Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 29
Tyrkland 151 Austurríki 133 Ísland 87 Úrslit atkvæða- greiðslu um sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna á föstudag. 29 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008 Reuters O rðspor Íslands á alþjóð- legum vettvangi hefur beð- ið meiri hnekki vegna fjár- málakreppunnar undanfarnar vikur en nokk- urn gat órað fyrir. Birting- armyndir þessa eru marg- ar. Trúin á íslenzku krónunni er engin; útlendir bankar vilja ekki sjá hana og Íslendingar bú- settir erlendis, sérstaklega námsmenn, eiga í erfiðleikum með að fá fé að heiman. Í fjöl- miðlum birtast frásagnir af því að Íslendingum hafi verið vísað út úr verzlunum, hent út úr leiguíbúðum og neitað um bankaviðskipti. Þetta er vegna þess að þjóðin nýtur ekki lánstrausts. Orsökin fyrir þessu er ekki fyrst og fremst að stórir lánardrottnar á borð við erlenda banka eða sjóði fái ekki skuldir sínar greiddar, heldur málin, sem hafa komið upp í ýmsum löndum, þar sem venjulegir sparifjáreigendur í íslenzku bönkunum hafa ekki getað nálgazt innistæður sínar. Þess vegna er líka staðan alvarlegust í Bretlandi og Hollandi, þar sem yfir 300 þúsund manns samanlagt eru í þessari stöðu. Yfirlýs- ingar íslenzkra stjórnvalda um að staðið verði við alþjóðlegar skuldbindingar og innistæður tryggðar virðast ekki hafa komizt nægilega vel til skila. Ísland einangrað Margir hafa nú þá tilfinningu að Ísland sé ein- angrað á alþjóðavettvangi og að okkar hefð- bundnu bandamenn hafi ekki komið okkur til hjálpar. Margt eykur á þessa tilfinningu. Skýr birtingarmynd stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna er úrslit atkvæðagreiðslunnar um tvö sæti Vestur-Evrópu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær, föstudag. Þar burstuðu Aust- urríki og Tyrkland Ísland gjörsamlega, þvert á væntingar þeirra, sem höfðu undirbúið fram- boðið af Íslands hálfu. Erfið staða Íslands sýndi sig líka á leiðtoga- fundi Evrópusambandsins fyrr í vikunni. Drög- um að texta, sem Danir vinir okkar höfðu sett saman og gaf til kynna eindreginn stuðning við Ísland í erfiðleikum þess, var breytt í fremur út- vatnaða yfirlýsingu um samstöðu. Að kröfu Hol- lendinga var hnýtt aftan við að ESB ætlaðist til þess af Íslendingum að þeir stæðu við alþjóð- legar skuldbindingar sínar. Einu erlendu seðlabankarnir, sem til þessa hafa hjálpað Íslandi í gjaldeyriskreppunni sem við glímum við eru þeir norrænu, en hjálp þeirra dugir ekki til. Í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í þessu tölublaði Morgunblaðsins kemur fram að í raun hafi seðlabankar helztu vinaríkja okkar, Bandaríkjanna, Bretlands, Evrópusambandsins og Norðurlanda, sam- einazt um að lána ekki Íslandi til að hjálpa bankakerfinu. Á því er ekki endilega sú skýring að stjórnvöld í þessum löndum hafi viljað keyra Ísland í þrot. Það er til í dæminu að menn hafi talið sig eiga nóg með eigin vandamál. Það hefur líka legið lengi fyrir að í þessum ríkjum hafa menn haft mikla vantrú á íslenzka bankakerfinu og áhyggjur af gríðarlegri útþenslu þess. Ís- lendingar, ekki sízt bráðlátir bankamenn, kunna að eiga sína sök á því að seðlabankar ná- grannaríkja tóku ekki þátt í að halda bönkunum á floti. Áhyggjur í Noregi af Rússaláninu Íslenzk stjórnvöld hafa látið það skýrt í ljós að þeim finnist þau einangruð. Ummæli Geirs H. Haarde forsætisráðherra, um að Ísland hefði leitað til gömlu vina sinna en fengið afsvar og neyddist þá til að leita sér að nýjum vinum, vöktu talsverða athygli í alþjóðlegum fjöl- miðlum. Þar átti Geir við að Ísland hefði neyðzt til að leita til Rússlands og biðja um lán að upp- hæð fjóra milljarða evra. Hjá stjórnvöldum í viðkomandi vinaríkjum Íslands hafa þessi um- mæli og