Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 14
14 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Á vefsíðu Farmers Market má finna upplýsingar um íslensku ullina, en íslenska sauðkindin kom með landnámsmönnum til Ís- lands fyrir rúmlega 1.100 árum og hefur ekki blandast sem neinu nemur öðrum sauðfjárkynjum: „Því hefur íslenska sauðkindin haft góðan tíma til að þróa náttúrulega vörn gegn óblíðum náttúruöflum og óútreikn- anlegri veðráttu landsins. Sérkenni ís- lenskrar ullar eru þau að hún skiptist í tvær hárgerðir, tog og þel, ásamt fjöl- breyttum náttúrulegum litum. Togið er langt, fremur gróft, oft gljáandi og vatnsfráhrindandi. Þelið er stutt, fínt, mjúkt og einangrandi. Vegna þessara eig- inleika hefur ullin nokkra sérstöðu miðað við erlenda ull. Íslenska ullin er því sérstaklega ákjós- anlegt, náttúrulegt hráefni í hlýjar, léttar og vatnsfráhrindandi flíkur sem henta hvort heldur sem er í úti- vist eða borgarlíf.“ Og með fylgja þvottaleiðbeiningar: „Þvoið flíkina ein- ungis í höndum í yl- volgu vatni (30°C). Nuddið flíkina hvorki né vindið heldur kreistið úr henni vatnið. Að lokum má setja flíkina í þeytivindu í u.þ.b. ½ mínútu. Leggið flíkina til þerris og sléttið hana í viðeigandi mál. Athugið að oft er nóg að viðra ull- arflík vel í stað þess að þvo hana.“ ári síðar þannig að hún þurfti að sjá systur sinni og móður farborða. Þær lentu í sprengju- árásum og matur og lyf voru af skornum skammti. Slík skilyrði eru sem betur fer fram- andi Íslendingum. Hér þarf enginn að búa við hungur, ólæsi eða skort á lyfjum. Kannski eru á því örfáar undantekningar og við verðum að vera vakandi fyrir þeim – fólk má ekki detta í gegnum öryggisnetið.“ Hún þagnar. Ljósmyndarinn bíður þol- inmóður. „Þetta hafði bara safnast upp! Ég varð að vekja máls á þessu!“ Fellur ekki rokið Svo hefst myndtakan á ný. – Þú talaðir heldur ekki tungumálið þegar þú komst hingað í kuldann á norðurhjaranum. „Því er nú ekki saman að jafna, íbúðirnar eru kyntar og mér er sama um kuldann. En mér fellur hinsvegar ekki rokið.“ – Er rokið svona mikið? „Jafnvel Sámur tekur eftir því!“ svarar Dorrit undrandi. – Er ekki bara rok á Bessastöð- Eftir Pétur Blöndal |pebl@mbl.is Ljósmyndir Kristinn Ingvarsson | kring@mbl.is H efurðu talað við forsetaskrif- stofuna?“ er spurningin sem mætir mér frá Dorrit Moussa- ieff á Bessastöðum. Ég hristi höfuðið en hún tekur það ekki gilt. „Blessaður, taktu ekkert mark á þeim. Þú mátt spyrja mig að hverju sem er,“ segir hún brosandi. Þannig er Dorrit. Ekki fer á milli mála að hún fer sínar eigin leiðir og margir sem þekkja til þeirra hjóna, hennar og Ólafs Ragn- ars Grímssonar, hafa gaman af kerskninni á milli þeirra. Nokkrum mínútum síðar situr hún fyrir með hundinum Sámi á grasflötinni við Bessastaði, kjassar hann og ærslast með honum. Hún klæðist einni af sínum mörgu lopapeysum eins og hún gerir við mörg tækifæri. Þegar þau koma inn aftur fær hún ekki orða bundist – og ljósmyndarinn verður að bíða. „Ég veit að fólk hefur áhyggjur af starfi sínu og er órólegt, atburðarásin undanfarna daga hefur verið mörgum áfall en við þurfum að sækja styrkinn innra með okkur. Við eigum að þakka guði á hverjum degi fyrir það sem við höfum. Við munum sýna heiminum hversu fljótt við náum okkur á strik, það verður ekki auðvelt, en uppbyggingarstarfið þarf að hefj- ast. Einn lykillinn að því er ferðamennska. All- ir ferðamenn sem koma til landsins þurfa að segja: „Vá! Maturinn er dásamlegur, loftið hreint, fólkið frábært, séð var um allar okkar þarfir, ef við veiktumst fengum við lækn- isaðstoð, ef við villtumst var okkur sagt til veg- ar, símtölum var svarað – og við keyptum fal- lega lopapeysu!