Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 30
30 Umhverfismál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 V atnajökull laðar að sér fjöl- marga vísindamenn. Leiðangr- arnir eru misstórir enda rann- sóknirnar mismunandi. Í júní, ár hvert, slást vísindamenn í för með sjálfboðaliðum Jöklarannsókna- félags Íslands. Þessar ferðir hafa verið nær árlegar síðan um 1950. Mæligögn sem aflað hefur verið í þessum ferðum hafa m.a. nýst til aukins skilnings á hreyfingu og afkomu jökulsins, jök- ulhlaupum frá Gríms- vötnum og eldvirkni í Vatnajökli. Jöklarannsóknafélagið (JÖRFÍ) hefur á að skipa mörgum af fremstu jarðvís- indamönnum Íslands, en öllum er heimill aðgang- ur að félaginu og flestir eru félagsmenn venjulegt fólk með áhuga á fjalla- og jöklaferðum. Vorferðin á Vatnajökul er ávallt stærsti viðburður í dagatali félagsmanna. Félagsmenn JÖRFÍ hafa auk þess mælt hop og framskrið skriðjökla með því að mæla sporða þeirra. Árlega eru um 40 jökulsporðar mældir og eru gögnin sem safnast hafa víðtækustu heimildir um þróun jökla á Íslandi á 20. öld. Vatnajökull er stærsti jökull Evrópu. Að flatarmáli er hann 8.100 ferkílómetr- ar eða áttundi hluti Íslands og 10 sinnum stærri en New York. Rúmmál jökulíssins er 3.100 rúmkílómetrar sem myndi nægja til að þekja allt Ísland með 30 metra þykkum ís. Þykkastur er ísinn nærri 980 metrar en meðalþykktin er 380 metrar. Líkt og aðrir íslenskir jöklar hefur hann farið minnkandi nær alla tuttugustu öldina en hraðasta bráðnunin hefur átt sér stað síðan 1995. Á síðustu 10 árum hefur rúmmál hans minnkað um 3%. Ef Vatnajökull allur bráðnaði myndi sjávarborðið hækka um 1 cm á heims- vísu. Vegna bráðnunar jöklanna er búist við að rennsli í jökulánum aukist næstu 50 – 100 árin, en fari svo ört minnkandi þegar flatarmál jöklanna minnkar. Áhrifin skipta vatnsaflsvirkjanirnar mestu máli en líka má búast við að farvegir fallvatna muni breytast verulega, sum jafnvel hverfa alveg en önnur stækka. Þá munu ný lón og stöðuvötn myndast sem gætu haft áhrif á samgöngukerfið. 2 2 Vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands er með viða- meiri rannsóknarleiðöngrum sem farnir eru hér á landi. Í henni er m.a. kannað ástand eldstöðva, jarð- hitasvæða og jökullóna í Vatnajökli og afkoma vetr- arins mæld. Vorferðin nú var með fjölmennara móti en sú nýbreytni var að litlir hópar dvöldu við rann- sóknir í Kverkfjöllum og á Goðahnjúkum auk meg- inhópsins sem hélt til á Grímsfjalli. Brynjar Gunn- arsson ljósmyndari slóst með í för. 5 1 Jökullinn bráðnar Brynjar Gunnarsson          5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.