Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 22. október, 1978: „Stefna núver- andi ríkisstjórnar í skattamálum er ákaflega skýr. Hún hefur nú þegar stórhækkað beina skatta og ætlar sér bersýnilega að halda áfram skattpíningarstefnu sinni. Rök rík- isstjórnarinnar fyrir þessari skattpíningarstefnu eru þau, að „breiðu bökin“ eiga að greiða kost- aðinn við að halda verðbólgunni niðri. Í raun hefur niðurstaðan af aukaskattlagningu vinstri stjórn- arinnar orðið sú, að hún kemur harðaast niður á gömlu fólki, sem á skuldlausar eignir en hefur litlar tekjur. Þar hefur ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar fundið „breiðu bök- in“ og þar kemur hennar réttlæti í skattamálum fram. . . . . . . . . . . 23. október, 1988: „Nú þegar hin nýja mynd Hrafn Gunnlaugssonar, Í skugga hrafnsins, er frumsýnd er ástæða til að minna á mikilvægi innlendrar kvikmyndaframleiðslu og þá að sjálfsögðu einnig inn- lendra þátta, einkum listrænna þátta, í sjónvarpi. Víðtæk innlend kvikmyndaframleiðsla dregur mjög úr hættunni af þeim ógvekjandi er- lenda þrýstingi sem við sjáum hvarvetna en þó einkum í sjón- varpi. Það er engan veginn víst að tunga okkar lifi af við þann þrýst- ing og blekking ein að halda því fram að erlendar tungur, og þá einkum enska, glymji hvern dag viðstöðulaust á flestum íslenzkum heimilum án þess arfi okkar og tungu stafi af því hætta til lang- frama. Það er ekki undarlegt þó að íslenzkri tungu hraki á svo við- sjárverðum tímum. En höfundur hinnar nýju kvikmyndar, Í skugga hrafnsins, hefur bent á að kvik- myndin geti gegnt svipuðu hlut- verki og Hólaprent á sínum tíma, þ.e. að mynda eins konar varn- argarð um menningu okkar og tungu. Oddur þýddi að vísu Nýja testamentið í Skálholti en Guð- brandur Biblíuna alla á Hólum og gaf hana út ásamt öðrum merkum ritum sem drógu að sér athygli þjóðarinnar og áttu ekki hvað minnstan þátt í því að tunga okkar hélt velli. Úr gömlum l e iðurum Amfetamín-verk-smiðjan, sem lögregla upp- rætti á fimmtudag, var með þeim þróaðri í heimi. Að sögn Andre van Rijn, sér- fræðings á vegum Europol, fær amfetamínið, sem þar var framleitt, á milli átta og níu í einkunn á kvarða, sem nær frá einum upp í tíu. Það vekur athygli og ónot að van Rijn segir að hann hafi að- eins tvisvar á ferli sínum séð jafn þróaðar amfetamínverk- smiðjur. Í þessari verksmiðju hafi verið hægt að framleiða tonn af amfetamíni á mánuði og því er talið víst að fram- leiðslan hafi ekki verið ætluð eingöngu til dreifingar á Ís- landi. Ætla mætti að hagn- aðurinn af þessari framleiðslu næmi milljónum evra. Til samanburðar má nefna að árið 2003 var stórfelld am- fetamínframleiðsla stöðvuð í Kópavogi. Þykir munurinn á þeirri verksmiðju og verk- smiðjunni, sem upprætt var á fimmtudag, vera eins og á sjoppu og stórmarkaði. Rannsókn þessa máls hefur tekið nokkra mánuði og fór hún fram í samvinnu tollgæsl- unnar og sérsveitar ríkislög- reglustjóra með liðsinni Euro- pol. Þurfti slökkvilið og sérfræðinga til að rýma verk- smiðjuna vegna sprengihættu. Fjórir menn voru hand- teknir vegna málsins og hafa tveir þeirra verið dæmdir í gæsluvarðhald til mán- aðamóta, en hinum var sleppt. Ekki er enn komið í ljós hið alþjóðlega samhengi amfeta- mínverksmiðjunnar í Hafn- arfirði. Það er hins vegar ekk- ert launungarmál að alþjóðavæðingin tekur ekkert síður til glæpa og undirheima- starfsemi en þeirra viðskipta og samgangna, sem eiga sér stað á yfirborðinu. Þessari alþjóðavæðingu fylgir líka aukin harka og and- rúmsloft, sem áður voru óþekkt á Íslandi. Í þeim efnum má vísa til ótengds máls, sem einnig var í fréttum í þessari viku. Það segir sína sögu að fimm pólsk- ir karlmenn, sem urðu fyrir fólskulegri árás fyrr á árinu, skuli horfnir af landi brott og ekki mæta fyrir dóm þótt þeir hafi verið boðaðir og fengju farareyri fram og til baka frá Póllandi. Tveir félagar þeirra mættu í dómsal og voru samkvæmt frásögn í Morgunblaðinu mjög óttaslegnir. Þeir voru mjög hræddir við sakborningana og voru meira að segja