Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 60
SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 293. DAGUR ÁRSINS 2008 Heitast 4 °C | Kaldast -6 °C  NA og slydda eða snjókoma SA-lands, 18-23 m/s síðdegis. Annars NA 5-13 og skýjað m. köflum. » 10 ÞETTA HELST» Blóðslettur ljúga ekki  Rannsóknir á blóði og blóðslettum geta staðfest eða hrakið frásagnir vitna af því hvernig atburðarás sem leiddi til glæps fór fram. Það sann- aðist glögglega í tveimur nýlegum dæmum frá tæknideild lögregl- unnar. »20–21 Einn valdamesti Bretinn  Robert Peston, viðskiptaritstjóri BBC, er talinn valdamesti fjölmiðla- maður Bretlands og þriðji valda- mesti maður á eftir Gordon Brown og Alistair Darling. Sagt hefur verið um hann síðustu vikurnar að orð frá honum hafi getað sett banka á hvolf eða bjargað þeim frá falli. »34–35 Fordæmi frá Færeyjum  Frændur okkar í Færeyjum hafa gengið í gegnum svipaðar þreng- ingar og við tökumst nú á við en á 10. áratugnum urðu stærstu viðskipta- bankar þeirra gjaldþrota einn af öðrum. Bankakreppa okkar er þó ólík þeirra að því leyti að vandamál okkar eiga sér rætur í alþjóðlegum aðstæðum. »28 Ekki venjulegur fundur  Fulltrúar Seðlabankans og við- skiptaráðuneytisins voru meðal þeirra sem viðstaddir voru fund Landsbankans í sumar þar sem skýrsla breskra hagfræðinga um ís- lenska hagkerfið var kynnt. Nið- urstöðurnar voru þær að ógnvæn- legar blikur væru á lofti. »2 SKOÐANIR» Staksteinar: Áfram konur! Forystugreinar: Glæpir á Íslandi Reykjavíkurbréf Ljósvakinn: Trúi og huggast læt UMRÆÐAN» Borgar sig að leita vinnu erlendis? Grænakortslotterí á hverju ári Lítil bón um að ætla sér af Efnahagsbandalag N-Atlantshafs Ráðherrar, ráðningar … Virkjum lýðræðið ATVINNA» TÓNLIST» Ekkert að gerast hjá Merzedes Club. » 57 Liam Watson, upp- tökustjóri Lay Low og White Stripes, notast nær eingöngu við tæki framleidd fyrir 1963. » 50 TÓNLIST» Diskar ekki alslæmir TÓNLIST» Nýi diskurinn er „sann- kallað listaverk“. » 52 TÓNLIST» Salurinn trylltist á hápunkti Airwaves. » 56 Bjork.com er ítar- legasta síða sem gerð hefur verið fyr- ir íslenskan tónlist- armann; mikið magn upplýsinga. » 54 Allt um Björk VEFSÍÐA» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Milljarða bakreikningur 2. Ísland hafi orðið fyrir auðmýkingu 3. „Það er búið að þurrausa sjóðinn“ 4. Millifærslur milljarðamærings … Þjóðleikhúsinu Frida... viva la vida Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÓNEITANLEGA var töluverð spenna í húsnæði Frumherja í gær þegar tuttugu blindir og sjónskertir fengu fágætt tækifæri til að setjast í ökumannssæti bifreiðar og aka um nálæg svæði – að sjálfsögðu undir vökulum augum ökukennara í far- þegasætinu sem gátu gripið í taum- ana ef þess gerðist þörf. Ökudagur blindra og sjónskertra hefur einu sinni verið haldinn áður en það var fyrir tólf árum og því ljóst að lengi hafði verið beðið eftir þessu tækifæri. Augljóst var að fleiri en ökumennirnir voru upprifnir yfir ökutúrnum því margir ættingjar stóðu úti þennan kalda laugardags- morgun með myndavélar og fylgdust spenntir með ökukennurunum leiða hina tilvonandi ökumenn að bílunum. Meðan beðið var eftir að röðin kæmi að þeim sátu nokkrir inni og yljuðu sér og slógu á létta strengi. Tveir blindrahundar biðu spakir hjá og stakk einhver upp á því að þeim yrði einnig leyft að keyra. Þá var svarað að bragði að hundarnir væru eflaust betri ökumenn en eigendurn- ir og uppskar það mikinn hlátur. Ekki voru allir að keyra í fyrsta skipti en nokkrir höfðu fengið að spreyta sig fyrir tólf árum. Þá voru nokkrir sem höfðu tekið bílprófið áð- ur en sjónin skertist eða hvarf með öllu. Sumir fengu að hafa farþega í bílnum en ekki treystu allir sér til þess. „Ég fer ekki með þér í bíl, ekki að ræða það!“ heyrðist ein segja glettnislega við blindan kærasta sinn. Blindir undir stýri „Ég fer ekki með þér í bíl, ekki að ræða það!“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Spenntur Friðgeir Jóhannesson missti sjónina í slysi fyrir 10 árum. Hann viðurkenndi að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem hann æki bíl eftir slysið. Hann hefur tvisvar ekið eftir flugbrautinni á Ólafsfirði, undir eftirliti. „MAÐUR verður talsvert var við fordóma hjá unglingunum og þeir beinast fyrst og fremst gegn útlendingum, aðallega Pólverjum,“ segir Hafsteinn Vilhelmsson, starfsmaður í fé- lagsmiðstöðinni Miðbergi í Breiðholti. „Mér fannst þetta talsvert vandamál í fyrra og hitti- fyrra en það er eins og þetta sé aðeins að lagast núna. Kannski vegna þess að krakkarnir eru byrjaðir að venjast því að hér sé fjölmennur hóp- ur Pólverja.“ Hafsteinn segir jafnframt að ung- menni, eins og eldra fólk raunar líka, hafi til- hneigingu til að alhæfa. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að fordómar beinist einkum gegn útlend- ingum á Íslandi en samkynhneigðir verði ekki varir við þá í ríkum mæli og kvenfyrirlitning virðist á undanhaldi. | 36 Fordómar bitna á útlendingum UM 400 manns misstu vinnuna, nánast á einu bretti, þegar Nýi Landsbankinn og Nýi Glitnir tóku yfir starfsemi gömlu bankanna og fleiri upp- sagnir í bankageiranum eru yfirvofandi. Í afgreiðslu aðalútibúsins var allt yfirfullt af fólki sem vildi taka út peninga sína en vissi samt ekki hvað það vildi gera við þá. Það hrikti í und- irstöðum samfélagsins. „Það var eins og hafið væri stríð,“ sagði bankastarfsmaður. „Ég get ímyndað mér að ástandið hafi verið svipað þegar Bretar komu með herskipin í þorskastríðinu á sín- um tíma. Það var búið að taka af fólki ráðin – og sjálfstæðinu var ógnað.“ Starfsmönnum bankanna í útlöndum fannst ömurlegt að fylgjast með hruninu og ekki bætti úr skák að sumir urðu fyrir áreitni og ágengni fjöl- miðla. | 26 „Eins og hafið væri stríð“ Allt yfirfullt af fólki sem vildi taka út peningana sína Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.