Morgunblaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 18
18 Tengsl
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. OKTÓBER 2008
Snorri „Pabbi er frekar léttur og
alltaf til í að grínast eitthvað. Hann
er mjög skemmtilegur. Ég vissi
alltaf að hann væri tónlistarmaður
og fannst það frekar spennandi.
Hann er mikill skemmtikraftur,
frekar en bara tónlistarmaður en
hann hefur ekki mikið verið að
semja. Hann er meiri flytjandi og
ég hef alltaf haft gaman af því að
sjá hann spila. Þegar Ríó tríó er að
spila segir hann brandarana, hann
er alltaf með eitthvert grín í gangi,
hvort sem hann er að spila eða
ekki. Hann er léttlyndur, þægilegur
og skemmtilegur maður.
Samband okkar hefur alltaf verið
mjög gott. Ekki síst eftir að ég full-
orðnaðist og byrjaði að fikta í tón-
list. Hann styður við bakið á mér í
því og hefur verið jákvæð rödd
þrátt fyrir að honum finnist margt
skrýtið í tónlist-
arbransanum á
Íslandi og hefur
sagt mér að það
séu engir pen-
ingar í þessu. Ég
er ekki með há-
skólamenntun og
hann sem foreldri
hefur áhyggjur,
því tónlist-
arbransinn er
valtur og maður
veit ekki hvenær maður fær pen-
inga næst.
Með sterkar skoðanir
Hann er með sterkar skoðanir á
öllu og öllum og það er alltaf gam-
an að tala við hann um pólitík,
hann er alltaf að rífa sig yfir ein-
hverju. Ég skildi aldrei af hverju
hann fór út í pólitík, mér fannst
þetta bara pirra hann! Hann er nú
að mestu leyti hættur núna, er
meira á bak við tjöldin.
Við fórum nokkuð mikið til út-
landa fjölskyldan. Pabbi var að
vinna um tíma hjá Samvinnuferð-
um-Landsýn svo við fórum oft í
ferðalög.
Hann var mikið að vinna á kvöld-
in. Hann var fréttamaður á Stöð 2
og svo var hann líka á Aðalstöðinni
með útvarpsþátt og ég man eftir að
hafa verið mikið
þar og uppi á
Stöð 2 þegar ég
var lítill. Svo fór
maður stundum
með honum á
tónleika.
Hann hefur
alltaf verið með
dagvinnu og verið
í spiliríi um helg-
ar og á kvöldin.
Ég var svo
‘‘ÞEGAR ÉG FLUTTI ÚT, EN ÉGVAR SÍÐASTUR Í RÖÐINNIAF OKKUR SYSTKINUM TILÞESS, TÓK HANN HER-BERGIÐ MITT OG BREYTTI
ÞVÍ Í LISTAMANNASTÚDÍÓ!
Léttlyndur og
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Helgi P „Snorri er yngstur af fjórum
systkinum en það hefur alltaf verið
mjög gott samband milli þeirra.
Hann þótti mikið krútt og systkini
hans höfðu gaman af honum. Hann
var rólegur og yfirvegaður og manni
fannst ekki fara mikið fyrir honum,
kannski af því að hann er yngstur og
aftastur í röðinni.
Eldri systkini hans fóru öll í ein-
hvers konar spilatíma en maður varð
ekki strax var við tónlistaráhugann
hjá honum. Elsta systir hans var
lengi í söngnámi og eldri bróðir hans
fékk gítar og var að reyna að spila
eitthvað. Reyndar fengum við vís-
bendingu um tónlistarhæfileika hans
í tónmennt í Hlíðaskóla en öll fjögur
systkinin náðu því að vera þar á sama
tíma, það er svo stutt á milli þeirra.
Óli Þórðar, sem var með mér í Ríó
tríói, kenndi tónmennt við skólann.
Hann hnippti í mig og sagði:
„Fylgstu með Snorra, þarna er mikil
tónlist.“ Á þessum tíma sýndi hann
samt ekki þennan áhuga á tónlist
sem hann hefur núna.
