Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 31

Skinfaxi - 01.07.1926, Qupperneq 31
SIÍINFAXI 79 skömmu: „í gær komu þrjátíu og fimm drengir fyrir réttinn hjá mér. prjátíu og þrir reykja stöðuglega sígarettur. I dag Iiefi eg komist fyrir þann hræðilega sannleik, að í tveimur stærstu verksmiðjunum þar sem búnar eru til sígarettur, er tóbalcið, sem haft er í þær, lagt i hleyti i veika ópíum-blöndu. Einmitt það, að þrjá- tiu og þrír af þessum þrjátíu og fimm föngum reyktu sígarettur, kemur manni beint til að hugsa sér sam- band á milli sígarettanna og afbrotanna, og þegar það er nú áreiðanlega víst, að fleslallar sígarettur eru meira og minna þrungnar ópíum, þá verður slíkt samband vel skiljanlegt. Ópíum er líkt farið og brennivíninu. Eftir því sem þess er oftar ncytt, eftir þvi vex ílöngunin í það. Uppvaxandi drengur, sem lætur tóbak og ópíum ná valdi yfir sér, kemst einnig bráðlega nndir yfiiTáð brennivínsflöskunnar. Tóbaksnautnin er beinasta og fljótfarnasta leiðin til ofdrykkjunnar. Og þegar hvort- tveggja lendir saman, eru litlar likur til að unglingur- inn komist hjá líkamlegri og' siðferðislegri eyðilegg- ingu. Læknir nokkur í Bandaríkjunum, J. J. Kellog að nafni, hefir nýlega gefið út svolátandi anglýsingu: ,„Fyrir fáum mánuðum síðan dró eg eiturefnið úr einni sigarettu og breytti því i fljótandi. vökva. Helmingnum af þvi spýtti eg inn í frosk og hafði það þau áhrif, að froskurinn drapst svo að segja samstundis. Hinum helmingnum spýtti eg þvi næst inn i annan frosk, og hafði það hinn sama árangur. Báðir froskamir voru fullorðnir og fullþroskaðir.“ Al' þessu kemur það i ljós, að i einni síðgarettu er nægilega mikið eiturefni til þess að drepa tvo froska. Hver drengur, sem reykir tuttugu sígarettur á dag, hefir þannig sogið i sig eiturefni nægi- lega mikið til þess að drepa fjörutiu Iroska. Hvernig stendur á þvi, að eitrið drepur ekki dreng- inn? pað drepur hann áreiðanlega. pó að það drepi hann ekki samstundis, þá deyr hann fyr eða siðar úr hjartabilun, nýrnaveiki eða einhverjum sjúkdómum

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.