Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 29

Skinfaxi - 01.07.1926, Page 29
SKINFAXI 77 eru að hjálpa til að ljúka þeirri skuld, sem íslenska þjóðin stendur í við Eggert Ólafsson. Islenskir ungmennafélagar! Sýnið nú að þið berið með réttu nafnið „Yormenn Islands“ og sameinið krafta ykkar, til að minning þess manns, sem mestur vormaður hefir verið islensku þjóðlifi, megi verða gerð sem veg- legust. Kaupmannahöfn, á sumardaginn fyrsta ’26. St. Steindórsson. frá Hlöðum. Sígarettur. í mánaðarritinu „Success“ stóð nýlega grein um síg- arettu-reykingar unglinga, og hinar mörgu illu afleið- ingar, sem þær hafa í för með sér. Unglingunum islensku til alvarlegrar umhugsunar eru hér tekin upp aðalatriðin úr áðurnefndri grein. Aðaláhrif sígarettueitursins á líffæri unglinganna eru i þvi innifalin, að hefta þroskunina. petta eitur er öll- um líffærunum jafii skaðvænlegt. pað eyðileggur bæði heilsuna og siðferðisþrekið, hefir jafnlamandi áhrif bæði á líkama og sál. Að veikindum margra þeirra, sem langt eru leiddir i geðveikraspítölunum, eiga sigarett- urnar upptökin. Hjá mörgum vekur sigarettu-eitrið óeðlilegar, undarlegar og óuppfyllandi langanir, óá- nægju, óhægð, taugaveiklun, stygglyndi og hjá mörgum liverjum najstum því ómótstæðilega löngun til glæpa- verka. I stuttu máli er sú siðferðislega spilling, sem af sígarettu-nautninni getur leitt, og leiðir jafnan, fyr eða síðar, óútreiknanleg og hræðileg. Lygi, sviksemi, ó- hreinleiki, andleg og líkamleg siðferðisspilling, og al- gerð uppgjöf allra hinna hærri markmiða lífsins, eru áreiðanlegir ávextir þessa hættulega ávana.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.