Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 44
44 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008
Kæri vinur, hver
hefði trúað því fyrir
aðeins nokkrum mán-
uðum að ég væri að senda þér þessa
hinstu kveðju. Þetta blessaða líf er
ekkert smáflókið. Á svona stundum
rifjast upp þær stundir sem okkar
leiðir hafa legið saman.
Okkar fyrstu kynni voru þegar þú
réðst mig í vinnu til þín 1985. Ég
gleymi ekki símtalinu þegar þú
hringdir í mig um kvöld í byrjun
janúar og bauðst mér vinnu. Í raun
átti ég að mæta kl. 8 morguninn eft-
ir, en þar sem þetta var stuttur fyr-
irvari mátti ég mæta kl. 9. Þarna er
þér nú nokkuð rétt lýst, fljótur að
taka ákvarðanir.
Árin liðu og mikil og góð tengsl
mynduðust á milli starfsmanna og
maka þeirra og haldast þessi tengsl
enn hjá stórum hóp. Þegar árin líða
Gunnar Reynir
Bæringsson
✝ Gunnar ReynirBæringsson
fæddist á Ísafirði 7.
júlí 1949. Hann lést
á Landspítalanum
við Hringbraut
fimmtudaginn 9.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Bústaða-
kirkju 17. október.
sér maður hversu
mikilvægt er að eiga
góða vini. Árið 1995
urðu tengsl okkar
Gylfa við ykkur
Gunnu enn meiri þeg-
ar við fórum í
hundana eins og sagt
er, þar sem þið fenguð
hvolp hjá okkur, hann
Tenor sem átti stórt
pláss í hjarta ykkar
þau 13 ár sem hann
var með ykkur. Eftir
það áttum við margar
góðar stundir saman hvort sem það
var í labbitúrum, á hundasýningum
eða ferðalögum. Ferðast var víða
bæði innanlands og utan, svo ekki sé
talað um okkar frægu ferð til Flór-
ída fyrir mörgum árum.
Við þökkum þér og Gunnu allar
þessar stundir sem við höfum átt
saman og nú seinast í sumarbú-
staðnum í ágúst þar sem þið Gunna
komuð með Kolbrúnu og fjölskyldu
og áttum við þar góða stund. Á einu
ári hafa áföllin dunið yfir hvert af
öðru, en nú er þjáningum þínum lok-
ið. Það verður tómlegt hjá henni
Gunni þinni þar sem þið voruð svo
miklir félagar og vinir. Þið voruð
alltaf saman. Gunna er sterk kona
og hún á góða að. Börn ykkar,
tengdabörn og barnabörn voru þér
svo mikils virði og þau munu standa
vörð um hana. Guð veri með ykkur
öllum. Minning þín lifir.
Aðalbjörg og Gylfi.
Gunnar Bæringsson var braut-
ryðjandi. Þegar hann og félagar
hans settu á fót kreditkortaþjónustu
hér á landi árið 1980 höfðu höft í við-
skiptum verið landlæg. Félagið
Kreditkort hf. fór hægt af stað og
fyrstu árin var notkun bundin við
innanlandsmarkað. Margskonar erf-
iðleika varð að yfirstíga, en smátt og
smátt jókst skilningur manna á þýð-
ingu kreditkorta í viðskiptum. Það
var dýrmætt á þessum erfiðu tímum
að hafa í forustu mann sem með lip-
urð og heiðarleika skapaði það
traust sem nauðsynlegt er í viðskipt-
um sem þessum. Hér var Gunnar
réttur maður á réttum stað.
Kynni mín af Gunnari hófust árið
1983 þegar sparisjóður sem ég veitti
forstöðu tók að veita viðskiptavinum
sínum þjónustu með kreditkort. Ár-
ið 1986 gerðist sparisjóðurinn eig-
andi að allstórum hlut í félaginu og
var ég frá þeim tíma stjórnarmaður
í félaginu og áttum við náið og far-
sælt samstarf í tólf ár.
Gunnar var góður stjórnandi og
naut vinsælda starfsfólks, enda
hafði hann velferð þess í fyrirrúmi.
Hann hafði yfirgripsmikla þekkingu
á kreditkortaþjónustu og var hug-
myndaríkur varðandi nýjar þjón-
ustuleiðir. Rekstur félagsins var alla
tíð með ágætum. Ég minnist þeirra
góðu persónulegu kynna sem ég átti
við Gunnar og konu hans Guðrúnu.
Ferðalög innanlands sem utan
treystu góða vináttu. Ég minnist
sérstaklega ævintýralegrar ferðar í
afmæli Gunnars þegar hann varð
fertugur, en afmælisveislan var
haldin í sumarhúsi í Aðalvík. Þá
voru nokkrar ferðir erlendis sem
skipulagðar voru af Gunnari mjög
eftirminnilegar og lærdómsríkar.
