Anton Ragnarsson, Ólafur Björn Heimisson, Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA STEINUNN HJARTARDÓTTIR, áður til heimilis að Melhaga 6, Reykjavík, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund aðfaranótt miðvikudagsins 8. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 20. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barna- spítalasjóð Hringsins. Hannes Þorsteinsson, Hjörtur Hannesson, Sigrún Axelsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Una Hannesdóttir, Geir Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.