tregir til að gefa upp heimilisföng sín í réttarsalnum. Greinilegt er að í þessu máli býr margt undir yfirborðinu, sem ekki er víst að nokkurn tímann komi fram. Fórnarlömbin þora ekki að bera vitni. Óttast þau bara sakborningana? Eða er óttinn sprottinn af því að sakborn- ingarnir eru hluti af glæpa- samtökum og beri fórnar- lömbin vitni geta þeir náð til þeirra út fyrir fangelsisveggi? Ísland hefur ekki verið sak- laust af glæpum, en á und- anförnum árum hefur harkan færst í vöxt og einnig umfang- ið. Hin afkastamikla amfeta- mínverksmiðja í Hafnarfirði er ein birtingarmynd breytts umhverfis, hin fólskulega árás í Keilufellinu önnur. Lög- reglan á erfitt verkefni fyrir höndum að hindra þessa þró- un. Aukin harka færist í glæpi á Íslandi}Glæpir á Íslandi H lutirnir hafa gerst hratt á Íslandi undanfarna daga. Ekki síst í bankageiranum. Þar hefur átt sér stað hröð og víðtæk end- urnýjun á stjórnendum – svo víðtæk reyndar að hún á sér ekkert sambæri- legt fordæmi í íslenskri atvinnusögu. Æðstu stjórnendur bankanna hafa vikið og í kjölfarið eru yfirvöld í aðstöðu til að breyta því sem ekki hefur verið hægt að breyta hingað til – jafnvel ekki með valdboði. Um er að ræða tækifæri til að jafna hlut kynjanna í þeim valdastöðum samfélagsins þar sem konur hafa átt hvað erf- iðast uppdráttar. Jafnrétti kynjanna hefur nefnilega ekki verið við lýði í stjórn íslensks viðskiptalífs fram að þessu, nema náttúrlega í huga þeirra sem halda því fram að konur séu hreinlega ekki jafnhæfar í æðri stöður fyrirtækja og karlar. En því að taka þetta mál upp fyrst búið er að koma konum í bankastjórastóla Nýja Glitnis og Nýja Landsbankans? Jú vegna þess að um mun fleiri áhrifastöður er að ræða og eins og Kristín Ástgeirsdóttir benti á í vikunni þá brutu stjórn- völd samt jafnréttislög við vinnu sína. Þegar gengið var á þá sem skipuðu í stöðurnar, þá Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, svaraði Árni því til að hann teldi gjörning sinn ekki ólöglegan. Björgvin gekk ekki í vatnið með sama hætti, heldur benti á að hann hefði gætt jafnræðis með þá sem hann skipaði, en í fréttinni er samt haft eftir honum að „áhersla [við að finna fólk í stöðurnar] hafi verið á stuttar boðleiðir og hraða vinnu“. Það er þetta með stuttu boðleiðirnar sem stendur í mér og mörgum konum. Ekki síst vegna þess að allar grunnrannsóknir á ástæð- um fyrir minni framgöngu kvenna á vinnu- markaði og ástæðum að baki launamisrétti leiða það sama í ljós; boðleiðir frá körlum í valdastöðum til annarra karla eru styttri en boðleiðir þeirra til kvenna. Þeir sem hafa völd horfa nefnilega til síns nærumhverfis rétt eins og þeir sem ekki hafa völd. Það liggur í mann- legu eðli að treysta þeim best er standa manni næst. Og þar sem karlar hafa enn umtalsvert meiri völd en konur eru boðleiðir þeirra yf- irleitt ekki nægilega langar til að ná til kvenna. Þetta er ein meginástæða þess að reynst hefur nauðsynlegt að setja lög um jafnrétti. Lögin þvinga þá sem valdið hafa til að víkka sjón- deildarhring sinn; lengja boðleiðirnar þannig að þær nái til kvenna (og annarra sem vegna kynferðis síns, litarháttar, trúarbragða eða þjóðfélagsstöðu hafa lítil völd). Íslenskir ráðamenn, á tímum sem þessum, verða að átta sig á því að þótt þeir treysti best þeim sem eru í þeirra nánasta hring þýðir það ekki að aðrir séu ekki sama trausts verðir. Í íslensku samfélagi eru nú þegar orðnar til kynslóðir vel menntaðra og hæfra kvenna sem hafa allt það til að bera sem þarf til að axla ábyrgð. Það eina sem þær skortir eru tækifærin til að sanna það. Ef ráðamenn geta ekki veitt þeim það tækifæri við jafnsérstakar að- stæður og nú ríkja, hvenær mun tími þeirra þá koma? fbi@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir Pistill Of langar boðleiðir að jafnrétti? Að eignast svartholið í bankaheiminum FRÉTTASKÝRING Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Á tíunda áratug síðustu ald- ar tókust Færeyingar á við mestu efnahags- kreppu í sögu þjóð- arinnar þegar