Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 25
flett,“ segir Jóhann. Það eru orð að sönnu. Þarna er margur bíllinn í glæstum búningi, en líka flök á ýms- um stigum og greinilegt að bílflök í túnfætinum hafa vakið athygli Ár- sæls á ferðum hans um landið. „Já, já. Ég glennti upp augun ef ég sá bílflak einhvers staðar. Ég varð að skoða það og mynda og kannski at- huga hvort það væri falt. En svona er ég ekki lengur. Nú skotra ég aug- unum svona rétt til hliðar, en stoppa ekki nema eitthvað alveg sérstakt beri fyrir augun.“ – Hvað hafa margir bílar farið um hendur bræðranna? „Hann Jóhann hefur átt einhverja þúsund bíla,“ segir Árni Páll. „Nei, nei,“ mótmælir Jóhann. „Ég er löngu hættur að safna fyrir mig. Þetta var náttúrlega bara bíladella.“ Ársæll segist ekki hafa haldið utan um sína bílaeign. „Nú er ég bara – og hann telur á fingrum sér – nú á ég bara tíu bíla. Fyrir utan þessa tvo sem við höfum talað um á ég Hillman ’37, Ford ’49, ’53 og ’55, tvo Pontiac- blæjubíla, og tvo Chevroletta, ’50 og ’51. Þetta er nú ekki meira en það!“ segir hann og virðist hissa yfir út- komunni. „Það tekur því ekki að minnast á þetta. Enda á ég bara mína bíla og geri þá upp á tíu, fimmtán ára fresti. Ég hef gert Hudsoninn upp þrisvar sinnum og einhverja tvisvar sinnum. Þannig held ég lífinu í þeim.“ „Það er enginn flinkari en hann við að gera upp bíla,“ segir Jóhann. „Margir eru bara tótt, þegar hann tekur við þeim og svo lifnar bíll í höndunum á honum. Sjálfur nenni ég þessu ekki. Ég skipti bara um.“ Fékk bíl í happdrætti Bílar hafa borizt Ársæli með ýmsu móti. Suma hefur hann keypt, aðra fengið gefins, þar sem þeir biðu eftir brotajárnsskipum, og einn vann hann í happdrætti. „ Það var happ- Uppáhaldið Oldsmobilinn hefur Ársæll átt lengst og gert upp fimm sinnum. ‘‘HÉR ÁÐUR FYRRVORKENNDI FÓLKMANNI ALVEG ÓSKAPLEGA AÐ VERA Á ÞESSU EN SVO BREYTTIST ÞETTA OG ÞAÐ VARÐ FÍNT drætti Fornbílaklúbbsins. Þá átti ég Oldsmobile ’56 og Ford ’49 og Hud- son ’47 og ætlaði að kaupa þau núm- er. En þau voru þá öll farin svo ég varð að sætta mig við að setja 1 fyrir framan. Og svo vann ég á 156, fékk Chevrolet Impala ’59 frá Bandaríkj- unum.“ Bílarnir hans Sæla hafa reynzt vinsælar kvikmyndastjörnur. Þeir hafa komið víða við; m.a. í kvikmynd- unum Djöflaeyjunni og Mávahlátri. Og út í Flatey fóru þeir til kvik- myndaleiks. „Það var ekki hægt að gera bíómynd án þess að fá Sæla og bílana hans,“ segir Ársæll. „Það tímdi enginn að lána bílinn sinn, en ég gat alveg séð af mínum. Mínir bílar eru nefnilega útibílar en engir bómullarbílar. Ég hafði einu sinni einn bílinn inni yfir veturinn og þá í snjóskafli. Öðru vísi var það nú ekki.“ – Hafa yngri bílar aldrei höfðað til Ársæls? „Á þeim tuttugu árum sem ég var í að ryðverja, langaði mig bara í einn bíl af öllum þeim nýju bílum sem ég ryðvarði. Þetta var Rambler Marlin. Mér fannst hann flottur, svo öðru vísi en allir aðrir.“ – Hvað er allt þetta bílastúss eig- inlega? „Þetta er bara bilun. Og ekkert til við henni nema einn bíll í viðbót.“ freysteinn@mbl.is 25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Á flot Skrúfurnar á sínum stað og lagt á vatnið. Furðuverk Bátarnir í höfninni reka upp stór augu, þegar þeir sjá lagarbílinn fara hjá. Einn bíll er í slíku uppáhaldi hjá Jóhanni að hann hefur aldrei viljað selja hann. „Og ætla ekki,“ segir hann fastmæltur. Þetta er reyndar hvorki bíll né bátur, en gerir þó hvort tveggja að aka á vegi og vatni, þetta er láðs- og lagarbíll; Amphicar. „Þetta er eini bíllinn sem er með lausar skrúfur eins og við,“ segir Jóhann og hlær. Amphicar var framleiddur í Þýzkalandi 1959-64. Það voru framleiddir fjögur þúsund átta hundruð og eitthvað bílar sem flestir fóru til Bandaríkjanna. Einn kom hingað í sýningarferð og Hjalti í Vöku eignaðist hann, en síðan gekk bíllinn milli manna þar til Jóhann keypti hann. Jóhann segir fólk oft reka í rogastanz þegar það sér bílinn aka á vatni eins og ekkert sé. „Þessi bíll er bara sniðugur,“ segir hann. „Hann er ekki skemmtilegur á vegi en fínn á vatni.“ Jóhann á annan öðling; svartan Packard 54, sem er vinsæll að rúnta í á merkisdögum, t.d. brúðkaupsdögum. Stundum standa þeir tveir; Packardinn og Hudsoninn borðaskreyttir fyrir utan Hraunteig og setja svo sannarlega svip á staðinn. LÁÐS- OG LAGARBÍLL Flottir Hudson og Packard SÓLNING Kópavogur, Smiðjuvegi 68–7 0, sími 544 5000 • Njarðvík, Fitjabraut 12, sími 421 1399 Selfoss, Gagnheiði 2, sími 482 2722 Skiptu á vetrardekkin í dag Virka daga 8.00–18.00 Laugardaga 9.00–13.00 Opnunartímar Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 12 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingar með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Fáðu úrslitin send í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.