Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Síða 10

Skinfaxi - 01.07.1926, Síða 10
58 SKINFAXI en í ungmennafélögum. par á að vera hægt að kenna unglingum hvernig þeir eiga að nota og meta móður- mál sitt, þar á að vera hægt að tala við þá um þjóð- telagsmál; þar má kenna þeim hvernig þeir eiga að hæta og prýða heimili sín, bæði innan húss og utan, og það þarf uinfram alt að vekja ást þeirra og virðing fyrir daglegri vinnu og þjóðlegum siðum. Héraðsstörfin eru annar þáttur í starfsemi ung- mennafélaga. Sýningar og iþróttamót eru sjálfsögð, ef þau geta farið vel úr hendi. En þau verkefni nægja ekki; hér þarf að vera um stóra hugsjón að ræða. Hugsjón, sem hægt er að vinna fyrir á hverju ári um langt skeið. Mun fátt betur kjörið til þess en skóli. Alþýðuskólar í hverju héraði eiga að vera óskabörn ungmennafélaga; þau eiga að afla honum fjár og vinnu, hann á að vera þeirra verk. Hann á að vera uppspretta alþýðumentunar og þjóðlegra fræða. Hann á að vera annað heimili félaganna, og þaðan á þeim að koma ferskt blóð. pó að héraðssambönd ungmennafélaga hafi hingað lil talið sér best sæma að gera alþýðuskólamál að aðal- málum sínum, og að þeim hafi þar furðu mikið á unn- ist, þá er það auðvitað margt fleira mikilsvert, sem um er að velja, og síst þarf að kviða því, að stórhuga og dugandi menn skorti verkefni. En ungmennafélög landsins þurfa að hugsa hærra. peim má ekki duga að miða verk sin við héraðamörk; það er of þröngur stalckur. þ>au verða að fylkja sér öll og fylkja sér þétt um alþjóðar hugsjón, sem ókomin ár gera að raunveruleika. Sigurður Nordal hefir kallað þetta sameiginlega markmið „íslenska sveitamenning“. Munu allir nýtir menn honum sammála um, að þetta sé réttnefni. þ>eir ,sem hafa verulega trú á islenskri sveitamenning og vilja að hún nái verulegum tökum á þjóðinni, sjá í anda fullgróið alt ræktanlegt land, sem íslendingar

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.