Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 27
Jólahlaðborðin 2008 Stórglæsilegt sérblað um jólahlaðborð og aðra spennnandi viðburði á aðventunni fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 1. nóvember. Meðal efnis er: • Jólahlaðborð og aðrar matarveislur. • Jólahlaðborð á helstu veitingahúsum. • Hópur sem fer árlega á jólahlaðborð. • Jólahlaðborð heima, skemmtilegar uppskriftir. • Fallega skreytt jólahlaðborð. • Tónleikar og aðrar uppákomur. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 27. október. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 ekki má gleyma því að börnin eru komin í erlendan skóla. Víst verður búslóðin flutt heim fyrir okkur og við fáum flugmiða, en annað þurfum við að kljúfa sjálf.“ Ekki hefur bætt úr skák að sumir starfsmenn erlendis hafa orðið fyrir áreitni og ágangi fjölmiðla, einkum út af Icesave, myndir birst af þeim í fjöl- miðlum og þeir jafnvel verið kallaðir fyrir dómara. Ástandið er raunar litlu skárra á Íslandi, þar sem sumir hafa orðið fyrir áreitni og eru jafnvel komn- ir með lífverði. Og þótt það sé ekkert spennandi að flytja heim, þá finnst sumum það skárra en að vera úti. „Allar fréttastöðvar fjalla um Ís- land,“ sagði starfsmaður erlendis. „Ég bý í fjölbýlishúsi og þar starir fólk á mig, af því að það veit að ég er Íslendingur. Ég er farinn að opna rifu á dyrnar og gæta að mannaferðum áður en ég hætti mér út. Svo hleyp ég út í leigubíl. Því miður heyra leigubíl- stjórar líka fréttirnar. Ég hef aldrei upplifað það áður að skammast mín fyrir að vera Íslendingur.“ Annar segist bara vilja „komast heim undir sæng“. Rjúpnavertíðin að byrja „Ekki var vitað nákvæmlega hvaða lína yrði dregin og því hafa dagarnir verið óþægilegir,“ segir fyrrverandi starfsmaður Glitnis. Og annar við- mælandi, sem missti starfið, bíður nú tíðinda af því hvort konan hans haldi vinnunni hjá öðrum banka. „Það yrði mjög óþægilegt ef hún missti starfið líka,“ segir hann, „en mér skilst að félagsmálaráðherra hafi sagt í fréttum að reynt yrði að koma til móts við sambúðarfólk sem ynni í banka og þess gætt að ekki misstu báðir vinnuna. Ég bind vonir við að það sé rétt.“ Ekki eru allt uppsagnir hjá bönk- unum, því sumir hætta sjálfviljugir eða hafa ekki enn gefið svar af eða á. Almennt eru viðmælendur sammála um að flestir hafi tekið uppsögnum með stillingu og beri sig vel, en marg- ir séu stressaðir. Ástandið komi verst við þá sem hafi spennt bogann til hins ýtrasta, skuldsett sig meira en aðrir og jafnvel keypt hlutabréf í bönk- unum. „Fólk getur ekki minnkað við sig, því það er enginn markaður fyrir hús eða bíla,“ segir einn. „Þú gætir ekki einu sinni selt reiðhjól, nema kannski af því að það gengur ekki fyrir bens- íni. Þess vegna hringja margir í lög- fræðinga og velta fyrir sér lagalegri þýðingu þess að verða gjaldþrota. Ég veit um lögfræðing sem hefur fengið tugi símtala. Það er mikil reiði og sorg í fólki, en þegar það hættir að koma plús inn á tékkareikninginn, þá versnar ástandið. Nú reynir á kerfið – hvort hægt verði að koma til móts við þetta fólk.“ Þá er sárt fyrir marga að horfa á það uppbyggingarstarf sem unnið hefur verið á undanförnum árum fara í vaskinn. En að sama skapi sjá sumir tækifæri í því að búa til sjálfstæðan rekstur um það og fullyrt er að slík sprotafyrirtæki séu í uppsiglingu. „Ég veit það ekki,“ svarar einn af þeim starfsmönnum sem misstu starfið, er hann er spurður hvað taki við. „Rjúpnavertíðin er að byrja. Og mér dettur eitthvað í hug. Ég hef ekki stórar áhyggjur af þessu. Ekki ætla ég að leggjast í eymd og volæði. Þetta verður bara tækifæri. Ég held að næstu tólf mánuðir verði strembn- ir á markaðnum, en svo gerist eitt- hvað. Nú er fullt af góðu fólki á lausu. Er ekki sagt að bestu viðskipta- hugmyndirnar komi í kreppu?“ Morgunblaðið/Golli Uppsveiflan Starfsmenn verðbréfafyrirtækisins Teather and Greenwood í London, sem var í eigu Landsbankans, á meðan allt lék í lyndi. Þá voru bresk stjórnvöld ekki búin að fella bankann undir hryðjuverkalöggjöf. ‘‘RJÚPNAVERTÍÐIN ER AÐBYRJA. OG MANNI DETTUREITTHVAÐ Í HUG. ÉG HEFEKKI STÓRAR ÁHYGGJUR AFÞESSU. EKKI ÆTLA ÉG AÐ LEGGJAST Í EYMD OG VOLÆÐI. ÞETTA VERÐUR BARA TÆKIFÆRI. „Ég hef aldrei haldið eins mikið með íslenska landslið- inu og á leiknum í vikunni. Það er spurning um að fresta jólunum, fara að dæmi Cast- ros, sem frestaði jólunum fram á sumar út af upp- skerubresti.“ Fyrirtækja- ráðgjöf „Ég hlakka til að komast heim og geta farið út í búð án þess að skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Ég var á bar í gærkvöldi og aðspurður sagðist ég vera frá Rúmeníu. Það veit enginn hvar Rúmenía er. Í alvörunni – það er enginn að spá í það!“ Útibú erlendis „Ég hef engan áhuga á að vinna í Nýja Landsbank- anum. Mér hefur reyndar ekki verið boðið það, en ég á kost á öðru starfi og myndi ekki nenna að rífast um þriggja milljóna lán til Kaup- félagsins á Hellissandi.“ Alþjóðasvið „Starfsfólkið í framlínunni var undir mestu álagi. Enda var bankaáhlaup í heila viku og útibúin full af fólki, stundum var það reitt og ekki alltaf að beina reiðinni að réttum starfsmönnum. Og á sama tíma var starfsfólkið uggandi um eigin hag. Það er ótrúlegt hvað það stóð sig vel undir þessum kringumstæðum.“ Lögfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.