Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 37
37 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann áAkureyri, hefur talsvert rýnt í hegðun og líðanungmenna í rannsóknum sínum. Rannsóknirnar byggjast annars vegar á spurningalistum, þar sem börn og unglingar eru beðin að lýsa viðhorfum sín- um og hins vegar á samtölum við þessa hópa. Þóroddur segir rannsóknirnar hafa leitt í ljós að viðhorf til nýbúa hafi orðið neikvæðari með tím- anum. Málið sé þó ekki alveg svo einfalt því spurt er á víxl um nýbúa og innflytjendur. Þá kemur í ljós að viðhorf til nýbúa er mun neikvæðara. „Orðið nýbúi virðist hafa tekið á sig mjög afmarkaða merkingu. Krakkarnir tala um að það sé alltof mikið af nýbú- um á Íslandi og að þeir hafi neikvæð áhrif á sam- félagið en ekki innflytjendurnir. Orðið nýbúi virðist í huga unglinganna einkum hverfast um fólk sem komið er lengra að, svo sem frá Asíu eða Afríku.“ Erlendum börnum líður verr Rannsóknirnar hafa líka leitt í ljós að börnum og unglingum af erlendum uppruna líður almennt verr í skólanum en íslenskum börnum. Þau eru í meiri mæli einangruð, þykir bekkjarfélagarnir óvingjarn- legir og eru mun líklegri til að lenda í einelti. Þá er öll áhættuhegðun mun algengari hjá þeim, svo sem reykingar, kynlíf og drykkja. „Það er augljóst að börn sem eiga tvo erlenda foreldra standa verst að vígi. Ef þú átt eitt erlent foreldri berðu hálfar byrðar.“ Þoróddur segir tungumálið hafa langmesta þýðingu í þessu sambandi. Börn sem tala ekki íslensku standi langverst að vígi. Hann segir íslenska unglinga hafa bent á að það sé auðveldara fyrir stráka að koma mállausa inn í skólana en stelpur. „Skýringin er sú að þeir geta farið út að sparka bolta. Þá eru þeir með. Stelpurnar þurfa hins vegar í ríkari mæli að treysta á munnleg samskipti til að vera með.“ Þóroddur nefnir sem dæmi dreng frá Víetnam sem kom gjör- samlega mállaus til landsins en var aftur á móti ákaf- lega flinkur í íþróttum. Það gerði það að verkum að hann eignaðist fljótt stóran hóp vina. „Það eru ekki öll samskipti munnleg.“ Þóroddur segir rannsóknirnar ennfremur benda til þess að barn sem er eini nemandinn frá ákveðnu landi í skólanum standi betur að vígi en mörg börn frá sama landi. „Sé barnið eitt er því tekið sem ein- staklingi en tilheyri það stærri hópi verður það bara dæmi um þann hóp. Íslenskir krakkar hafa t.d. ríka tilhneigingu til að alhæfa um Pólverja. Krakkar frá öðrum löndum hafa talað um að þeir séu fegnir að lenda ekki í því sama og Pólverjarnir.“ Ísland er okkar land Þóroddur segir það líka skýlausa kröfu af hálfu margra íslenskra ungmenna að Ísland sé okkar land og útlendingarnir verði að laga sig að okkur, ekki öfugt. „Krakkarnir tala ekki um að þeir vilji alls ekki fá útlendinga til landsins en gera á móti mörg þá kröfu að þeir læri tungumálið og lagi sig að sam- félaginu.“ Þóroddur dregur þá ályktun af rannsóknum sínum að fordómar ungmenna séu ekki stórt vandamál hér á landi en ástandið sé aftur á móti ótryggt. „Maður heyrir bæði á íslensku og erlendu krökkunum að það er töluverð spenna fyrir hendi. Erlendu krakkarnir eru í mörgum til- vikum einangraðir og íslensku krakkarnir eru á varðbergi. Sumir hafa t.d. áhyggjur af því að breyta eigi um mat- aræði í skólunum til að koma til móts við erlenda nemendur og þar fram eftir götunum. Það kraumar heilmikið undir.