Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Víkverji gladdist þegar hann sá aðjólavörurnar eru komnar í Hag- kaup. Víkverji er einlægt jólabarn og er einmitt að byrja að setja sig í réttu stemninguna. Þess vegna finnst hon- um jólaskrautið síst of snemma á ferðinni. Afgreiðslukonan í Hagkaupum hafði þó efasemdir um að rétt væri að hefja sölu á jólaskrauti í október. Vík- verji lagði sitt af mörkum til að sann- færa hana um annað og tókst það þokkalega. „Við þurfum vott af jólum núna strax,“ sagði Víkverji og af- greiðslukonan kinkaði samþykkjandi kolli. x x x Víkverji er einlægur aðdáandiBreta og mun aldrei víkja illu orði að þessari merku þjóð Shake- speares. Honum finnst ofsi Íslend- inga í garð bresku þjóðarinnar full- mikill. Vitaskuld getur kastast í kekki milli þjóða eins og nú hefur gerst en þannig mál á að leysa. Það er hlut- verk stjórnmálamanna og þeir eiga að standa sig í því. Víkverji ætlar síst að halda því fram að Gordon Brown hafi allan sannleikann sín megin en getur ekki verið að hann hafi eitthvað örlítið til síns máls? Að þessu spyr Víkverji í mesta sakleysi en sennilega er þetta ekki vinsæl spurning. x x x Víkverji leggur sitt af mörkum tilað halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Hann kaupir peysur, rauð- vín, kerti, lambahryggi og alls kyns skraut. Hann ætlar sannarlega ekki að verða til þess að kaupmenn þurfi að loka búðum sínum. Í inn- kaupaferðum sínum finnur Víkverji fyrir mikilli samstöðu fólks. Allir segja það sama: „Við komumst í gegnum þetta!“ Víkverji fagnar þessu hugarfari. Hann finnur sterklega til þess að hann er hluti af þjóð sem verður að standa saman ætli hún sér að lifa af. En um leið harðneitar Víkverji að hata Breta, sína miklu vinaþjóð. vík- verji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 skessa, 4 bjarta, 7 þreyttur, 8 vottar fyrir, 9 vond, 11 elskuðu, 13 skjótur, 14 svera, 15 hrúgu, 17 lofa, 20 hryggur, 22 spjalla, 23 fastheldni, 24 veslast upp, 25 virðir. Lóðrétt | 1 borguðu, 2 ágengur, 3 fífl, 4 stutta leið, 5 hyggur, 6 hinar, 10 jurt, 12 ótta, 13 skip, 15 vitur, 16 heimild, 18 logið, 19 verur, 20 drepa, 21 brosa. Lausn síðustu krossgátu Lárétt:1 gjörvuleg, 8 hendi, 9 tylft, 10 púa, 11 flani, 13 narra, 15 stutt, 18 órögu, 21 arg, 22 lamið, 23 ellin, 24 glaðnings. Lóðrétt: 2 jánka, 3 reipi, 4 urtan, 5 eflir, 6 óhóf, 7 átta, 12 nyt, 14 aur, 15 súld, 16 urmul, 17 taðið, 18 ógeði, 19 öflug, 20 unna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Þreyttur Þjóðverji. Norður ♠KG92 ♥Á4 ♦Á1097 ♣ÁK4 Vestur Austur ♠104 ♠83 ♥KG972 ♥D1083 ♦D42 ♦G83 ♣985 ♣G632 Suður ♠ÁD765 ♥65 ♦K65 ♣D107 Suður spilar 6♠. Menn geta ruglast í ríminu í löngum mótum. Í viðureign við Hollendinga í 8 liða úrslitum heimsleikanna fékk Þjóð- verjinn Josef Piekarek út hjarta gegn 6♠. Hvernig myndi lesandinn spila? Ef til vill eins og Hollendingurinn Huub Bertens á hinu borðinu. Hann fékk líka út hjarta, tók með ás og tvisv- ar tromp. Hreinsaði upp laufið og sendi vörnina inn á hjarta. Það gefur samn- inginn strax að spila í tvöfalda eyðu og því er skárra að opna tígulinn, þótt það dygði ekki. Austur skipti yfir í ♦G, en sagnhafi drap heima og svínaði fyrir ♦D í vestur. Vanur maður. En hvað gerði Piekarek? Hann tók fimm sinnum spaða (?!) og fór á end- anum þrjá niður. Skýringin kom í ljós síðar – Piekarek hélt að hann væri að spila sex grönd en ekki sex spaða. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Himintunglin gefa ekki í skyn nein frávik frá daglegri rútínu hrútsins en samt sem áður er eitthvað öðruvísi í hans fari. Lymskulegt bros ber því vitni. