Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 12
12 FréttirFRÉTTASKÝRING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Heildareignir bankanna þriggja námu 14.437 milljörðum króna 30. júní sl. Þar af átti Lands- bankinn 3.970 milljarða króna, Kaupþing 6.604 milljarða og Glitnir 3.863 milljarða. Hlut- fallsleg stærð bankanna miðað við heildareignir var þannig að Landsbankinn vó 28%, Kaup- þing 46% og Glitnir 27%. Heildarútlán til við- skiptavina námu 9.289 millj- örðum króna. Ef við beinum sjónum að fjármögnun bankanna nam eigið fé þeirra 840 milljörðum króna. Víkjandi lán (subordina- ted loans) námu 625 millj- örðum króna. Heildarinnlán frá við- skiptavinum námu 4.175 millj- örðum króna. Innlán frá öðrum bönkum og fjármálastofnunum námu 1.446 milljörðum króna. Skuldabréfaútgáfa og önnur lántaka bankanna (skilgreint sem borrowings í reikningum bankanna) nam 6.346 millj- örðum króna. Þessi fjárhæð er ekki flokkuð mikið niður í upp- gjörum bankanna, t.d. ekki sundurliðuð á móðurfélag vs. dótturfélög. Í því tilliti má hins vegar styðjast við upplýsingar frá Bloomberg- og Reuters- gagnaveitunum en þar er haldið utan um útgefin skuldabréf bankanna og er það mikill meiri- hluti þess sem fellur undir „bor- rowings“. Samkvæmt Bloomberg námu útgefin skuldabréf og lántökur 5.669 milljörðum króna af „bor- rowings“ upp á 6.346 milljarða króna. Bloomberg hefur þannig ekki upplýsingar um 676 millj- arða króna eða um 11% af heild- arfjárhæð „borrowings“ bank- anna þriggja. Þessar upplýsingar frá Bloom- berg eru flokkaðar eftir því hvort útgefandi skuldabréfanna og lánanna var móðurfélag við- komandi banka eða eitthvert dótturfélag þeirra. (Í tilviki Landsbankans fellur allt undir móðurfélagið). Skiptingin á þessum 5.669 milljörðum króna er þannig að móðurfélögin hafa gefið út 4.651 milljarð króna og dótturfélögin 1.018 milljarða króna. EFNAHAGUR BANKANNA                            ! "    # $  #  %  #  #  "   #     #             &  ' (  )  # # #     #  " "                                 * #     # #   '   +,  #    - ## #.       !"   # !# # $"$ "# $ "" $   " "#$ # # ""   # " $ ! " $" # "  #! " "#   " $ " ! "" "    $ !!  $# "# "  " "  # " "! " !# $  "$# "" $$ "$ " $ "   !! #!# "  ! #  ! !  ! $ $  "! $ # "  "!!   $"  $$   ! " !  " " $ "$$ "# " #   $  $#$ $ $  "!  !!    ! "$ "  " $ "$     !  # $ " "! !  $ # "" !  # !  " #$ " "! "" !# $  " !#  $$ $  "##    !  $ # "#  " "# $! #  "! "     $$#  ""  ! #! "" $ !  "  ## ! " $  " ! $  "!  $ ! ! ""     "! !! !#  "   #  "" " !#$ #! " #$  ! # # " $  /01 231 231 0/1 241 521 2/1 51 201 2/1 201 231 021 041 /41 261 /771 41 241 081 /21 231 2/1 251 251 231 871 551 591 921 971 /41 551 491 631 561 561 561 561 551 591 851 71 71 591 521 601 591 891 921 921 561 /81 281 281 /81 2/1 031 091 71 41 051 071 281 221 /81 091 71 71 4/1 261 2/1 291 281 51 251 251 281   - # :  (    VANTAR UPPLÝSINGAR UM 676 MILLJARÐA KRÓNA, EÐA 11% Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is S koðanir eru skiptar, svo ekki sé meira sagt, um það hvort Seðlabankinn og rík- isstjórn Íslands hafi hugsað til enda hvað það hefði í för með sér að gefa út neyðarlög sem heimila víð- tækt inngrip Fjármálaeftirlitsins í bankastarfsemi landsmanna sem Al- þingi samþykkti 6. október sl. Við- mælendur úr röðum bankakerfisins, stjórnvalda og eftirlitsstofnana eru sammála um að það hafi verið erlend- ir seðlabankar sem felldu íslenska bankakerfið. Stjórnvöld og eftirlitsstofnanir benda á að ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett hefði Glitnir orðið gjald- þrota sem hefði haft mun alvarlegri afleiðingar fyrir efnahagskerfið og landsmenn en þær sem neyðarlögin hafa. Ekki er þó gert lítið úr afleið- ingum þjóðnýtingar bankanna eða þeim erfiðleikum sem blasa við Ís- lendingum öllum á næstunni. Hugsunin á bak við setningu neyð- arlaganna hafi vitanlega verið sú að gera það sem fært væri