Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 34
34 Fjölmiðlar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Eftir Björn Vigni Sigurpálsson bvs@mbl.is H ver er munurinn á Ro- bert Peston, við- skiptaritstjóra BBC, og guði? Guð heldur ekki að hann sé Ro- bert Peston! Hér hefur gamall og sígildur brandari í bresku blaði nýverið verið heimfærður upp á mann sem sumir halda fram að sé sá þriðji valdamesti á Bretlandseyjum um þessar mundir – á eftir þeim „Íslandsvinunum“ Gordon Brown og Alistair Darling. Til eru þeir sem telja Robert Pe- ston hafa meira og minna einn síns liðs með skrifum sínum komið Northern Rock bankanum á hliðina –kannski með smáhjálp úr Downing- stræti 10. Þar situr einmitt þessa dagana maður sem Peston skrifaði ævisögu um árið 2005 – og heitir á frummálinu Browns Brittain. Allt frá þeim tíma þykir Peston hafa ver- ið betur tengdur og oftar fyrstur með fréttirnar en flestir aðrir fjöl- miðlamenn á þessum slóðum. Ekki er Peston heldur alveg laus við Íslandsáhuga fremur en margir aðrir viðskiptablaðamenn Bretlands þessa dagana.. Hinn 4. október sl. skrifaði hann á frægu bloggi sínu um vandræði okkar Íslendinga undir fyrirsögninni Markets call time on Iceland og birt var í endursögn hér á fréttavef mbl.is samdægurs með fyr- irsögninni Ísland flautað úr leik. Pistillinn hófst á setningunni: „Best er að líta á Ísland sem land er breytt hefur sér í risavaxinn vogunarsjóð.“ Fjórum dögum síðar höfðu þeir Gordon Brown og fjármálaráðherra hans, Alistair Darling, látið leggja hald á innlánssjóði Kaupþings Ed- ges og sett banka Kaupþings í Bret- landi, Singer & Friedlander í greiðslustöðvun, aðgerðir sem stjórnarformaður Kaupþings, Sig- urður Einarsson, sagði seinna um daginn í yfirlýsingu að í reynd hefðu ýtt Kaupþings-samsteypunni í þrot. Einhverjir samsæriskenn- ingasmiðir munu örugglega velta því fyrir sér hvort beinskeytt bloggið á BBC-vefnum og harkalegar aðgerð- ir breskra yfirvalda gegn Kaupþingi í kjölfarið hafi verið eintóm tilviljun. Fréttablaðahaukur sem gerðist ljósvakastjarna Staðreyndin er sú að allmiklar umræður hafa verið í bresku dag- blöðunum undanfarið hvort Robert Peston sé fjölmiðlamaður af því tagi að hann hæfi þeirri traustu og var- káru stofnun sem BBC allajafnan er, einkum þó á þeim viðsjárverðu tím- um sem ríkja í fjármálalífinu þar heima og heiman. Robert Peston er nefnilega prent- Valdamestur fjölmiðlamanna á Bretlandi?  Robert Peston er ötull viðskiptaritstjóri BBC  Hæfir áreitin fréttamennskan ekki miðlinum? Viðskiptaritstjóri. Robert Peston hjá BBC hefur farið mikinn í fjármálakreppunni og þykir ýmsum nóg um völd hans. Hér eru hinar banvænu staðreyndir umÍsland: verg landsframleiðsla jafngildirum 20 milljörðum dala en bankar lands- ins hafa tekið um 120 milljarða dala að láni í erlendum gjaldmiðlum. Þetta er almennileg skuldsetning – og menn verða að muna að þetta eru aðeins erlendar skuldir viðskipta- bankanna,“ segir Peston. „Ef þetta væri fyrirtæki og það ætti ekki kost á öðrum lánum (sem Ísland hefur auðvit- að) væri skuldastaðan sex sinnum hærri en framleiðnin. Með öðrum orðum þá hefur Ísland ekki nægar tekjur til að standa undir slíkum skuld- um,“ segir Peston. Hann segir að ef íslenska ríkisstjórnin myndi ábyrgjast formlega allar þessar skuld- bindingar – sem hún kunni að neyðast til í ljósi þess að aðrir bankar og fjármálastofn- anir vilji ekki snerta á Íslandi með lengsta stjaka sem hafi verið smíðaður, myndu skuldir hins opinbera í hlutfalli við landsframleiðslu ná hæðum sem gerðu Bretland á áttunda ára- tug síðustu aldar hófstillt í samanburði. Og ef íslenskir skattgreiðendur ættu að axla þær byrðar yrði ekki mikið eftir fyrir nauðþurftir. „Þetta er heljarinnar klandur,“ segir Pe- ston. Alltof mikil lán Hann bætir við, að auðvitað sé hann ekki al- veg sanngjarn því bankarnir, sem hafi á heimskulegan hátt tekið allt þetta fé að láni, hafi líka fjárfest í eignum í útlöndum. Þannig hafi mikið af breskum tískuverslunum, fast- eignir og Hammers (knattspyrnuliðið West Ham) verið fjármagnað eða sé í eigu íslenskra banka og fjármálamanna. Og þeir sem hafi fengið fé að láni hjá íslenskum bönkum hafi tekið allt of mikil lán. Það þýði, að þeir verði að leita að annarri peningauppsprettu á tím- um þegar skuldsett fyrirtæki séu ekki sérlega vinsæl hjá breskum bönkum. Þess vegna hafi vandamál Íslands bein áhrif á breska hagkerfið og enginn viti í raun hversu tengdir bresku bankarnir eru þeim ís- lensku gegnum millibankamarkaðinn og af- leiðumarkaðinn. Þá