Enginn íþróttamaður
Snorri hefur ekki verið neitt að
ráði í íþróttum. Það var þó reynt að
troða honum í íþróttir því bróðir hans
var á kafi í þeim. Snorri sýndi þeim
engan áhuga en það
erfði hann áreið-
anlega frá pabba
sínum! Ég man eftir
einum sunnudags-
morgni þegar
Snorri var að keppa
í handbolta. Hann
var í sókn að hlaupa
yfir völlinn og geisp-
aði mikið á meðan!
Ég held að hann hafi
hætt fljótlega eftir
þetta.
Þegar hann var
orðinn 15, 16 ára tók
ég eftir því að hann
var farinn að hlusta á Bítlana, Kinks
og ýmislegt fleira sem hinir krakk-
arnir höfðu ekki hlustað á. Hann var
að pæla í tónlist og las bækur um tón-
listarfólk á borð við Dylan og Lovin’
Spoonful.
Svo kom að því að hann tók gít-
arinn af bróður sínum, sem hafði ekki
sinnt því hljóðfæri mikið, byrjaði
bara að spila og hefur ekki skilið
hann við sig síðan. Þá var hann svona
16, 17 ára og spilaði frá morgni til
kvölds, lagðist alveg í þetta. Svo fór
hann að semja lög en þetta var ekk-
ert sem við foreldrarnir höfðum búist
við.
Hann var greinilega meiri leiðtogi
en mann hafði grunað. Hann er
ákveðinn en alltaf með bros á vör.
Hann er mjög þægilegur en nær sínu
fram, kemst þótt hægt fari.
Svo virðist hann vera alveg ófeim-
inn. Ég hef verið töluvert í tónlist og
alltaf legið við uppköstum af stressi
við að troða upp. Hann fer bara að
spila og tekur þetta á rokkinu. Þessir
rokkarahæfileikar hans, að stökkva
upp í loft og það allt, það hefur hann
frá móður sinni, ekki mér!
Vinnusamur tónlistarmaður
Hann Snorri ætlar að vera tónlist-
armaður. Manni var svolítið brugðið
við að heyra það, sem er kannski
skrýtin athugasemd frá mér. Það var
alltaf sagt við mig: „Hvað, ætlarðu
ekki að vinna eitthvað?“ Þetta við-
horf að það kæmi ekki til greina ann-
að en að afla sér einhverrar mennt-
unar og vera með aðra vinnu en
tónlistina var ráðandi. Af því að mað-
ur fékk þetta uppeldi lít ég ekki á mig
sem tónlistarmann þó það liggi tölu-
vert eftir mig á tónlistarsviðinu.
Tækifærin eru önnur nú og Snorri
stefnir augljóslega að því að vera tón-
listarmaður og mér finnst það gott
mál. Hann er með ákveðna sýn sem
hann fylgir eftir. Hann er í fínum fé-
lagsskap með strákunum í Sprengju-
höllinni. Það sem er lykilatriði er að
þeir vinna og æfa, dag eftir dag eftir
dag.
Snorri er með sterka réttlæt-
iskennd. Hann fylgist vel með og ég
man eftir því að þegar hann var sjö,
átta ára krakki var hann sá eini af
þeim systkinum sem las blöðin. Hann
sat við eldhúsborðið og las fyrirsagn-
irnar og hafði
áhuga á því sem var
að gerast í kringum
hann.
Íslenskur
veruleiki
Þeir vinna
greinilega vel sam-
an drengirnir í
hljómsveitinni. Þeir
eru að draga upp
mjög skemmtilegar
og heildstæðar
myndir af sam-
félaginu. Þeir eru
ekki að syngja neitt
„æ lov jú beibí“. Þeir koma ýmsu fyr-
ir inni í þessu popplagaformi og það
kemur berlega í ljós hvaðan þeir eru.
