Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 13
Verg landsframleiðsla Íslands 2007 1.300 milljarðar kr. Heildareignir Glitnis 30. júní 2008 3.900 milljarðar kr. Heildareignir Kaupþings 30. júní 2008 6.600 milljarðar kr. Heildareignir Landsbankans 30. júní 2008 4.000 milljarðar kr. Mo rgu nbl aði ð/E E Augljóst var að samtöl fóru fram á milli Englandsbanka og Seðlabanka Evrópu um efnið og óskaði sá fyrr- nefndi einnig eftir áliti sjóðsins þegar hér var komið sögu. Að beiðni Seðla- bankans sendi sjóðurinn umsvifalaust tvo sérfræðinga til landsins og fóru þeir yfir efnahagsmálin og stöðu fjár- málakerfisins … Í viðræðum við aðra seðlabanka lagði Seðlabanki Íslands jafnan áherslu á að gjaldeyrisskiptasamn- ingar þjónuðu ekki aðeins hags- munum Íslands heldur einnig ann- arra vegna mikilla alþjóðlegra tengsla íslenskrar fjármálastarfsemi. Á fundunum í Washington óskaði bankastjóri Englandsbanka eftir því að auk álits Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins gerði Seðlabanki Íslands grein fyrir framvindu efnahagsmála og stöðu fjármálakerfisins í eigin minn- isblaði. Greinargerð hans og álit Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins var hvort tveggja sent þremur norrænum seðlabönkum, Seðlabanka Evrópu, Englandsbanka og Seðlabanka Bandaríkjanna. Þeim sem sýnt höfðu velvilja í upp- hafi snerist þó hugur og meðal meg- inröksemda þeirra var að bankakerf- ið á Íslandi væri allt of stórt og að skiptasamningar myndu ekki skipta máli. Augljóst var að erlendu seðla- bankarnir höfðu samráð sín á milli.“ Aðkoma ríkisins að Glitni Bent er á að fyrst Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi staðið frammi fyrir þeirri staðreynd að engan stuðning í formi gjaldeyrislána væri að fá frá þeim sem helst hafi mátt vænta stuðnings frá hafi ekki verið um ann- að að ræða en vernda innstæðu- eigendur með neyðarlögunum. Annað hefði beinlínis sett efnahag Íslend- inga á hliðina um mörg ókomin ár. Í ráðast í þær harkalegu aðgerðir, sem felast í neyðarlögunum, eins sorglegt og það er.“ Viðmælendur úr bankageiranum eru þeirrar skoðunar að það hafi ekki síst verið sú staðreynd að hinn evr- ópski bankaheimur og bandaríski ákvað að yfirgefa Íslendinga sem hafi orðið íslenska bankakerfinu að falli. Þeir telja að afstaða Seðlabanka Evr- ópu og Seðlabanka Bandaríkjanna hafi verið óréttmæt og óverðskulduð. Ísland hafi sýnt það í gegnum tíðina að það tekur af heilindum þátt í evr- ópsku og norrænu samstarfi og sam- starfi í NATO. „Þegar þetta litla hag- kerfi okkar þurfti á aðstoð að halda frá þeim sem við töldum vera vini okkar var hana einfaldlega ekki að fá. Það tel ég vera stóra hneykslið í þessu öllu. Ég held að almennt hafi menn aldrei trúað því að það væri svona mikil óvild gagnvart okkur,“ segir einn. Höfðu samráð sín á milli Seðlabankinn sendi frá sér frétta- tilkynningu hinn 9. október sl. þar sem m.a. sagði: „Í mars 2008 leitaði Seðlabanki Ís- lands til annarra seðlabanka um gerð gjaldeyrisskiptasamninga. … Í upp- hafi var kannað hvort danski seðla- bankinn væri reiðubúinn til þess að gera slíkan samning og voru við- brögðin jákvæð. Þá var leitað til Eng- landsbanka og var erindi Seðlabank- ans vel tekið í fyrstu … Einnig var leitað til Seðlabanka Evrópu, Alþjóða- greiðslubankans í Basel og Seðla- banka Bandaríkjanna auk seðlabanka Svíþjóðar og Noregs. Seðlabanki Evr- ópu kvaðst ekki reiðubúinn til þess að ganga til samninga við Seðlabanka Ís- lands nema fyrir lægi