til þess að tryggja að hjól atvinnulífsins héldu áfram að snúast og að tryggja hag innstæðueigenda. Ljóst sé að setning neyðarlaganna hafi verið eina úrræðið sem stjórn- völd höfðu eftir að fullreynt var að enginn þeirra seðlabanka sem leitað var til í Evrópu, á Bretlandi, á Norð- urlöndunum og í Bandaríkjunum var reiðubúinn til þess að veita þann stuðning sem sóst var eftir. Frá fyrrverandi stjórnendum og hluthöfum viðskiptabankanna þriggja, sem nú eru allir orðnir rík- isbankar, hafa fengist þær upplýs- ingar að gríðarlegt eignatap hafi orð- ið í erlendum eignasöfnum bankanna, lánstraust sé með öllu horfið og trú- verðugleiki íslensks viðskiptalífs hafi sömuleiðis gufað upp. Tjónið hafi orðið mest á fyrstu dög- unum eftir lagasetninguna. Þá hafi aðrir bankar, þ.e. erlendir lán- ardrottnar, rifið til sín eignir sem voru í repo-samningum (endurhverf viðskipti) eða öðrum eignatryggðum samningum og þurrkað upp eigið fé í þeim eignum. Lán til banka hafi verið gjaldfelld í stórum stíl, viðskipta- bankarnir neyðst til að selja eignir á brunaútsölu og aðeins fengið brot af markaðsvirði eignanna fyrir vikið. Síðan hafi eitthvað hægt á eigna- rýrnun og tekist hafi að vissu marki að stöðva eignabrunann. Spurningin nú sé hvað gerist svo? Hvað verði um íslenskt atvinnulíf? Hvað verði um íslenskar eignir? Eng- inn virðist þora að spá neinu þar um á þessu stigi. Fyrrverandi áhrifamaður í Glitni sagði: „Eignabruninn sem nú á sér stað er svo skelfilegur að það getur ekki nokkur maður gert sér í hug- arlund hversu mikið tjón við bíðum dag hvern. Það dapurlega við þetta er sú staðreynd að það er lítið verið að hugsa um eignirnar í útlöndum því öll orkan fer í að horfa á skuldirnar og reyna að endurskipuleggja starfsemi bankanna hér innanlands. Það er öm- urlegt að horfa upp á þetta.“ Annar segir að það sé ekki hægt að sakast við skilanefndir bankanna í þessum efnum. „Skilanefndirnar eru að gera sitt besta við erfiðar að- stæður. Þetta er bara fólk sem er ýtt inn í bankana, það er beðið um að taka fullt af erfiðum ákvörðunum og hefur, að mínu viti, afskaplega óskýr fyrirmæli frá ríkisstjórninni og Fjár- málaeftirlitinu um hvað það á að gera.“ Áður en neyðarlög ríkisstjórn- arinnar um banka voru sett hinn 6. október sl. var reglan sú að skulda- bréf bankanna skiptust í tvennt, ann- ars vegar þau sem kallast víkjandi lán og svo skuldabréf. Ef fyrirtæki tapaði þá töpuðu hluthafarnir fyrst, svo þeir sem áttu víkjandi lán og eftir það voru allir jafnsettir, nema þeir sem áttu veð, þeir tóku veðin sín. Með tilkomu neyðarlaga er staðan hins vegar sú að í stað þess að allir séu jafnsettir eftir að hluthafar hafa tapað sínu og eigendur víkjandi lána sínu þá er málum þannig háttað að innlán eru rétthærri en skuldabréf. Áhyggjur af mismunun Þessi nýjung felur það í sér að eig- endur skuldabréfa njóta ekki lengur jafnsetningar og eru því aftar í rétt- arröðinni en fyrir lagasetninguna og líkurnar á því að þeim verði greitt eru minni. Viðmælendur telja að sú ákvörðun sem Fjármálaeftirlitið tók við stofnun Nýja Glitnis, að mismuna skulda- bréfaeigendum með þeim hætti, að ef skuldabréfaeigandi er ekki í endur- hverfum viðskiptum við Seðlabanka Íslands, þá fái hann ekki greitt, eigi eftir að kalla yfir Íslendinga gríð- arlega reiði skuldabréfaeigenda og ekki sé hægt að útiloka að Seðlabank- inn og ríkissjóður fái á sig stórfelldar skaðabótakröfur. Lögmaður sem rætt var við vegna þessa taldi mjög líklegt að svo gæti farið. Hann benti á að Seðlabankinn væri með þessu að ganga á hagsmuni annarra skuldarhafa og spurði hvern- ig Íslendingar ættu að endurheimta hið glataða traust, ef neyðarlögin fælu það í sér, að Seðlabankinn fengi greitt en aðrir ekki. Á þessari stundu er útilokað að segja til um það hversu miklar eignir íslensku bankanna eru á móti skuld- um því samkvæmt upplýsingum úr öllum bönkunum fuðra eignir upp sem