Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 47
Auðlesið 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008
Tveir menn, Jónas Ingi
Ragnarsson og Tindur
Jónsson, hafa verið
úr-skurðaðir í gæslu-varð-hald
til 30. október vegna gruns
um aðild að umfangs-mikilli
fíkni-efna-framleiðslu í
iðnaðar-húsnæði í Hafnarfirði.
Hús-leitir voru gerðar á
tveimur stöðum í
iðnaðar-hverfi í Hafnarfirði þar
sem framleiðslan var talin
fara fram. Lagt var hald á
há-þróaðan tækja-búnað sem
nota má til
fíkni-efna-framleiðslu. Við
hús-leitirnar fundust 20 kíló af
hassi, efni á framleiðslu-stigi
og full-unnið amfetamín og
meta-amfetamín meðal
annars. Um nokkurt magn er
að ræða. Ekki er hægt að
útiloka að efni sem framleidd
hafi verið í
amfetamínverksmiðjunni hafi
verið komið á markaðinn.
Mennirnir eru báðir á
reynslu-lausn eftir að hafa
setið í fangelsi fyrir alvarlega
glæpi.
Jónas Ingi var dæmdur í
tveggja og hálfs árs fangelsi
árið 2005 fyrir aðild sína að
hinu svo-kallaða
lík-fundar-máli. Tindur var
vorið 2006 dæmdur í sex ára
fangelsi fyrir tilraun til
mann-dráps með sveðju og
fjórar aðrar líkams-árásir. Fyrir
dóms-upp-kvaðningu hafði
Tindur setið í gæslu-varð-haldi
í sex mánuði.
Umfangs-mikil fíkni-efna-
framleiðsla í Hafnarfirði
Hluti af fíkni-efna-framleiðslunni úr amfetamín-verksmiðjunni sem lögreglan hefur lagt hald á.
Góð stemning var síðast-liðinn
miðvikudag, á fyrsta kvöldi
Air-waves-hátíðarinnar, og mætingin
ágæt. Á tón-leikum Klives á Hressó og
Kerrang-kvöldi á Nasa, þar sem
hljóm-sveitirinar Vicky og Our Lives komu
meðal annarra fram, slagaði upp í fullan
sal. Hinar marg-frægu Air-waves-raðir
voru hvergi sjáan-legar og því auðvelt að
hoppa á milli staða til að sjá allar mest
spennandi hljóm-sveitirnar.
Út-sendari Morgun-blaðsins veitti því
athygli að bjór-verð hafði verið hysjað
tals-vert upp á veitinga-stöðum, hvort
sem skýringin á því liggur í
óða-verð-bólgu eða hefð-bundinni
tæki-færis-mennsku.
Bryndís Jakobsdóttir, Dísa, er
ein af mörgum tónlistar-mönnum
sem koma fram á hátíðinni.
Rokkað í skugga kreppu
Mikil heift er í heild-sölum vegna
þess að viðskipta-sambönd sem
hafa varað í ára-tugi eru að flosna
upp og verða heild-salar fyrir
ó-mældu tjóni því þeir eru á-litnir vera
van-skila-menn. Þeir segjast eiga
peninga en fá ekki gjald-eyri. Menn fá
þau svör að ekki sé til gjald-eyrir. Fólk
í út-löndum skilur það almennt ekki.
Seðla-bankinn stjórnar flæði
gjald-eyris og njóta greiðslur fyrir t.d.
mat-vöru og lyf for-gangs.
Seðla-bankinn tekur undir með
Sam-tökum iðnaðarins um mikil-vægi
þess að íslenskum iðnaði verði
tryggð að-föng og hrá-efni og tekur
fram að að-föng og hrá-efni til
iðnaðar verði í forgangs-flokki. En
bankinn bendir einnig á að gjald-eyrir
er af skornum skammti og því
mikil-vægt að inn-flutningur sé
tak-markaður við brýnar þarfir.
