Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 38
38 UmræðanSIGMUND MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 ÓVENJULEGIR tímar kalla á nýjar hug- myndir og á hverjum degi sjáum við stjórn- völd og fjármálastjórn- endur koma með nýjar lausnir á þeim vanda sem blasir við þann daginn. Nú þegar allt er til endurskoðunar er gott að líta til lengri tíma og hugsa um fram- tíð þjóðarinnar. Það virðast einkum vera tvær hugmyndir á lofti. Að ganga í Efnahags- bandalag Evrópu, ESB, og taka upp evru í kjöl- farið á því. Eða að halda krónunni og verja hana með stórum lántökum, til dæmis frá Rússum. Gott og vel, en hér er einn kostur í stöðunni sem ég held að hafi ekki verið ræddur: Efna- hagsbandalag N-Atlantshafs, ENA, myndað af Íslandi og Noregi að vel- þekktri evrópskri fyrirmynd. Þjóð- irnar eiga mikla sameiginlega hags- muni og munu í sameiningu ráða stærstum hluta fiskimiða í Norður- Atlantshafi. Bæði ríkin byggja efna- hag sinn að miklu leyti á orkusölu og nýting auðlinda á hafsbotni í norður- höfum er mál sem varðar báðar þjóðir miklu í framtíðinni. Utanrík- isstefna þjóðanna er mjög lík og þær hafa undanfarin ár skipst á um að vera í fyrsta og öðru sæti á lífs- gæðalista Sameinuðu þjóðanna. Vegna örs á þjóðarvitund íslendinga frá 1262 er rétt að minna á að öll rík- in innan ESB eru sjálfstæð ríki. Íslendingar og Norðmenn eiga sameiginlegan sögulegan og menn- ingarlegan bakgrunn og þjóðirnar eru í raun mjög líkar. Ég hef und- anfarin ár verið svo heppinn að eiga öðru hverju erindi til Noregs. Alls staðar mætir manni einstakt bræðraþel, hlýja og vinátta bara fyr- ir það eitt að vera Íslendingur, við eigum þarna einstaka frændþjóð. Norðmenn eru um margt líkir Ís- lendingum og langt því frá sú sveita- þjóð sem sumir Íslend- ingar halda. Þeir eru framsækin nútímaleg þjóð sem nýtur lífsins í ríkum mæli. (Þeir hafa meira að segja sömu drykkjuvenjur og Ís- lendingar). Nú þegar Íslendingar eru í vanda, með ónýta krónu og vantar aðstoð er kjörið tækifæri til að stofna ENA og mynda eitt efnahags- og at- vinnusvæði í mynt- bandalagi. Norski olíu- sjóðurinn lánar Íslendingum fjárhæð til langs tíma með sanngjörnum vöxtum (eflaust mun betri langtímafjárfesting fyrir þá en þau hluta- bréf sem nú falla eins og syndugir englar). Íslendingar taka upp norska krónu og seðla- bankar þjóðanna verða sameinaðir. Verslun og samskipti milli ríkjanna munu stórefl- ast. Samkvæmt rannsókn eykur sameiginleg mynt ein og sér verslun milli þjóða um 30%. Norðmenn eru nú þegar í fyrsta sæti hvað varðar tollfrjálsa verslun á Íslandi. Orku- sala og matvælaiðnaður munu verða stöðugt mikilvægari á komandi tím- um svo efnahagsleg framtíð ENA er björt. Er ekki betri framtíðarsýn fyrir okkur að vera áhrifamikil innan lítillar efnahagseiningar en peð í risastórri? Við Íslendingar eigum miklu meiri samleið með Norð- mönnum en hvaða Evrópusam- bandsríki sem er. Nágrannar okkar og vinir, Færeyingar og Grænlend- ingar, sem ekki eru innan ESB gætu seinna meir gengið í ENA. Þá myndu allar auðlindir N-Atlantshafs vera innan efnahagsbandalagsins. Hvílík auðlegð til framtíðar og hvílík samningsstaða á alþjóðavettvangi. Ef þessi hugmynd er ekki afleit af einhverri ástæðu sem mér er ókunn þá endilega taki þeir sem vit hafa og völd hugmyndina til