“ Hún þagnar stutta stund. „Þegar mamma var 15 ára rétt fyrir seinna stríð varð hún að flýja Austurríki og tók skíðin með sér til Sviss til þess að það liti út fyrir að hún væri að fara í skíðaferð. Hún ferðaðist ein til móðurbróður síns, því ekki mátti líta út fyrir að öll fjölskyldan væri að flýja. Síðan fylgdu foreldrar hennar á eftir og skildu allar eigur sínar eftir, þau höfðu búið í Vín og voru vel efn- uð. Fjölskyldan fékk ekki dvalarleyfi í Sviss og fór þá til Ísraels. Þar var engin loftræsting og 40 stiga hiti, sem jafnvel ég þoli ekki, og er ég þó fædd þar. Landið var hálfgerð eyðimörk, malaría útbreidd og svo talaði móðir mín ekki orð í tungumálinu. Pabbi hennar lést um? „Kannski, ég hef sagt við Ólaf Ragnar að ég vilji gjarnan búa á öðrum stað á höfuðborg- arsvæðinu.“ – Ertu viss um að hann hafi tekið eftir því, var hann ekki að byrja nýtt kjörtímabil? „Hann tók eftir því,“ svarar Dorrit og kímir. Svo lýkur myndatökunni og Dorrit gefst loks svigrúm til að setjast. „Og pönnukökur!“ segir hún hlýlega við Kristínu Ólafsdóttur ráðskonu sem færir okkur kaffið í bókastofuna. „Endi- lega fleiri pönnukökur! Mjög vel steiktar, pínu- lítið af sítrónu, pínulítið af appelsínu …“ „… og marmelaði,“ botnar Kristín. – Hvernig líður Ólafi Ragnari? „Honum líður mjög vel,“ svarar Dorrit. „Hann vinnur of mikið og svo hefur hann vanið sig á að borða fullmikið af pönnukökum sem eru íslenskar og ljúffengar,“ bætir hún við og hlær. „Hann fékk úrskurð um það fyrir nokkru að hann þyrfti að fara í hjartaþræðingu. Það gerðist áður en hrun varð á fjármálamark- aðnum og kom því ekkert við. En þetta var ósköp hefðbundin aðgerð, eins og kom fram í fjölmiðlum. Hann er heilsuhraustur og í mjög góðu formi.“ Bæði á gömlum bíl Það vekur athygli blaðamanns að Dorrit tal- ar íslensku ansi vel og grípur gjarnan til ís- lenskunnar í samræðum. Þegar ljósmyndarinn kveður gengur hún úr skugga um að honum sé fylgt til dyra. „Annars tekurðu vitið með þér úr húsinu!“ En hennar helsta eftirsjá er að hún tali ís- lenskuna ekki nógu vel. „Ég hef bara ekki haft tíma til að ná betri tökum á henni, þegar ég er hér á Íslandi, þá er ég á kafi í verkefnum og í London er ég í vinnu. Ég er alls ekki ánægð með hversu langan tíma íslenskunámið tekur.“ – En þetta er erfitt tungumál! Þú færð ein- mitt hrós fyrir að vera óhrædd við að tala ís- lensku og það opinberlega. „Hvernig getur nokkur sleppt því að læra ís- lensku sem flytur hingað,“ spyr Dorrit blátt áfram. „Maður verður að skilja hvað fólk segir til þess að taka þátt í samræðunum.“ – Ummæli þín féllu vel í kramið hjá þjóðinni: „Stórasta land í heimi!“ „Þetta voru mjög slæm mismæli. En við verðum að sýna heiminum hversu stórt Ísland er. Nú er tækifærið! Höldum samt jarðteng- ingu og setjum ekki öll eggin í eina körfu. Þetta er svo ríkt land, af auðlindum og hæfileikum – Dorrit Við hátíðleg tækifæri klæðist Dorrit Moussaieff flík sem aldrei fer úr tísku, íslenskri lopapeysu. Og í viðtali sem átti aðeins að vera um lopapeysur fer hún um víðan völl og talar um kreppu, þjóðarkarakter og pönnukökur Dorrit Kristín Ólafsdóttir prjónaði peysuna. Sámur Dorrit með hundinum Sámi og í lopapeysu sem hún fékk að gjöf úr ís- lenskri sveit. TOG OG ÞEL ÍSLENSKA ULLIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.