Seðla-bankinn stjórnar
flæði gjald-eyris
Heildar-ábyrgðir Íslands
vegna Ice-save-reikninga
Lands-bankans verða um
fjórir mill-jarðar evra eða
rúm-lega 600 mill-jarðar
króna. Breska og hol-lenska
ríkið munu gera upp við
eigendur reikninganna upp
að því marki sem inni-stæður
þeirra voru tryggðar og lána
íslenskum stjórn-völdum fyrir
þeirra hlut í upp-hæðinni.
Eignir úr þrota-búi
Lands-bankans verða síðan
seldar og and-virði þeirra
rennur til greiðslu lánsins.
Upp-hæðirnar miðast við
há-mark þess sem íslenska
ríkið gæti þurft að greiða
vegna Icesave-reikninganna,
20.887 evrur fyrir hvern
reikning. Heildar-upp-hæðin
lækkar síðan í takt við hversu
mikið tekst að selja af
eignum Lands-bankans. Ef
Íslendingar þurfa að greiða
eitt-hvað úr ríkis-sjóði vegna
þessara skuld-bindinga
munu þær greiðslur ekki
hefjast fyrr en eftir nokkur ár.
600 millj-
arða lán
Íslensku lands-liðs-mennirnir í
fót-bolta færðu íslensku
þjóðinni lang-þráða gleði í
þeim erfið-leikum sem hún á
við að glíma þessa dagana
með því að leggja Make-dóna
að velli, 1:0, í undan-keppni
HM á miðviku-dag.
Það var að duga eða
drepast fyrir íslenska liðið.
Tap hefði þýtt nær von-lausa
baráttu um að blanda sér í
baráttuna um annað sætið í
riðlinum en eftir sigurinn í gær
eru allir vegir færir og Ís-land
komið í topp-baráttu riðilsins.
Make-dónum gekk illa að
koma takti í sinn leik og það
var aðeins einu sinni í fyrri
hálf-leik sem þeir gerðust
hættu-legir en Gunn-leifur
varði þá vel frá Goran Pandev.
Í síðari hálf-leik fór að draga af
íslenska liðinu og voru
Make-dónar fljótir að bíta á
agnið. Smátt og smátt tóku
þeir völdin og saumuðu að
Íslendingum. Vörnin, sem
hafði haldið vel í fyrri hálf-leik,
fór að opnast.
Jöfnunar-markið virtist í loftinu
og pressuðu Make-dónar stíft
á. Um tíma voru nánast allir
leik-menn Íslands í og við
víta-teiginn.
Indriði Sigurðsson kom til
bjargar á 75. mínútu þegar
hann setti fótinn fyrir skot
Goran Pandevs. Gunnleifur
steig ekki feil-spor í markinu
og var öruggur. Hermann átti
þó til að hlaupa úr stöðu sinni,
Kristján Örn stóð fyrir sínu og
bak-verðirnir Indriði og Grétar
Rafn. Stefán Gíslason lék vel,
einkum framan af, og þeir
Aron Einar og Theódór Elmar
áttu góða inn-komu. Veigar og
Eiður Smári áttu sína spretti
en Emil og Birkir Már náðu sér
ekki á strik, þeir eiga að geta
gert betur.
Ísland sigraði Makedóníu
Veigar Páll Gunnarsson skoraði sigurmark íslenska liðsins.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Kosningar til öryggis-ráðs
Sameinuðu þjóðanna fyrir
tíma-bilið 2009-2010 fóru
fram síðast-liðinn föstu-dag.
Ísland var í fram-boði úr
hópi Vestur-Evrópu og
annarra ríkja sem svo er
nefndur, sem jafnan á tvo
full-trúa í ráðinu.
Ísland náði ekki kjöri
heldur voru Austur-ríki og
Tyrk-land kosin. Alls
greiddu 192 þjóðir at-kvæði
og þurfti 128 at-kvæði til
að ná kjöri í fyrstu umferð.
Tyrk-land fékk 151
at-kvæði, Austur-ríki 133 og
Ísland 87.
Ákvörðun um fram-boð
Íslands var tekin fyrir tíu
árum.
Ísland náði
ekki kjöri