stærstu viðskiptabankar þeirra urðu gjald- þrota einn af öðrum. Menn virðast þó sammála um að bankakreppan í Fær- eyjum hafi verið af allt öðrum toga en sú sem Íslendingar takast nú á við. Þannig hafi ofnýting fiskstofna og offjárfesting í sjávarútvegi leitt til gjaldþrots færeysku bankanna en vandamál Íslands eigi sér að stórum hluta rætur í alþjóðlegum aðstæðum. „Miklum fjármunum hafði verið varið í að styrkja sjávarútveginn og á tíunda áratugnum var afkastageta frystihús- anna í Færeyjum orðin slík að þau hefðu getað unnið allan fiskafla Evr- ópusambandsþjóðanna,“ segir Eðvarð T. Jónsson, sem ritaði bók um efna- hagskreppuna í Færeyjum. „Á ár- unum í kringum 1990 varð síðan hátt í 30% aflasamdráttur sem kom hart nið- ur á efnahagslífinu.“ Björgun í þágu bankanna Einn af öðrum urðu stærstu við- skiptabankarnir í Færeyjum gjald- þrota, m.a. Færeyjabankinn, sem að stærstum hluta var í eigu Den Danske Bank. „Leiðin sem var farin við upp- byggingu efnahagslífsins var skv. fyr- irmælum frá dönskum lánastofnunum sem höfðu aldrei hagsmuni Færeyinga sjálfra að leiðarljósi,“ útskýrir Jógvan Mørkøre, færeyskur þjóðfélagsfræð- ingur, sem hefur rannsakað banka- kreppuna í þaula. „Danir tóku í raun yfir færeyska sjávarútveginn og fækk- uðu frystihúsum úr 20 niður í fjögur á skömmum tíma. Margar eyjar og svæði sátu eftir með enga atvinnu eða fjármálastarfsemi og byggðarlögin voru hindruð í að kaupa aftur gömlu frystihúsin eða leigja þau.“ Eðvarð segir danska hagfræðinga hafa fært að því rök að björgunar- aðgerðirnar hafi fyrst og fremst verið í þágu dönsku bankanna, sem áttu gíf- urlegra hagsmuna að gæta í Fær- eyjum. „Það var sagt að færeyskur al- menningur hefði eignast svartholið í danska bankaheiminum.“ Aðkoma stjórnmálamanna jók held- ur á vandræðin en hitt. „Þeir sem voru á þingi höfðu svo mikil ítök í sjáv- arútvegsfyrirtækjunum. Af 32 þing- mönnum á færeyska þinginu voru 13 sem voru útgerðarmenn, endurskoð- endur útgerðarfyrirtækja eða for- stjórar þeirra.“ Samfélag í kóma Afleiðingar kreppunnar voru marg- þættar. Almenningur tapaði sparifé, atvinnuleysi fór upp í 25% og fjöl- margar fjölskyldur misstu húsin sín. Um 10% færeysku þjóðarinnar flúðu land. „Þetta var ungt og hámenntað fólk með börn og þar töpuðum við mikilvægustu auðlind okkar,“ segir Jógvan. Ástandið var alvarlegt fyrir þá sem urðu eftir. „Ég segi ekki að það hafi verið örbirgð en það svarf að almenn- ingi á þessum tíma,“ segir Eðvarð. Jógvan lýsir árinu 1993 sem mjög erf- iðu. „Það má segja að allt samfélagið hafi verið í kóma, ekki bara fólkið, heldur líka stjórnmálamennirnir og fjármálalíf.“ Strax árið 1995 fór að rofa til. „Fisk- urinn kom aftur fyrr en fiskifræðingar höfðu spáð, olíuverð lækkaði og sömu- leiðis vaxtastig. Allt þetta vann með okkur,“ segir Jógvan. „Á sama tíma komst ný kynslóð fjármála- og stjórn- málamanna til valda sem voru ekki eins uppteknir af því að skara eld að eigin köku og þeir gömlu.“ Eðvarð er þessu sammála. „Viðhorfin breyttust mjög og þetta opnaði augu manna fyr- ir göllum danska styrkjakerfisins sem og samnýtingu pólitíska valdsins og atvinnulífsins. Menn fóru að leggja áherslu á að standa á eigin fótum.“ Morgunblaðið/Ómar Þórshöfn Fall bankanna hafði víðtæk áhrif á lífskjör fólks í Færeyjum. JÓGVAN segir Íslendinga geta ýmislegt lært af færeysku krepp- unni. Í fyrsta lagi sé mikilvægt að stjórnmálin séu gegnsæ og menn horfist opinskátt í augu við vandann. Þá sé lykilatriði að hug- að sé sérstaklega að almenningi við slíkar aðstæður. Og Eðvarð telur Íslendinga í mun betri stöðu til að vinna úr kreppunni en Færeyingar voru á sínum tíma. „Við höfum miklu fjölþættara atvinnulíf en Fær- eyingar sem hafa bara fiskinn og eru því gríðarlega viðkvæmir fyr- ir sveiflum.“ Þá virðast íslenskir ráðamenn hafa tekið þá afstöðu að verja hagsmuni almennings. „Það var ekki gert í Færeyjum því þar höfðu fyrst og fremst peningar stóru bankanna for- gang.“ HUGAÐ AÐ FÓLKI ›› Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.