Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 6
54 SKINFAXI en von bráðar þóttist löggjafarvaldið þurfa að draga mátt úr lögum þessum, vegna vonarinnar um að selja saltfisk, og þetta var gert án þess að þjóðin væri kvödd til ráða. Varla mun gerandi ráð fyrir því, að þorskurinn okkar níði sjálfstæðið af íslenska ríkinu, en hvað sem því liður er það víst að fjöldi íslenslcra kjósenda hugs- ar lítið eða ekkert um sambandsmál Dana og íslend- inga, gerir sér litla grein fyrir, hvernig þau hafa reynst eða til hvers þau muni draga í framtíðinni. ]?ó þarf að semja aftur við Dani að fáum árum liðnum. Öll löggjöf og stjórnarfar í þessu landi hvilir á víð- tækum kosningarétti fjöldans. pó eru kjósendur rík- isins ákaflega fáfróðir um þjóðfélagsmál, enda er það meir en von. Engin þjóðfélagsfræði hefir verið rituð, sem gildir fyrir hið íslenska, fullvalda ríki, og skólarnir, sem flestir eru þó kostaðir af almannafé, liafa varið iniklu lil þess að kenna fólki um herkonunga, sem lifðu einhversstaðar úti í löndum, fyrir hundruðum og þúsunduin ára. En skólarnir eru furðu liljóðir, tala víst lítið og sumir alls ekkert um rilcisrétt né stjórnarskrá þá er nii gildir á landi hér, kenslan um skyldur og rétt- indi einstaklingsins i þjóðfélaginu er mjög ófullkomin og öll i molum. Ýmsir munu benda á, að hér sé nóg af stjórnmálablöðum, sem fræði lýðinn. Satt er það, að hér er eytt mikilli orku og miklu fé í pólitíkst þref og þras, þó vaða margir i villh og vita ekkert til hlítar um hvað er barist. Enda virðist sumum stjórnmálaflokkum það ekki inikið kappsmál að skýra ítarlega stefnur sín- ar og markmið. Hér ber alt að sama brunnni, íslenska þjóðin á ekkert, sem fræðir lýðinn sómasamlega og hlutdrægnislaust um skyldur og rétt. Almenningur hef- ir fengið valdið, en það hefir verið trassað að fræða hann um, til livers hann ætti að nota það. Er þetta ekki fremur ómerkileg lýðmentun? Annars verður varla annað sagt, en að þverbrestir lýðmentunar sjáist, hvar sem litið er. Fólkið kann

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.