Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Áráðstefnunni bar fjöl-margt forvitnilegt ágóma, sem við var að bú-ast, ekki síst það að eftir allan þann tíma frá því tónlist tók að streyma um netið snúast um- ræður að stórum hluta enn um það sama: Hvernig getum við bjargað tónlistariðnaðinum? Annað sem ég hjó eftir var þeg- ar Mark Chung, sem var eitt sinn bassaleikari í Einstürzende Neubaten, mærði þá hugmynd sem menn virðast vera að velta fyrir sér austur í Frakklandi og lýsa má sem svo að sú kvöð verði lögð á netþjónustur að fylgjast með net- notkun notenda sinna (les: njósna um viðskiptavini sína) svo hægt sé að loka fyrir þá sem deila tónlist eða höfundarréttarvörðu efni í leyfisleysi. Geggjaðar hugmyndir Nú er það ekkert nýtt að frá plötufyrirtækjum komi geggjaðar hugmyndir um það hvernig þau geti helst komið í veg fyrir fram- tíðina, geti svipt fólk því frelsi sem netvæðing hefur haft í för með sér. Það er þó merkilegt að menn séu enn við sama heygarðshornið eftir allan þennan tíma, og ekki síður merkilegt að þeir telji vænlegri til árangurs hugmyndir sem eru ekki framkvæmanlegar tæknilega og brjóta í bága við almenn mannrétt- indi (nema kannski undir alræð- isstjórn að kínverskri fyrirmynd). Annað þótti mér merkilegt í máli Chungs þegar hann talaði um að enginn hefði „meikað það“ á Myspace (álíka bergmálaði reynd- ar í orðum Einars Arnar Bene- diktssonar í erindi sem hann flutti síðar um daginn þegar hann heimtaði af áheyrendum tölu yfir fjölda MySpace-milljónunga). Þetta sýnir að nokkru hve lituð umræðan er af hugmyndum fyrri tíma, þess tíma þegar menn voru ekki búnir að „meika“ það nema þeir væru komnir á þann stall að geta geta reitt peninga og eiturlyf í sekkjum og haft mök við fyr- irsætur í límúsínum. Óskirnar rætast Á MySpace eru milljónir tónlist- armanna með síður, hugsanlega tugmilljón tónlistarmanna og hljómsveita. Víst langar flestar, jafnvel allar, til að græðast svo mikið fé að geta lifað í vellyst- ingum endlalaust, en velflestar eru ekki beinlínis að leita að því þegar þær setja lag inn á MySpace. Kynni mín af tónlistarmönnum í gegnum árin hafa nefnilega leitt mér í ljós þau sannindi að alla jafna eru listamenn að leita að eyr- um, að leita að einhverjum sem vill hlusta og um leið með þá von í hjarta að geta hugsanlega fundið svo mörg eyru að geta jafnvel gert tónlistina að aðalstarfi. Hvað ætli margir listamenn sem hafa sett lag eða lög inn á My- Space í þeirri von að þeir fengju að spila á tónleikum hafi fengið ósk sína uppfyllta? Ég myndi giska á að þeir skipti hundruðum þús- unda. Eru þeir þá ekki búnir að ná takmarki sínu? Búnir að „meika“ það? Hvað ætli margir listamenn sem hafa sett lag eða lög inn á My- Space í þeirri von að þeir gætu gefið út plötu eða komið lagi á safnplötu hafi fengið ósk sína upp- fyllta? Þeir eru einhver þúsund, hlaupa kannski á tugum þúsunda. Eru þeir þá ekki búnir að ná því sem þeir ætluðu sér og búnir að „meika“ það? Uppskurðurinn mikli Á ráðstefnunni stóð kanadískur blaðamaður upp og skýrði frá því að allir hans kunningjar og vinir ræddu aldrei um stóru plötufyr- irtækin án þess að tvinna saman við heiti þeirra einhverju mergjuðu blótsyrði. Að mínu viti ættu menn að spyrja sig: Hvers vegna ættum við að bjarga tónlistariðnaðinum í núverandi mynd? Er hann ekki gott dæmi um óskilvirkt og kostn- aðarsamt fyrirbæri sem þarf sár- lega á endurskipulagningu að halda, þarf að bregðast við breytt- um tímum, finna nýjar leiðir til tekjuöflunar og nýjar leiðir til að endurvinna það traust sem hann hefur tapað á undanförnum árum? Innan tónlistariðnaðarins býr mikil þekking og þar starfar fjöl- margt fólk sem valdi sér vinnuna vegna tónlistarástríðu. Til þess að það fái að njóta sín þarf að skera upp, breyta áherslum og bregðast við nýjum tímum. Það vinnur eng- inn sitt dauðastríð. Hverju á að bjarga? » Það er ekkert nýtt aðfrá plötufyrirtækjum komi geggjaðar hug- myndir um það hvernig þau geti helst komið í veg fyrir framtíðina. Öflugir Bandaríska tvíeykið I Set My Friends on Fire setti lög inn á MySpace og fékk plötusamning í kjölfarið. Sveitarmenn eru því búnir að „meika“ það þótt þeir séu ekki orðnir milljónungar. Nýir tímar í dreifingu og markaðssetningu á tónlist eru í deiglunni nú sem endranær og þá bar á góma í ráðstefnunni You Are in Control sem Útflutn- ingsskrifstofa íslenskrar tónlistar hélt í vikunni. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson í samstarfi við Borg arleikhúsið kynnir: Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir Sveinbjörg Þórhallsdóttir Jared Gradinger 30. október kl. 20 UPPSELT 1. nóvember kl. 15 2. nóvember kl. 20 Aðeins þessar 3 sýningar! Sýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins Tryggðu þér miða núna! s. 568 8000 eða á midi.is PRIVATE DANCER www.panicproductions.is MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.