“ Það kraumar heilmikið undir Merking Þóroddur segir orðið nýbúi hafa neikvæð- ari merkingu í hugum ungmenna en orðið innflytjandi. heilmikið að velta þessum málum fyrir sér. Sjálfur var ég svo einfald- ur að halda að börnin mín hefðu sjálfkrafa ákveðin viðhorf vegna þess að ég vinn í Alþjóðahúsi. Svo einfalt er þetta ekki.“ Jafnvel við eldhúsborðið heima Einar segir unglinga oftar en ekki ófeimna við að tjá sig um allt mögulegt og því sé erfitt að meta hvort þeir séu yfirhöfuð for- dómafyllri en aðrir þjóðfélags- hópar. „Þegar menn verða eldri og öðlast pólitíska rétthugsun, öðru nafni tillitssemi, tala þeir af meiri varfærni en það er ekki þar með sagt að fordómar þeirra séu minni. Fordómar unglinga eru kannski sýnilegri en þegar maður fer að ræða málin kemur oft í ljós að „for- dómarnir“ eru bara upphrópanir sem krakkarnir hafa heyrt einhvers staðar, jafnvel við eldhúsborðið.“ Einar segir Alþjóðahús á hverju sumri fá fjórtán ára unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur til sín á fræðslu- og umræðufundi. „Það er mjög dýrmætt en því er ekki að neita að við hefðum viljað fá meiri snertingu við þennan aldurshóp. Komast meira inn í skólana til að fylgja þessu betur eftir. Það sam- starf hefur gengið hægar en við vonuðumst til, kannski vegna þess að skólarnir þurfa að borga fyrir þetta framtak sjálfir. Við höfum ekki fjármuni til að gera það.“ Inngrip félagsmiðstöðvanna felst ekki eingöngu í fræðslu heldur hafa þær líka reynt að rétta erlendu börnunum höndina. „Í fyrra tókum við starfsmennirnir hérna í Mið- bergi eftir því að það voru nokkrir Litháar tvístígandi hérna fyrir ut- an. Við ákváðum að bjóða þeim inn og nú eru þeir hinir ánægðustu hérna,“ segir Hafsteinn. Útlendingar eru ekki eina fólkið sem þola hefur mátt fordóma á Ís- landi. Sú var tíðin að samkyn- hneigðum var ekki vært hér. Hvorki Eva Brá né Sigmar eru á því að íslensk ungmenni hafi for- dóma gagnvart samkynhneigðu fólki í dag. „Samkynhneigð er orðin sjálfsagður hlutur í dag,“ segir Eva Brá og Sigmar tekur upp þráðinn: „Ég held að allir unglingar geri sér grein fyrir því að samkynhneigðir eru ekkert verri en við hin. Sjálfur hef ég aldrei orðið vitni að for- dómum í garð samkynhneigðra.“ Hafsteinn upplifir þetta með sama hætti. „Íslensk ungmenni hafa ekk- ert út á samkynhneigða að setja. Ég hef ekki tekið eftir því hjá grunnskólakrökkum og ekki heldur í framhaldsskólum. Og hef ég nú verið þar nokkur árin,“ segir hann og brosir út í annað. Takmarkaðar rannsóknir liggja fyrir en Frosti Jónsson, formaður Samtakanna ’78, hefur eigi að síður á tilfinningunni að fordómar ung- menna í garð samkynhneigðra séu minni í dag en fyrir 10 til 20 árum. Hann segir samkynhneigða verða vara við fordóma hjá ungmennum eins og öðrum enda þótt birting- armyndin sé mismunandi eftir því að hvaða hópi hún beinist. „Þetta er sem betur fer ekki algengt en eitt atvik er auðvitað einu atviki of mik- ið. Einelti er alltaf alvarlegt og ein birtingamynd fordóma. Það beinist oft að þeim sem skera sig úr með einhverjum hætti.