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú leggur þitt af mörkum, þótt ekki sé beðið um það, og ástvinir reiða sig á það. Framlag þitt er mikils metið. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú leiðir einhvern, sporðdreka eða krabba, á ókunna stigu sem þú þekkir vel. Þú ert fullkominn leiðsögumaður og vekur traust hjá hinum óttaslegnu. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú vinnur innan kröfuharðrar stofnunar og þarft að taka þér frí. Andi þinn lyftist í návígi við manneskju sem neitar að falla inn í fjöldann. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Eitt af því sem er aðlaðandi í fari ljónsins, er getan til þess að segja hvert er vandamálið. Til allrar hamingju er hlut- tekning einn af kostum þínum líka. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Meyjan er misskilin og nú hjálpa himintunglin henni við að laga það. Talaðu máli þínu einu sinni enn. Bogmenn og fisk- ar eru líklegastir til að leggja þér lið. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Vogin sér heiminn í gegnum linsu duttlunganna. Það er engu líkara en að ástargyðjan Venus hafi smellt fingrunum og snúið öllu því sem þú þekkir á hvolf. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Margbrotnar áætlanir um frí þarfnast skipulagningar fyrirfram og nú er rétti tíminn til þess að sinna þeim. Skemmtilegar fyrirætlanir ýta undir stöð- ugleika í heimilislífinu. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Einhver kærkominn úr fortíð- inni þráir eitthvað í þínu fari sem ekki er hægt að lýsa öðruvísi en sem áru. Styrkur hugsana viðkomandi gæti náð að hafa áhrif á þínar eigin hugsanir. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Himintunglin efla leiðtogann sem býr innra með þér. Þú ræður við það sem gengur á í vinnunni. En er ekki kom- inn tími til að aðrir leggi sitt af mörkum? (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Aðstæður sem skapast eftir há- degi í dag tappa af uppsprettu tilfinning- anna innra með þér. Það er svo hrærandi upplifun að þú vilt borga fyrir meira. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Kominn er tími fyrir fiskinn til að finna sér hjálp sem getur létt undir í dag- legu amstri. Einhver sem áður var hægt að leita til er ekki jafn oft til reiðu . Stjörnuspá Holiday Mathis 19. október 1898 Hús Barnaskóla Reykjavíkur við Fríkirkjuveg var vígt (nú nefnt Miðbæjarskólinn). Húsið var byggt úr timbri vegna þess að jarðskjálftarnir haustið 1896 „voru ráðandi mönnum í bæjarstjórn í of fersku minni til þess að þeir teldu hættandi á að byggja steinhús,“ segir í Ár- bókum Reykjavíkur. 19. október 1918 Spænska veikin barst til lands- ins með tveimur skipum, öðru frá Kaupmannahöfn, hinu frá New York. Í þessari skæðu inflúensu létust á fimmta hundrað manns. 19. október 1919 Smásaga eftir Halldór Lax- ness, sú fyrsta á erlendu máli, birtist í danska blaðinu Sön- dags BT. Hann var þá 17 ára. Sagan heitir „Den tusindaarige Islænding“ og síðar birt á ís- lensku undir nafninu Heiðbæs. 19. október 1929 Símalínur sunnanlands og aust- an voru tengdar saman, þegar framkvæmdum lauk við lagn- ingu síma á Skeiðarársandi. „Þar með er í fyrsta sinn komið samfellt símasamband kring- um allt land,“ sagði Lögrétta. 19. október 1965 Fyrsta plata Hljómsveitar Ingi- mars Eydal kom út. Á plötunni voru fjögur lög, Litla sæta ljúf- an góða, Á sjó, Komdu og Bara að hann hangi þurr. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … HALLDÓRA Ólafsdóttir, geðlæknir, fagnar 60 ára af- mæli sínu í dag. Halldóra er fædd og uppalin á Ak- ureyri, en fluttist til Reykjavíkur þegar hún hóf nám í læknadeild Háskólans og hefur búið þar síðan, að und- anskildum nokkrum árum sem hún dvaldi við fram- haldsnám í geðlækningum í Bandaríkjunum. Halldóra er gift Kjartani Mogensen landslagsarkitekt. Halldór á tvær dætur. Sú eldri, Anna, er doktor í atferlisfræði og búsett í Texas sem háskólakennari, en sú yngri, Helga, er búsett heima ennþá og er í læknanámi. „Þetta er arfgengur kvilli að fara í læknisfræðina, faðir minn var læknir líka,“ segir Halldóra. Sjálf starfar hún sem yfirlæknir á göngu- deild og bráðamóttöku hjá geðdeild Landspítalans og segir að baráttan við geðsjúkdómana sé hennar aðalstarf en um leið helsta áhugamál líka. Engu að síður á Halldóra sér ýmis önnur áhugamál líka, er t.d. mikill lestrarhestur og segir jólabókaflóðið árvissa tilhlökkun. „Ég les mikið fag- bækur en líka skáldsögur og svo ævisögur, sérstaklega núna þegar maður er farinn að eldast,“ segir Halldóra og hlær. Hún nýtur þess jafnframt að vera í góðum félagsskap vina og kunningja en ekki síður hundsins síns, hennar Mónu Lísu, sem er stór og falleg gul labradortík. Halldóra segist ekki vera vön því að halda upp á afmælið, „en í þetta skiptið ætlar ég að bjóða nánustu samstarfsmönnum auk nokkurra vina og ættingja heim í létt- ar veigar.“ una@mbl.is Halldóra Ólafsdóttir, geðlæknir, 60 ára Læknisfræði algengur kvilli Neskaupstaður Smári Leví fæddist 1. september. Hann vó 3.480 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru William Geir Þorsteinsson og Jóhanna Smáradóttir. Odense Hekla Rós fædd- ist 2. september kl. 21.45 í Danmörku. Hún vó 3.645 g og var 51 cm löng. For- eldrar hennar eru Jac G. Norðquist og Guðbjörg Jónsdóttir. Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Sudoku dagbók Í dag er sunnudagur 19. október, 293. dagur ársins 2008 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d6 2. Rf3 Rf6 3. c4 g6 4. Rc3 Bg7 5. e4 0-0 6. Be2 Bg4 7. Be3 Rfd7 8. Hc1 c5 9. d5 Ra6 10. h3 Bxf3 11. Bxf3 Rc7 12. Be2 a6 13. a4 He8 14. h4 e6 15. h5 exd5 16. exd5 Hxe3 17. fxe3 Dg5 18. Kf2 He8 19. Hh3 Hxe3 20. Hxe3 Bd4 21. Dd2 f5 22. Rd1 f4 23. Bf3 Re5 24. Ke2 fxe3 25. Rxe3 b5 26. b3 De7 27. hxg6 hxg6 28. Dc2 bxc4 29. bxc4 Bxe3 30. Kxe3 Rxc4+ 31. Kf2 De3+ 32. Kg3 Re5 33. Hd1 Dg5+ 34. Kf2 Re8 35. Db3 Df4 36. Kg1 Kg7 37. Be2 a5 38. Db7+ Kh6 39. De7 Rf6 40. De6 De3+ 41. Kf1 Staðan kom upp spænska meist- aramótinu í Ceuta. Stórmeistarinn Yu- len Arizmendi (2.524) hafði svart gegn alþjóðlega meistaranum Aljeandro Franco (2.472). 41. … Reg4! og hvítur gafst upp þar sem fátt væri til varnar eftir 42. Bxg4 Re4. Svartur á leik. Nýirborgarar Reykjavík Kalla María fæddist 2. júní kl. 11.32. Hún vó 4.775 g og var 57 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Andrea Hilm- arsdóttir og Hjörtur Lín- dal Jóhannsson. 2 3 5 4 1 1 3 8 7 4 6 1 4 2 9 8 5 6 2 7 9 7 8 9 4 2 5 7 4 6 9 2 1 6 7 Frumstig 6 2 2 9 8 5 1 7 1 9 3 7 4 1 3 2 1 7 7 1 6 4 7 5 9 2 9 8 7 5 5 2 Miðstig 3 6 5 7 5 8 2 8 7 3 2 5 2 1 4 7 4 6 4 3 1 2 9 5 6 7 8 4 6 6 4 2 3 Efstastig 6 9 7 8 3 1 4 5 2 1 4 2 5 6 7 8 3 9 8 5 3 9 2 4 1 6 7 5 7 8 3 4 2 9 1 6 9 2 6 1 8 5 7 4 3 4 3 1 7 9 6 2 8 5 3 1 4 6 7 9 5 2 8 2 6 9 4 5 8 3 7 1 7 8 5 2 1 3 6 9 4 Lausn síðustu Sudoku. 8 5 6 2 9 4 7 1 3 7 3 4 8 5 1 6 2 9 9 1 2 7 6 3 4 5 8 1 7 9 5 4 2 3 8 6 6 2 5 3 7 8 9 4 1 4 8 3 9 1 6 2 7 5 3 6 7 1 2 5 8 9 4 5 9 8 4 3 7 1 6 2 2 4 1 6 8 9 5 3 7 9 8 2 4 1 6 7 3 5 4 3 6 8 7 5 2 9 1 1 7 5 2 3 9 4 6 8 6 1 8 9 4 2 5 7 3 7 2 9 1 5 3 8 4 6 3 5 4 6 8 7 1 2 9 2 6 7 5 9 8 3 1 4 5 9 1 3 2 4 6 8 7 8 4 3 7 6 1 9 5 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.