viðræðurnar við Rússa enn ekki haft þau áhrif að þau vilji grípa til aðgerða til að Ís- land þurfi ekki á Rússaláninu að halda. Þó eru byrjaðar að heyrast áhyggjuraddir vegna viðræðnanna við Rússa. Þær komu fram í samtölum manna á milli í tengslum við fund Norður-Atlantshafsráðsins í höfuðstöðvum NATO fyrr í vikunni. Og í norrænu ríkjunum, sem standa okkur næst og eiga jafnframt einna mestra hagsmuna að gæta gagnvart Rússum og útþenslustefnu þeirra á norðurslóðum, eru slík- ar áhyggjur komnar upp á yfirborðið. Þannig lýsti norski þingmaðurinn Ingebrigt Sørfonn því yfir í vikunni að Norðmenn ættu að aðstoða Íslendinga svo þeir neyddust ekki til að leita á náðir Rússa. „Þetta er gífurlega mik- ilvæg spurning sem snýst um nágrannaland okkar og norðurslóðir í heild,“ sagði Sørfonn í viðtali við vefmiðilinn E24. „Við eigum að hjálpa Íslendingum, bæði til að sýna þeim samstöðu og vegna okkar eigin hagsmuna.“ Sørfonn segir að láni Rússar Íslandi stórfé, geti það haft neikvæð áhrif á norska sjávar- útvegs-, orku- og öryggishagsmuni. Hann hefur skrifað Kristin Halvorsen fjármálaráðherra bréf og hvatt hana til að gera það sem í hennar valdi standi til að hjálpa Íslendingum. Halvorsen lýsti því yfir á fundi fjár- laganefndar Stórþingsins á fimmtudag að Norðmenn væru reiðubúnir að aðstoða Ísland frekar. Á sama fundi sagði Svein Gjedrem, seðlabankastjóri Noregs, að forsenda þess að seðlabankar Noregs og annarra ríkja veittu Ís- landi aðstoð væri að landið fengi stuðning frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF). Forsenda hjálpar IMF væri trúverðug áætlun íslenzkra stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins. Sjálfstæði Íslands í hættu Á sænska þinginu fóru fram umræður um vanda Íslands síðastliðið miðvikudagskvöld. Þar var Rússalánið í brennidepli og sett í víðtækara öryggispólitískt samhengi. Tveir þingmenn íhaldsmanna (Moderaterna) létu mest að sér kveða; þeir Göran Montan og Finn Bengtsson, sem báðir eru miklir Íslandsvinir. Göran Montan sagði í umræðunum að Íslend- ingar sjálfir og hinir „árásargjörnu fjármála- hákarlar“ væru ekki saklausir af því hvernig komið væri. „En vandinn nú er að tilvera og sjálfstæði heils ríkis hefur verið sett í hættu,“ sagði Montan. „Í þessari viðkvæmu stöðu neyð- ist Ísland til að leita til Rússlands og semja um lán upp á fjóra milljarða evra, upphæð sem sam- svarar öllum útgjöldum Svía til varnarmála.“ Montan rifjaði upp sögu Íslands, stjórn Dana, hernám Breta í seinna stríði, NATO-aðildina og veru bandarísks varnarliðs á Íslandi í meira en fimm áratugi. „Þegar höfð eru í huga hin sögu- legu tengsl og hernaðarlega mikilvæg staðsetn- ing Íslands er það vægast sagt einkennilegt, að ekki sé sagt að það komi manni í uppnám, að þetta litla land í miðju Atlantshafinu skuli ekki fá þann stuðning sem það þarf til að afstýra fjármálakreppu frá ríkjunum sem hafa notfært sér það svo lengi,“ sagði Montan. „Norð- urlöndin hafa vissulega boðið aðstoð, en ekki í þeim mæli að það hafi getað afstýrt kreppunni. Bretland hefur til þessa eingöngu sett fram gíf- urlegar og illa grundaðar kröfur í garð Íslands og Bandaríkin, sem bera raunar höfuðábyrgð á hinni alþjóðlegu fjármálakreppu, hafa ekkert látið í sér heyra. Í staðinn koma Rússland og Pútín inn í myndina.“ Montan sagði að það væri vondur kostur ef lýðræðisríkið Ísland yrði sett í þá stöðu að verða efnahagslega háð Rússlandi, þar sem lýðræðið væri á undanhaldi. Íslendingar myndu áreið- anlega gjalda lánið háu verði. Þingmaðurinn spáði því að Rússar myndu nýta sér stöðuna „til dæmis til að hindra að landið nálgist ESB eða að NATO-herlið verði á ný flutt til Íslands. Það er ekki bara mögulegt heldur raunar trúlegt,“ sagði hann. Finn Bengtsson tók undir með Montan og sagðist vonast til að það að sá fyrrnefndi tæki málið upp yrði „með einhverjum hætti til þess að aðallega Norðurlönd, jafnvel með stuðningi Evrópusambandsins, reyni að hafa áhrif á NATO og að í sameiningu finni menn lausn.