“ Starf Samtakanna ’78 byggist á forvörnum. Leitast er við að koma í veg fyrir aðstæður sem leiða til ónota og jafnvel eineltis. „Hvers konar fordómar, að ég tali ekki um einelti, er ólíðandi. Sama af hvaða rótum það er sprottið. Við rekum mjög öflugt fræðslustarf sem bygg- ist annars vegar á jafningjafræðslu. Samkynhneigð ungmenni fara í efstu bekki grunnskóla og fram- haldsskóla og ræða við jafnaldra sína. Við fórum í tæplega sextíu heimsóknir á liðnum vetri og þær gætu verið mun fleiri. Við bara önn- um því ekki. Hins vegar sinnum við fræðslu sem beinist að fagfólki, kennurum, námsráðgjöfum, hjúkr- unarfræðingum og öðru starfsfólki skólanna. Þetta er viðleitni af okkar hálfu til að brjóta niður stað- almyndir og vinna gegn fordómum og fylgifiskum þeirra. Þessi fræðsla var á sínum tíma tekin út úr skóla- kerfinu í Bretlandi og það hefur haft mjög neikvæð áhrif á aðstæður samkynhneigðra ungmenna þar og ofbeldismálum í garð þeirra fjölg- að.“ Eva Brá og Sigmar segja kven- fyrirlitningu heldur ekki áberandi meðal jafnaldra sinna. „Það er gam- aldags að tala niður til kvenna. Okkar kynslóð mun ekki falla í þá gryfju. Í huga unglinga eru femín- istar bara væluskjóður. Það var einu sinni þörf fyrir femínista en ekki lengur. Þeir eru tímaskekkja,“ segir Eva Brá. „Það myndi ekki hvarfla að nokkrum strák á mínum aldri að líta niður á stelpur. Þær eiga að fá sömu tækifæri og við,“ segir Sigmar. Þegar Eva Brá er spurð hvort hún gangi út frá því að fá sömu tækifæri í framtíðinni og strákar á hennar aldri horfir hún undrandi á blaðamann. „Að sjálfsögðu.“ ‘‘ÉG HEF LÍKA HEYRT UNGLINGSSTELPUR TALA UMAÐ PÓLVERJAR SÉU ALLTAFAÐ HORFA Á SIG Í STRÆTÓOG DRAGA AF ÞVÍ ÞÁ ÁLYKT- UN AÐ ALLIR PÓLVERJAR SÉU PERRAR. nasisti! Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2008 BÆTT VINNUUMHVERFI - BETRA LÍF ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ERU LEIÐIN verður haldin á Grand Hóteli, Gullteigi, þriðjudaginn 21. október frá kl. 13.00-16.00. Ráðstefnustjóri: Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlits ríkisins. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Dagskrá: 13:00 Setning 13:10 Fyrirtækjamenning og áhættumat - Actavis á Íslandi 13:30 Gæðakerfi, staðlar og áhættumat - ISO hópur Stjórnvísi 13:50 Áhættumat fyrir fjölþjóða vinnustað - Fiskvinnslan Þorbjörn hf. 14:10 Áhættumat og undirverktakar - Álverið í Straumsvík 14:30-15:00 Kaffi 15:00 Áhættumat vegna efna - Álverið á Reyðarfirði 15:20 Fyrirtækjaeftirlit og áhættumat - Vinnueftirlitið 15:35 Fyrirmyndarfyrirtæki 15:50 Samantekt Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Leó Sigurðsson Öryggis-, heilsu- og umhverfisstjóri Actavis Sigurður M. Harðarson Stjórnunarráðgjafi ParX Einar Lárusson Þróun og eftirlit Þorbjörn hf. Halldór Halldórsson Leiðtogi öryggismála, öryggisgæslu og eldvarna Elín Einarsdóttir Sérfræðingur Heilsu- og öryggissviðs Steinar Harðarson Umdæmisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins Afhending viðurkenninga Eyjólfur Sæmundsson Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.