Gunnar var traustur samferða-
maður sem ég mun sakna.
Ég færi Guðrúnu og fjölskyldu
innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Gunnars
Bæringssonar.
Hallgrímur Jónsson.
Kveðja frá
Framkvæmdasjóði Skrúðs
Góður félagi og stjórnarmaður í
Framkvæmdasjóði Skrúðs er fallinn
frá langt um aldur fram. Gunnar
Bæringsson tók sæti í stjórn sjóðs-
ins sem fulltrúi Ísafjarðarbæjar árið
1997 en á þeim árum hafði verið
unnið ötult starf við endurbætur
garðsins Skrúðs í Dýrafirði. Fram-
undan var því mikilvægt verkefni;
að koma traustum fótum undir sjóð-
inn, til þess að tryggja eðlilegt við-
hald og umhirðu garðsins um langa
framtíð.
Gunnar starfaði í heimi fjármála
og viðskipta og var því eðlilega falin
varsla sjóðsins. Sem gjaldkeri tók
hann fjármálin föstum tökum og
naut sjóðurinn reynslu hans og
þekkingar. Á þessum árum stóð
stjórnin fyrir fjáröflun til eflingar á
sjóðnum. Stofnað var hollvinafélag
garðsins, unnið að fjármögnun með-
al fyrirtækja, fyrrverandi nemenda
á Núpi og einstaklinga í átthaga-
félögum og efnt til fjáröflunar með
samkomuhaldi. Í sama tilgangi var
gefin út dagbók séra Sigtryggs,
stofnanda garðsins; „Skrúður á
Núpi – græðsla og gróður í fjörutíu
ár (1909-1949)“. Gunnar Bæringsson
var sannarlega traustsins verður og
þau voru mörg verkin sem honum
voru falin og sú vinna og utanum-
hald ávallt unnið án endurgjalds í
þágu málefnisins.
Umfram annað var Gunnar Bær-
ingsson traustur og góður félagi.
Þrátt fyrir á stundum ábyrgðarfullt
yfirbragð var ávallt stutt í glettni og
snaggaraleg tilsvör, sem vörpuðu
ljósi á hvert viðfangsefni. Hann tók
sjálfan sig ekki um of hátíðlega og
vílaði ekki fyrir sér að takast á
hendur verkefni sem margur annar
hefði vikist undan. Gunnar sóttist
ekki eftir því sem innantómt var eða
fáfengilegt og lagði í okkar hópi
ávallt gott til málanna og með því
farsæla starfi sem hann innti af
hendi var lagður varanlegur grunn-
ur að varðveislu á menningarger-
semi sem þjóðin á og mun geyma;
garðinum Skrúði í Dýrafirði.
Fyrir hönd stjórnar Fram-
kvæmdasjóðs Skrúðs;
Brynjólfur Jónsson formaður.
Siggi Sveins er dá-
inn – það getur ekki
verið var fyrsta hugs-
un okkar allra í vinahópnum sem
samanstendur af karlakór Strætó
og mökum.
Við vorum öll samankomin í
Grafarholtskirkju aðeins nokkrum
klukkustundum áður til að kveðja
kæran vin og kórfélaga, Indriða
Ólafsson, er lést eftir langvarandi
veikindi þar sem Siggi og aðrir úr
kórnum sungu og báru svo Indriða
síðustu sporin.
Enginn hefði trúað því að hann
yrði næstur aðeins fjórum klukku-
stundum síðar. Hraustur, flottur í
góðu líkamlegu ásandi, stundaði
ræktina reglulega og geislaði af
jafnvægi og lífsgleði. Skynjun okk-
ar hefur aldrei verið meiri en nú
hversu skammt er á milli lífs og
Sigurður Sveinsson
✝ SigurðurSveinsson fædd-
ist í Reykjavík 5.
júní 1949. Hann
varð bráðkvaddur
að kvöldi mánu-
dagsins 6. október
síðastliðins og fór
útför hans fram frá
Fríkirkjunni í
Reykjavík 14. októ-
ber.
dauða og að enginn
veit sinn næturstað.
Það er þetta sem und-
irstrikar hvaða gildi
eru mikilvægust í líf-
inu.
Við hjónin viljum
minnast með ljóði
Björns Halldórssonar
frá Laufási Sigurðar
Sveinssonar og Indr-
iða Ólafssonar og
vottum okkar innileg-
ustu samúð þeim báð-
um Gróu og Eddu og
biðjum Guð að vera
með öllum þessum einstaklingun-
um sem eiga um svo sár að binda
vegna fráfalls þessara félaga okk-
ar.
Hví fölnar jurtin fríða
og fellir blóm svo skjótt?
Hví sveipar barnið blíða
svo brátt hin dimma nótt?