álit Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins á efnahagsmálum á Íslandi og stöðu fjármálakerfisins. endurgreiðir þegar kaupandi vör- unnar hefur greitt fyrir vöruna að ákveðnum gjaldfresti liðnum. Með því að fá þetta lán frá Seðla- banka Bretlands töldu forsvarsmenn Landsbankans að komið yrði í veg fyrir að fjöldi breskra fyrirtækja myndi lögsækja Landsbankann vegna samningsrofs og Landsbank- anum þar með forðað frá miklu tjóni. En í fyrrakvöld var enn ekki ljóst hvort tækist að bjarga 20 milljóna punda láni til viðbótar sem nauðsyn- legt var talið. Menn úr bankageiranum eru ekki sammála um það hversu vel yfirtaka ríkisins á bönkunum var undirbúin, ekki heldur um það hversu nauðsyn- leg hún var og ekki heldur um það, að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi verið búin að kortleggja og meta til fulls hvaða afleiðingar þjóðnýting bankanna kæmi til með að hafa á ís- lenskt efnahagslíf og samskipti okkar við útlönd. Viðmælendur telja að þeir sem tóku þessar ákvarðanir hljóti að hafa hugsað um hverjar afleiðingarnar yrðu en þeir segjast jafnsannfærðir um að Seðlabanki og stjórnvöld hafi ekki haft vitneskju um hversu ólýs- anlega alvarlegar þær yrðu. Einn kveðst skilja að minnsta kosti að hluta til hvers vegna þessi neyð- arlög hafi verið sett. „Þau voru sett ekki síst vegna þess að ég held að Seðlabankinn og ríkisstjórnin hafi þurft að horfast í augu við þann gráa veruleika að það var hvergi stuðning að fá, hvorki frá Seðlabanka Evrópu, Seðlabanka Bandaríkjanna né öðrum. Seðlabankinn á Íslandi getur bara framleitt íslenskar krónur sem eng- inn vill fá. Því reyndist ekki unnt að efla gjaldeyrisvarasjóð Seðlabank- ans. Þessu gerðu menn sér grein fyrir og því var ekki unnt fyrir þá annað en eignirnar og selja, mögulega langt undir markaðsvirði. (Sjá skýringu á endurhverfum viðskiptum) Tjónið nánast ómetanlegt Tjónið sem þegar er orðið er nán- ast ómetanlegt. Enginn virðist vilja versla við Íslendinga og það orðspor fer af okkur nú að við höfum með lagasetningu ákveðið að hlaupa frá skuldum okkar. Því njóti Íslendingar hvorki trausts né lánstrausts og séu eins einir á báti og hugsast getur. Þegar bankastarfsemi stöðvast með þeim hætti sem gerðist við þjóð- nýtingu bankanna, þá voru fyrstu af- leiðingar þær að allir reikningar læst- ust og bankarnir komust ekki í þann gjaldeyri sem þeir ennþá áttu til þess að geta haldið áfram að lána þeim fyr- irtækjum sem þeir voru með í við- skiptum. Heimildarmaður Morgunblaðsins bendir á að bankar séu að stórum hluta greiðslumiðlunarfyrirtæki og þegar greiðslumiðlunin hrynji, hafi slíkt í för með sér geigvænlegar og keðjuverkandi afleiðingar. Landsbankinn er til dæmis samn- ingsbundinn við fjölda breskra fyr- irtækja og viðhorfið var það að nauð- synlegt væri að fá fjármagn svo hægt væri að halda áfram að lána bresku fyrirtækjunum, svo þau yrðu ekki fyrir tjóni eða stöðvun blasti við þeim. Því var það að Seðlabanki Bretlands ákvað að lána fé til Landsbankans í London til þess að sinna lánum. Samningar við fyrirtækin ganga m.a. út á það að lánað er út á vöru- reikninga eða birgðir. Viðskiptin ganga þá þannig fyrir sig að fyr- irtækin sem selja vöru vísa fram vörureikningum en þurfa strax á pen- ingunum að halda. Bankinn lánar þá fyrirtækinu fjármuni, kannski 60% til 65% af andvirði vörunnar sem það NNA GUFA UPP þessu samhengi er bent á að íslensk stjórnvöld hafi farið sömu leið og þau bandarísku þegar Washington Mu- tual bankinn var þjóðnýttur. Helstu