Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 1. Í hvernig veðri líður þér best? Í sól og blíðu og 25 stiga hita. Þó saknaði ég sunnlenska slagveðursins þegar ég dvaldi langdvölum erlendis eða norður í landi. 2. Af hverju ert þú stoltastur á starfsferlinum? Það er margt sem kemur í hug- ann. Ég er mjög upptekinn af lofts- lagsmálum. Nýlega vann ég með fjölbreyttum hópi fræðimanna frá ýmsum stofnunum, fyrirtækjum og háskólum að mjög metnaðarfullri áætlun um rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska nátt- úru og samfélag. Ég var ákaflega stoltur þegar við skiluðum henni inn því að tekist hafði að draga að sama borði vísindamenn af mjög mörgum fagsviðum, sem allajafna vinna ekki saman, en verða samt að gera það í svo flóknu verkefni ef ár- angur á að nást. 3. Hvaða áhugamál áttu utan vinnu? Að lesa bækur er mitt uppáhald og horfa á kvikmyndir. Ég spila golf, ferðast, oft á hjóli innanlands og utan með börnunum. 4. Ef þú ættir kost á að gefa ráðamönn- um þjóðarinnnar eitt ráð, hvað myndir þú ráð- leggja þeim? Að standa sam- an í því gjörn- ingaveðri sem nú ríður yfir. 5. Hvað ertu hræddastur við? Kakkalakka, en þeir spila einnig stóra rullu í þau örfáu skipti sem martröð kemur yfir mig. 6. Hvaða manneskju (lífs eða liðinni) dáist þú mest að – og hvers vegna? Móður minni. Fyrir að vera sjálfstæð og sjálfri sér samkvæm, allt frá barnsaldri og oft í flókinni stöðu. Standa sig ævinleg með reisn og sóma þó að á bjátaði. 7. Hvaða eiginleika metur þú mest í fari fólks? Glaðværð, traust, heiðarleika og að vera sam- undir, stundum fullfylginn mér. Bjartsýnn og glaðvær, lít til fram- tíðar. 10. Hvað fer mest í taugarnar á þér í dagsins önn og amstri? Mikil og hæg umferð, þess vegna kýs ég að fara á hjóli í vinnuna sé þess kostur. Þá býr maður sig undir daginn frekar en að espast allur upp. 11. Ef þú endurfæddist til annars lífs, hver og hvar myndir þú vilja vera? Ég held ég vildi vera ég sjálfur og þá sem atvinnumaður í músík eða golfi, í hvoru tveggja skortir mig hæfileikana en ekki löngunina. 12. Hvernig veður heldur þú að verði í vetur? Það verður líklega svipað og í fyrra. Stormasamt með umhleyp- ingum, en vonandi verður einnig kafli með hefðbundnu vetrarveðri. Stormasamur með umhleypingum Maður eins og ég | Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands kvæmur sjálfum sér. 8. Besti brandarinn sem þú hefur heyrt? Hann er frásögn bónda af Austur- landi af hans kostameri. Hann sagði svo frá að hún hefði alla þá hæfileika sem prýtt gætu góðan hest, viljug, þýðgeng og með allan gang, það eina sem var út á hana að setja var að hún var svo dettin; eiginlega alltaf á fjórum fótum! 9. Nefndu tvo helstu galla þína og tvo helstu kosti? Ævinlega með of mörg verkefni heyra allt skýrt skynja allt rétt upplifa lífsins gildi HEYRNARÞJÓNUSTAN Í sameiningu njótum við þess að... Nýju ReSound Ziga heyrnartækin eru samefld þannig að þau skila meiru en nemur samnalagðri virkni þáttanna sem í þeim eru. Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11, 201 Kópavogur, sími 534 9600, heyrn@heyrn.is                      Með Ziga geturðu vænst þess að heyra á notalegan og eðlilegan hátt, þau hafa framúrskarandi hljóðgæði, eru mjög þægileg og hraðvirk og með mikla aðlögun að þörfum notandans. Fáðu ReSound Ziga til reynslu í nokkra daga, nánari upplýsingar á www.heyrn.is Þetta er handbókin í ár fyrir stjórnendur sem eiga eftir að ákveða hvað fyrirtækið ætlar að gefa samstarfsaðilum, viðskiptavinum og eigin starfsfólki í jólagjöf. Glæsilegur blaðauki um allt sem snýr að jólagjöfum frá fyrirtækjum til starfsfólks og viðskiptavina fylgir Viðskiptablaði Morgunblaðsins 13. nóvember. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn Karlsdóttir í síma 569 1134 og 692 1010 eða sigridurh@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 10. nóvember. Jólagjafir frá fyrirtækjum LYFJU Smáralind kl. 14-18 Á Long Lasting colour háralitum frá Hennaplus. Sérfræðingur á staðnum til að leiðbeina um val á háralit og litar hár viðskiptavina sé þess óskað. Náttúrulegir háralitir. KYNNING Í DAG , ,  Árni fæddist 16. júní 1954 á Selfossi. Hann er kvæntur Jó- hönnu Bogadóttur málfræð- ingi og eiga þau 4 börn og 2 barnabörn.  Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, Snorra Árnasyni lögfræð- ingi og sýslufull- trúa og Evu Þor- finnsdóttur kennara, á Selfossi IV á Selfossi.  Stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri, nam eðl- isfræði í Háskóla Ís- lands og lauk dokt- orsnámi í vatnaverkfræði við Háskóla Illinois í Bandaríkjunum árið 1983.  Hefur verið gesta- fræðimaður við Háskóla New Hampshire og Há- skóla Arizona.  Hefur starfað sem for- stöðumaður Vatnamæl- inga Orkustofnunar frá árinu 1987.  Var nýlega skipaður forstjóri nýrrar stofn- unar, Veðurstofu Íslands, til næstu fimm ára.  Veðurstofan verður til við sameiningu Veð- urstofu Íslands og Vatna- mælinga Orkustofnunar og tekur formlega til starfa 1. janúar nk. LÍFSHLAUP ÁRNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.