Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 VIÐ flotbryggju liggja ótal margir smábátar sem rugga á sjónum, þar eiga sér líklega stað alls konar vangaveltur um heima og geima; staður sem vekur spurningar um tilveruna. Morgunblaðið/Kristinn Bryggjuspjall Týndur köttur Í nágrenninu hjá mér er útigangsköttur sem ég er viss um að er heim- ilisköttur sem hefur villst að heiman. Hann er gulur og hvítur, stór og mynd- arlegur. Hann hefur vanið komur sínar til mín á kvöldin og ég hef gefið honum að éta í sumar. Ég hef útbúið fyrir hann kassa þar sem hann getur sofið og soðið handa honum fisk á kvöldin. Nú er að koma vetur og mér óar að láta hann vera úti í vetur þegar virkilega fer að kólna. Í vor var ég í ræktinni í Versölum í Kópavogi og mig minnir að ég hafi þá séð auglýs- ingu um týndan kött sem leit svona út eins og þessi, en þá var hann ekki far- inn að koma til mín. Ég bý í Skriðusel- inu sem er rétt fyrir handan hæðina sem skilur á milli Breiðholts og Kópa- vogs svo að ef þetta er hann, gæti hann hafa ráfað yfir og ekki ratað til baka. Nú veit ég ekki hvort þetta er sami kötturinn en þeir eru líkir. Ég er með páfagauk hér heima sem er mikið laus og því get ég ekki hleypt kisu inn. Mig langar til að biðja fólk sem hefur týnt gulum og hvítum ketti að athuga málið. Hann er greinilega blíður og er farinn að venjast mér og get ég bæði klappað honum og jafnvel tekið hann upp svo að hann er greinilega heim- ilisköttur. Ég veit alveg hvað það er sárt að týna kisunni sinni og þarna er von fyrir einhvern að fá sína til baka. Ef einhver kannast við köttinn, sem ég því miður hef ekki náð mynd af, getur hann hringt í síma 660 8301. Þóra. Útlendingar á Íslandi – Hugleiðingar NÚNA, þegar allir eru uppteknir af kreppunni, langar mig að tala um eitt- hvað sem var til umræðu áður en kreppa kom: útlendingar á Íslandi. Kreppa og útlendingar á Íslandi eru tvö mál en þó mjög tengd. Íslendingar tóku samviskulaust lán hjá erlendum bönkum (án þess að hugsa mikið um hvernig ætti svo að borga þau til baka ). Íslendingar voru samviskulausir þegar þeir fengu erlenda verkamenn til að vinna á Íslandi. Útlendingar komu til Íslands og þeim eru (voru) borguð lægri laun en Íslendingum. Þeir eru „cheap labor“, án réttinda, sem Íslendingar geta misnotað til að byggja New York eða Rómaborg úr Reykjavík-Kópavogi-Hafnarfirði. Ég veit um íslensk fyrirtæki sem fara til útlanda, oft til svokallaðrar „Austur- Evrópu“ (Austur-Evrópa sem var sett aftur í miðaldir en Ísland kom úr miðaldatímabili með blessuðu stríðinu), og fá verkamenn til að skrifa undir samning á tungu- máli sem þeir ekki skilja. Þeim var lofað ýmsu sem ekki var stað- ið við. Oft tala þessir út- lendu verkamenn ekki ensku og oft ekkert annað en sitt móðurmál, þeir vinna yfirleitt með einum yfirmanni sem talar bæði þeirra tungu- mál, íslensku og ensku og stjórnar þeim eins og fyrirtækið vill, en láta þá ekki vita sín réttindi heldur segir þeim bara frá hlutum sem koma sér vel fyrir fyr- irtækið. Verkalýðsfélögin geta ekki sett sig í samband við þá vegna