“ Vantar staðfestuna? Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, sem hefur sérþekkingu á málefnum Rússlands, hefur sína skýringu á því hvers vegna fór illa fyrir Íslandi í atkvæðagreiðslunni um sæti í ör- yggisráði SÞ. „Rúmri viku fyrir atkvæðagreiðsluna var skýrt frá því að Íslendingar hygðust leita til Rússa um lán og dagana fyrir atkvæðagreiðsl- una fóru fram samningaviðræður um lánið í Moskvu. Nú er ekki bannað að leita til Rússa, kalda stríðinu er lokið, þeir eru ekki lengur óvin- urinn. Hinsvegar er ljóst að ákvörðun um það virðist, utan frá séð, fela í sér ákveðna stefnu- breytingu, jafnvel tækifærismennsku,“ skrifar Jón á vef sinn. „Íslensk stjórnvöld hafa fram að þessu tekið mjög einarða afstöðu gegn Rússum á vettvangi NATO, mótmælt flugi herflugvéla þeirra umhverfis Ísland sérstaklega og fordæmt framferði þeirra í Georgíu.“ Jón segir að ríki sem sé tilbúið að snúa við blaðinu með áberandi hætti þegar því líkar ekki viðmót bandalagsríkja sinna sé kannski ekki trúverðugt. „Að minnsta kosti kann að vera hæpið að greiða því atkvæði til setu í Örygg- isráðinu aðeins fáeinum dögum eftir að forsætis- ráðherra þess hefur lýst því yfir á alþjóðavett- vangi að „vinir“ hafi brugðist og nauðsynlegt hafi því reynst að afla sér „nýrra vina“. Það er sjaldgæft að leiðtogar ríkja lýsi bandalagaskipt- um á jafn léttum nótum, eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Er mögulegt að yfirlýsingin hafi vakið efasemdir um staðfestu Íslands í alþjóðastarfi?“ Samleið með lýðræðisríkjunum Þótt mörgum þyki nú, sem Ísland sé einangrað á alþjóðavettvangi og gamlir vinir hafi ekki látið í sér heyra, jafnvel unnið gegn okkur, er nið- urstaðan alls ekki sú að Ísland eigi að snúa baki við gömlu vinunum eða finna sér nýja. Og sízt af öllu komumst við út úr erfiðleikunum hjálp- arlaust. Við eigum í rauninni enga kosti í þess- um efnum. Í alþjóðavæddu hagkerfi nútímans þarf lítið land góða bandamenn. Ísland á vegna sögu sinnar, þjóðfélagsgerðar og staðsetningar samleið með lýðræðisríkjum Evrópu- og Norð- ur-Ameríku. Við eigum ekki að ýta okkar gömlu bandamönnum frá okkur, þótt nú blási á móti. Við höfum glatað trausti þeirra sumra og þurf- um að endurvinna það. Leiðin til þess að end- urheimta traustið er að vinna með alþjóðastofn- unum að því að endurreisa íslenzkt efnahagslíf og að sýna rækilega fram á að Ísland muni standa við allar þær skuldbindingar, sem það ber með réttu. Við munum þurfa aðstoð Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Hún getur verið forsenda þess að við fáum aðstoð frá seðlabönkum sumra vinaríkja okkar, sem lítið hafa viljað við okkur tala að und- anförnu. Við þurfum líka að skoða rækilega hvort við eigum að ganga alla leið inn í innsta hring sam- starfs vestrænna lýðræðisríkja með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Stuðn- ingur almennings við aðild fer klárlega vaxandi. Það er varla umdeilt lengur að Evrópusam- bandsaðild og evra hefðu dregið mjög úr því áfalli, sem Ísland varð fyrir vegna hinnar al- þjóðlegu fjármálakreppu. Evrópusambandsaðild getum við fengið hve- nær sem við viljum, en afleiðingar kreppunnar þýða að nú er evran fjarlægari möguleiki en áð- ur. Þó blasir það við að Ísland þarf sárlega á stöðugum gjaldmiðli að halda í stað krónunnar. Við munum þurfa á stuðningi vina- og banda- lagsríkja okkar að halda ef við eigum einhvern tímann að ná því marki. Lítið land þarf góða bandamenn Reykjavíkurbréf 181008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.