Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 40
40 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Í NÚTÍMASAMFÉLAGI sem ein- kennist af örum breytingum er menntun æviverk og einstaklingar þurfa að taka ákvörðun um nám og störf oft á ævinni. Fyrirtæki breytast, sameinast eða hætta og starfsfólkið þarf að finna nýtt starf. Verkefnavinna hefur aukist í fyrirtækjum og þá er ein- staklingur ekki starfandi hjá ein- um vinnuveitanda nema í þann tíma sem verkefnið stendur yfir. Auk þessa þarf starfsfólk símennt- un til að vera samkeppnishæft á vinnumarkaði. Allt þetta gerir kröfur um að einstaklingar hafi færni til að taka viðeigandi ákvarðanir til þess að þeim farnist vel í samfélaginu. Þessi færni er hluti af náms- og starfsfræðslu, sem auk þess að upplýsa einstaklinga um nám og störf er kennsla í að þekkja sjálfan sig og geta tekið upplýstar ákvarðanir sem henta hverju sinni. Í aðalnámskrá grunnskóla 1999 er lögð áhersla á að skólinn búi bæði kynin undir þátttöku í at- vinnulífi, fjölskyldulífi og sam- félagi. Í námskrá lífsleikni er gert ráð fyrir að nemendur í 10. bekk geti nýtt sér þekkingu og ráðgjöf náms- og starfsráðgjafa auk þess að geta sett sér markmið og fram- tíðaráætlun til að stefna að og hafa unnið úr upplýsingum um námsleiðir í framhaldsskólum með tilliti til áhuga og framtíðaráforma hvað varðar störf og atvinnutæki- færi. En það er undir hælinn lagt hvort einhver tími er ætlaður til að ná þessum markmiðum. Það fer eftir skólum og skólastjórnendum hvort þessu verkefni er sinnt eða ekki. Í skýrslu um greiningu á starfi náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum Reykjavíkur 2006 kemur fram að náms- og starfs- fræðsla fari ekki fram í um 30% grunnskóla með unglingadeildir. Í skýrslunni kemur einnig fram að einungis 38% náms- og starfs- ráðgjafa töldu að 70-99% nemenda væru vel undirbúin til að taka ákvörðun um nám að loknum grunnskóla við lok 10. bekkjar. Til að náms- og starfsfræðsla verði öflug grein og hluti af námi hvers nemanda allan grunnskólann en ekki bara olnbogabarn þarf að gera viðamiklar breytingar. Nauð- synlegt er að hafa heildstæða áætlun í náms- og starfsráðgjöf þar sem náms- og starfsfræðsla er einn hluti ásamt öðrum fyrirbyggj- andi þáttum sem undirbúa nem- endur fyrir líf og starf í nútíma- samfélagi. Þá fyrst er hægt að tryggja að nemendur verði færir í að taka upplýstar ákvarðanir um nám og störf alla ævi. SIGRÍÐUR BÍLDDAL RUESCH, náms- og starfsráðgjafi í grunnskóla. Náms- og starfsfræðsla, olnbogabarn eða nauðsyn? Frá Sigríði Bílddal Ruesch: MARGIR finna nú fyrir óöryggi og kvíða. Ég er vissum að næst- um því allir Íslendingar spyrja: „Hvað er eig- inlega að gerast og hvernig komumst við út úr þessu?“ Þjóðin mun auðvitað komast út úr vandanum þó að það taki kannski lengri tíma en við sjálf óskum. Í erfiðleikum og umróti er alltaf mikilvægt að halda ró sinni og vera æðrulaus. Ef okkur tekst það erum við bet- ur fær um að taka réttar ákvarð- anir. Til þess að öðlast æðruleysi er gott að fara á staði þar sem já- kvæð andleg iðkun á sér stað. Guðsþjónustur kirkjunnar eru góður vettvangur til þess, ekki aðeins vegna þess að þar er kyrrð og friður heldur líka vegna þess að þar er okkur boðað lifandi Orð Guðs sem byggir upp og er örugg leið til vaxtar og þroska. Æðruleysismessurnar hafa ver- ið í Dómkirkjunni í rúman áratug og hef ég notið þess að vera þar með ótrúlegum fjölda fólks sem á þá