Hví verður von og yndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
Við geymum í hjarta okkar allar
þær minningar sem við höfum átt
saman í gegnum árin bæði hér
heima og á ferðalögum erlendis og
þökkum fyrir þær stundir.
Elsku Gróa mín, Guð veri með
þér og fjölskyldunni í gegnum þessi
snöggu umskipti.
Einnig sendum við Eddu okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum Guð að varðveita hana og
fjölskylduna.
Eygló og Reynir.
Mig langar að kveðja góðan og
traustan vin Sigurð Sveinsson,
Sigga, eins og við kölluðum hann
alltaf hér á heimilinu.
Mánudagskvöldið fyrir viku
hringdi síminn, Gróa eiginkona
hans og okkar góða vinkona færði
okkur hinar hörmulegu fréttir um
lát hans, sem var alltof fljótt og alls
ekki tímabært. Það var þögn á
heimilinu þetta kvöld og söknuður
okkar allra mikill. Sonur okkar,
Sævar, sagði fá orð en þau segja
ansi margt: Siggi, sem alltaf var
svo góður við mig.
Við dvöldum hjá þeim hjónum
seinustu helgina sem Siggi lifði og
er það okkur mjög dýrmætt að hafa
getað verið með honum svo stuttu
áður. Engan óraði fyrir því sem á
eftir kom, en enginn ræður sínum
næturstað. Við vorum einmitt að
tala um allar ferðirnar, sem við ætl-
uðum með þeim á fjöllin næsta
sumar og sumur. Siggi tók vel í það
eins og allt sem við hann var sagt.
Hann var mjög bóngóður og vildi
alltaf gera öllum til hæfis og þókn-
ast öllum eins vel og hann gat. Þau
hjón komu oft í heimsókn til okkar
og var alltaf mikil tilhlökkun að fá
þau. Það var alltaf eitthvað verið að
gera saman og stundirnar eru
ógleymanlegar. Þegar við komum í
bæinn dvöldum við oftast hjá þeim
hjónum og nutum gestrisni þeirra í
hvívetna. Fór þá Siggi oft með köll-
unum, eins og við sögðum, að skoða
eitthvað skemmtilegt, gjarnan bíla,
en þar lá áhugi þeirra allra.
Það er endalaust hægt að telja
upp okkar góðu stundir með Sigga,
en læt hér nú staðar numið og kveð
með þessu fallega versi:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Elsku Gróa og fjölskylda, börn,
tengdabörn og barnabörn. Megi
Guð gefa ykkur styrk í sorginni og
hjálpa ykkur að komast í gegnum
erfiða tíma. Minning um hann mun
verða ljós í lífi okkar um ókomin ár.
Stefanía Fjóla Finnbogadóttir
og fjölskylda.
✝
Hjartans bestu þakkir til ykkar allra, nær og fjær,
sem sýnduð okkur samúð og vináttu við fráfall
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR,
Aflagranda 40,
Reykjavík.
.
Ásgerður Gísladóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Brynjúlfur Sæmundsson,
Gíslína Guðmundsdóttir, Haraldur Dungal,
Ólöf, Axel, Ragnar, Sigurður Ásar, Hrafn
og langafabörnin.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, sonar, afa og bróður,
GUÐMUNDAR BIRGISSONAR,
Vesturbergi 30,
Reykjavík.
Gréta Vigfúsdóttir,
Birgir Kristján Guðmundsson, Jóna Björg Ólafsdóttir,
Inga Vigdís Guðmundsdóttir,
Birgir Kristjánsson, Elín Ellertsdóttir,
barnabörn og systkini hins látna.
✝
Kæra samferðarfólk,
frá andláti elsku drengsins okkar,
BJARNA PÁLS,
hefur umhyggja ykkar og hlýja umvafið okkur og
veitt fjölskyldunni ómetanlegan styrk á erfiðum
tímum. Sá stuðningur sem við nutum í veikindum
hans jafnt frá vandamönnum, fagfólki sem og
ókunnugum er ómetanlegur, hafið hjartans þökk
fyrir.
Sérstakar þakkir færum við þeim sem gerðu útfarardag Bjarna Páls
ógleymanlegan. Allir voru boðnir og búnir til að heiðra minningu
hans og þrátt fyrir erfiða stund lifa eftir ljúfsárar og fallegar minn-
ingar. Væntumþykja og góðvild ykkar bar drengnum okkar yndis-
lega fagurt vitni.
Guð blessi ykkur öll.
„Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú
ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ 23. Davíðssálmur.
Fyrir hönd fjölskyldunnar allrar,
Kristján, Droplaug,
Baldvin, Birkir og Anna Björk.
✝
Vinir og vandamenn
UNNAR JÓNSDÓTTUR,
Deildartungu,
þakka innilega auðsýnda samúð vegna fráfalls
hennar.
Börnin.