mistökin, að mati viðmæl- enda úr bankageiranum, sem Seðla- banki og ríkisstjórn gerðu voru með hvaða hætti Glitnir var tekinn yfir. „Ég held að ákvörðunin að láta Glitni fá hlutafjárframlag upp á 600 milljónir evra og að ríkið eignaðist þannig 75% í bankanum, hafi verið af- ar afdrifarík því þar með litu lánshæf- ismatsfyrirtækin úti í heimi þannig á að ríkið væri í raun komið í 100% ábyrgð fyrir Glitni og skuldbindingar hans, en hefði samt sem áður ekki nægan styrk til þess að tryggja að Glitnir kæmist í gegnum krísuna,“ segir viðmælandi. Hann telur að vegna þessa hafi lánshæfisfyrirtækin verið ótrúlega fljót að færa niður lánshæfismatið á íslenskum bönkum og ríkinu. „Ef rík- ið hefði ákveðið að lána Glitni um- rædda fjárhæð er ég ekki viss um að lánshæfismatið hefði verið lækkað svona mikið. Með þessari ákvörðun juku Seðla- bankinn og stjórnvöld svo hraðann á aðgerðum lánardrottna okkar gagn- vart okkur hinum, þ.e. Kaupþingi og Landsbanka, því strax í kjölfarið byrjaði okkar bakland að hrynja, lánalínur voru gjaldfelldar í stórum stíl og veðköll helltust yfir okkur svo að allt stefndi í þrot á mjög skömm- um tíma. Árás Breska fjármálaeft- irlitsins á Kaupþing í London gerði svo útslagið og þá var ljóst að þetta var búið,“ segir hann. Bankamenn segjast sjá það nú að það hefði þurft að hægja miklu meira á bankastarfseminni árið 2006 en gert var og undirbúa samhliða því að byggja upp risavaxna lausafjárstöðu bankanna. Byggð hafi verið upp stór lausafjárstaða, en hún hafi hvergi dug- að til, vegna þess að baklandið reynd- ist ónýtt, þegar til kastanna kom. Viðmælendur telja að við Íslend- ingar verðum að draga lærdóm af því hvernig fór fyrir íslensku við- skiptabönkunum. Lærdómurinn sé sá að þegar byggt verði upp til framtíðar á nýjan leik verði að vera um sam- hæft átak að ræða, þar sem gagn- kvæm virðing ríki milli viðskiptalífs, stjórnvalda, Seðlabanka og Fjár- málaeftirlits. Hver og einn þurfi að líta í eigin barm, sjá eigin sök og leggja sitt af mörkum til þess að efna- hagshamfarirnar undanfarnar vikur endurtaki sig ekki. Aldrei. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, lýsti því svo í Íslandi í dag á Stöð 2 á mánudagskvöld í síðustu viku að bankar væru eins konar frystikistur. Eignirnar í bankanum væru eins og maturinn í frystikist- unum. Ef rafmagnið væri tek- ið af frystikistunum þyrfti að hafa hraðar hendur til þess að koma í veg fyrir að maturinn skemmdist eða bjarga honum yfir í aðrar frystikistur. Sama máli gegndi með banka. Ef starfsemi bankans væri stöðvuð, rafmagnið tekið af, væru vörurnar, eignirnar, fljótar að skemmast ef ekki yrði gripið til viðeigandi var- úðarráðstafana. BANKAR OG FRYSTIKISTUR REPO-samningur (Repurchase Agreement - endurhverf viðskipti) er viðskiptahugtak sem gengur út á það að tekið er lán út á eign og lánið er minna virði en eignin. Seljandi eignar samþykkir að kaupa aftur eignina, verðbréfið eða trygginguna á ákveðnum tíma á ákveðnu verði. Repo-samningar eru samningar á milli banka, og þar ríkir engin mis- kunn hjá Magnúsi. Um leið og eitthvað er að, eitt- hvert brot á repo-samningi hefur átt sér stað, þá selur bankinn eign- ina sem hann er með frá öðrum banka, til þess að fá sömu upphæð og lánuð var í upphafi. Bankinn sem selur er ekki að hugsa um hag hins bankans. Hann vill aðeins tryggja að hann tapi ekki á samningnum og bankinn sem átti eignina, sem seld er, tapar þá sínum hluta. MISKUNN MAGNÚSAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.