sameiginlegu reynslu að and- leg ró og friður skipta mestu máli í lífinu. Þó að æðruleysismessurnar séu hugsaðar til stuðnings þeim sem kjósa styrk trúarinnar á nýrri leið sinni í baráttunni við ýmsar fíknir og þá einkum alkóhól og önnur vímuefni eru þær líka vel til þess fallnar að byggja upp alla þá sem þangað koma og veita þeim styrk sem lifa erfiða eða tví- sýna tíma. Æðruleysismessurnar eru kvöldmessur og þær einkenn- ast af trausti, von og gleði. Tón- listin er líka mjög fjölbreytt og hefur Bræðrabandið ásamt Önnu Sigríði Helgadóttur verið í aðal- hlutverkinu í gegnum árin. Bræðrabandið skipa þeir Hörður Bragason, organisti og píanóleik- ari, Birgir Bragason, sem spilar á kontrabassa, og Hjörleifur Valsson sem spilar á fiðlu. Þetta frábæra tónlistarfólk mun gleðja þá sem sækja æðruleysismess- urnar í vetur og verður svo einn- ig á sunnudaginn kemur, en þá er æðruleysismessa kl. 20.00. Prestarnir sem annast aðra þjón- ustu eru Anna Sigríður Páls- dóttir, sem mun predika, Þor- valdur Víðisson mun annast bænina og Karl V. Matthíasson mun leiða messuna. Í lok æðruleysismessanna eru svo oft fyrirbænir en þá ganga þeir sem vilja upp að altarinu og leggja ýmis bænarefni sín fram og er þá beðið fyrri hverju því sem fólki liggur á hjarta. Æðruleysismessurnar eru venjubundið starf í Dómkirkj- unni, þó þannig að ein messa er í hverjum mánuði yfir vetrartím- ann, messan í nóvember var hinn 16., en verður 14. desember. Allir menn vilja lifa góðu og áhyggjulausu lífi. Til þess að það sé hægt verða þeir að hafa ein- hvern góðan grunn til að standa á og sá grunnur fæst hvorki úr ríki Mammons né Bakkusar. Trúin sem boðuð er í kirkjum landsins er góður lífsgrunnur og hefur hún reynst þúsundum blessun, björgun og líkn. Við sem stöndum að æðruleysismess- unum í vetur minnum á að allir eru velkomnir í þær og vonum við að sem flestir mæti sjálfum sér og öðrum til blessunar og gleði. KARL V. MATTHÍASSON, prestur og alþingismaður. Æðruleysismessur eru öllum opnar Frá Karli V. Matthíassyni: Karl V. Matthíasson. Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. Borgartúni 22 • 105 Reykjavík • Fax 5 900 808 fasteign@fasteign.is • www.fasteign.is 5 900 800 TIL SÖLU Í LITLAKRIKA MOSFELLSBÆ M b l1056681 Litlikriki 31 einbýlishús með 2 íbúðum. Um er að ræða 342 m2 einbýlishús á 2.hæðum þar sem að eru 2 íbúðir á neðri hæð í útleigu alls 170 m2 & aðalhæð með bílskúr alls 172 m2 sem er tæplega tilbúin til innréttinga. 12 mánaðar leigusamningar með 3ja mánaðar uppsagnarfresti á íbúðum neðri hæðar. Leigutekjur kr: 210.000.- á mánuði. Laust til afhendingar. Upplýsingar: Sveinn Eyland sölumaður fasteign.is gsm: 6900-820 Litlikriki 25 – fokhelt & fullbúið að utan Glæsilegt 252,0 m2 einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Um er að ræða vel skipulagt einbýlihús, hannað af arkitektum hjá EON. Húsið skilast fokhelt í samræmi við ÍST 51:2001. Að utan skilast húsið fullbúið með ómálaðri hvítri múrhúð en rúmlega fokhelt að innan, öll loft tilbúin til sandspörslunar. Verð: 44,8.- millj. rúmlega fokhelt / fullbúið að utan Verð: 54,3.- millj. tilbúið til innréttinga. Sími 575 8585 FASTEIGNASALAN ÞÍN www.fmg.is ÞÓRÐARSVEIGUR - 3JA HERB. AUK STÆÐIS Í BÍLAGEYMSLU Mjög falleg og björt 85,9 fm., 3ja herb., íbúð á 2. hæð auk stæðis í bílageymslu í fallegu lyftuhúsi í Grafarholti. Þvottahús innan íbúðar. Ljóst beyki parket og flísar á gólfum. Eldhús, stofa og borð- stofa er eitt opið og bjart rými, ljóst parket á gólf- um. Ljós viðarinnrétting í eldhúsi, nýleg Siemens uppþvottavél fylgir. Þvottaherbergi er rúmgott með flísum á gólfi. HAGSTÆÐ ÁHVÍLANDI LÁN TIL YFIRTÖKU CA. 18 MILLJ. V. 23.5 millj. BERJARIMI - 2JA HERBERGJA AUK STÆÐIS Í BÍLAGEYMSLU Falleg 2ja herb.