umræðu. Það er mikið í húfi – framtíð okkar og næstu kynslóða. ENA –Efnahags- bandalag N-Atlantshafs Sverrir Sigurjón Björnsson vill stofna bandalag með Norðmönnum » Íslendingar og Norð- menn eiga sam- eiginlegan sögulegan og menningar- legan bakgrunn og þjóðirnar eru í raun mjög líkar. Sverrir Sigurjón Björnsson Höfundur er hönnuður. Í BANDARÍKJ- UNUM hefur verið mikil umræða um „bridge to nowhere“, brú sem Sara Palin stóð fyrir að lögð væri út í bláinn. Þó var brúin lögð til fjörutíu manna byggðar. Austur á svonefndum Hraun- um fyrir austan Snæ- fell er nú verið að ljúka við austasta hluta Kárahnjúka- virkjunar með þrem- ur stíflum, göngum og lóni sem veita eiga vatni yfir í Jökulsá í Fljótsdal án þess að nokkur þörf sé á því. Af hverju segi ég það og ítreka það sem ég sagði í bókinni um Kárahnjúka fyrir fjórum árum? Jú, í sumar og haust hefur komið glögglega í ljós að Jökulsá á Dal og Kringilsá hafa einar veitt virkjuninni miklu meira vatn en þörf hefur verið fyrir og að í svona árferði er jafnvel engin þörf á vatni frá Jökulsá í Fljóts- dal. Aðeins þurfti að hleypa Háls- lóni niður um 25 metra af 50 síð- asta vor og afgangsvatn hefur runnið á yfirfalli Kárahnjúkastíflu í heilan mánuð í haust. Nú er stutt í að veita vatni í svonefnt Kelduárlón sem sökkvir alls sjö ferkílómetrum lands. Ég eins og flestir aðrir hélt að þarna væri aðeins verið að sökkva urð og grjóti og að Kelduá væri eins og hver önnur spræna. Í haust hef ég í nokkrum ferðum um svæðið uppgötvað til fulls einstaklega fal- lega fossaröð í Kelduá, sem á að skrúfa fyrir, og ótrúlega fallegt gróið svæði áreyra fyrir ofan Kelduárstíflu, sem sökkva á og þegar er búið að tæta í sundur að hluta. Nokkrum tjörnum og eins ferkílómeters blátæru fjallavatni með grónu umhverfi, Folavatni, á að drekkja í aurlituðu vatni Kelduárlóns. Eins og víðar á hálendinu á að sökkva gróð- urvinjum sem njóta skjóls í lægðum. Um- gjörð þessa svæðis, austurhluti Vatnajök- uls og Snæfell, er tignarlegt og fagurt. Morgunljóst er að hlýnun loftslags og hugsanlegur van- reikningur hefur valdið því að á þessu svæði er staðið að rándýrum virkj- anaframkvæmdum fyrir milljarða króna án þess að þær skapi í raun eitt einasta megavatt. Þetta er „virkjun út í bláinn“ án minnsta gagns fyrir nokkurn mann á sama tíma og illvíg kreppa gengur yfir þjóðina. Rökin sem ég fæ við eft- irgrennslan eru þau að hugsanlega kunni að kólna á ný og vatnsrennsli að minnka og það geti komið sér vel að geta miðlað vatni á fleiri stöð- um en í Ufsarlóni og Hálslóni. Ég hafna hvorutveggja. Á meðan ís- inn á Íshafinu bráðnar hratt er lítil hætta á kólnun. Og stíflan er þegar komin og má því grípa til hennar ef og þegar þörf yrði á. Og ég spyr: Af hverju þarf endi- lega að sökkva þessu landi fyrr en þess gerist kannski einhvern tíma þörf? Í ferðum mínum í haust hef ég ítrekað staðið aleinn á hinum ýmsu stöðum, á fossbrúnum við Kelduá, grónum vatnsbakka Fola- vatns og við Jökulsá þegar skrúf- að hefur verið fyrir Gullfossa hennar. Og ég hef spurt sjálfan mig: Er öllum sama um allt? Er enginn þarna inni í stofnun, sem er í eigu þjóðarinnar, sem getur stoppað þetta? Ég hef í ferðum mínum átt samskipti við fjöl- marga afbragðs starfsmenn Landsvirkjunar og verktakanna og spurt sjálfan mig: Ætla þeir virkilega að láta