sé einn breskur banki, Singer & Friedlander, í eigu Kaupþings. Ljóst sé að breska fjármálaeftirlitið hljóti að verða órólegt vegna þess að Kaupþing, sem sé engin smásmíði með 73 milljarða dala eignir, hafi það versta tilfelli af fjár- málauppdráttarsýki sem sést hafi og hefði einhver á föstudag viljað taka út tryggingu á skuldabréfamarkaði til að tryggja endur- greiðslu á skuldabréfi Kaupþings hefði þurft að greiða 625 þúsund pund til að tryggja endurgreiðslu 1 milljónar punda skuldabréfs. Það þýði, að Kaupþing geti ekki gefið út ný skuldabréf þótt bankinn vilji. Jafnvel íslenska ríkið sé komið í ónáð á markaðnum. „Hver verða þá örlög vesalings skuld- setta Íslands? Þótt seðlabankinn hafi frekar mikinn gjaldeyrisforða – nóg, að sögn seðla- bankastjóra til að mæta innflutningi í átta til níu mánuði – er erfitt að hjá hvernig landið kemst aftur á flot án alþjóðlegrar aðstoðar,“ segir Peston. (Úr bloggi Robert Pestons 4. október sl. – millifyrirsögn er Morgunblaðsins) Vandamál Íslands hafa bein áhrif á breska hagkerfið Áhlaup Langar biðraðir mynduðust fyrir ut- an Norhern Rock bankann eftir frétt Pestons um inngrip Englandsbanka og úr varð fyrsta bankaáhlaup í Bretlandi í meira en 140 ár. Þ egar stjórn Kaupþings banka hf. fór yfir stöðu bankans á vinnufundi dag- ana 25.-26. september gekk rekstur bankans vel og ljóst þótti að afkoma þriðja ársfjórðungs yrði góð. Að meðaltali höfðu inn- lán aukist um tæpa fjóra millj- arða króna hvern dag undanfarna sex mánuði. Lausafjárstaða bank- ans var því góð og áform uppi um að hefja uppkaup á skuldabréfum útgefnum af bankanum. Lausafjárstaða Kaupthing Singer & Friedlander, dótturfélags bank- ans í Bretlandi, var einnig góð – líkast til best meðal allra banka í Bretlandi. Kaupþing hafði um langt skeið búið sig undir niðursveiflu á verð- bréfamörkuðum og þá einkum og sér í lagi á Íslandi enda hafði það blasað við í allnokkur ár að gengi krónunnar var alltof hátt skráð. Til að mæta hugsanlegri nið- ursveiflu hafði Kaupþing varið eigið fé sitt með því að færa það í erlenda mynt, dregið úr vexti lána til fyrirtækja á Íslandi og gefið eftir markaðshlutdeild á því sviði. Kaupþing hafði ekki markaðssett lán í erlendri mynt. Þá hafði bank- inn aukið verðtryggðar eignir í eignasafni sínu á Íslandi og stór- aukið hlut innlána í fjármögnun sinni. Um svipað leyti voru óveðursský tekin að hrannast upp á alþjóð- legum fjármálamörkuðum og traust þvarr hratt á milli fjár- málastofnana. Bankar urðu treg- ari til að lána hver öðrum og köll- uðu inn lán. Að morgni 29. september bárust fréttir af erf- iðleikum Glitnis og yfirvöld til- kynntu áform um kaup á 75% hlut í bankanum. Hófst þá at- burðarás sem enginn sá fyrir eða gat haft stjórn á. Þetta smitaði út frá sér í íslenska hagkerfinu og krónan hóf frjálst fall. Lánshæfismatsfyrirtæki lækkuðu lánshæfismat ríkisins og íslensku bankanna og erlendir fjárfestar hrundu af stað skriðu þar sem þeir reyndu að losa sig við ís- lenskar eignir óháð því hversu traustar þær voru. Eftir að breskir innstæðueigend- ur drógu innstæður sínar úr Ice- save, innlánareikningi Lands- bankans í Bretlandi, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórnun Landsbankans. Í kjölfar þeirra frétta jókst verulega útflæði inn- lána hjá Kaupthing Edge í Bret- landi, þrátt fyrir að sá grundvall- armunur væri á Kaupthing Edge og Icesave að Kaupthing Edge var tryggt af breska innstæðutrygg- ingasjóðnum en Icesave af þeim íslenska. Afskipti breskra yfirvalda í Bretlandi Eftir að breski fjármálaráðherr- ann lýsti því yfir að Íslendingar hygðust ekki standa við skuld- bindingar sínar gagnvart bresk- um innstæðueigendum, tók breska fjármálaeftirlitið Kaup- thing Edge af dótturfyrirtæki bankans Kaupthing Singer & Friedlander. Í kjölfar þess var Kaupthing Singer & Friedlander sett í greiðslustöðvun og vísuðu lánardrottnar Kaupþings banka hf. þá til þess að greiðslustöðvun dótturfyrirtækis væri vanefnd samkvæmt ákvæðum lánasamn- inga móðurfélagsins og því ígildi greiðslufalls. Skipti þá engu að lausafé móðurfélagsins væri nægjanlegt og staða þess góð.“ (Úr yfirlýsingu Sigurðar Ein- arssonar, stjórnarformanns Kaup- þings 8. október sl. Millifyrirsögn er Morgunblaðsins) Lausafjárstaða S&F líkast til best allra banka í Bretlandi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Aðdragandi Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundi forsætisráðherra í stjórnarráðinu fáeinum dögum fyrir hrun bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.