íbúð á 2. hæð í tveggja hæða fjölbýli, auk stæði í bílageymslu, alls 88,8 fm með bílskýli. Parket á stofu, borðstofu, gangi og svefnherbergi, flísar á eldhúsi og baðherbergi. Opið eldhús með hvítri innréttingu. Rúmgóðar svalir með markísu yfir. Þvottaherbergi er innan íbúðar. Geymsla í kjallara. HAGSTÆÐ ÁHVÍL- ANDI LÁN FRÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI KR. 17.5 MILLJ. V.20.9 millj. NÝTT Á SKR Á DOFRABORGIR - 4RA HERB. ENDA- ÍBÚÐ M. BÍLSKÚR - FRÁB. ÚTSÝNI Íbúðin er 92,3 fm, geymsla er 11,4 fm og bíl- skúr 19,5 fm samtals 123,2 fm. Parket á öllum gólfum nema baðherbergi, þar eru flísar. Fata- skápar í öllum herbergjum. Rúmgott flísalagt baðherbergi, tengt fyrir þvottavél. Tvennar svalir með frábæru útsýni. Bílskúr með sjálfvirkum hurðaopnara, góðu vinnuplássi og 11,4 fm geymslu. EIN FALLEGASTA GATAN Í GRAFAR- VOGI. V. 29,9 millj. Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík Sími 575 8585. Fax 575 8586 Sigrún Stella Einarsdóttir Lögggiltur fasteignasali NÝTT Á SKR Á NÝTT Á SKR Á FASTEIGN ER TRAUST FJÁRFESTING - ÁHUGAVERÐAR EIGNIR Á WWW.FMG.IS GSM 824-0610 Áhugavert viðskiptatækifæri fyrir fjárfesta TIL SÖLU eignarhaldsfélag með sterka eiginfjárstöðu, sem er eigandi að stóru óskipulögðu landi á höfuðborgarsvæðinu. Til greina kemur bæði sala og hlutdeild eða sala á félaginu í heild. Allar nánari upplýsingar veita Einar Páll Kjærnested og Þorleif- ur St. Guðmundsson hjá Eignamiðlun Mosfellsbæ í síma 586 8080. Kjarna • Þverhol t i 2 • 270 Mosfe l lsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 www.fastmos. is, www.eignamidlun. is • Einar Pál l K jærnested löggi l tur faste ignasal i BRÉF TIL BLAÐSINS VANDAMÁL eru til þess að leysa þau og við stöndum frammi fyrir einu slíku, okkar sterka íslenska þjóð. Núna höfum við tækifæri á að gera verulegar umbætur í okk- ar litla þjóðfélagi, núllstillum. Við vitum að á undanförnum ár- um og áratugum hafa ein- staklingar og ættir á Íslandi söls- að undir sig mikinn hluta af okkar sameiginlega afrakstri, afrakstri dugnaðar og samviskusemi al- mennings sem á sér fáar hlið- stæður. Það skal alltaf vera þann- ig að einn hefur meira en annar en við vitum að okkur er ekki sama um þann gífurlega mun sem hefur verið á Jóni og séra Jóni. Tölum um hlutina eins og þeir eru. Það erum við Jón og almenn- ingur vinir hans, sem þurfum nú að blæða fyrir sofandahátt þing- manna, linkind eftirlitsaðila og taumlausa græðgi efnamanna. Ég vil að nú sé notað tækifærið og jafnræði komið á í þjóðfélaginu á nýjan leik og allir sitji við sama borð. Fellum niður allar skuldir einstaklinga við bankakerfið og látum bönkunum eftir það fé sem við eigum inni í bönkunum. Þann- ig losnum við við að reyna að finna einhvern gengisgrunn til þess að ákvarða endurgreiðslu á lánunum og sá auður sem féll í fárra hendur við kótaúthlutun kemur að einverju leyti til baka. 80% þjóðarinnar, Jón og hans vin- ir (jafnvel börn), sem þurfa á komandi árum að borga óráð- síueftirstöðvarnar, geta þá gengið til þess verks. JÓN ÞÓRARINSSON Efra-Skarði, Akranesi. Örlítið annar vinkill Frá Jóni Þórarinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.