Þetta er íslenskur raunveruleiki; þeir
eru að horfa á samfélagið í kringum
sig, detta ekki neitt ofan af himnum.
Unga fólkið í tónlistinni í dag styð-
ur hvað við bakið á öðru, eins og
Sprengjuhöllin, Hjaltalín og fleiri. Þó
að fólk sé að gera frábrugðna tónlist,
hjálpast það að. Þessi hópur virðist
vera að búa til eitthvað sem er nýtt.
Tónlistin var svosem í kringum
Snorra í uppeldinu. Það var til píanó
á heimilinu ásamt fleiri hljóðfærum.
Svo voru menn eins og Gunnar Þórð-
arson og fleiri að mæta heim á æfing-
ar. Snorri hafði því snemma séð frá
fyrstu hendi menn vera að semja og
vinna tónlist. En við höfum aldrei
rætt tónlist af neinu viti. Kannski af
því að ég hef ekkert verið að grúska í
tónlist nema í áhlaupum.
Varðandi píanóið, þá varð mamma
hans vör við það fyrir nokkrum árum
að hann var farinn að spila á það.
Hún heyrði í honum þegar hún kom
snemma heim en hann hætti að spila
um leið og hann heyrði í henni. Ekk-
ert okkar hinna fimm spilaði á píanó-
ið og þegar hann flutti að heiman fór
fram lýðræðisleg atkvæðagreiðsla
um afdrif píanósins og niðurstaðan
varð sú að hann fékk að taka það með
sér.
Hann er ekki mikið fyrir að hrópa
á torgum um það sem er að gerast
hjá honum. Við foreldrarnir fréttum
aldrei neitt, þeir eru að spila hér og
þar og við fáum bara að vita það fyrir
slembilukku! Við erum ekki ennþá
búin að heyra nýju plötuna í heild
sinni og bíðum spennt eftir því að
hún komi út. Maður finnur að þeir
eru að gera þetta af alvöru og vinna
þannig að þeir uppskera eins og þeir
sá.“
‘‘SVO KOM AÐ ÞVÍ AÐHANN TÓK GÍTARINN AFBRÓÐUR SÍNUM, SEMHAFÐI EKKI SINNT ÞVÍHLJÓÐFÆRI MIKIÐ,
BYRJAÐI BARA AÐ SPILA
OG HEFUR EKKI SKILIÐ
HANN VIÐ SIG SÍÐAN.
Brosandi
leiðtogi
Tengsl Snorri Helgason syngur og spilar
með hinni vinsælu hljómsveit Sprengju-
höllinni á meðan faðir hans Helgi Pétursson
hefur hresst þjóðina við í áratugi með Ríó
tríói. Þeir feðgar lýsa hvorum öðrum og ræða
um margt fleira en tónlistina.
Fæddist 28. maí 1949. Hann er sonur
Kristínar Ísleifsdóttur og Péturs
Kristjónssonar, sem bæði eru látin.
Helgi er kvæntur Birnu Pálsdóttur,
stuðningsfulltrúa í Flataskóla. Auk
Snorra eiga þau þrjú börn, Bryn-
dísi, kennara við Hlíðaskóla,
íþróttafræðinginn Pétur, sem er
í námi í stoðtækjafræði í Sví-
þjóð og Heiðu Kristínu, sem er
að ljúka námi í stjórn-
málafræði.
Helgi er kennari að mennt
og er með BA-próf í blaða-
mennsku frá American University
í Washington D.C. í Bandaríkj-
unum. Hann er þekktur tónlist-
armaður úr hinni vinsælu sveit
Ríó tríói, sem hefur sent frá
sér hátt í 20 plötur. Hann var
lengi í blaða- og frétta-
mennsku og hefur líka starf-
að sem borgarfulltrúi. Helgi
vinnur hjá Orkuveitu Reykja-
víkur þar sem hann er vef-
stjóri og hefur umsjón með
útgáfu og almannatengslum
fyrir fyrirtækið.
HELGI PÉTURSSON