þetta allt fara svona? Hvar er stjórn fyrirtæk- isins? Þarf endilega að drekka bikar „virkjunar út í bláinn“ í botn? Ég veit að umhverfisrösk- unin sem ég er að tala um vegna Kelduárlóns er aðeins brot af þeim ósköpum sem þegar hafa verið framkvæmd með Hálslóni og öðr- um framkvæmdum. Þegar síðustu geirfuglarnir voru drepnir var það lítið mál miðað við þúsundirnar sem áður höfðu verið drepnar. Samt óska flestir sér þess að þyrma hefði mátt lífi hinna síð- ustu. Ég hef nú eytt síðustu fjár- munum mínum í að kvikmynda þetta svæði. Sú gjörð sem nú blas- ir við mun því verða ljós komandi kynslóðum. Bón mín er einföld: Viljið þið, elskurnar mínar hætta við að gera það sem engin þörf er fyrir og gerir ekkert nema valda skaða? Lítil bón um að ætla sér af Enn er verið að sökkva fallegum fossum og svæðum segir Ómar Ragn- arsson » Afkomendur okkar munu dæma það hart fyrir að sökkva að þarflausu fögru svæði austan Snæfells. Enn er hægt að hætta við og bjarga leifum heiðurs okkar. Ómar Ragnarsson Höfundur er formaður Íslandshreyf- ingarinnar – lifandi lands. Í ljósi atburða síð- ustu vikna er ljóst að verulega þarf að vanda sig við að endurvekja traust almennings á stjórnmálamönnum og þeim ákvörðunum sem þeir taka. Góð rök fyrir ráðningum Nú eru bankarnir aftur komnir í al- menningseigu. Í okkar nafni munu ráðherrar sjá um að skipa nýja bankastjóra og bankaráð, byggt á til- nefningum stjórnmálaflokka. Þær ráðningar mega ekki vera af pólitísk- um grunni heldur faglegar. Til þeirra verður að vera vandað og rök ráða- manna hafin yfir vafa. Þeir mega ekki týna sér í valdhroka heldur muna að þeir fara með valdið í umboði fólksins í landinu. Til að leiðbeina ráðherrum, sem og öðrum pólitískum stjórnendum, um með- ferð valdsins hafa eru verklagsreglur við ákvarðanatöku bundnar í stjórnsýslulög. Stjórn- sýslulögum er ætlað að stuðla að málefnalegri stjórnsýslu, að ákvarð- anir séu vel undirbúnar og teknar á efnislegum forsendum sem séu skýrar og þoli nánari skoðun. Stjórnsýslan á að vera opin og gegnsæ og ákvarðanir rekj- anlegar þannig að ætíð sjáist hvaða atriði réðu ákvörðun hverju sinni. Þá eru ógleymd upplýsingalög sem veita borgurunum rétt til þess að fá upp- lýsingar um það sem stjórnvöld að- hafast. Tilgangur laganna er þannig öðrum þræði að draga úr tortryggni í garð stjórnvalda. Traust og trúverðugleiki Það þarf að endurvekja traust og trúverðuleika stjórnmálamanna. Nú ríður á að ráðamenn vandi meðferð valds síns og skipi í sæti bankastjóra og bankaráða með þeim hætti að yfir allan vafa sé hafið að málefnaleg rök liggi til grundvallar ákvörðunum. Því er nauðsynlegt að þjóðinni sé haldið vel upplýstri um forsendur ráðninga og rökin sem liggja til grundvallar þoli gagngera skoðun. Á viðsjárverðum tímum er mik- ilvægt fyrir alla stjórnmálamenn að muna að vald er vandmeðfarið. Það er skýlaus krafa að góð og opin rök liggi fyrir um ákvarðanir þar með taldar ráðningar bankastjórnenda. Ráðherrar, ráðningar og stjórnsýslulögin Ásta Þorleifsdóttir fjallar um skipun bankastjóra og í bankaráð » Á viðsjárverðum tímum er mikilvægt fyrir stjórnmálamenn að muna að vald er vandmeðfarið, því verða ráðningar bankastjórn- enda að vera vel rök- studdar. Ásta Þorleifsdóttir Höfundur er jarðfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.