nema milljörðum og jafnvel tug- um milljarða í eignasafni allra bank- anna mjög hratt. Einn viðmælandi lýsti því svo að eigur íslenska bankakerfisins í út- löndum hefðu minnkað dag hvern um upphæð sem nemur því að reka Landspítalann í eitt ár, eða um 40 milljarða króna! Innan við 10% af markaðsvirði Svo dæmi sé nefnt gengu Straum- ur og Landsbankinn frá samningum um síðustu mánaðamót um að Straumur keypti erlenda starfsemi Landsbankans í Bretlandi í félögun- um Landsbanki Securites og Lands- banki Kepler (100% í hvoru félagi) og 84% hlut í starfsemi Merrion Lands- banki á Írlandi. Kaupverðið var 380 milljónir evra, eða um 57 milljarðar króna. Straumur rifti kaupunum 9. október sl. vegna þess að FME hafði ákveðið að taka yfir vald hluthafa- fundar Landsbankans og víkja fé- lagsstjórn í heild sinni frá störfum og skipa skilanefnd. Í liðinni viku var unnið að sölu ofangreindra félaga, sem yrðu seld fyrir innan við 10% af markaðsvirði þeirra. Brunaútsalan á þessum verð- mætum mun fara fram vegna þess að fyrirtækin hefðu ella endað í gjald- þroti, þar sem dag hvern hafa þau verið að missa viðskiptavini vegna hins íslenska eignarhalds. Lands- banki Heritable í London hefur verið tekinn af breska ríkinu og er þar með orðinn verðlaus. Sömu sögu má segja um Kaupþing. Bankinn sjálfur taldi t.d. að danski bankinn FIH væri ein besta og verð- mesta eignin í eignasafni Kaupþings og var áætlað markaðsvirði hans í sumar um 2 milljarðar evra. Kunn- ugir telja að bankinn hafi hrunið um mörg hundruð milljónir evra í virði frá því að neyðarlögin voru sett. Kaupþing Singer & Friedlander í London var sömuleiðis talið um 700 milljóna evra virði fyrir bankahrun, en er einskis virði í dag, vegna þess að breska fjármálaeftirlitið tók bank- ann yfir eins og kunnugt er. Þannig benda Kaupþingsmenn á að bara þessar tvær eignir hafi rýrn- aði í verði sem nemur a.m.k. 200 millj- örðum króna. Auk þess eru eignir Kaupþings í Lúxemborg og víðar að miklu leyti tapaðar. Glitnir hefur ekki heldur farið var- hluta af eignarýrnun. Hann hefur tapað mjög háum fjárhæðum vegna þess að bankinn hefur neyðst til að selja eignir í útlöndum fyrir aðeins brot af markaðsvirði. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hafa eignir úr eignasafni Glitnis erlendis verið seldar fyrir á 0% til 20% af markaðsvirði. Sænski bankinn HQ keypti t.d. starfsemi Glitnis Sverige í síðustu viku fyrir 60 milljónir sænsk- ar krónur (900 milljónir íslenskar) en hann var keyptur á 425 milljónir sænskar fyrir tveimur árum, eða rúma 6 milljarða króna. Þá seldi Glitnir starfsemi sína í Finnlandi í vikunni fyrir 2.000 evrur (300 þúsund krónur) en þegar starfsemin var keypt, var kaupverðið 350 milljónir evrur (52 milljarðar króna)! Bent hefur verið á að ríkið hafi þannig gefið eignir til starfsmanna Glitnis í Svíþjóð og Finnland fyrir um 400 milljónir evrur, eða tæplega 60 milljarða króna. Fyrir þá upphæð hefði, að sögn, mátt kaupa matvöru erlendis til þriggja ára fyrir Íslend- inga. Þá er útlit fyrir að Glitnir muni tapa miklum fjárhæðum vegna repo- samninga, ef erlendir lánardrottnar ákveða að selja þær eignir sem bank- inn setti að veði fyrir lánunum. Repo- samningar hafa verið stór hluti af fjármögnun Glitnis, vegna þess að bankinn hafði ekki innlán í sama mæli og Kaupþing og Landsbankinn. Þar hefur hann lagt að veði eignir í bönk- um, til þess að fá lán og eignirnar hafa verið meira virði en lánin sem Glitnir fékk. Ef Glitnir stendur ekki í skilum með afborganir af þessum lán- um, þá leysa lánardrottnar til sín EIGNIR BANKA  Samantekin ráð erlendra seðlabanka að fella íslenska bankakerfið  Stjórnvöld segja að meira tjón hefði orðið ef lögin hefðu ekki verið sett  Eignir bankanna hafa hrunið í verði eða orðið verðlausar með öllu  Frá neyðarlagasetningu hafa mörg hundruð milljarðar króna tapast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.