tungu- málaörðugleika. Þetta segi ég þar sem útlendingar sem koma hingað að vinna lenda mjög oft í slæmum málum og á réttindum þeirra er mjög oft brotið. Útlendingar fá ekki upplýs- ingar um réttindi sín og fá heldur ekki neina beina tengingu við þjóðfélagið. Hinar ýmsu stofnanir og félög hafa gefið út bæklinga um vinnuréttindi á Íslandi fyrir útlendinga, en þessir bæklingar virðast ekki fara í réttar hendur og verkamennirnir sjálfir vita ekkert um þessar upplýsingar. Það getur t.d. verið góð hugmynd að setja upp upplýsingaborð á flug- vellinum fyrir verkamenn, þar sem þeir fá strax allar mikilvægar upplýs- ingar á sínu tungumáli. Georg Klausenburg, Ólafsvík, Ísland. Sláturtíð í Silfri Egils MIKIÐ er ég sammála þeim sem gagnrýnt hafa ruddalega framkomu Egils við Jón Ásgeir Jóhannesson í síðasta þætti. Egill ætti að biðjast op- inberlega afsökunar á umræddum persónuárásum á Jón Ásgeir. Hann er ekki sjálfskipaður böðull að leiða sauð til slátrunar, ég dáðist samt að því hve yfirvegaður og rólegur Jón Ásgeir sat undir þessari óréttlátu meðferð. Sá vægir sem vitið hefur meira. Hvað hefur Jón Ásgeir og þeir Bónusfeðgar ekki gert til að auðvelda Íslendingum lífið? Skapað fjölda manns atvinnu sem skilar sér í þjóð- arbúið fyrir utan að koma á lágu vöru- verði í verslunum, og þá hafa þeir styrkt óteljandi góðgerðarmál með veglegum framlögum svo ekki sé gleymt það sem gleypt er. Þeir hafa líka sent öryrkjum ávísanir á mat í verslunum sínum fyrir jólinn, sem hjá efnalitlum hefur verið vel þegið. Margt eigum við þeim að þakka. Elín Birna Árnadóttir.        Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan ÞAÐ VAR NÚMER FIMM VEL GERT ERTU VISS UM AÐ HANN SJÁI MIG EKKI? ALVEG VISS NA- NA- NA- NAA- NA! ÁSTRÁÐUR SVERÐA- GLEYPIR VARÚÐ! HUNDUR ERT ÞÚ EVA? ? FRIÐJÓN VARÐ MJÖG HISSA ÞEGAR HANN SÁ AÐ KENNARINN HENNAR SÖRU VAR ALVEG EINS OG Á MYNDINNI SEM HÉKK Á ÍSSKÁPNUM SIGGI... ÉG VEIT AÐ ÞAÐ ER FÖSTUDAGUR EN... Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er opin alla virka daga kl. 10-16. Félagsheimilið Gjábakki | Óttar Guð- mundsson geðlæknir flytur fræðslu- erindi um ástina og aldurinn, þriðju- daginn 21. október kl. 20. Veitingar. Félagsstarf Gerðubergs | Virka daga eru opnar vinnustofur, spilasalur og fleira. Mánudag og miðvikudag kl. 9.50 er sundleikfimi í Breiðholtslaug. Mánudag kl. 8.15 og föstudag kl. 13 er fjölbreytt leikfimi (frítt) í ÍR-heimilinu v/Skógarsel og kaffi. Umsjón hefur Júlíus Arnarsson íþróttakennari. Íþróttafélagið Glóð | Æfingar fyrir sýningar í Kópavogsskóla á þriðju- dag kl. 14.30-16. Á miðvikudag eru almennir hópdansar í Lindaskóla kl. 15-16.20 og ringó í Snælandsskóla kl. 19-20. Á fimmtudag er línudans kl. 16.30-18 í Húnabúð. Uppl. í síma: 564-1490, 554-2780 og 554- 5330. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga á morgun kl. 10 frá Egilshöll. Vesturgata 7 | Farið verður í Þjóð- leikhúsið að sjá Hart í bak eftir Jök- ul Jakobson fimmtudaginn 13. nóv- ember kl. 14. Kaffi í hléinu. Nánari upplýsingar í síma 535-2740.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.