Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 18

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 18
SKINFAXI 66 anlegum ráðum. ]?að kostar þrek, staðfestu og alvöru, en því dýrkcyptari, sem sigurinn verSur, þeim mun meira er í þaS variS, að hafa unnið hann. Alt, sem mesta fyrirhöfn kostar, er verðmætast. Allir menn eiga í einhverri baráttu. Baráttan kemur fram í mörgum myndum. pað er til barátta fyrir lifi, limum og daglegu brauði og þörfum, barátta við lágar hvatir og freistingar, sem háð er í þögn og einrúmi og harátta fyrir áhugamálum og hugsjónum. En sérhver göfug barátta, sem einstaklingurinn heyir, er tilraun hans til þess að auka manngildi sitt og veita lífi sinu til- gang. Enginn getur náð háum, siðferðislegum þroska, nema með mikilli innri baráttu. Baráttan hefir sama gildi fyrir andann og erfiðið hefir fyrir líkamann. Hún stælir kraftana og kennir mönnum að beita þeim. Mér virðist það því óheilhrigð stefna, ef félög, er starfa á uppeldislegum grundvelli, gera nokkra tilraun til þess að létta eða minka baráttu einstaklingsins fyrir mann- gildi sínu. „Sjalfr leið sjalfan þik“ það er gullvæg regla. Ef barátla einstaklingsins er hörð, og líf hans „Iævi blandit“ er hælt við misstignum sporum og mörgum ósigrum. En það er liið mesta óráð, að láta slíkt á sér festa með hvaða hætti sem er. Eina ráðið, ef svo fer, er að byrja á nýjan leik með nýjum lcröftum og varast alla örvæntingu. Æskulíf ýmsra manna er einskonar heiðarganga um hrjóstur andlegrar fátæktar, innihaldslausra skemtana og nautna. Sumir menn virðast vera fæddir til að leggja leið sína um slíkar eyðimerkur, aðra hrekur andviðri lífsins út á þær. Hugsjónir þeirra fölna og deyja smám- saman, andi þeirra tapar fluginu og uppsprettur sálna þeirra, sem áttu að vera ferskar, tærar og ávalt hreinar, gruggast og þorna loks með öllu. En þegar hugsjónirn- ar eru horfnar, og andinn er orðinn eins og vængbrot- inn fugl, blasir einskisverð æfi framundan. pessi hnign-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.