Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.07.1926, Blaðsíða 13
SKINFAXI 61 ' Jitrikar myndir af því, sem vildi hann sagt hafa. Hann áfrýjaði málunum til hinna draumgjörnu og spyrjandi, til þeirra, sem lesið geta milli línanna. Nú læddi hann inn í hug manna hinni sömu leiðslu, hinni sömu skelf- ingu, sem sjálfur hafði hann fundið til, er liann vissi sig á valdi þess ókunna; en um krókaleiðir var farið ogfrekar vann hann með liljómrænum innblæstri máls- ins en skynsamlegum fortölum og rökræðum. Versa- mál Iians minti á Edgar Allan Poe: Ekki kliðmikið, en straumþungt og hógvært, sem vögguljóð væri. Menn- segja, að hið óbundna ljóð Rode eigi ætt sína að telja til J. P. Jakobsens. Má það og vel vera. En frumleiki er þó nægur, og eigi eru tilfinningar og draumar hins unga skálds þjófstolið fé. í skotgröfunum og á blóðvellinum sætti hin enska götu- og gáskavísa: „It’s a long way“, þeim undarlegu örlögum að breytast í þunglyndan alvöruóð, án þess þó að haggað væri staf í ljóðlinu, tón i laginu. Her- mennirnir gátu frekar horfið á laun með tilfinningar sínar, heimþrá sina og liugarangur inn í sál þessa létt- úðga lags, en nolckurs sálmavers. t „Skyggekunstnerens MeIodi“ mætir hláleg alvara grátandi gáska á þennan sama hátt, og stefjamálið fell- ur þétt og með mjúkum linum um efnið, sem klæði falla að ungum og fögrum konulíkama. Vorástin milli tveggja unglinga verður honum munntöm; — vorástin, sem kann huldumál lilýrra, tryggra liandtaka og langra, þögulla og duldra stunda, þegar augun mætast á laun, Og þetta lirifsa hin næmu augu skáldsins upp úr flaumi og götuharki stórbæjarins. Honum fæðast liughrif, er hann mætir örlögum, veikum og vanburða, um stundar- sakir á matsöluhúsi í Lundúnaborg. — Minningarnar verða stórveldi í sál hans. Tárin ætla að brjótast fram: De svundne Aar, de svundne Aar, selvom de ilvke er mange, man bliver stundom saa bange.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.