Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 20
20 Sakamál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Þ egar lögreglan kom að húsinu við Hringbraut fyrir rúmu ári tók á móti henni maður. Hann sagð- ist hafa komið að félaga sínum látnum skömmu áður. Hinn látni var með mikla höfuðáverka og grunaði lögreglumenn að honum hefði verið ráðinn bani með því að slá slökkvitæki ítrekað í höfuð hans. Duft úr slökkvitækinu sveif enn um íbúð- ina. Maðurinn sem tók á móti lögregl- unni var hjálplegur. Hann gat meira að segja bent á líklegan árásarmann, konu sem bjó í sama fjölbýlishúsi. Sú kona kom af fjöllum þegar lögreglan bankaði upp á hjá henni og grunur lögreglunnar beindist aldrei að henni. Hins vegar var hinn hjálplegi strax grunsamlegur. Hann var með nýtt sár á fingri og duft úr slökkvitækinu á handarbaki. Neitaði staðfastlega Maðurinn neitaði alltaf að hafa átt nokkurn þátt í dauða félaga síns. Hann sagði að þeir hefðu setið að drykkju fram undir hádegi, en þá skilið um stund og hvor lagt sig á sínu heimili. Svo hefði hann farið aftur til félaga síns og þá komið að honum látnum. Koddi hefði verið yfir andliti hans og þeg- ar hann lyfti koddanum af hefði fé- laginn hóstað eða frussað blóði. Maðurinn var að vísu afleitt vitni, enda hafði langvarandi vímuefna- notkun af ýmsu tagi sett mark sitt á hann. Fyrir dómi gat hann ekki lýst hvenær lögreglan hefði komið á staðinn, eða hvað hefði gerst í fram- haldi af því. Framburður hans um hvað gerðist þennan dag, þegar fé- lagi hans lést, bar mjög keim af þessu. En eitt hélt hann alltaf fast við: Að hann hefði ekki ráðið mann- inum bana. Tæknideild lögreglunnar var ekki sama sinnis. Björgvin Sigurðsson, sérfræðingur tæknideildarinnar í DNA-rannsóknum, sýndi fram á að blóð úr hinum látna hefði verið á bol mannsins, á úlpunni hans sem hann hafði farið með yfir í sína íbúð, á gallabuxunum sem hann var í þegar lögreglan kom á vettvang og á galla- buxum á baðherbergisgólfi heima hjá honum, en þeir blettir samrýmdust því að einhver hefði þurrkað blóð af sér í buxurnar. Blóð var líka á slökkvitækinu. Þá sagði Björgvin að það gæti ekki staðist að hinn látni hefði frussað blóði, eins og félagi hans, sem nú var ákærður fyrir manndráp, sagði hann hafa gert. Lögun blóðblettanna sem fundust á úlpunni og á öðrum fatnaði sýndu að þetta gæti ekki hafa verið raunin. Blóðdropar eftir fruss væru bæði minni en þeir sem fundust á fatnaðinum og lögun þeirra væri önn- ur. Engir slíkir blóðdropar hefðu fundist við rannsóknina. Þá komi fram loftbólur í blóðdropum sem koma eftir hósta eða fruss, auk þess myndist hringir í slíkum blóðdropum. Blettir allir eftir högg Það var orðið fátt um varnir hjá hinum ákærða félaga þegar hér var komið sögu. En annar tæknideild- armaður, Ragnar Jónsson, bætti um betur. Hann hafði greint blóðferla í herbergi hins látna, sem sýndu hvar högg höfðu fallið og hvernig sá sem sló hefði borið sig að. Í skýrslu Ragn- ars sagði m.a.: „Gerandi hefur staðið um 50 sm frá norðurvegg svefn- herbergisins, milli fataskáps og rúm- dýnu látna, og veitt honum þar a.m.k. þrjú þung högg í höfuðið með ein- hvers konar áhaldi eða barefli. Þetta styður um 50 sm eyða (rof) í sam- felldri blóðblettaslóð framan við fata- skáp sem stendur vestan við rúm látna. Aðrir blóðferlar á norðurvegg (blóðslettur), á austurvegg (frákasts- blettir) og á skápahurðum (frákasts- Rannsóknir á blóðslettum og blóðferlum leiða sann- leikann í ljós. Í tveimur nýlegum dæmum sýndi tæknideild lögreglunnar fram á atburðarás, sem var í ósamræmi við það sem fullyrt var. Í öðru málinu felldu slíkar rannsóknir sök á mann , en í hinu var leitt í ljós að frásögn meints fórnarlambs var röng. Blóðið felldi dóminn Vettvangur Liður í rannsóknum á vettvangi er að gera nákvæman uppdrátt af aðstæðum. Þessi teikning sýnir aðstæður þar sem maður var stunginn til bana. Afstaða allra hluta er merkt inn, hvar sá látni liggur og blóðug fót- sporin sem liggja frá líkinu að útidyrum. blettir) staðfesta að í eyðunni hafi gerandi staðið.“ Þá segir í skýrslunni að fatnaður geranda hafi átt að vera með smáum blóðslettum að framanverðu, sem sagt sams konar blettum og var að finna á fatnaði hins grunaða, úlpu, bol og gallabuxum. Skýrslan er auðvitað miklu lengri og ítarlegri. Og þar að auki kom sænskur sérfræðingur fyrir dóminn, sem var sammála skýrslu Ragnars í öllum atriðum. Blóðblettirnir væru allir eftir högg. Ekki hósta eða fruss. Síbreytilegur framburður Í niðurstöðum héraðsdómaranna þriggja, sem dæmdu í málinu, er vís- að til þess að framburður hins ákærða hafi tekið miklum breyt- ingum frá upphafi og hafi borið þess glögg merki að hann hefði reynt að aðlaga framburð sinn eftir því sem nýjar upplýsingar hefðu komið fram. Einkum á þetta við framburð hans undir rannsókn málsins. „Óþarft er að rekja það nánar en margt af því sem ákærði hefur sagt hafa átt sér stað á ekki við nein rök að styðjast,“ sögðu dómararnir og nefndu til sög- unnar framburð um að hinn látni hefði frussað blóði. „Ákærði breytti enn framburði sínum þar um í lok að- almeðferðar málsins og kvað sig hafa minnt þetta.“ Dómararnir áttu ekki annarra kosta völ en reiða sig á rannsóknir tæknideildarinnar. Þær rannsóknir sýndu fram á að maðurinn hefði ráðið félaga sínum bana og hvernig hann hefði borið sig að við verknaðinn. Hann var dæmdur í 16 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og þar er dóms að vænta fyrir jól. rsv@mbl.is Mán til mið 10–18.30, fim 10–21, fös 10–19, lau 10–18, sun 13–18 | Sími 517 9000 | www.kringlan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.